Pressan - 08.03.1990, Side 25
25
Fimmtudagur 8. mars 1990
spáin
8. — 13. mars
(21. murs—20. upril)
Tilfinningarnar hafa eitthvaö veriö aö
hlaupa meö þig í gönur aö undanförnu. Fjár-
málin hafa sömuleiöis gert þér lifið leitt en
hvortveggja mun þetta lagast þegar á líður
þessa viku. En þaö gerist ekkert af sjálfu sér.
Þú veröur aö leggja á þig til aö koma málum
þínum á hreint.
(21. upril—20. muí)
Á vegi þínum veröur manneskja sem ber til
þin góöar tilfinningar, sennilegast róman-
tískar. Þú ert á varðbergi en liklegast er aö
þessar tilfinningar séu bæöi sannar og göf-
ugar. Þess vegna skaltu ekki hrinda mann-
eskjunni frá þér. Maður er manns gaman.
(21. mui—21. júni)
Einbeittu þér ofurlítiö meira aö fjölskyldunni
og þínum nánustu vinum á næstu dögum.
Þaö mun gera þér lífið léttara þegar fram í
sækir ef samband viö þetta fólk er gott. Eitt-
hvaö óvænt getur komiö upp á, stutt ferða-
lag, heimsókn fólks sem ekki haföi veriö bú-
ist viö. Líklegast veröur þér færð gjöf og til-
finningar aö baki henni eru góöar, þannig aö
þetta getur oröiö hin besta vika.
H
(22. júni—22. júli)
Láttu eftir eölislægri forvitni þinni í máli sem
lengi hefur legiö í sál þinni og angrað þig.
Best er aö ganga hreint til verks og spyrja
heldur en aö vera aö ímynda sér eitthvaö
sem svo kannski á sér enga stoö í raunveru-
leikanum. Nú er tími til aö taka sig á varðandi
fjármálin, borga reikninga og gera hreint fyr-
ir sínum dyrum.
(23. júli—22. úífúst)
Þaö getur komiö sér vel fyrir þig aö taka
frumkvæöi í málum sem lengi hafa veriö aö
velkjast á milli manna. Gættu þín þó á aö
beita dómgreindinni sem frekast er kostur,
annars er hætta á aö frumkvæðið veröi ekki
metið aö veröleikum. Gangi þetta eftir mun
þaö gera veg þinn meiri en áöur.
(23. úfiúst—23. sept.)
Þaö kemur fyrir þig aö Ijúka ekki við þau
verkefni sem þú tekst á hendur. Á þessu
skaltu gæta þín og leggja metnaö þinn í á
næstu dögum aö ganga vel frá öllum laus-
um endum. Ef þetta gengur eftir kemur i Ijós
aö sumt af því sem þú taldir glatað eru góö-
ar líkur á aö endurheimta. Batnandi manni er
best aö lifa.
(23. sept—2'1. okt.)
Þaö er komið aö því. Þaö er aö renna upp. Sá
tími er kominn aö þú getur látið draumana
rætast. Þú stendur þig vel og hefur veriö aö
gera góöa hluti upp á síökastiö. Örlítið meiri
atorka, einbeitni og vinnusemi geta sett þig
á græna grein, bæöi andlega og efnahags-
lega. Nú gildir aö hafa úthald.
(24. okt.—22. nóu.)
Einhver ákaflega upptrekkt og erfið persóna
leitar eftir heilræði frá þér og reyndar, þegar
allt kemur til alls, líka eftir samþykki á ákveö-
inni hegðan sem þér geöjast sennilega ekki
of vel aö. Vertu tilbúinn aö leika hlutverk
kennarans en gættu þess jafnframt aö ætíö
skal aögát höfö í nærveru sálar.
(23. nóu.—2l. des.)
Þaö er ekki endilega víst aö þau takmörk
sem í gildi hafa verið, skráö eöa óskráö, séu
neins viröi lengur. Margt hefur breyst og þvi
er ef til vill hægt aö leyfa sér annaö en áöur.
Vertu á varöbergi fyrir breytingu á tíöarand-
anum og viðhorfum gagnvart þér. Lykilatriö-
iö er aö gera tilraunir, prófa eitthvaö nýtt og
ólíkt, leita sér aö fjölbreyttri reynslu. Þaö
skilar sér alltaf aftur.
(22. des.—20. jun.)
Vinsældir þurfa ekki endilega aö vera
skammlifar. Þaö fer eftir því hvernig maöur
notfærir sér þær og vinnur úr þeim. Þar sem
þú notfærir þér hæfileika þína á réttan hátt,
þar getur allt gengiö upp og aukiö viö vin-
sældir og viröingu þína. Mundu bara aö
dramb er falli næst.
(21. junúur—10. febrúur)
Láttu eftir maka þínum eöa vinum í erfiöum
málum á næstunni. Sá vægir sem vitið hefur
meira segir máltækiö og oft getur þaö veriö
betra aö gefa eftir og halda friöinn en aö
koma öllu í bál og brand til aö koma eigin
sjónarmiöum aö. Þaö sýnir líka víösýni þína
ef þú getur látiö undan síga og haldiö virö-
ingu þinni.
(20. febrúur—20. mars)
Ekki vanmeta þaö sem er aö gerast bak viö
tjöldin. Hver er höfundur þeirra skeyta sem
sífellt fljúga um og hitta fyrir fólk þegar þaö
er veikast fyrir? Einhver er aö reyna aö villa
um fyrir þér en láttu þaö ekki hafa áhrif á þig.
Þetta er nokkuð erfiö staöa og getur kallaö
á mikla og sterka ögun og beitingu óbrengl-
aörar dómgreindar. Án hennar vinnst ekkert.
i framhjáhlaupi
Höröur G. Ólafsson
tannsmiöur og tónlistarmaður
„Leiíinlegast
að lenda í tímahraki"
— Hvaöa persóna hefur
haft mest áhrif á þig?
„Þaö er konan mín, Margrét
Siguröardóttir."
— Án hvers gætiröu síst ver-
iö?
„Konunnar og barnanna."
— Hvaö finnst þér leiðinleg-
ast?
„Aö lenda í tímahraki."
— En skemmtilegast?
„Allt sem vel gengur."
— Hvenær varðstu glaðast-
ur?
„Þegar börnin komu í heim-
inn."
— Hvað fer mest i taugarnar
á þér?
„Bara eins og ég sagöi áöan að
lenda í tímahraki, ætla sér eitt-
hvaö sem síðan tekst ekki."
— Manstu eftir ákvöröun
sem breytti miklu fyrir þig?
„Þaö eru svona nokkrar stórar
sem hafa breytt miklu, en ég
ætla aö sleppa aö nefna ein-
hverja eina."
— Viö hvað ertu hræddur?
„Maður er nú hræddur viö
ýmislegt, en ekkert eitt ööru
fremur."
— Manstu eftir neyöarlegu
atviki sem hefur hent þig?
„Nei, ég man bara ekki svona
í svipinn eftir neinu sérstöku."
— Hvar vildirðu helst eyöa
sumarleyfinu?
„Ég mundi vilja eyöa því í
Bandaríkjunum."
— Hver er eftirlætisbílteg-
undin þin?
„Subaru, ég hef átt tvo og lík-
aö vel."
— Hver er tilgangurinn meö
lífinu?
„Aö vera sáttur viö tilveruna
og reyna aö gleðja aöra um leiö."
— Ef þú þyrftir aö skipta um
starf, hvaö vildirðu þá helst
taka þér fyrir hendur?
„Þaö hlyti aö vera eitthvað á
tónlistarsviöinu."
— Hvaö er betra en kvöld-
stund í góöra vina hópi?
„Ekkert."
— Geturðu nefnt einn kost
þinn og einn galla?
„Minn helsti kostur er senni-
lega sá að ég reyni aö vinna vel,
en gallinn sá aö ég gef mér ekki
alltaf tíma til þess."
— Trúiröu á líf eftir dauðann?
„Já, alveg hiklaust."
Unniö af Rúnari Þór Arnarsyni, nemanda í Gagnfræðaskóla Sauöárkróks,
sem var í starfskynningu á PRESSUNNI
lófalestur
draumar
í þessari viku:
Marhnútur
(karl, fæddur 20.1. '60)
Fjölhæfur maöur, sem hefur
hæfileika á tæknisviöum og getur
auöveldlega skipt úr einu verkefni
í annað. Hann hefur lengi veriö
bundinn sínu gamla heimili og
þaö fer fyrst aö verða sjálfstæð
stefna í lífi hans um 26 til 29 ára
aldur. Timabilið 1990 til 1995 verð-
ur allviðburðaríkt.
Greindarlínan brotnar, þegar
maöurinn nálgast fertugt, svo þá
eru líkur á miklum þáttaskilum i
starfi hans og starfsstefnu. Hann
hefur hæfileika á tæknisviöum.
Maöurinn er hagsýnn í tilfinn-
ingamálum og konurnar í lífi hans
þyrftu að vera góöir félagar hans
og vinir. Þegar líöa fer á ævina,
þ.e.a.s. undir fertugt, verður hún
mjög viöburöarík. Lífslínan er tvö-
föld og því gæti hann orðið afar
gamall.
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vinstri) og skrifaðu eitt-
hvert lykilorö aftan á blöðin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
Um stiga
Stigi er nokkuð algengur í draum-
um okkar. En ekki ber mönnum
saman um þýðingu þess að dreyma
stiga. Sumir telja það boða upphefð
og velgengni að vera hátt uppi í
stiga. Þeir menn flokka allt klifur,
einnig í fjöll og tinda, undir það að
dreymandinn hækki í mannfélags-
stiganum eða verði hæstur, t.d. á
vertíð eða íþróttamóti. Þessi ráðn-
ing virðist algengust á Suðurlandi.
Hin ráðningin mun þó vera eldri og
þekktari, aö stigi tákni lífsleiðina og
því ofar sem maður þykist í stigan-
um því styttra eigi maður ólifaö.
Þannig var draumur Ólafs konungs
helga (raunar er með ólíkindum að
kóngur sá hafi verið öðrum mönn-
um heilagrijsem hann dreymdi fyrir
falli sínu á Stiklarstöðum. Þóttist
hann vera kominn í efsta þrep stiga
sem var-svo hár að sá inn i sjálfan
himininn. Svipuð dæmi þekkjast frá
okkar dögum. Dreymi ungt fólk að
það gangi upp stiga í húsi og allt upp
á háaloft er það tíðum vísbending
um lífsleiðina. Gangi erfiðlega að
komast upp stigana verður lifsbar-
áttan enginn leikur. Einnig ef maður
þykist þreyttur eða syfjaður, þá get-
ur maður komist í lífshættu eða
veikst i stiga lífsins. Að styðja eða
bera aðra manneskju upp stiga er
stundum nafnvitjun, stundum tákn-
ar það hjálp dreymandans til hins
aðilans.
Að ganga niður stiga í draumum
sínum hefur líka fleira en eitt tákn.
Sumir telja það fyrir lækkandi gengi
og vandræðum. I framhaldi af því
telja þeir það boða skammlífi að
ganga niður í kjallara. Aðrir telja
kjallara hafa jákvæða merkingu þar
sem kjallari var oftast forðabúr fullt
af mat, og ráða því kjallaradrauma
jákvætt. Einnig ef þú þykist ætla að
hitta fólk með jákvæðum nöfnum í
kjallaranum. Þá er gott að þykjast
eiga kindur (fé) í kjallara eða að það
elti mann þangað, samkvæmt þess-
ari ráðningu.
Öllum ber hins vegar saman um
að það sé slæmt að dreyma stiga
eða þrep upp að húsi sínu brotin eða
fúin eða á annan hátt skemmd. Stigi
sem liggur út í loftið eða niður í ekki
neitt er leiður draumur sem bendir
til að dreymandinn verði ráðþrota
og eigi fárra kosta völ. Þeim sem
ekki hugleiða hringrás lífsins gæti
slíkur draumur verið feigðardraum-
ur. En jafnan eru draumar um stiga
marktækir.
STEINUNIN
EYJÓLFSDÓTTIR