Pressan - 26.04.1990, Page 15

Pressan - 26.04.1990, Page 15
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Eins og í gamla daga á dansæfingunum. Árni Elfar píanó- leikari er einn bekkjarfélaganna og hér feer hann aöstoö frá Birni R. Einarssyni og Sigurði Þ. Guðmundssyni lækni. „Velkomnir kirkju- og valdstjórnarmenn..." Séra Sigurð- ur Haukur Guðjonsson og Jón Helgason, fyrrum ráðherra, í heimsókn hjá bekkjarbróöur sínum Hauki Pálmasyni hjá Rafveitunni. Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður og Guð- mundur Ólafsson tannlæknir taka lagið. Og ekki leiddist þessum! Gyða Jónsdóttir húsfreyja, Sigurður Haraldsson, skóla- stjóri Fiskvinnsluskólans, og kona hans, Kristin Friðbjarn- ardóttir, Þorvarður Jónsson verkfræðingur, Unnur kona hans, Kristín Guðjohnsen og Kristín Vilhjálmsdóttir. Glatt á hjalla í sal Tannlækna- félagsins. Rósar Eggertsson tannlæknir, Margrét Guðna- dóttir, kona Gísla Jónssonar prófessors, Magdalena Sig- urðardóttir, kona Rósars, og Gísli Jónsson prófessor. Stúdentar sem útskrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 hittast árlega á vinnustað einhvers úr hópnum. I vor eiga þau 40 ára stúdentsafmæli og heimsækja þá skólabróður sinn í Brussel. Annar úr hópnum, séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson, segir að þessi samkennd lýsi sér líka með því að eftir því sem árin líði þyki mönn- um skemmtilegra aö tala saman en fá sér í glas. ,,Og við erum ákaflega stolt hvert af öðru,“ segir séra Sig- uröur Haukur. Halldór Olafsson tekur undir þessi orð Sigurðar og segir jafn- framt aö menn heilsist nú af meiri hlýhug en á yngri árum: „Maður fær koss frá nánast öllum konun- um!“ segir hann brosandi. Halldór er einn þriggja í nefnd sem skipuð var fyrir tíu árum og hefur það verk- efni að skipuleggjasérstakar vinnu- ferðir á hverju tiausti: ,,Við ákváðum að breyta til og í stað þess að halda eingöngu skemmtun á liverju ári myndum við heimsækja hvert annars vinnustaði. Meö því móti fengjum við betri inn- sýn í livaö menn væru aö fást við. Eftir að hafa hlýtt á þann sem býður á sinn vinnustað höfum við borðað saman, ýmist í sal Tannlæknafélags Islands eða sal Rafveitunnar inni við Elliðaár, og síðan er dansað og menn syngja — hver með sínu nefi. I þessi hóf höfum við boðiö kenn- urum okkar úr skólanum og þangað Það þarf ekki mikið til að fá menn til að hlæja á skemmtununum. Hér má sjá Ingva Þorsteinsson vistfræöing og Aðalstein Jónsson verk- fræðing í fríðum hópi. Sá siður að hitta gamla bekkjarfélaga einhverjum árum eftir að skólagöngu lýkur hefur verið við lýði viða um heim i f jöldamörg ár. Slikar samkomur eru oft á tiðum hefðbundnar. Menn hittast, fá sér i glas, snæða, taka lagið og dansa kannski á eftir. Samræður i slikum veisl- um eru stundum stirðar i fyrstu, en þegar liða tekur á kvöld losnar gjarnan um mál- beinið. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR ALLAR MYNDIR VORU FENGNAR AÐ LÁNI HJÁ HALLDÓRI ÓLAFSSYNI, SKJALAVERÐI BÚNAÐARBANKANS, SEM JAFNFRAMT TÓK FLESTAR ÞEIRRA Fyrsta samkoman eftir skólaút- skrift, oftast stúdentspróf, er haldin fimm árum eftir útskrift og er sú sem fæstir mæta á. Margir eru komnir í framhaldsnám í fjarlægum löndum og fólk virðist hafa minni áhuga þá en síöar að hitta gömlu bekkjarsystkinin. Þegar stúdentar útskrifaðir frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1950 ákváðu að hittast fimm ár- um eftir útskrift var reynsla þeirra ekkert frábrugðin reynslu annarra. Þátttaka var fremur léleg. Tíu árum frá útskrift mættu fleiri og þótti það eitthvert besta partí sem þessi skóla- systkini höfðu upplifaö. Á fimmtán ára afmælinu var heldur léleg mæt- ing en betri á tuttugu ára stúdentsaf- mælinu. Það var svo á 25 ára stúdentsaf- mælinu, árið 1975, sem Jón heitinn Haraldsson arkitekt tók að sér að skipuleggja bekkjarhófið. Þá var Akraborgin tekin á leigu og siglt um sundin blá inn Hvalfjörð. ,',Eftir þessa siglingu varð ákaflega góð samstaða um að halda hópinn," seg- ir Halldór Olafsson, einn skólafé- laganna, nú skjalavörður Búnaðar- bankans og fyrrum útibússtjóri. „Það skapaðist meiri kennd meðal okkar eftir því sem við urðum full- orðnari."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.