Pressan - 26.04.1990, Side 27

Pressan - 26.04.1990, Side 27
27 kvikmyndir helgarinnar FIMMTUDAGUR 26. apríl Stöð 2 kl. 22.10 HÆTTUFÖR *** (High Risk) Bandarísk bíómynd Gerd 1981 Leiksljóri Stewart Rafill Adalhlutverk Anthony Quinn, Lindsay Wagner, James Brolin, James Coburn, Ernest Borgnine Myndin segir frá nokkrum ofúr- venjulegum Bandaríkjamönnum sem takast á hendur það verkefni að fljúga til Suður-Ameríku sem mála- liðar og eiga þar að hafa hendur í hári voldugs eiturlyfjasala. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum, m.a. í höndunum á ,,bandidos“ og sitt- hvað fleira drífur á daga þessara venjulegu manna. Þetta segir kannski eitthvað um hinn „venju- lega“ Bandaríkjamann og vonir hans og þrár, hver veit. Gaman- mynd með absólútt fáránlegum söguþræði en þykir ágætlega fynd- in þrátt fyrir það. F0STUDA6UR 27. apríl Sjónvarpið kl. 22.10 FERDANS *** (Square Dance) Bandarísk bíómynd Gerd 1987 Leikstjóri Daniel Fktrie Aöalhlutverk Jason Robards, Jane Alexander, Wyona Ryder, Rob Lo- we Myndin greinir fráuppvexti stúlku í Texas sem er við það að komast á fullorðinsaldurinn. Hún hefur alist upp hjá afa sínum en afræður að yf- irgefa hann og leita móður sinnar sem býr í Fort Worth í sama fylki. Myndin einkennist af fremur sterk- um leik en á móti einnig af fremur slappri úrvinnslu á efni sem hefði getað gefið tilefni til átaka. Kyn- táknið Rob Lowe, sem tryllt hefur margt meyjarhjartað á undan- gengnum árum, leikur þarna annað hlutverk en hann er vanur og þykir gera það býsna vel. Meðalmynd að flestu leyti. Stöð 2 kl. 00.45 HUNDRAÐ RIFFLAR ** (100 Rifles) Bandarísk bíómynd Gerd 1969 Leikstjóri Tom Gries Adalhlutverk Burt Reynolds, Jim Brown, Raquel Welch, Fernando Larnas Vestri sem gerist í Mexíkó á öðrum áratug aldarinnar. Reynolds leikur útlaga sem flúið hefur yfir mexík- önsku landamærin með heilan hell- ing af rifflum í farteskinu. Lögreglu- stjóri nokkur eltir hann, staðráðinn í að ráða niðurlögum þessa vonda manns. Reynolds lendir hinsvegar í klónum á óaldaflokki sem er undir stjórn konu (Welch), og hann verður ástfanginn af henni. Eins og að lík- um lætur. Fremur dapurlegt allt saman. LAUGARDAGUR 28. apríl Stöð 2 kl. 1510 KVÖLDSTUND HJÁ D0N (Don's Party) Aströlsk bíómynd Gerd 1976 Leikstjóri Bruce Beresford Adalhlutverk John Hargreaves, Pat Bishop, Jeanine Drynan, Graham Kennedy, Veronica Lang Óhemjukraftmikil áströlsk mynd sem segir frá úthverfafólki sem kemur saman á kosninganótt í heimahúsi til að fylgjast með úrslit- unum. Það er mikið drukkið, mikið etið, mikið daðraðog duflað og mik- ið rifist. Óh’efluð mynd, frábær leik- ur, þétt handrit byggt á samnefndu leikriti og góð leikstjórn. Allt sem eina mynd prýði. Næsthæsta ein- kunn. Sjónvarpið kl. 21.50 Æ SÉR GJÖF TIL GJALDA (Touch the Sun: The Gift) Aströlsk sjónvarpsmynd Gerd 1988 Leikstjóri Paul Cox Tvö ungmenni fá stóran vinning í lottói og er vinningurinn skógi vax- in landspilda. Þau heimsækja nýju landareignina með afa sínum og kynnast roskinni konu sem þar býr ásamt vangefnum syni sínum. Stöð 2 kl. 22.05 BARÁTTA ** (Fight for Life) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerd 1987 Leikstjóri Elliot Silverstein Adalhlutverk Jerry Lewis, Patty Juke, Jaclyn Bernstein Maltin segir um þessa mynd að þetta sé dæmigerð „sjúkdómur-vik- unnar-mynd". Betur er ekki hægt að lýsa þessu. Segir af foreldrum sem berjast fyrir lífi dóttur sinnar sem er flogaveik, aðeins sex ára gömul. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og við sögu koma m.a. kraftaverkalyf sem ekki voru viður- kennd en sennilegast virka þau nú samt. Myndin nær því varla að vera í meðallagi, endasér það hver mað- ur að efnið er svo margþvælt og út- grátið að það er vonlaust að hleypa í það nokkru lífi. Sjónvarpið kl. 23.25 DþLA S0NGK0NAN ★ ★★’/2 (Blue Velvet) Bandarísk bíómynd Gerö 1986 Leikstjóri David Lynch Adalhlutverk Kyle Mac Lachlan, Isabella Rossellini, Dennis Hopper, Dean Stockwell Ein af sérstæðari myndum síðari ára, a.m.k. þegar miðað er við það sem sýnt er hér í bíóhúsunum. Myndin segir af ungum manni sem langar að leita hins óþekkta og æv- intýraþrá hans verður til að hann blandast inn í rannsókn morðmáls og lendir í höndunum á vægast sagt sérkennilegum náunga. Myndin er tilraun leikstjórans til að lýsa því sem gerist undir yfirborðinu í ósköp venjulegum amerískum smábæ. Hún er óhugnanleg, ekki við hæfi barna og margur öfuguggaháttur- inn birtist í þessari mynd. Maltin er með stæla og gefur bara tvær stjörn- ur, við nennum ekki að hlusta á svo- leiðis og gefum þrjár og hálfa, næst- hæstu einkunn. týðandi sjónvarps- gerðarinnar hefur reyndar valið myndinni sérkennilegan titil sem skýrir hvorki eitt né neitt. Stöð 2 kl. 23.40 AUGUTITIL AUGLITIS *** (Face of Rage) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerd 1983 Leikstjóri Donald Wrye Aðalhlutverk Dianna H4-.S7, George Dzundza, Graham Beckel, Jeffrey DeMunn Hér segir af því þegar fórnarlömb nauðgana mæta nauðgurum sínum augliti til auglitis og er það einn hluti sálrænnar meðferðar sem fórnarlömbin fá. Þetta þykir afar átakanleg mynd og bara mjög heið- arleg, lætur hið hefðbundna amer- íska táraflóð lönd og leið og tekur á málum þannig að áhorfandinn er einhverju nær. Þessi lýsing er eigin- lega of góð til að geta verið sönn en þá er bara að bíða og vona. SUNNUDAGUR 29. apríl Sjónvarpið kl. 22.30 DAUÐIS0NAR (Death of a Son) Bresk sjónvarpsmynd Gerð 1989 Leikstjóri Ross Devenisli Aðalhlutverk Lynn Redgrave, Malcolm Storry Myndin er byggð á sannri sögu og segir frá einstökum hetjuskap venjulegrar húsmóður á Englandi. Sonur hennar, 19 ára gamall, deyr af of stórum skammti eyturlyfja. Við það lamast fjölskyldulífið og móðir- in reynir að fyrirfara sér. Lífi hennar er bjargað og hún ákveður þá að reyna hvað hún getur til að koma höndum yfir morðingja -sonarins, þ.e. þá sem seldu honum eiturlyfin. Baráttan er löng og ströng og kostar marga fórnina. Myndin fékk afar já- kvæða dóma í breskum blöðum að lokinni sýningu í þarlendu sjón- varpi. Stöð 2 kl. 0000 MARAÞ0N- MAÐURINN *** (The Marathon Man) Bandarísk bíómynd Gerð 1976 Leikstjóri John Schlesinger Aðalhlutverk Dustin Hoffman, Laurence Olivier, Roy Scheider, William Devane, Marthe Keller Hér er komin gamalkunnur, og reyndar góðkunnur, reyfari sem segir frá ungum Bandaríkjamanni sem flækist inn í afskaplega ógeð- fellt mál þar sem við sögu kemur gamall og geðvondur nazisti. Reyndar er sá tannlæknir fyrrver- andi og sérhæfir sig í að pynta menn í tannlæknastólnum. Myndin er þvi ekki fyrir þá sem ætla sér til tann- læknis í næstu viku. Þetta er nokk- uð sterkur reyfari, reyndar er sögu- þráðurinn brokkgengur en þó afar spennandi og fyrir unnendur slíkra mynda er þetta býsna skemmtilegt. Olivier bregst ekki í leik sínum fremur en fyrri daginn. reinK'9 eftir Mike Atkinson vg'R vcerTlR Þ^I=:KTlRsFrRlR dagbókin hennar Eg get sko gubbað, þegar ég hugsa um alla pólitísku þvæluna, sem á eftir að flæða yfir mann næstu vikurnar. Þessar tuggur eru svo sjúklega leiðinlegar að það er al- veg óskiljanlegt hvernig nokkur manneskja getur haft áhuga á öðru eins rugli. Ég held, að pólitíkusarnir fatti ekki að þetta röfl verður miklu frekar til þess að fæla fólk frá en að láta það fá áhuga á kosningunum. Ég er nú kannski soldið græn í stjórnmálum, því mér finnst þau svo ferlega fúl að ég nenni aldrei að setja mig neitt rosalega inn í þau, en ég er samt ekki algjörlega fædd i gær. Ég sé til dæmis alveg hvernig allir stjórnmálamennirnir helltu sér um daginn eins og glorsvangir úlfar á þetta eiturgas-mál þarna í áburð- arverksmiðjunni. Allt í einu voru pólitíkusarnir orðnir svo svaka áhyggjufuliir yfir þvi aö aumingjans liðið í Grafarvoginum myndi kannski eitrast að það var eins og þeir ættu barasta allt sitt skyldfólk á staðnum. (En það er sko pottþétt staðreynd, segir amma á Einimeln- um, að meirihlutinn af öllum fram- bjóðendum í Reykjavík á heima í Vesturbænum. Hún sá það í ein- hverju blaði og sagðist sko ekki hissa á þessu. Það hefði ekki enn komið svo mikið sem einn einasti frammámaður í þjóðfélaginu úr þessum nýju hverfum. Fólk á frama- braut vildi ekki einu sinni kannast við að hafa leigt þar herbergi á há- skólaárunum. Én þetta var nú útúr- dúr. . .) Umhyggjan fyrir lífi og limum Grafarvogsíbúanna var svo hrylli- lega væmin og gervileg að það þurfti ekki nema hálfs árs smábarn til að sjá að þetta var bara byrjunin á kosningaslagnum. Það voru allir að reyna að leika einhverja bjarg- vætta og hrópa sem hærra en hinir hvað það þyrfti endilega að loka eins og skot þessari ijótu og vondu verksmiðju. Þó Guð sjálfur mætti á staðinn og segði að nýi eiturgeymir- inn væri gjörsamlega pottþéttur, þá myndu pólitíkusarnir örugglega samt heimta að áburðarverksmiðj- unni væri lokað. Þeir vilja nefnilega að fólkið — þ.e.a.s. atkvæðin — í Grafarvoginum finni hvað þeirra flokki finnst það ógeðslega dýr- mætt, svo það setji krossinn á réttan stað á kjörseðlinum eftir mánuð. En það er ekki nóg með að alls konar frambjóðendum sé hellt yfir mann í öllum blöðum og öllum fréttatímum, heldur fara víst alþing- ismennirnir bráðum að skella sér lika í slaginn. Þeir ætla að hætta voða snemma í vinnunni og byrja í sumarfríi, þó það sé ennþá snjór og ófært um allar trissur og þeir hafi ekki einu sinni byrjað að vinna fyrr en einhvern timann í október. (Er það nema von að mamma sé spennt að komast inn á þing fyrir Kvenna- listann í haust!) Samt geta þessir kallar ekki á sér setið og ætla að eyðileggja enn eitt sjónvarpskvöld fyrir manni áður en þeir hætta með þessum blessuðu eldhúsdagsum- ræðum sínum. Mann langar mest til að flýja land framyfir kosningar, en mamma full- yrðir að stjórnin muni hvellspringa í sumar, svo þá gæti næsta áróðurs- gusa byrjað. Ég mana það. . . Hvers á maður eiginlega að gjalda? Svo vita líka allir að Davíð vinnur með elegans, þannig að það er algjör óþarfi að standa í öllu þessu streði. \

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.