Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. mars 1990
13
ÁRA KRAKKA HITTIST VIKULEGA í
LKIRKJU OG RÆÐIR UM LÍFIÐ OG TILVERUNA
I HELSTU AHYGGJUEFNI UNGLINGA
afar hárprúð ljóshærð stelpa gekk í
salinn. Sú „strípaða" greip höndum
um höfuðið og reyndi að skýla hár-
inu, en fyrr en varði hafði áhugi
hópsins beinst að öðru. Hannes
Guðrúnarson, tónlistarkennari og
starfsmaður æskulýðsfélagsins, var
að koma fyrir stórri töflu í salnum,
því til stóð að spila teiknispilið svo-
kallaða — greinilega við mikinn
fögnuð viðstaddra.
hað, sem fram fer á þessum mánu-
dagskvöldum í Fella- og Hólakirkju,
er af ýmsum toga. Oft fá þau Ragn-
heiður og Hannes góða gesti í heim-
sókn, sem halda fyrirlestra eða
spjalla við krakkana. Einnig eru
sýndar skuggamyndir og jafnvel far-
ið í kvikmyndahús, ef áhugaverðar
bíómyndir eru á ferðinni. Síðan er
rætt um efnið og unglingarnir hvatt-
ir til að tjá sig, þó þeir ráði alveg
hversu virkan þátt þeir taka i um-
ræðunni. Engum er þröngvað til að
gera hluti, sem hann treystir sér
ekki til.
Það sama gildir á íhugunarstund-
inni seinna um kvöldið. Þegar
klukkan nálgast tíu um kvöldið er
haldið inn í kirkjuna, kveikt á kert-
um, sungið og lesnar bænir. Þeir
krakkar, sem ekki vilja taka þátt í
bænalestrinum, segja einfaldlega
„amen" þegar röðin kemur að þeim.
Þá tekur næsti maður við.
I lok kvöldsins er síðan opnuð
sjoppa, sem krakkarnir sjá sjálfir um
að reka, en um ellefuleytið er oftast
haldið heim á leið.
Krakkarnir safnast alltaf saman við kertaljós inni í Fella- og Hólakirkju undir lok æskulýðskvöldanna. Þar
er sungið og lesnar bænir. Þeir, sem kunna á hljóðfæri, sýna þá lika hvað í þeim býr.
Afslappandi og fínt
í kirkjunni
Það stóð ekki á sjálfboðaliðum,
þegar blaðamaður varpaði þeirri
spurningu fram í lok spilamennsk-
stað þess að horfa t.d. á Dallas í
sjónvarpinu eins og fjölmargir
jafnaldrar ykkar?
„Þetta er svo frábær félagsskapur!
Enda hittumst við líka oftar en bara
á mánudögum. Við förum t.d. stund-
um í bíó saman um helgar og það
kemur fyrir að við skellum okkur
saman í ferðalög. Við erum m.a. ný-
búin að vera á þriggja daga æsku-
lýðsmóti."
— Nú hafið þið í kvöld verið að
eruð að ná þessu. Þið eruð
að ná þessu." Teiknispilið
„Pictionary" var spilað með
gífurlegum tilþrifum og spennu.
spila teiknispil með mikium til-
þrifum og trúmál hefur ekkert
borið á góma. Snýst æskulýðs-
starfið þá ekki eingöngu um
kristna trú?
„Við förum á eftir inn í kirkju og
þá biðjum við bænir og syngjum og
svoleiðis. Það er alltaf gert eftir
hvern einasta fund og okkur finnst
það mjög afslappandi og fínt. Það er
svo gott að vera í ró og friði inni í
kirkjunni. Á eftir opnum við síðan
sjoppu, sem við rekum sjálf.
Sumir krakkar halda að við séum
að tala um Jesúm allt kvöldið eða
liggjum allan tímann á hnjánum og
biðjumst fyrir, en það er náttúrulega
algjört rugl. Þeir krakkar, sem gefa
unnar hvort einhverjir krakkar
vildu koma í stutt viðtal. Hendur sá-
ust strax á lofti og þrír unglingar
stukku á fætur. Þeir kváðust heita
Kristinn Þór Kristinsson, Re-
gína Laufdal og Daníel Már Sig-
urðsson, öll 15 ára gömul.
— Hvers vegna eruð þið í
kirkju á mánudagskvöldum í
Daníel Már Sigurðsson 15 ára:
„Sumir krakkar halda að við sé-
um aö tala um Jesúm allt kvöldið
eða liggjum allan tímann á
hnjánum og biðjumst fyrir, en
það er náttúrulega algjört rugl."
Regína Laufdal 15 ára: „Þetta er
svo frábær félagsskapurl"
Kristinn Þór Kristinsson 15 ára:
„Við erum sko engin englabörn!"
þessu séns oglcoma og prófa — þeir
hafa yfirleitt haldið áfram að mæta
í æskulýðsstarfið. Við höfum reynt
að taka vini okkar úr skólanum með
hingað, en;það er svolítið misjafnt
hvernig þeir taka þessu.
Einu sinni kom stelpa, sem hió all-
an tímann á fyrsta fundinum. Hun
sprakk alveg úr hlátri á fyrstu mín-
útunni. Við vorum að syngja og
gera einhverjar hreyfingar og hún
var alveg í keng. . . Hún kom heldur
aldrei aftur.
En það liafa margir ofsalegá gott
af því að vera hérna. Til dæmis
krakkar, sem eiga erfitt heima hjá
sér. Hér getum við verið mjög opin
og talað um vandamálin og hjálpast
að við að leysa úr þeim 7 samein-
ingu. Við treystum hvert öðru al-
gjörlega!
Við mælum sko með því að krakk-
ar komi a.m.k. á einn fund til að sjá
hvað fer fram í svona æskulýðs-
starfi. Ef þeim líkar ekki þurfa þeir
þá ekkert að koma aftur. En það er
vel þess virði að prufa." (
Áhyggjur af skóla
og foreldrum
— Hvað finnst foreldrum ykk-
ar um að þið séuð í æskulýðs-
starfi kirkjunnar?
„Þeir hvetja okkur og vilja endi-
lega að við séum í þessu. Annars var
einu sinni fundur, sem foreidrarnir
áttu að koma á, en það mætti eigin-
lega enginn."
— Eruð þið meiri „englabörn"
en aðrir unglingar?
„Ne-hei!!! Við getum sko alls ekki
sagt það!“
— Hvað haidið þið að sé helsta
áhyggjuefni krakka á ykkar
aldri?
„Hiklaust skólinn og foreldrarnir!
Það eru svo margir krakkar í vand-
ræðum með foreldra sína.. .
Það er til fólk, sem skiptir sér ekk-
ert af börnunum, talar ekkert við
þau, hlustar ekkert á þau eða neitt.
Svo þegar krakkarnir eru komnir út
í einhverja vitleysu er allt orðið of
seint. Það þýðir ekki að byrja fyrst
að tala við börnin, þegar þau eru
farin að skrópa í skólanum og haga
sér illa.
En sumir krakkar eru óskaplega
heppnir með foreldra, þó þeir kunni
ekki að meta það. Svoleiðis foreldr-
um er ekki sama hvar börnin eru
eða hvað þau eru lengi úti og þann-
ig. Þetta er fólk, sem er ekkert sama
um krakkana sína, en þeir sætta sig
kannski voðalega illa við þennan
aga og vilja vera jafnlengi úti á
kvöldin og krakkar, sem eiga for-
eldra sem skipta sér ekkert af þeim."