Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 21

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 21
21 Fimmtudagur 26. apríl 1990 „Maður verður líka að spila fyrir áhorfendur. Þeir borga sig inn og vilja fá skemmtun," segir hinn 25 ára gamli Julian Duranona. ÖL í Ein ÁR Jón Bergmann sýnir olíu- og krítarmyndir Opið alla daga 12.00—15.00 og 18.00—01.00 föstudaga og laugardaga til 03.00 MATUR, ÖL OG LIFANDI TÓNLIST Omar og Pétur halda uppi fjörinu FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS KÚBVERSKA STÓRSKYTTAN JULIAN DURAN0NA í PRESSU-VIDTALI frh. getumunur er á liðunum. Hvers vegna ákvaðstu að skjóta með slík- um tilþrifum í þessari stöðu? Duranona fór að skellihlæja er blaðamaðurinn rifjaði þennan at- burð upp og greinilegt að honum var skemmt við tilhugsunina. „Manstu eftir svipnum á júgóslavn- eska markverðinum," sagði hann, sló sér á lær og hláturinn ískraði í honum. ,,Ég hef æft þetta mikið og reyni þetta töluvert í æfingaleikjum. Svo skoraði ég svona mark gegn Bandaríkjamönnum í úrslitaleikn- um á Ameríkuleikunum þannig að þetta var ekki barasýndarmennska. Málið er að maður verður líka að spila fyrir áhorfendur. Þeir borga sig inn og vilja fá skemmtun og við leik- mennirnir verðumað koma til móts við fólkið í salnum." Það er hægt að taka undir þessi orð Kúbumannsins því oft vantar meiri léttleika í hand- boltann. Ahorfendur á þessum leik í Tékkóslóvakíu kunnu greinilega að meta tilþrif Duranona því þeir stóðu upp allir sem einn, hvort sem þeir voru á bandi Kúbumanna eða ekki, og klöppuðu honum lof í lófa. Vantar kennara Duranona er ekki nema 25 ára gamall þannig að hann á mörg ár eftir í handboltanum. Hann býr enn í foreldrahúsum enda segir hann að lítið annað en handbolti hafi komist að undanfarin ár. Duranona er í íþróttaháskólanumí Havana og ætl- ar sér að verða íþróttakennari. „Ég mun að sjálfsögðu taka handknatt- leikinn sem sérgrein enda er íþrótt- in ung að árum á Kúbu og það vant- ar kennara til að kenna hana. Við eigum undir högg að sækja gegn íþróttagreinum eins og t.d. horna- bolta, blaki og boxi, en ég er sann- færður um að hægt er að gera hand- boltann að einni af vinsælustu íþróttagreinum landsins ef rétt er á spilum haldið," sagði Kúbverjinn Julian Larduet Duranona, af mörg- um talinn einn snjallasti handknatt- leiksmaður heims Sannkallað SUMARTILBOÐ 20% afsláttur á ábætisostum til aprílloka! HNETUOSTUR PAPRIKUOSTUR PIPAROSTUR REYKOSTUR ÁBÖTI M/SÍTRÓNUPIPAR MUNDU EFTIR OSTINUM up Fagnaðu sumrinu með fínum ábætisostum! Þeir fást í næstu búð ISýr oQ „reyttur veislusalur „eiriMttar mötstaOur Afmæl isueislur ÁrsÞátíöir Blaöamannafu" ^ Brúökaupsuei Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjnr rermingarueismr fundir Grimudansleikir jólaböll Matarboö Ráös tefnur sumarfagr>aö'r Vetrarfagnaö,r porrablót /tttarmót ISÝTT WÝTT Eitt símtal - ueislan i bofn <£ísið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.