Pressan - 26.04.1990, Page 22
22
Fimmtudagur 26. apríl 1990
PRESSAN í London: Spjallað við Stein Lárusson,
forstjóra Flugleiða, um streitu, skátahreyfinguna,
flakk á milli landa, ferðamálabakteríuna œgilegu
og margt fleira.
,,Eg hef óskaplega gaman af þvi að umgangast
fólk og ó yfirleitt gott með það. Að visu þyki ég dá-
litið hvass i svörum, en það er bara ákveðinn hrjúf-
leiki fremur en að það beri vott um einhverja ill-
mennsku, sem búi undir niðri. Ég veit samt, að
þetta veldur stundum misskilningi. Ef ég gái ekki
að mér kemur fyrir að ég klúðra samskiptum við
fólk með hörkulegum tilsvörum."
TEXTI OG MYNDIR EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Harka var þó alls ekki áberandi í fari
mannsins, sem í páskavikunni sat fyrir fram-
an mig viö stórt og virðulegt forstjóraskrif-
borð á skrifstofu Flugleiða í London. Steinn
Lárusson heitir hann og lýsingarorð eins og
Ijúfur og hress lýsa honum mun betur en orð-
in harður eða hvass. Þó getur hann vissulega
verið örlítið snöggur upp á lagið af og til og
ég leyfi mér að efast um að hann sé mjög þol-
inmóður að eðlisfari. Kannski ekki heldur
neitt sérstaklega umburðarlyndur, þegar fúsk
eða fáfræði eru annars vegar. Ln yfirleitt er
hann allra manna Ijúfastur, hörkuduglegur og
fyrstur til að bjóða fram aðstoð, ef eitthvað
bjátar á. Enda er maðurinn skáti!
Með bóksalann í blóðinu
Margir muna eflaust eftir Steini Lárussyni
úr fjölmiðlum, því ósjaldan hefur þar verið
við hann rætt um ferðamál. Hann var um
langt skeið framkvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar Úrvals, en árið 1984 tók hann við
stjórn skrifstofu Flugleiða í Osló og þaðan
hoppaði hann yfir á Flugleiðakontórinn í
London fyrir tveimur árum.
Steinn er elsta barn Lárusar Blöndal bók-
sala, svo ef til vill hefði mátt búast við því að
hann stæði nú á bakvið búðarborð og af-
greiddi bækur í stað þess að selja Bretum ís-
landsferðir. Eða hvað?
,,Eg var reyndar mikið viðloðandi verslun-
ina, sem pabbi opnaði í Vesturveri um það
leyti sem ég fermdist," útskýrði Steinn og
bætti því við að Vesturver hefði verið til húsa
' ..Morgunblaðshöllinni" við Aðalstræti.
Margar búðir undir sama þaki. „Þarna vann
ég í öllum mínum fríum á meðan ég var í
skóla. Fram undir 1970 tók ég mér m.a.s. allt-
af frí í nóvember og desember til að vera í
búðinni. Bókaverslunin á þess vegna sterkar
rætur í mér. Eg er eiginlega með bóksalann í
blóðinu, ef svo má að orði komast, og oft hef-
ur þaö hvarflað að mér að taka við af föður
mínum. En það verður víst ekki af þvi úr
þessu.
Ég lenti alveg óvart í ferðamálunum árið
1962, þegar mér var boðiö að taka að mér
ákveðið verkefni fyrir ferðaskrifstofuna
Lönd og leiðir. Þetta þróaðist síðan þannig
að ég ílentist þar, gerðist jafnvel hluthafi og
vann á skrifstofunni þar til henni var lokað
um 1970. En auövitað geröi ég ferðamál ekki
aö ævistarfi fyrir einskæra tilviljun. Þetta er
einhver baktería, sem maður smitast af, og
eftir það á þessi „bransi" iiug manns allan.
Þeir, sem fá þessa bakteríu, una sér aldrei
annars staðar eftir það. Þetta starf er svo per-
sónulegt. Maður er.með sparifé viðskiptavin-
anna í höndunum, sem er mikil ábyrgð. Það
er verið að ráðstafa því, sem fólki er gífurlega
mikilvægt, og oft kynnist maður því þess
vegna nokkuð vel. Þetta er allt annað en að
selja bækur eða buxur!
Ferðamálabakterían er kannski fólgin í
áhuga á mannfólkinu og spennan við að búa
til hluti, sem eru fjarlægir og maöur stjórnar
ekki sjálfur nema að litlu leyti. Maður verður
að treysta algjörlega á aðra hlekki í keðjunni.
Ætli þetta sé ekki svolítið keimlíkt fjárhættu-
spilamennsku . ..“
Átak að rífa f jölskyldu
upp með rótum
Þegar ég spurði Stein hvort hann gæti hugs-
að sér að búa erlendis um ókomna framtíð
svaraði hann með einu af þessum hvössu til-
svörum sínum: „Auðvitað kem ég aftur heim
til íslands!" Síðan bætti hann við: ,, En ég er
mjög ánægður með að hafa á sínum tíma tek-
ið þá ákvöröun að drífa mig úr landi. Það er
afskaplega mikil reynsla að breyta til og rífa
sig upp með rótum, þó maður sé áfram að fást
við ferðamál. Ég hafði alla tíð verið ferða-
skrifstofumaður, þar til ég flutti út. Núna sit ég
hinum megin borðsins og sem við fyrrum
kollega mína sem flugfélagsmaður. Það
reyndist því góður skóli aö hafa áður staðið í
ferðaskrifstofurekstri.
Ég sé þess vegna síður en svo eftir því að
hafa stigið þetta skref, en hins vegar koma að
sjálfsögðu upp ýmis vandamál við að flytja af
landi brott. Það er t.d. mikið átak fyrir fjöl-
skylduna. Fjölskyldufaðirinn sest einfaldlega
inn á sína skrifstofu, þar sem hann hefur allt
sem hann þarf í kringum sig og byrjar að
vinna. Fjölskyldan er hins vegar í svolitlu
reiðuleysi og veit hvorki upp né niöur."
— Hvernig leystir þú það mál?
„Ekki nógu vel! Ég byrjaði með að vinna í
Noregi en búa samt áfram á íslandi. Þegar
fjölskyldan flutti loks út til mín var ég þess
vegna kominn á góðan rekspöl með að kynn-
ast þessu nýja þjóðfélagi, en þau hin voru á
allt öðru stigi. Sennilega trassaði ég þá fjöl-
skylduna meira en ég hefði átt að gera. Ég
lærði hins vegar af reynslunni og kunni betur
á þetta, þegar við fluttum hingað til Bret-
lands."
— Kemur það ekki „róti“ á krakka að
flytjast svona á milli landa?
„Auðvitað veltir maður því oft fyrir sér
hvað maður er að gera börnunum sínum með
þessum flutningum. Árið 1984 fór ég með
þrjú börn úr landi, en strax árið eftir flutti elsti
sonurinn heim til íslands aftur. Eftir þriggja
ára búsetu í Noregi var ég beðinn að fara til
Bretlands og þá gafst næstelsti sonurinn upp.
Hann vildi ekki fylgja fjölskyldunni lengur og
fór heim. Mér finnst það mikil heppni að þeir
skuli hafa endað á íslandi.
Núna erum við hjónin þess vegna eftir með
eina dóttur, sem er yngst barnanna. Það var
gífurlegt átak fyrir hana, fjórtán ára gamla,
að skipta um land, félaga og tungumál. Þar að
auki missti hún líka bróður sinn og sat ein eft-
ir með okkur gömlu hjónunum."
Heimsborgin setur
okkur skorður
— Hvort finnst þér betra að búa í Nor-
egi eða Bretlandi, Steinn?
„Það má nú eiginlega ekki bera svona
spurningu upp við mann, sem enn er á ferða-
lagi. Hvað fjölskylduna varðar er þó engin
spurning að það var betra að búa í Noregi.
Það er tiltölulega lítil breyting að flytja frá
Reykjavík til Osló, en það er geysilegt stökk
að koma til London frá Osló.
London er heimsborg og hér fer maður
beint heim til sín eftir vinnu, læsir útidyra-
hurðinni á eftir sér og fer ekkert aftur út fyrr
en í vinnuna næsta morgun. Lífi barna eru
einnig settar mjög miklar skorður hérna. Þau
eru ekkert að leika sér á götum úti eða í görð-
unum. Þau koma heim úr skólanum klukkan
fjögur og eftir það eru þau lokuð inni þar til
klukkan átta morguninn eftir."
— Ertu hræddur um stelpuna þína
hérna í London?
„Auðvitað dettur manni ýmislegt í hug,
þegar maöur fylgist með fréttum í svona
heimsborg þar sem fjölmargir óhugnanlegir
glæpir eru framdir á hverjum einasta sólar-
hring. Nauðganir, morð og annar hryllingur.
Dóttir okkar er orðin sextán ára gömul og
það er alveg ljóst að við verndum hana miklu
meira hérna en við myndum nokkurn tímann
gera á íslandi. íslenskar stelpur á þessum
aldri fara niður á Hallærisplan um miðjar
nætur, en hún fær varla að fara á milli húsa
eftir myrkur!
Húsmæður í borg eins og London eru í fullu
starfi við barnaflutninga. Það er ekki þorandi
að láta krakka fara í strætisvögnum eða gang-
andi í ballett eða á skátafundi, svo það fer all-
ur dagurinn í akstur til og frá."
— Einhverjir ljósir punktar hljóta þó
að vera við London, eða hvað?
„Sjáðu til. .. Ég vinn í miðbænum, en verð
að búa i u.þ.b. klukkutíma fjarlægð frá vinnu-
staðnum til þess að fá húsnæði í sómasam-
legu hverfi miðað við það, sem fjölskyldan
hefur átt að venjast. Þetta gerir það m.a. að
verkum að við hjónin höfum farið sjaldnar í
leikhús í London eftir að við fluttum hingað
fyrir tveimur árum en við gerðum jafnvel í
einni einustu vikuheimsókn til borgarinnar
hér áður fyrr. Mann langar einfaldlega bara
heim til sín eftir að hafa unnið hérna í London
frá átta á morgnana til klukkan fimm eða sex
að kvöldi. Hér þýðir nefnilega ekkert að
skreppa heim til að fara í sturtu og hafa fata-
skipti áður en farið er í leikhús eða á tónleika.
Þú hefur ekki tima til þess, þegar vegalengd-
irnar eru þetta miklar og umferðin eins og
hún er hér í borginni. Þess vegna notar mað-
ur miðborgina afar lítið. Hún er bara vinnu-
staður."
Thatcher keyrir
beint á veggi
— Hvernig hst þér á stjórnarhætti
Margrétar Thatcher?
„Ég var mikill aðdáandi Margrétar Thatc-
her áður en ég kom hingað og er að að vissu
leyti enn. Hún á hins vegar í geysilegum erfið-
leikum um þessar mundir og ekki útséð um
hvernig hún nær sér út úr þeim. Margir segja
að hún þyrfti að fá annað Falklandseyjastríð
til að ná sér á strik.
Samt hefur Thatcher gert alveg ótrúlega
hluti á þeim tíu árum, sem hún hefur verið við
völd hér á Bretlandi. Hún hefur gjörbreytt at-
vinnulífinu og bókstaflega öllu þjóðfélaginu.
En hún fer óskaplega hratt og hún keyrir hik-
laust beint á veggi. Það eru mörg mál, sem