Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. apríl 1990 19 uranona er talinn í hópi snjöllustu heims og vakti mikla athygli á í Tékkóslóvakíu „Harðsnúið handknattlekslið íslendinga hefur vakið athygli heima á Kúbu." Hér fer vel á með þeim Julian Duranona og GuðmuncS Guö- mundssyni. Myndiner tekin á heimsmeistaramótinuí Tékkóslóvakíu á dögunum. Var lítið fyrir íþróttir Kúbverjar voru með íslendingum, Spánverjum og Júgóslövum í riðli og áttu allar þessar sterku þjóðir í hinu mesta basli með hið hávaxna lið Kúbu. íslendingar náðu góðri stöðu gegn þeim strax í fyrri hálfleik en töpuðu síðari hálfleiknum. Júgó- slavar rétt mörðu sigur með einu marki og Spánverjar sigruðu þá með þriggja marka mun eftir mikið japl, jaml og fuður. í þessum þremur leikjum skoraði Duranona 27 mörk þannig að það var ekki einungis gegn lakari liðunum sem hann sýndi takta. En hverju vill Duranona þakka þennan árangur sinn? „Það er nú fyrst og fremst góður undirbúningur liðsins fyrir þessa keppni,“ sagði þessi vingjarnlegi risi. „Því er ekki að leyna að hinir leikmenn liðsins treysta á mig að ljúka sóknunum. Et.v. of oft,“ bætti hann við brosandi. Þótt ótrúlegt sé eru ekki nema sex ár síðan Duranona fór að spila hand- bolta. „Ég var lítið fyrir íþróttir á mínum yngri árum. Ég var alltaf stór eftir aldri og því var snemma farið að nauða í mér að æfa ein- hverja íþrótt. Þetta hleypti einhverri þrjósku í mig og ég harðneitaði að mæta á eina einustu íþróttaæfingu." „Dútlaði í blaki" „Það var ekki fyrr en ég var orð- inn 15—16 ára að áhuginn fór að vakna hjá mér að stunda einhverja íþrótt. Þar sem ég var þá þegar orð- inn hátt í tvo metra á hæð fór ég að æfa körfubolta en einnig var ég að dútla í blaki. Þegar ég var orðinn nítján ára var ég beðinn að mæta á handknattleiksæfingu og síðan hef- ur handboltinn varla farið úr hendi mér,“ sagði hann. Eftir þetta gerðust hlutirnir hratt hjá Duranona. Hann vakti fljótlega athygli í heimalandi sínu og eftir einungis eitt ár var hann kominn í U-21 árs landslið Kúbu. í Heims- meistárakeppninni í Sviss árið 1986 skaut Duranona upp,á stjörnuhimin handknattleiksins í þeirri keppni féll hann þó í skuggann af hinum frábæra leikmanni Kang frá Kóreu. Duranona skoraði þó yfir 50 mörk og var það einungis Kang sem gerði fleiri mörk í þeirri keppni. „Bjarki og Geir mjög góðir leikmenn" Þar sem Kúbumenn hafa ekki leikið marga landsleiki gegn liðum í V-Evrópu síðan 1986 hefur verið frekar hljótt um Duranona hér í gamla heiminum. Stjarna hans hef- ur þó skinið skært vestan hafs og skemmst er að minnast þess að lið Kúbu rúllaði Bandaríkjunum upp, 22:9, í úrslitaleik Ameríkuleikanna síðastliðið haust. En hvað veit Dur- onana um íslenskan handknattleik? Kúberjinn brosti feimnislega við þessa spurningu og kvaðst því mið- ur vita minna en efni stæðu til. Þeg- ar hann fór að tjá sig um íslenska lið- ið kom nú í Ijós að hann vissi þó tölu- vert. „Ég þekki leikmenn eins og Alfreð Gíslason og Kristján Ara- son með nafni enda eru þeir báðir mjög þekktir leikmenn. Hér í Tékkóslóvakíu hef ég tekið eftir þeim Bjarka Sigurðssyni og Geir Sveinssyni en þeir eru báðir mjög góðir leikmenn. Handknattleiksáhugamenn á Kúbu vita að íslendingar hafa um langt árabil haft harðsnúnu liði á að skipa. Þetta hefur vakið athygli heima því við emm einnig eyþjóð eins og þið og árangur íslenska liðs- ins í Sviss árið 1986 og svo í Frakk- landi í fyrra hefur verið hvatning fyrir okkur, sem smáþjóð, að standa okkur. Það sem ég man sérstaklega eftir frá B-keppninni í fyrra var þegar að- almarkvörður ykkar (Einar Þor- varðarson) meiddist í úrslitaleikn- um gegn Pólverjum og varamark- vörðurinn (Guðmundur Hrafn- kelsson) kom inn og varði eins og berserkur." Tilþrif Það vakti miklaathygli í leik Kúbu og Júgóslavíu er Duranona skoraði mark með miklum tilþrifum aftur fyrir sig. Þá var staðan 22:21 fyrir Júgóslava, stutt eftir og spennan gíf- urleg en með markinu jafnaði Dur- anona leikinn. Svona sirkusmörk reyna menn yfirleitt ekki að gera nema á æfingum eða þegar mikill sjá bls. 21 PRESSU-VIDTALI „Ég hefði ekkert á móti þvi aðfara i at- vinnumennsku i handknattleik en þar sem yfirvöld á Kúbu leyfa ekki Kúbverj- um að spila með erlendum liðum verð ég að sætta mig við að leika áfram i Havana." Sá sem mælir þessi orð er kúb- verska stórskyttan Julian Duranona en hann var sá leikmaður sem einna mesta athygli vakti i Heimsmeistarakeppninni i Tékkóslóvakiu nýiega, enda er hann nú talinn einn albesti handknattleiksmaður heims. VIÐTAL OG MYNDIR: ANÐRÉS PFTURSSON Jóhann Ingi Gunnarsson hand- knattleiksþjálfari fylgdist með Heimsmeistarakeppninni í Tékkó- slóvakíu og eins og aðrir hreifst hann af Kúbverjanum. „Það er ekki spurning að Duranona er einn af betri handknattleiksmönnum heims. Hann er algjört náttúrubarn í íþróttinni; líkamlega sterkur og þessar gríðarlegu hendur gera það að verkum að hann er jafnvígur sem línu- og skotmaður. Þar að auki hef- ur Duranona mjögóvenjulegan leik- stíl þannig að andstæðingarnir vita ekkert á hverju þeir eiga von þegar hann nálgast vörnina. Með betri þjálfun og meiri leikreynslu gæti lið Kúbu verið í fremstu röð og þá auð- vitað með Duranona sem lykil- mann,“ sagði Jóhann Ingi. Hóll sem óll Það var ekki nóg með að Duran- ona skoraði mörk úr öllum mögu- legum færum heldur var hann einn- ig potturinn og pannan í varnarleik kúbverska liðsins Til að kóróna góðan árangur sinn varð hann þar að auki markahæsti leikmaður keppninnar með 55 mörk í sex leikj- um, eða rúmlega níu mörk í leik. Duranona er engin smásmíði, 2,02 cm á hæð og 100 kg. Það var því ekki að furða að varnarjaxlinn Geir Sveinsson andvarpaði eftir leik íslands og Kúbu, því þegar Kúb- verjinn var tekinn föstum tökum úti á vellinum fór hann bara inn á línu og þar fékk Geir að glíma við hann. „Það var ótrúlega erfitt að eiga við hann þarna á línunni því hann er háll sem áll og ótrúlega lipur af svona stórum manni að vera,“ sagði Geir. KUBVERSKA STORSKYTTAN I iþróttir litið fyrir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.