Pressan - 26.04.1990, Side 5
Fimmtudagur 26. apríl 1990
5
Andstœdingar sjálfstæöismanna í borginni œvareiöir:
BLATT RIT
-T ..///// v/
um blómstrandi
félagsmál
'I fyrstu opnu hins bláa bæklings er ávarp Davíös Oddssonar borgar-
stjóra og þessi makalausa mynd Steingríms E. Kristinssonar. Af \ ^ - ;
myndinni að dæma er borgin nánast undirlögð af félagsmálahúsum. '
Meðal fárra annarra bygginga sem komast að er ráðhúsið og Öskju-
Ágætu Reykvíkingar.
Félagsleg þjónusta í Reykjavík er um-
fangsmikil og mun öflugri cn þckkisi
annars staöar hér á landi. Þúsundir
borgarbúa njóta |>essarar þjónustu,
forcldrar vcgna dagvistunar barna,
aldraðir, fatláöir, sjúklingar og flciri.
öðrum cr hún baktrygging cf á bjátar.
Félagsmálastofnun Rcykjavíkur-
borgar sinnir siórum hluta fclags-
legrar þjónuslu í borginni. Þcssu riti
er .Tilað að gcfa borgarbúum nokkra
mynd af víðtæku starfi stofnunarinn-
ar. Þar er unnið að vcrnd barna og
unglinga og aðstoð við þá, sem minna
mega sín cða hafa orðið fyrir áföllum
í lífinu.
Markmiðið er fyrst og síðast að veita
hjálp til sjálfshjálpar. \'ið njótum oll
mcð beinum eða óbeinum hætti þcssa
samhjálparstarfs og það stuðlar að
bctra mannlífi í borginni.
hlíðarveitingahúsið.
^ ' 0
Kynningarrit á vegum meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins i félagsmálaráði og Fé-
lagsmálastofnunar, um starfsemi stofn-
unarinnar, hefur verið dreift til borgar-
búa i 37.000 eintökum og nemur heild-
arkostnaðurinn tveimur milljónum
króna. Rit þetta sætir nú harðri gagnrýni
andstæðinga meirihlutans, þeir telja
innihald þess einhliða lofrullu um meiri-
hluta félagsmálaráðs og um borgarstjór-
ann og segja að vegna tímasetningar-
innar sé ritið ekkert annað en ódýrt
kosningaherbragð. Þá þykir meirihlut-
inn hafa hyglað pólitiskum samherjum
með þvi að fá íslensku auglýsingastof-
una hf. til að annast ritið.
EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Kynningarrit þetta nefnist „Hjálp
til sjálfshjálpar" og er kápan í „við-
eigandi" bláum lit. Fram kemur að
það er Félagsmálastofnun sem gef-
ur ritið út, en hvergi er getið um um-
sjónaraðila þess, íslensku auglýs-
ingastofuna.
Tilurð ritsins márekja allt aftur til
fjárhagsáætlunar sem samþykkt var
íjanúar 1989, þarsemsamþykkt var
að verja tveimur milljónum króna til
kynningar á þjónustu Félagsmála-
stofnunarinnar. Að sögn Sveins
Ragnarssonar, forstöðumanns
stofnunarinnar, dróst útkoma ritsins
þegar Ijóst þótti að miklar breyting-
ar yrðu á þjónustunni, sérstaklega
varðandi öldrunarmál, og síðan
þótti rétt að bíða þar til stofnunin
hefði flutt og yrði þá ritið kynning á
nýrri aðstöðu um leið.
Bókun um frestun
framyfir kosningar
Þrítugasta nóvember sl. var lögð
fram í félagsmálaráði tillaga til
kynningar á fyrirhugaðri útgáfu og
var hún samþykkt samhljóða. Út-
gáfan dróst þó enn á langinn og á
fundi félagsmálaráðs 22. febrúar sl.
komu upp verulega skiptar skoðan-
ir. Við það tækifæri lagði Þorbjörn
Broddason, fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, fram bókun þar sem hann
lagði til að útgáfunni yrði frestað
framyfir kosningar, í ljósi þess að
annars yrðu ýmsar upplýsingar úr-
eltar, svo sem um skipan félags-
málaráðs.
í samtali við PRESSUNA ítrekaði
Þorbjörn að auðvitað væri gagnlegt
og nauðsynlegt að gefa út upplýs-
ingabækling sem þennan og sjálf-
sagt að sýna fram á að borgin reki
hina merkustu starfsemi þar sem
Félagsmálastofnun er annars vegar.
„En þarna er augljóslega verið að
hampa fráfarandi formanni félags-
málaráðs og borgarstjóranum sjálf-
um. Og til hvers er verið að hampa
formanni, sem gegnir því embætti
aðeins í mánuð til viðbótar? Pessi
hluti upplýsinganna er aðeins settur
fram út frá þröngum kosningasjón-
armiðum. Borgarstjórinn sjálfur
heldur því síðan fram að félagsleg
þjónusta í borginni sé öflugri en
þekkist annars staðar á landinu,
sem er algjörlega ósannað mál.
Parna er ekkert rætt um hversu
óskaplega er langt í land á mörgum
sviðum félagsmála, en slíkt hentar
auðvitað ekki svona rétt fyrir kosn-
ingar. Allt sýnir þetta svo ekki verði
um villst að bæklingurinn er fyrst
og fremst kosningabragð," sagði
Þorbjörn.
Áróðursbæklingur
frekar en
upplýsingarit
í samtali við PREiSSUNA staðfesti
Hrafn Jökulsson, frambjóðandi
Nýs vettvangs, að þar á bæ ætluðu
menn sér að skoða þetta mál vand-
lega. „Auðvitað er þarft verk að
kynna starfsemi borgarinnar og
stofnana hennar. En þetta er ekki
upplýsingarit, heldur hreinn áróð-
ursbæklingur eins og þeir gerast
grófastir. Ritið gefur einsleita mynd
af stöðu félagsmála í bqrginni, sam-
kvæmt því mætti ætla að ástandið
væri harla gott. Raunveruleikinn er
því miður allt annar, eins og t.d. bið-
raðir aldraðra sýna. Þetta er hrein-
ræktaður áróðursbæklingur sem
meirihlutinn lætur dreifa til borgar-
búa, á kostnað þeirra, rétt fyrir
kosningar," sagði Hrafn.
Hrafn gagnrýndi síðan sérstak-
lega að umsión með útgáfu ritsins
skyldi falin Islensku auglýsinga-
stofunni hf., réttara sagt Ólafi
Haukssyni, starfsmanni stofunnar,
sem hefði verið í ýmsum verkefnum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ólafi og
stofunni var einfaldlega falið að
vinna þetta verk, án þess að fleirum
gæfist kostur á að koma þar inn í,
t.d. með verðhugmyndir eða hug-
myndir um innihald og vinnslu.
Þorbjörn Broddason: Vildi að rit-
inu yrði frestað framyfir kosning-
ar.
Enda er útkoman slík að ætla mætti
af myndefni og innihaldi að Davíð
nokkur Oddsson væri helsti skjól-
stæðingur Félagsmálastofnunarinn-
ar.“
Óttast upplýsingar
um þjónustuna og
kerfið
Árni Sigfússon, formaður fé-
lagsmáiaráðs, sagði að það væri fyr-
ir löngu búið að ákveða að gefa
bæklinginn út, þótt tafir hefðu orðið
á útgáfunni. „Það sýnist sitt hverj-
um um tímasetninguna, en stað-
reyndin er sú að Felagsmálastofnun
fer ekki í frí þótt það séu að koma
kosningar. Það er rétt að það kom
fram bókun í félagsmálaráði um
frestun á útgáfunni, en það voru ein-
faldlega tilmæli Þorbjörns Brodda-
sonar til ritnefndarinnar, ekki til-
laga til félagsmálaráðs. Stofnunin og
við hin í ráðinu sáum ekki ástæðu til
að fresta útgáfu bæklingsfns. Að
segja að félagsmálaráð verði bráð-
lega öðruvísi skipað er út í hött, eng-
inn hlutur er eilífur í slíkum ritum."
Um innihald bæklingsins sagði
Árni að þarna væri einfaldlega ver-
ið að kynna verkefni Félagsmála-
stofnunar, en ekki fjallað um deilu-
mál, svo sem um hversu margir bíði
eftir þjónustu á ýmsum sviðum.
Borgarbúar eiga fullan rétt á því að
fá að vita í hvað verið er að verja
fjármunum þeirra og þetta er stærsti
liðurinn í útgjöldum borgarinnar.
Það er í sjálfu sér merkileg þróun að
Ólafur Hauksson: Hóf störf hjá ís-
lensku auglýsingastofunni sam-
tímis því að hún fékk verkefniö.
Hann hafnar því alfarið að um
pólitísk tengsl og áróður sé að
ræða.
andstæðingar meirihlutans skuli nú
óttast að góðar upplýsingar um fjöl-
þætta þjónustu og öflugt kerfi í fé-
lagsmálum berist borgarbúum."
Um úthlutun verkefnisins til ís-
lensku auglýsingastofunnar og þar
Ólafs Haukssonar sagði Árni að
hann vildi gera orð Elínar Ólafs-
dóttur frá Kvennalistanum að sín-
um, en hún sagði í bókun í febrúar
sl. að hún hefði skömm á frét.taflutn-
ingi, þar sem ráðist væri á fyrirtæki
vegna þess að þar væri maður eða
menn sem líklega fylgja Sjálfstæðis-
flokknum að málum.
Ólafur er starfsmaður íslensku
auglýsingastofunnar og hóf þar
störf á sama tíma og téð verkefni
var falið stofunni. Stofnendur og
stjórnendur hennar eru Ólafur
Ingi Ólafsson, Friðrik Friðriks-
son, Jón Ellert Sverrisson, Jón
Karlsson, Jónas Ólafsson og
Kristján Friðriksson.
Ólafur Hauksson sagði að úthlut-
un verkefnisins til stofunnar hefði
ekkert með pólitík að gera. Hann
væri vissulega mikill stuðningsmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, en hefði
aldrei verið starfsmaður hans eins
og gefið væri í skyn, heldur hefði
sem verktaki tekiðþátt í því á sínum
tíma að koma upp styrktarmanna-
kerfi flokksins.
„Það er ekkert óeðlilegt við að
borgin ákvað að leita til íslensku
auglýsingastofunnar, sem er sú
stærsta á landinu. Það er stefna hjá
borginni, sem mér finnst eðlileg, að
dreifa verkefnum sem þessum á
sem flesta aðila ogþað er út af fyrir
sig fagnaðarefni. Hér eru engin póli-
tísk tengsl á ferðinni og enginn póli-
tískur áróður. Ef áað ræða pólitík á
annað borð má benda á að borgin
og ríkið skipta að okkar mati óeðli-
lega mikið við Hvíta húsið, sem áð-
ur var GBB auglýsingastofan. Og
þar ráða ferðum alþýðubandalags-
menn."
Það bergmálar í
Rauðavatns-
sprungunum!
Ólafur sagði að ákvörðunin um
útgáfu á kynningarriti væri ekki ný
af nálinni, en ýmislegt hefði orðið til
að henni var frestað. „Aðalatriðið er
að stofan hefur gert sitt besta við að
greina frá þeirri þjónustu sem þarna
er boðið upp á og er frá þó nokkru
að segja. Við sáum ekki ástæðu til
að fara inn á hvað mætti gera betur
og frábiðjum okkur að taka þátt í
pólitískum skætingi," sagði Ólafur.
Blái bæklingurinn um félagsmála-
starfsemina ætlar greinilega að
verða kosningamál nú í upphafi
kosningabaráttunnar. Það minnir
óneitanlega á kosningabaráttuna
1982, þegar skipulagsmálin voru
efst á baugi, nánar tiltekið sprung-
urnar á Rauðavatnssvæðinu. Einum
og hálfum mánuði fyrir þær kosn-
ingar stóð þáverandi vinstri meiri-
hluti að útgáfu kynningarrits um
borgarskipulagið og töldu sjálfstæð-
ismenn að þar væri á ferðinni
greinilegt kosningaherbragð. Nú er
hlutverkunum hins vegar snúið við!