Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 26. apríl 1990
VILTU SPARA
á vinnustaðnum eða á heimilinu?
RV-Markaður er sérhæíður markaður með
rekstrar- og hreinlætisvörur fyrir stofnanir,
fyrirtæki og heimili.
Á RV-Markaði eru allar vörur strikamerktar sem
hraðar afgreiðslu og lækkar rekstrarkostnað, því
við viljum líka spara.
RV-Markaður minnir á að virðisaukaskattur af
almennum rekstrar- og hreinlætisvörum fæst
frádregin sem innskattur sé reikningur stílaður á
nafn rekstraraðila.
ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA
5% staögreiðsluafsláttur.
Berðu ekki við
tímaleysi
í umferðinni.
Síöastliöiö sumar hófum viö sölu á TRIOFARM heybaggafilmu.
Þessi filma, sem er frá TRIOPLAST, reyndist frábærlega vel.
Nú bjóöum viö nýja filmu TRIOWRAP, sem TRIOPLAST hefur þróað
í samvinnu viö Rannsóknarstofnun landbúnaöarins í Uppsala í
Svíðþjóö.
TRIOFARM filman var góö, en TRIOWRAP er enn betri:
* Hún er „CO-EXTRUDERUÐ" þriggja laga og þar af leiöandi sterkari.
* Þykktarmunur er innan viö +2% og því minni hætta á götum.
* Viðloöun er meiri og losnar því ekki viö geymslu.
* Aukin vernd gegn útfjólubláum geislum sólar (uv-stabilator) og því
veörunarþolnara.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NQTA ÞAÐ BE£TA ÞEGAR
ÞÚ GENGUR FRA HEYINU ÞINU.
PDídsCíiis %***
KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900 P
í tilefni merkra
tímamóta
í tilefni þess að verslunin Veiðimaðurinn heldur nú upp á hálfrar aldar afmæli
sitt hefur hið virta fyrirtæki The House of Hardy hannað sérstaka útgáfu af
hinu vinsæla Marquis 8/9 fluguhjóli.
Þessi sérútgáfa er með djúphrúnum lit og messing húðuðu yfirboröi, á
hakhlið er ígrafið nafn Veiðimannsins og ártölin 1940-1990.
Hjólin eru aðeins framleidd t fimmtíu eintökum þannig að þetta er einstakt
tækifæri til að eignast mjög sérstakan og eftirsóknarveröan hlut.
Verð á hjóli í tösku ásamt aukaspólu er aðeins kr. 18.850.-
Hafnarstræti 5 símar 16760 og!4800
Nasistar
bjuggu ekki
til sápu úr
líkamsfitu
■ Því hefur veriö haldið fram, að
nasistar hafi búið til sápu úr
líkamsfitu gyðinga, sem þeir myrtu
í seinni heimsstyrjöldinni. En nú
fullyrða forráðamenn ísraelska
safnsins Israel’s Holocaust Muse-
um í Jerúsalem að þær sögusagnir
séu úr lausu lofti gripnar.
Sagnfræðingar hafa komist að
þeirri niðurstöðu að engar óyggj-
andi sannanir séu fyrir því að sápa
hafi verið búin tilúr líkamsfitu. Það
sé þó ljóst að háraf gyðingum hafi
verið notað sem fylling í dýnur og
lampaskermar búnir til úr húð
þeirra. Hins vegar hafi nasistarnir
einfaldlega ekki búið yfir þeirri
tækni að geta framleitt sápu úr fitu
af líkum, þó þeir hefðu fegnir viljað.
Nasistarnir héldu því sjálfir fram
að slík sápa væri framleidd, en sagn-
fræðingar telja að það hafi einungis
verið sagt til þess að gyðingar liðu
sálarkvalir við tilhugsunina um ör-
lög látinna fjölskyldumeðlima.
Dónalegar
afmœlistertur
■ Menn grípa til hinna furðuleg-
ustu uppátækja til þess að
græða peninga. Á Nýja-Sjálandi hef-
ur t.d. verið stofnað fyrirtæki, sem
kallast Rude Food eða Dónalegur
matur og sérhæfir sig í að framleiða
dónalega skreyttar tertur eftir pönt-
un.
Hægt er að fá tertur fyrir 2000 til
2500 krónur með nánast hvaða
dóna-skreytingu, sem viðskiptavin-
urinn getur látið sér hugkvæmast.
Sumir eru svo „penir“ að biðja ein-
faldlega um köku, sem er eins og
stórar kyssilegar varir í laginu. Aðrir
vilja að kakan líti út eins og blúndu-
nærbuxur — og þá er að sjálfsögðu
orðið við því. En sumir koma líka
með beiðnir um mun dónalegri kök-
ur og þá er starfáólk fyrirtækisins
boðið og búið að verða við slíkum
óskum.
Forráðamenn Dónalegs matar
segja að mikill márihluti viðskipta-
vinanna sé konurog m.a.s. hafi eitt
sinn virðuleg gömul kona keypt
stóra dónatertu handa syni sínum á
afmælisdegi hans. En fyrirtækið
hyggst auka fjölbreytni framleiðsl-
unnar á næstunni Þá stendur til að
setja á markað „móðgandi tertur“.
Spennan mesf
á bakvið
tjeldín
■ Nýverið var frumsýndur í
London söngleikur, sem
byggður er á ævi Hökkumannaleið-
togans Martins Lúthers King, en
gagnrýnendur voru ekki hrifnir.
Sögðu þeir m.a. að mun betur hefði
verið leikið á bakvið tjöldin en á
sviðinu.
Yolanda King, dóttir Matins Lút-
hers, var viðstödd frumsýninguna í
London. Hún sagði, að ættingjarnir
væru núna hæstánægðir með söng-
leikinn. Upphaflega voru þeir hins
vegar mjög mótfallnir þeirri hug-
mynd að sviðsetja æfi blökku-
mannaleiðtogans á þennan hátt og
ekkja hans íhugaði á tímabili að
krefjast lögbanns. En eftir frumsýn-
inguna sagði Yolanda: „Ég komst
við. Ég bæði hló og grét og þetta var
mjög dýrmæt reynsla.”
Ekki voru gagnrýnendur sam-
mála þessu. Einn þeirra sagði, að
það væri miklu betri hugmynd að
skrifa söngleik um tilurð þessa
söngleiks, en tveir leikstjórar gáfust
t.d. upp á að stjórna verkinu. En það
gerðist víst fátt spennandi á sviðinu
í London, eftir að tjöldin voru dregin
frá. Gagnrýnandi blaðsins The Fin-
ancial Times sagði augljóst að það
hefðu alltof margir skipt sér af hand-
ritinu og leikstjá'ninni og verkið
bæri vott um gífurlegar málamiðl-
anir og miklar brQ'tingar fram á síð-
ustu stundu.