Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. mars 1990
9
Lan dsbankinn
Landsbanki íslands
gripa til hertra
vart vidskiptavinum sem
um. Aðferðin verður að
lögfræðideild bankans
niður, en fela til að
einkalögfræðistofum
skulda.
Sverrír Hermannsson hefur ákveðið
að herða innheimtuaðgerðir Lands-
bankans með því að skera lögfræði-
bankans niður og senda einka-
í van -
Búnaðar-
við.
EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Talsverð óánægja hefur gripiö um
sig innan deildarinnar, sem nú telur
um 25 manns, vegna þessarar breyt-
ingar. Ákvöröunin var tekin af
bankastjórum Landsbankans, en
innheimtan er hins vegar á vald-
sviði Sverris Hermannssonar
bankastjóra, sem í samtali við
PRESSUNA staöfesti aö bankinn
væri meö þessu aö herða innheimt-
una hjá sér.
Þessi breyting á innheimtukerfi
bankans er til komin í beinu fram-
haldi af tillögum erlendra ráðgjafa,
sem hafa farið yfir starfsemi bank-
ans — og vegna þeirrar staðreyndar
aö vanskil hafa hrannast upp hjá
bankanum og nema nokkrum millj-
öröum. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR kom þetta fyrst til
tals sl. haust og er enn verið að út-
færa breytinguna og hún því ekki
komin til framkvæmda. Á hinn bóg-
inn hefur blaðið fengið það staðfest
aö til að byrja með verði löginn-
heimtan falin 2—3 lögfræðistofum.
Hugmyndin er þá sú að síðar meir
veröi reynslan metin og samiö viö
þær lögfræðistofur sem sýna fram á
besta innheimtuhlutfallið. Ef ein
stofa í hópnum er áberandi lökust
hvað þetta snertir verður samið við
nýjan aðila. Þannig hyggst bankinn
halda ákveðnum samkeppnis-
grunni í gangi.
Hönnun innheimtu-
kerfisins til spillis?
Ekki var af Landsbankans hálfu
farið í sérstakt útboð milli lögfræði-
stofa vegna þessara breytinga,
„enda skiptir í sjálfu sér engu máli
hvaða stofa er í þessu, innheimtan
verður bankanum að kostnaðar-
lausu, því allur kostnaður lendir á
skuldaranum, samkvæmt skaðleys-
isreglunni", sagði einn viðmælenda
blaðsins.
Markmiðið meö breytingu þessari
er að gera innheimtuna skilvirkari,
að draga úr kostnaði bankans við
hana og bæta upplýsingastreymið
milli útibúanna og jjeirra sem inn-
heimta. „Þetta er hagræðingarað-
gerð hjá bankanum og sem slík
ósköp eðlileg," sagði einn viðmæl-
enda blaðsins innan bankans þegar
hann var spurður um þá reiði sem
ríkir innan lögfræðideildar bank-
ans.
Þessi ummæli eru sérstaklega at-
hyglisverö fyrir þær sakir að innan
við tvö ár eru siðan Reiknistofa
bankanna hannaði og kostaði, í
samráði við lögfræðideildir bank-
anna, sérstakt lögfræðiinnheimtu-
kerfi, sem Landsbankinn hefur mest
og jafnvel einn banka notað — og
fór í þá hönnun og uppsetningu tals-
verð vinna. Kerfi þetta hefur siöan
verið i stöðugri þróun og orðið æ
skilvirkara, að sumra mati, en aðrir
segja reyndar aö það hafi einmitt
ekki reynst nógu vel.
Mildin að víkja
fyrir hörkunni?
Ekki mun vera ætlunin að leggja
lögfræðideildina niður, enda fæli
slíkt i sér skipulagsbreytingu sem
óhjákvæmilega kæmi inn á borð
bankaráðs Landsbankans. Lúðvík
Jósefsson bankaráðsmaður sagði að
engar slíkar skipulagsbreytingar
hefðu komið upp á borð ráðsins, en
að breytingar á innheimtu, svo sem
að fela hana lögfræðistofum í ríkara
mæli, væru mál bankastjóranna.
Á hinn bóginn mun deildin drag-
ast saman og launagreiðslur þá
minnka, enda fara engar greiðslur
fram frá bankanum til lögfræðistof-
anna — innheimtukostnaður lendir
sem fyrr einhliða á skuldurunum.
Samkvæmt viðmælendum PRESS-
UNNAR er ekki aö efa að þessi breyt-
ing hjá Landsbankanum mun hafa í
för með sér aukinn kostnað og
aukna hörku fyrir þá viðskiptavini
Landsbankans sem lenda í vanskil-
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans: Vanskilin
hafa hrannast upp og það kallar
á hertar aðgerðir.
um. „Bankarnir hafa bæði verið
skammaðir og þeim hrósað fyrir
mildi hvað innheimtuaðgerðir varð-
ar," sagði einn þeirra. Annar við-
mælandi orðaði það svo að vafa-
laust væri mun manneskjulegra að
eiga viö lögfræöideildina en lög-
fræðistofur úti í bæ. Almenningur í
landinu hefur enda ekki orðið var
við mikla mildi af hálfu innheimtu-
lögfræðinga!
Hinir bankarnir í
hina áttina
Það hefur á undanförnum árum
færst í vöxt að bankar og sparisjóðir
feli lögfræðistofum að innheimta
vanskil fyrir sig og hafa þannig fjöl-
margar lögfræðistofur verið i slíkri
vinnu fyrir þá banka sem nú hafa
sameinast í íslandsbanka, einkum
þó fyrir Iðnaðarbanka og Alþýðu-
banka. En nú hefur íslandsbanki
einmitt ákveðið að taka þessa inn-
heimtu að miklu leyti inn í sína eigin
starfsemi — hann grípur með öðr-
um orðum til breytinga sem eru í
þveröfuga átt við Landsbankann.
Þetta staðfesti Valur Valsson, banka-
stjóri íslandsbanka, í samtali viö
PRESSUNA. „Við verðum með stóra
lögfræðideild, sem verður með
stærstan hluta málanna, en ég
reikna með að við munum áfram
nota lögfræðistofur nokkuð. Þetta
hefur þróast sitt á hvað á undanförn-
um árum og farið talsvert eftir mála-
fjölda. I stórum dráttum má segja aö
það henti bönkunum klárlega best
að hafa innheimtuna í þeim sjálfum