Pressan - 26.04.1990, Síða 8
8
Fimmtudagur 26. apríl 1990
I Reykjavík er ástandið sérlega
slæmt og þess eru dæmi að eftirliti
með íbúðarhúsum hafi ekki verið
sinnt svo áratugumskiptir og í sum-
um tilfellum hefurþað aldrei átt sér
stað.
Iðnaðarmenn sem PRESSAN
hafði samband viö töldu að eftirlit
með gömlum íhúðarhúsum í
Reykjavík væri nánast ekkert.
Dauðaslys hafa hlotist af völdum hil-
aðra lagna í heimahúsum. Húseig-
endur bera sjálfir áhyrgð á að raf-
lagnir í húsum þeirra séu í lagi. Raf-
magnseftirlit ríkisins hefur lagt
áherslu á að kynna almenningi
ábyrgð hans í þeimefnum og meðal
annars gert fræðslukvikmyndir, en
samkvæmt lögum ber almennings-
rafveitum að sinna eftirliti með raf-
lögnum í íbúðarliísum og kynna
eigendum hvert ástandið sé.
Bergur Jónsson, rafmagnseft-
irlitsstjóri ríkisins, staðfestir að
ástandið í eldri hluta Reykjavíkur sé
afleitt og þörf á stórátaki og aukn-
um mannafla til að fylgja lögunum
eftir.
Vanþekking
Almenningur hefur ekki mikla
þekkingu á rafmagni. „Rafföng eru
ekki algengt umraeðuefni hjá fólki.
Sumir eru lafhræddir við rafmagn
og aðrir eru alltof kærulausir og
hvorugt er gott," segir Bergur. Það
er mælt með því og víða skylda að
hafa lekastraumsrofa í íbúðarhúsum
— sumir vita ekki einu sinni hvað
lekastraumsrofi er — en hann slær
út rafmagninu ef rafmagn lekur og
leiðir út. Ójarðbundnir tenglar í eld-
húsum eru ólöglegir en þeir fyrir-
finnast ennþá víða í gömlum hús-
um. Þeir geta verið stórhættulegir
og dauðagildrur í sumum tilfellum.
Biluð raftæki í notkun í ójarð-
bundnu eldhúsi, þar sem leka-
straumsrofa vantar, eru alhættuleg-
ust. Vitað er til þess að kona hafi lát-
ist af raflosti í slíku eldhúsi. Margir
kunna lítil skil á þessu og virðast
treysta á guð og lukkuna eða opin-
bert eftirlit. I húsum með lítilli áraun
á að framkvæma eftirlit á 12—24
ára fresti eftir því hvert húsnæðið er.
Atvinnuhúsnæði á að skoða mun
oftar. I skýrslu Rafrnagnseftirlits rík-
isins segir um forstöðumenn al-
menningsrafveitna að þeim sé
„skylt að ráða nægilegan fjölda eft-
irlitsmanna til að annast eftirlitið á
hverjum tíma“. Mikið vantar á að
þetta eftirlit sé fullnægjandi . . .“
Reykjavík er sek
Bergur Jónsson telur brýnt að
fleiri menn verði ráðnir til eftirlits
hjá Reykjavíkurborg og reyndar víð-
ar. Hann minnir á að margir elds-
voðar verða á hverju ári af völdum
rafmagns. „Iðnskólinn við Tjörnina
var sorglegt dæmi um bruna út frá
rafmagni. Það dæmi sýnir vel nauð-
syn þess að opinberu eftirliti sé
Rafmagnsstjóri Reykja-
víkur, Aðalsteinn Guö-
johnsen, segir að
reglurnar um skoðun á
íbúðarhúsnæði séu
úreltar, óraunhæfar og
helst til þess fallnar að
veita falskt öryggi.
framfylgt. Við skoðun á söfnum í
Reykjavík í vetur kom í Ijós að opin-
herar byggingar geta einnig verið í
slæmu ástandi livað varðar raf-
magn. Það er augljóst að mikil verð-
maeti eru í hættu‘,‘ segir Bergur.
Óskar Hallgrímsson hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins hefur umsjón
með þessum málum. Hann segir að
húseigendur verði sjálfir að taka á
þessu og biðja umskoðun og eftirlit.
„Rafmagnsveita Reykjavíkur
er sek og hefur ekki farið að lögum.
En það er lítið gagn í að leita að
sökudólgi, húseigendur bera ábyrgð
á að raflagnir séu í lagi eins og ann-
að í húsunum. Fað er slæmt að
treysta á föðurlega umhyggju hins
opinbera og gera ekkert í málun-
um,“ segir Öskar.
Hann bendir áað Rafmagnsveita
Reykjavíkur sé ekki eini sökudólg-
urinn, því fleiri rafveitur bregðist
eftirlitsskyldunni. En það eru líka til
rafveitur sem standa sig. Óskar
nefnir Rafveitu Húsavíkur sem
dæmi um rafveitu sem sinni skyld-
um sínum á fullkominn hátt. Raf-
veitan á Sauðárkróki sömuleiðis og
á Suðurlandi eru rafveitur í mikilli
framför.
Lögum ekki
framfylgt
Tíu manns vinna við eftirlit fyrir
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Á
svæðinu eru að minnsta kosti
50.000 húsveitur. Til þess að halda
Tryggingafélög krefjast
ekki skýrslu um ástand
rafmagns í íbúðar-
húsum. Því ræður sam-
keppni og hafa félögin
ekki náð samstöðu um
að gera slíkar kröfur.
Fullar bætur eru
greiddar þó íbúðir
brenni vegna þess að
raflagnir eru ekki í lagi.
uppi góðu eftirliti þyrfti fimmtíu
manns, ef farið er eftir þeirri reglu
að einn eftirlitsmaður sé á hverjar
þúsund íbúðir. „R^kjavík er stór og
byggist hratt. Þess vegna verður
vandamálið meira áberandi hérna,"
segir Guðbjartur Gunnarsson,
fræðslufulltrúi rafrnagnseftirlitsins.
Guðbjartur er ekki bjartsýnn á að
lögunum verði framfylgt á komandi
árum. „Það þýðirekki að biðja um
aukið opinbert efdrlit ef það virkar
ekki. Nýjar aðgerðir þurfa að koma
til. Tryggingafélögin eiga eftir að
auka afskipti sín af raflögnum."
„Eftirlitið er nauðsynlegt.
Ábyrgðartilfinning fólks er oft lítil
og margir eru skussar og trassar,
enda er þriðjungur allra bruna af
völdum rafmagns," segir Bergur
Jónsson. Það þarf að ljúka skoðun
og endurbótum á öllu íbúðarhús-
næði sem er eldraen frá 1960 sem
fyrst. Það er óþarfi að mikla þetta
fyrir sér, það á að vera hægt að
sinna því eftirliti sem krafist er. Það
hefur verið slakað á kröfunum, en
ég get ekki séð að þær reglur sem
gilda í dag séu óeðlilegar. Það er
vafasamt að mennskuli geta fengið
fullar tryggingabætur þegar bús
brenna vegna þess að raflagnir eru
ekki í lagi.“
Falskt öryggi
„Reglurnar varðandi íbúðarhús-
næði eru úreltar, óraunhæfar og
helst til þess fallnar að veita falskt
öryggi,“ segir Aðalsteinn Guð-
johnsen, rafmagnsstjóri Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. „Það er
ekki skemmtilegt að þurfa að tala
um lög og reglurá þennan hátt. En
það hefur víða komið fram, meðal
annars í sjónvarpsmynd Rafmagns-
eftirlits ríkisins, að húseigandi ber
einn ábyrgð á eigin raflögn, þrátt
fyrir skyldur okkar um eftirlit. Þeir
eru eiginlega sjálfir að segja að laga-
bókstafurinn sé úreltur. Okkar eftir-
lit er aðeins leiðbeinandi og ekki
tryggt að húseigandi taki tillit til
skoðunarskýrslu. Við söknum
tryggingafélaganna sem ættu að
taka þátt í að vekja athygli á þessu,"
segir Aðalsteinn.
Tryggingafélög krefjast þess ekki
að rafmagn í íbúðarhúsum sé í lagi
áður en tryggt er. Þessu veldur sam-
keppni milli félaganna, að sögn
Hreins Úlfarssonar hjá VÍS. „Það
er ekki samstaða milli félaganna um
að gera kröfur um rafmagnseftirlit
og brunavarnir. Auðvitað vildum
við gjarnan að svoværi. Það myndi
skila sér í færri tjónum pg lægri ið-
gjöldum," segir Hreinn Úlfarsson.
Vanræksla?
Aðalsteinn telur ekki að Raf-
magnsveita Reylqavíkur vanræki
Gamlar raflagnir geta verið stór-
hættulegar slysagildrur. Samkvæmt lög-
um eiga rafveitur á hverjum stað að
sinna eftirliti með rafmagni. Enginn
skyldi þó treysta þvi. Eftirlitið virkar
ekki i raun og þvi verða húseigendur að
eiga frumkvæðið að þvi að lagfæra raf-
magn i húsum sinum. Annars geta úrelt-
ar og ónýtar lagnir fengið að vera i friði
um ókominn tima — eða þangað til slys
eða tjón hlýst af.
EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR
„Mikið vantar á að eftirliti sé sinnt sem skyldi. Rafmagn er víða í ólagi
og þaö giidir meira að segja um ýmsar opinberar stofnanir," segir
Bergur Jónsson hjá Rafmagnseftirliti ríkisins.