Pressan - 08.03.1990, Side 24
24
Fimmtudagur 8. mars 1990
cmnars konar viðhorf
Von um betri framtíd
Vinsamlega handskrifid bréf til JRK og látið fylgja fullt nafn og
kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu
og rithandarlestri og þvímiður er alls ekki hægt að fá þau íeinka-
bréfi.
PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík.
„Kæra Jóna!
Eflaust kannast margir við til-
finningarnar ótta, minnimáttar-
kennd og vantraust gagnvart
sjálfum sér. Ég er einn þeirra
sem við þessa erfiðleika eiga að
stríða og tel að þeir séu grund-
vallarmál í mínu daglega lífi, því
miður. Þeir hafa áhrif á flest sem
ég geri og framkvæmi. Þannig
er, að ég var í tilfinningasam-
bandi við stúlku í u.þ.b. ár, en
hún fór frá mér nýlega, varð hrif-
in af öðrum. Tilfinningalíf mitt
fór þar með úr jafnvægi. Fjár-
hagurinn er í stórum mínus og
sjáifsbjargarviðleitnin orðin
mjög lítil. Ég er orðinn svo
þreyttur og vonlaus. Út af þessu
öllu finnst mér.ég vera einhvern-
veginn milli steins og sleggju.
Hvað er til ráða, kæra Jóna?
Hvernig gæti ég hugsanlega
byrjað að byggja mig upp and-
lega og iíkamlega? Með fyrir-
fram þakklæti.
Jón.“
Kæri Jón!
Þakka þér fyrir opinskátt bréf og
þann trúnað sem þú sýnir mér. Ég
vona að við getum fundið ráð sem
hugsanlega auðvelda þetta erfiða
ástand. Eg kalla þig Jón af því að
það er svo erfitt að nota dulnefnið
sem þú valdir, sem er „Von um fram-
tíð“.
Tímabil uandrœda skoöaö
Að vera hafnað, eins og þér, er
martraðarkennt. Þetta er ótrúlega
sárt ástand og hjá okkur getur skap-
ast andlegt öngþveiti út af höfnun.
Okkur finnst við vera fullkomlega
misheppnuð. Hvað er eðlilegra þeg-
ar við vitum ekki betur en að allt sé
í góðu lagi? Ef við erum fyrir kvalin
af ótta og smæðarkennd er svona
afgreiðsla á tilfinningum okkar eins
og bensín á eld. Þessar kolvitlausu
tilfinningar margfaldast og okkur
finnst flest sund lokuð. Auk þess
finnst okkur einfaldlega betra að
hverfa sporlaust en að þurfa að tak-
ast á við hallærisháttinn í okkur
sjálfum. Við föllumst á að eðlilegt sé
að afgreiða okkur á kuldalegan
máta, bara af því að við höfum ekki
neitt sjálfstraust. Ef svo fjármálin
eru í ólestri í ofanálag er okkur öll-
um lokið. Við fyllumst óbærilegri
sektarkennd og sjálfsásakanirnar
fjúka í allar áttir og enginn á landinu
er eins fullkomlega misheppnaður
og við. Hjá þessum kjána verðum
við svo að sofa, hvort sem við snú-
um okkur á hægri eða vinstri hlið.
Af því þú ert strákur vil ég sérstak-
lega benda þér á að gráta svolítið og
vorkenna sjálfum þér, því þú þarft á
þvi að halda. Drífðu jafnframt í að
finna góðan sálfræðing sem getur
hjálpað þér til að átta þig á eigin til-
finningum og plokka burt rangt
sjálfsmat. Þú ert nefnilega nokkuð
harður í þinn garð, og það er sorg-
legt, kæri Jón.
Skriftin skodud
Við skulum skoða skriftina þína i
von um að geta betur áttað okkur á
hvar skórinn kreppir og leita hugs-
anlegra skýringa á vanda þínum
þar. Rithöndin hallar ýmist lóðrétt
eða til hægri sem bendir til að þú
sért óákveðinn, lítillátur og hafir of
miklar áhyggjur. Þetta getur bent til
þess, að ótti og efasemdir grafi und-
an réttu sjálfsmati. Auk þess hættir
þér til að festast í sömu hugsunum
óþarflega lengi. Það er afleitt, því ef
svo er ertu orðinn svo tilfinninga-
samur og vondaufur af tiltölulega
litlu tilefni að þú hreinlega finnur
enga undankomuleið. Reyndu að
slaka á tilfinningalega áður en þú
byrjar að efast um hæfni þína á ólík-
um sviðum og nota frekar skynsem-
ina til úrlausnar. Efri stilkir staf-
anna eru ýmist opnir eða lokaðir
sem gefur til kynna, að þú sért hald-
inn mikilli sjálfseyðingarhvöt og þér
sé alveg sama þótt þér takist vel upp
í einu og öðru og þér sé fyrir bragð-
ið hrósað, þú efast samt. Þetta bætir
náttúrulega ekki slæma líðan þína.
Ef þú trúir ekki á sjálfs þín hæfileika
er þá sanngjarnt að aðrir nenni að
hafa fyrir því að sjá þá? Neðri stilk-
ir stafanna benda til að þú sért hlýr,
tilfinninganæmur og tryggur. Ef svo
er ertu mjög háður þeim aðila sem
illa kemur fram við þig og tilfinning-
ar þínar eru bundnar við. Slíkt getur
valdið því að jafnvel þó þér sé hafn-
að þá neitir þú að trúa að þú elskir
viðkomandi jafnt sem áður og viljir
ómeðvitað ekki kannast við að þú
tækir henni opnum örmum, ef
henni þóknaðist að koma aftur.
Þetta eykur sjálfsfyrirlitningartil-
hneigingu þína. Þér finnst þú ennþá
misheppnaðri fyrir bragðið. Gott
væri þarna að átta sig á að hún fór
frá þér, en ekki þú frá henni, svo
eðlilegt er að þú sért í sárum yfir til-
finningum sem þú átt rétt á að neita
þér ekki um, ef þér sýnist svo. Tölu-
stafirnir gefa til kynna, að þú getir
verið ótrúlega skapstór og þver, ef
því er að skipta. Þetta bendir til að
þú sért öskureiður og niðurlægður,
en skapið fari inn á við og lami fram-
kvæmdaviljann. Þess vegna ertu
kannski bæði vonlaus og dapur.
Upphafsstafir geta til kynna, að þú
getir verið næmur, hugmyndaríkur
og listfengur. Hvernig væri að snúa
vörn í sókn og verða t.d. afburða
snjall á einhverju sviði þar sem
frumleiki þinn og hugarflug fái not-
ið sín. Innri stafir benda til að þér
hætti til að nota strútsaðferðina sé
eitthvað óþægilegt að svekkja þig.
Þetta gæti komið sér illa í fjármál-
um, því þú frestar og jafnvel saltar
ýmislegt sem betra væri að horfast
í augu við og nota hugarflugið til að
leysa. Við verðum að axla ábyrgð í
lífinu, annað gengur ekki, elsku
drengurinn minn. Bilið milli orða
þinna bendir til, að þér finnist
óþægilegt að bera ábyrgð á eigin lífi
og óskir eftir einhverjum til að bera
þá ábyrgð fyrir þig. Þarna er
kannski komin skýringin á því af
hverju þú ert eins og „Palli einn í
heiminum" þegar þú ert skilinn
einn eftir og enginn til að passa þig
lengur. Vertu viss um að margar
konur mundu taka ást þinni fegins
hendi, ef þú lagar þetta í fljótheit-
um. Hvernig þú notar spássíurnar
gefur til kynna að þú sért frábær
kokkur, mjög greindur og eigir ein-
staklega auðvelt með að elska.
Þetta finnst mér frábærir kostir. Aft-
ur á móti notarðu bæði biokk- og
skrifstafi sem er vísbending um að
þú sért eigingjarn og afbrýðisamur
í tilfinningasambandi. Þetta getur
verið erfitt fyrir þig sjálfan, auk þess
sem það er fullkomlega óbærilegt
fyrir þann sem elskar þig, þvi þú
slærð hreinlega eign þinni á við-
komandi, en hún má ekki eiga þig.
Þá lokast þú og verður þver og erfið-
ur. Eða eins og kvennagullið sagði
eftir misheppnaða tilraun til að ná
vinsældum hjá veikara kyninu,
kvöld eitt í nóvember sl. „Elskurn-
ar mínar, bóiið verður ekki kalt
lengi, því í bænum er urmull af
dúkkulísum sem bíða eftir ævin-
týrum og góðum strákum eins
og mér.“ Það eru nefnilega fleiri
bleikjur í vötnum landsins, kæri
Jón, sem betur fer.
Guð styrki þig í leit þinni að betri
framtið.
Með vinsemd,
JÓNA RÚNA
KVARAN
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Áí'-
múla 36, 108 Reykjavík.
Áhugaleysi vegna P-pillu notkunar
„Kæra Jóna!
Ég er nítján ára og hef verið á
piliunni í rúm tvö ár og er í góðri
sambúð, en kynlöngun mín er
mjög lítil, sem mér finnst hún
ekki hafa verið áður (sambandið
hefur varað í þrjú ár). Getur ver-
ið að pillan spili hér inn í? Ef
ekki, hvað þá? Er eitthvað til
ráða?
Með fyrirfram þökk fyrir
gott svar.
Sigga.“
Hæ Sigga. Mér er Ijúft að svara
bréfi þínu. Mig langar í leiðinni að
þakka lesendum Pressunnar fyrir
að vera svona duglegir að senda
mér bréf — haldið því endilega
áfram!
Jú, það er möguleiki að getnaðar-
varnarpillur (P-pillur, Pillan) geti
haft áhrif á kynlöngun — bæði auk-
ið hana eða minnkað. Að þurfa ekki
að hafa áhyggjur af mögulegri þung-
un er oft nógu stór ástæða til að hífa
upp áhuga á samlífi hjá konum.
Aukaverkanir uegna
langtímanotkunar
P-pillan er hormónalyf og getur
minnkað kynferðislega löngun hjá
konum líkt og mörg önnur lyf sem
konur taka, svo sem róandi lyf,
þunglyndislyf og hjartalyf.
Fyrir fimmtán árum greindu Mast-
ers og Johnson, sem mikið hafa
rannsakað kynsvörun líkamans, frá'
því að ef konur taka getnaðarvarn-
arlyf í átján mánuði upp í þrjú ár
getur farið svo að þær missi löngun
til samlífs. Þú segist hafa tekið P-pill-
una í rúm tvö ár. Masters og John-
son fannst það líklegt að meðal
langtímaáhrifa P-pillunotkunar
væri það að hún virkaði letjandi á
kynlöngun. Sérstaklega meðal
þeirra kvenna sem taka inn P-pillu
með stórum progesterónskammti
og lágum estrógenskammti. Konum
sem kvarta undan áhugaleysi út af
P-pillunni finnst annaðhvort að
löngunin einfaldlega hverfi eða þær
séu of þreyttar til að standa í orku-
frekum ástaleikjum.
Ekki nóg með að P-pillan geti
virkað letjandi á áhugann heldur
getur hún líka valdið fullnægingar-
erfiðleikum, minna næmi í kyn-
færavefjum og minni slímmyndun í
leggöngum.
Finna ekki allar
fyrir aukaverkunum
En þetta svar mitt til þín eiga
margar aðrar stelpur og konur eftir
að lesa. Mig langar til að biðja þær
að taka vel eftir því, að þó áhuga-
leysi geti verið möguleg aukaverk-
un er ekki þar með sagt að allar
konur sem taka P-pilluna finni fyrir
þessu. Kannski finna um níutíu og
fimm prósent kvenna alls enga slíka
breytingu, jafnvel frekar aukinn
áhuga. Þó minnst sé á aukaverkanir
segir það einungis til um að mögu-
leiki sé á slíkum verkunum — ekki
það að allar konur muni upplifa
þær.
En ef það er líklegt að P-pillan eigi
stóran hlut að máli í áhugaleysinu
hjá þér ættir þú hiklaust að fara og
tala við lækninn sem skrifaði upp á
lyíseði! fyrir þig. Ef þú ákveður að
hætta að taka P-pilluna vertu þá viss
um að hafa útvegað þér aðra getn-
aðarvörn í staðinn.
Hundraö ástœöur
fyrir áhugaleysi
Það fyrirfinnast fjölmargar ástæð-
ur fyrir minni áhuga á kynlífi og það
væri til að æra óstöðugan að þylja
það upp hér. Þú getur spurt sjálfa þig
hversu gefandi kynlífið er fyrir þig:
Hefurðu áhyggur af einhverju, vinn-
urðu mikið eða hefur lítinn tíma
fyrir sambandið við kærastann?
Tímabundið áhugaleysi er ekki óal-
gengt og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt.
Það er með kynlífið eins og annað í
lífinu — það er ekki alltaf eins, held-
ur gengur í „bylgjum", ef svo má að
orði komast.