Pressan - 08.03.1990, Side 22
22
Fimmtudagur 8. mars 1990
„Hlusta helst á
nýjustu plötur Stuðmanna eða Strax..."
Erna Guðrún Jakobsdóttir.
,,Já, já, ég horfi oft á pabba
í fréttunum," segir Agúst
Bogason, 9 ára sonur Boga
Ágústssonar, fréttastjóra
ríkissjónvarpsins. ,,Ég horfi á
fréttirnar aðallega til aö vita
hvaö er aö gerast úti í heimi.
Þaö finnst mér allir veröa aö
gera, því annars vitum viö
ekkert hvaö er aö gerast,"
segir hann.
Agúst segir aö þaö skipti
hann ekki máli hvort pabbi
hans er á skjánum eða ein-
hver annar: ,,Ég var svo lítill
þegar pabbi byrjaði hjá sjón-
varpinu aö mér fannst auðvit-
aö skrýtið að sjá hann þar."
Ágúst segir aö íþróttaþætt-
ir séu í mestu uppáhaldi hjá
sér, en annars eigi hann
marga eftirlætisþætti í sjón-
varpi. „Ég horfi ekkert rosa-
lega mikiö á Stöö2," segir
hann, en þegar hann er
spurður hvort honum finnist
betri fréttirnar hjá ríkissjón-
varpinu eöa Stöö 2 lætur
hann ekki slá sig út af laginu:
„Mér finnst þær jafngóðar!"
Hann segist nokkuð ákveö-
inn í að veröa fréttamaður
þegar hann verður eldri, jafn-
vel þótt hann viti að mikiö
ónæði fylgir því starfi: „Ég
held það hljóti aö vera
skemmtilegt aö vera frétta-
maöur," segir hann. „Paö
hlýtur samt að vera frekar
óþægilegt að setjast fyrir
framan vélarnar í fyrsta
skipti." Sjálfur hefur Agúst
komiö fram í Stundinni okk-
ar, en virðist ekki leggja það
aö jöfnu við fréttamannsstól- „Hlýtur að vera óþægilegt að setjast fyrir framan sjón-
inn. varpsvélar í fyrsta sinn." Ágúst Bogason.
ÞAÐ VERÐA ALLIR
AÐ HORFA Á
FRÉTTATÍMA
Agúst Bogason, 9 ára sonur Boga Ágústssonar
fréttastjóra:
FANNST ALDREI
LEIÐINLEGT AÐ
MAMMA VÆRI
,,GRÝLA##
Erna Guðrún Jakobsdóttir, 12 ára dóttir
Ragnhildar Gísladóttur tónlistarmanns:
Kftirlætislagiö hennar er
Cover Girl meö hljómsveit-
inni New Kids on the Block
og hún segist ekkert endilega
hlusta á lögin sem Strax eöa
Stuðmenn hafa flutt. Erna
Guðrún Jakobsdóttir, 12
ára, hlustar þó auðvitað mik-
iö á tónlist, enda er hún eldri
dóttirin á heimili tónlistar-
fólksins Ragnhildar Gísla-
dóttur og Jakobs Frí-
manns Magnússonar. „Ég
hlusta mest á þau þegar þau
eru nýbúin að búa til plötu,"
segir Erna.
Þegar Erna er spurð hvern-
ig henni hafi þótt aö eiga
þekkta mömmu þegar hún.
var yngri svarar hún: „Mér
fannst þaö mjög gaman.
Skemmtilegast var þegar hún
var í Grýlunum því á þeim
tíma gerðist svo margt. Ég
vissi ekki fyrr en fyrir svona
einu og hálfu ári að merking-
in á Grýlunum átti aö vera
„skvísurnar", en þangaö til
hélt ég aö þaö þýddi að vera
tröllskessa, eins og sögurnar
um Grýlu segja! Samt fannst
mér aldrei leiöinlegt aö eiga
mömmu sem var „Grýla"
heldur var ég frekar montin
af því!"
Erna segist ekki sérstak-
lega fylgjast með sjónvarps-
þáttum sem mamma hennar
kemur fram í en „hins vegar
horfi ég á þá ef ég veit af
þeim".
Á heimilinu er tónlist mikið
leikin en ekki segist Erna
hafa hugsað út í hvort hún
ætlar sér aö veröa söngkona
Hún hefur sungið í einni sjón-
varpsauglýsingu en um fram-
tíöina segir hún: „Það getur
verið aö það sé gaman aö
vera atvinnusöngkona, en
það hlýtur að fara eftir ýmsu.
Til dæmis því hvernig manni
gengur."
SAMKEPPNIN HLÝTUR AÐ VERA
SKEMMTILEGUST!
Þórunn Sif Garðarsdóttir, 12 ára dóttir
Garðars í Herragarðinum:
„Er ákveðin í að eignast herrafataverslun þegar ég verð
eldri." Þórunn Sif Garðarsdóttir.
Þórunn Sif Garðarsdótt-
ir er 12 ára, dóttir Garðars
Siggeirssonar, eiganda
Herragarðsins. Þórunn Sif
segist fylgjast mjög mikið
með tísku, sérstaklega kven-
tískunni: „Annars finnst mér
strákaklæðnaöur mjög
smart," segir hún. „Ég skoða
mikið bæklingana sem pabbi
er meö fyrir verslunina og
mér finnst líka gaman að
fylgjast meö því hvaöa vörur
hann selur í verslununum. Já,
ég hef stundum fengið að af-
greiða og þaö er skemmti-
legt. Það er ekkert ööruvísi
aö afgreiða karlmenn en kon-
ur!“ svarar hún.
Og þaö er ekki nóg meö aö
Þórunn Sif segist vel geta
hugsað sér aö eiga verslun
þegar hún verður eldri; hún
er nánast ákveðin í að verða
verslunareigandi: „Mig lang-
ar að vera meö herrafata-
búð," segir hún. „Svo væri
ágætt að hafa eina táninga-
búö líka. Ég myndi vilja hafa
tískuklæðnað fyrir karl-
menn, ekki fríkaðan heldur
frekar fínlegan fatnað. Föt
eins og eru seld í Herragarö-
inum."
Þórunn Sif flettir ekki yfir
auglýsingar frá Herragarðin-
um í dagblöðunum heldur
segist hún skoða þær vel og
vandlega. Sjálfri þykir henni
þægilegast að vera í galla-
buxum og bol eða peysu „og
svo er ég í jökkum yfir. Ég
geng bæði í dömu- og herra-
jökkum og mér þykir smart
að sjá konur i herrafötum.
Nei, mér finnst íslenskar kon-
ur alls ekki nógu kaldar að
vera í herrafötum", svarar
hún.
Þegar Þórunn Sif er spurð
hvort hún haldi ekki að það
sé þreytandi að reka verslun
svarar hún að bragði: „Nei
það held ég ekki. Jú, pabbi er
oft þreyttur, en ég held samt
að það sé ekkert erfitt."
Þegar hún er spurð að því
hvað hún telji að sé skemmti-
legast við að eiga verslun seg-
ir hún að það séu örugglega
ekki ferðalögin sem því fylgi:
„Ég held að það hljóti að vera
skemmtilegast að vera í
keppni við hinar búðirnar!"