Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 8. mars 1990 ATHUGIÐ ATHUGIÐ * Oskum eftir bladberum í eftirtalin hverfi FALKAGATA LYNGHAGI STARHAGI GRÍMSHAGI SKIPASUND EFSTASUND FOSSVOGUR: A-LÖNDIN, B-LÖNDIN, H-LÖNDIN NORÐURMÝRI Einnig uantar alltaf blaöbera á skrá hjá okkur. Vinsamlegast hafiö samband viö afgreidslu bladsins í stma 681866. PRESSU V instrimenn í Reykjavík eru ekki þeir einu á landinu sem eru óánægðir. Því mun nefnilega einnig þannig varið með vinstrimenn fyrir vestan, sem hyggjast bjóða fram sérstakan lista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Isafirði í vor. Að sögn Gísla Hjartarsonar mun vera megn óánægja með hvernig „vinstri flokkarnir hafa klúðrað flestu og gert bæjarfélagið nánast gjaldþrota", eftir því sem Gísli segir í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Gísli þessi sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu fyrir nokkrum dög- um, en um tíma var hann ritstjóri málgagns Alþýðubandaiagsins fyrir vestan, Vestfirðings... Fyrir smærri og stærri samkvæmi. Matseðill nr. 1 Reyktur lax með rækjum í chillrjóma og smjörristuðu brauði. OOVrOO Epla- og engiferkrydduð grísasteik með rauðkáli, grænmeti og sveskjurjómasósu. 00*00 Líkjörslegnir ávextir með vanilluís. Matseðill nr. 2 Krabbasúpa eða humarsúpa 00*00 Reyktur grísavöðvi með rjómasveppasósu, grænmeti og hnetusteiktum kartöflum. 00*00 Engifer-whisky rjómarönd með vínsoðinni peru. Matseðill nr. 3 Veislu- og fundarþjónustan Borgartiini 32 - sími: 29670 Hlaðborð Grafinn lax m/sinnepssósu. **o** Pate m/skelfisk og Alioisósu. **o** Túnfísksalat. **o** Mexíkanskt salat. **o** Grænmeti og salöt af ýmsum tegundum og samtenginum. **o** Sjávarréttapottréttur m/hrísgrjónum. **o** Lasagna al Founo. **o** Kínverskur pottréttur m/súrsætri sósu og kryddgrjónum. **o** Heilsteikt lambalæri eða innbakað lambalæri. **o ** Lambakjöt í vínhlaupi m/piparmyntusósu. **o** Komaks og kryddgrafið nautafillet m/ piparrótarrjóma. **o** 1 flaska af öli er innifalin í matarverði. Skelfiskur og laxapaté m/kavíarsósu. 00*00 Innbakað lambalæri með Madeirasósu, smjörkraumuðu gi'ænmeti og Parísarkartöflum. 00*00 Irish coffee. Erum opnir fyrir öllu. Verd og gæöi við allra hæfi. HÓPUR 13— FELLA- OG HÓL Þegar fréttir berast af ólátum táninga i miöborg Rey k javíkur eða annars staðar hættir mönnum til að alhæfa. Það gleym- ist hreinlega að það eru ekki allir krakk- ar vandræðaunglingar! En i kirkjur landsins kemur t.d. vikulega fjöldi sprellfjörugra unglinga, sem er fjöl- skyldum sinum og föðurlandi til mikils sóma. EFTIR: JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON — T.D. HVER Sl Síðastliðinn sunnudagur var helg- aður æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar og var þá meðal annars frumsýndur söngleikurinn Líf og friður, en flytjendur voru unglingar úr mörg- um sóknum í Reykjavik. Krakkar úr stórum hópi trúaðra táninga, sem vikulega koma saman í kirkjum landsins til að rabba saman, skemmta sér, fræðast og biðja. Það hefur ekki farið mikið fyrir umfjöllun um þessa unglinga. Þeir gleymast oft i fári frétta um ofbeldis- og skemmdarverk i miðbænum og öðrum neikvæðum frásögnum af þeim einstaklingum á táningaaldri, sem af einhverjum ástæðum eru til vandræða. PRESSAN ákvað að kanna nánar æskulýðsstarfsemi þjóðkirkjunnar. í þeim tilgangi heimsóttum við unga fólkið, sem heldur uppi starfinu í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti undir agaðri en jafnframt mildri stjórn djáknans í sókninni, Ragn- heiðar Sverrisdóttur. Engir geislabaugar Þeir voru sannarlega ekki til neinna vandræða, krakkarnir sem hópuðust inn í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju síðastliðið mánudagskvöld. Samt voru þeir síð- ur en svo einhver dauðyfli og það vottaði ekki fyrir einum einasta geislabaug á staðnum. Þarna mættu rúmlega tuttugu ungmenni af báð- um kynjum og brátt ómaði allt safn- aðarheimili kirkjunnar af skvaldri, hrópum og köllum. í hvert sinn sem nýtt andlit birtist í dyrunum var því tekið fagnandi og Ijóst var að krakkarnir þekktust flestir mjög vel. „Nei, var verið að setja i sig strípur!?" gall við, þegar Krakkarnir í Fella- og Hólakirkju voru í nóvember látnir svara tveimur spurningum með því að skrifa á blað hvað væri þeirra helsta áhyggjuefni í dag og hvað þeir héldu að myndi valda þeim mestum áhyggjum eftir tíu ár. Tilgangurinn var m.a. að sýna þeim fram á að það, sem íþyngir þeim í dag, verð- ur eftir nokkur ár orðið algjört smámál. „Könnunin” var að sjálfsögðu leynileg, en svörin urðu þessi: HVERT ER AÐAL- ÁHYGGJUEFNI ÞITT í DAG? Próf (4 svör) Stóri bródir Feimni Útlit Skótinn (2 svör) Mamma og pabbi (2 svör) Stœrdfrœdi Þreyttur á morgnana Aö hjóla í vindi Of feitur (2 svör) Peningavandrœöi (2 svör) Foreldrum líöur illa Mamma drekkur á hvaöa degi sem er Stelpur Strákar Þjóöhagfrœöi Vakna of seint á morgnana HVERT HELDURÐU AÐ VERÐI AÐAL- ÁHYGGJUEFNI ÞITT EFTIR TÍU ÁR? Símareikningar (2 svör) Afborganir af lánum, bíl og íbúö Barnauppeldi Enginn veit Aö limósínan og sjónvarpiö í bílnum bili Eg verö í háskóla Vinur minn oröinri róni Aö ég sé oröin feit, Ijót og sitji uppi meö sjö krakka Veit ekki hvort ég gifti mig Hvaö ég á aö mermta mig Skattar Heimilislíf (2 svör) Börnin fimm Finna vinnu Bíllinn Verö aö leita aö kœrustu Aö vinur minn sé búinn aö ofkeyra sig i World Class Atvinnuleysi vinar míns i World Class Barnalíf Eg verö úti i Dunmörku Eg verö 22 ára og fer i háskóla Aö fyrirtœkiö fari á hausinn 22 ára aö raku skeggiö Bíllinn bilaöur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.