Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 24. maí 1990
fíei'to7//s£,a&ur: 20° 7°nsdóWr
Stað»:Zt.8; Ber9sÍaZ°rs '9^5
***>$%« ,,a:
B*rn: Huidnr^ ney,iSs'ÍórirUm,
9ar„J,afá°Jón^-32 ár° An
•fre/d. v„/ ' bte'nunn v , 16 °ra
^arnJ^GLT ,982 '° ag Stefán
_y99'n9armáj'
......... ' 09
skotmark
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ARKITEKT,
FRAMBJÓÐANDI Í 4. SÆTI FYRIR
NÝJAN VETTVANG
Er frambodid ekki vonlaust?
*
Hvort stendur hún nœr Asgeiri Hannesi eöa Kristínu
Ólafsdóttur?
Er framboö Nýs vettvangs til hœgri eöa vinstri eöa út
og suöur?
*
A aö sprengja kjarasamningana?
EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON
Við erum ekki med prímadonnustæla
— Er þetta ekki vonlaust dæmi?
,,Nei, þetta er nauðsynlegt dæmi og alls ekki
vonlaust. Það er í sjálfu sér merkilegt að svona
ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn skuli
hafa sameinast um þetta framboð. Hvernig
það gengur verður svo að koma í ljós.“
— Hefur Nýr vettvangur unnið sigur ef
þið fáið fjóra menn kjörna?
,,Já tvímælalaust. Fleiri en tveir er sigur. Ef
við fáum aðeins tvo þykir mér það slök út-
koma. Allt umfram það sýnir okkur að við er-
um á réttri leið."
— Ef þið fáið aðeins tvo menn kjörna má
þá búast við því að Nýr vettvangur verði
einna kosninga fyrirbæri?
,,Það vil ég nú ekki segja. Það sýnir bara
nauðsyn þess aö vinna betur og herða róður-
inn. Fn ef við fáum fleiri kemur enn skýrar
fram að við höfum náð árangri á þessum stutta
tíma."
— Verður ekki hver höndin upp á móti
annarri í starfi Nýs vettvangs, sem hefur
svo ólíkt fólk innanborðs?
,,Nei, þetta er þroskað fólk sem er ákveðiö
í þvi að vinna saman og við höfum rætt stefnu-
mál okkar töluvert ítarlega á undanförnum
vikum. Ég tel ekki nokkra hættu á því."
— Att þú til dæmis samleið í einu og öllu
með borgaraflokksarminum?
,,Ég hef í sjálfu sér ekki orðið vör við neinn
ágreining í röðum þessa hóps, hvorki þessa
arms né annars arms. Við höfum mætt þarna
til leiks, staðráðin í því að vinna saman. Ég
held aö ágreininginn verði að leysa ef hann
kemur upp. Hingað til hefur hann ekki gert
vart við sig."
— Óttastu ekki að reynsluleysi og gjör-
ólíkur bakgrunnur efstu manna á lista
Nýs vettvangs geti orðið vandamál í bar-
áttunni við þaulvanan meirihlutann?
„Við erum engan veginn reynslulaus. Tök-
um sem dæmi sjálfa mig. Ég hef unnið í fimm
ár sem embættismaður hjá Reykjavikurborg
og veit töluvert mikið um hvernig það fyrir-
tæki er uppbyggt og hvernig það starfar. Þarna
eru líka tveir borgarfulltrúar sem eru vel inni
í málum. Og þarna er fólk sem er mjög vel af
guði gert og ég tel ekki að það muni eiga í
neinum erfiðleikum með að setja sig inn í
leyndardóma Reykjavíkur. Það er styrkur að fá
nýtt fólk, þvi það er alltaf hætta á stöðnun ef
menn eru of lengi við völd."
— Skoðanakannanir benda til þess að
Nýr vettvangur taki einna helst fylgi frá
hinum minnihlutaflokkunum. Eykur
þetta framboð ekki enn á minnihluta-
glundroðann?
,,Ég hef nú ekki haft tækifæri til þess að
skoða niðurstöður skoðanakannana. Við tök-
um fylgi frá öllum flokkum. Við erum fyrst og
fremst að höfða til fólks sem á einhvern hátt
vill áherslubreytingar og þaö er ekkert síður
fólk úr Sjálfstæðisflokknum. Glundroði er al-
veg úrelt hugtak í okkar röðum og það verður
ekkert vandamál að vinna með hinum minni-
hlutaflokkunum. Stefnuskrár eða áhersluat-
riöi þessara ílokka eru um margt lík, en fylgi
okkar leynist alls staðar."
— Telur þú að þið takið fylgi frá Sjálf-
stæðisflokknum?
„Það er margt fólk í Sjálfstæöisflokknum
sem vel gæti hugsað sér breytta áhersluröð
málefna i Reykjavík."
— Hvernig heldur þú til dæmis að Birt-
ingararminum í Nýjum vettvangi gangi að
lynda við hinn helminginn af Alþýðu-
bandalaginu?
„Það veröur ekkert vandamál. Ég get ekki
séö annaö en ótvíræða kosti þess að hér
myndist stórt afl sem getur veriö mótvægi viö
Sálfstæðisflokkinn og þaö kæmi mér ekkert á
óvart þó málin myndu þróast þannig áfram að
fleiri sæju kosti slíks afls."
, Er Nýr vettvangur hægra- eða vinstra-
framboð?
„Nýr vettvangur er jafnréttisframboð og
frjálslyndisframboð. Við viljum ekki aðeins að
hagsmunir fárra séu hafðir að leiðarljósi held-
ur hagsmunir fjöldans. Við erum félagshyggju-
flokkur en ég vil ekki segja aö við séum
vinstriflokkur. Við viljum ekki bara hugsa um
þá sem eru á grænni grein, heldur líka þá sem
minna mega sín. Það er mergurinn málsins og
það þarf ekki að vera nein vinstristefna í því
fólgin."
— Þið ætlið að efla félagslega þjónustu,
gera stórátak í umhverfismálum, skóla-
málum, umferðarmálum og þannig mætti
lengi telja. Hvar ætlið þið að fá pening-
ana?
„Þessir peningar eru til. Reykjavíkurborg er
ákaflega vel stættsveitarfélag. Af hverri krónu
sem kemur i kassaborgarinnar eru 50 aurar til
ráðstöfunnar eftir að fastir liðir hafa veriö
greiddir. Það er ekki góðri stjórn að þakka,
heldur því að borgin hefur miklar tekjur af aö-
stöðugjöldum, veitustofnunum og fasteigna-
gjöldum og hér hefur líka fjölgað um 15.000
manns á fáum árum. Það má segja að allir
landsmenn borgi til Reykjavíkur á vissan hátt.
Það eru til nógir peningar og við höfum reikn-
að út að við getum lofað þessu og staðið við
það. Við viljum nota þessa peninga til að létta
líf almennings, til að gera tilveruna betri og
þægilegri fyrir fjöldann. Það viljum við taka
fram yfir dekurverkefnin sem nú sitja í fyrir-
rúmi."
— Þetta eru samt umfangsmikil loforð.
Getur komið til greina að auka skattbyrði
Reykvíkinga ef peningarnir hrökkva ekki
fyrir öllum loforðunum?
„Þetta er algjörlega reiknað út frá okkar
hendi og til þess kemur ekki. Við erum ekki aö
lofa meiru en við getum staðið við."
— Hvert er borgarstjóraefni ykkar?
Gætu þeir orðið tveir? Kemur til greina að
ráða ópólitískan borgarstjóra?
„Þetta er mál sem við höfum ekki tekiö af-
stöðu til. Við erum ekki með neina príma-
donnustæla hjá Nýjum vettvangi. En ef svo
ólíklega vill til að við þurfum að hugleiða þetta
þá efast ég ekki um að við getum fundið fólk
úr okkar röðum sem gæti gegnt þessu starfi al
rausn og hlýju."
— Viljið þið fjölga borgarfulltrúum og
nefndamönnum?
„Viö höfum áhuga á valddreifingu með þeim
hætti að við aukum hlut hverfanna. Við viljum
auka veg íbúasamtaka svo við getum fylgst
betur með grasrótinni. Þetta gæti haft áhrif á
nefndaskipan en hvernig hefur enn ekki ver-
ið ákveðið."
— Davíð vill ekki byggja á Rauðavatns-
svæðinu vegna sprunguhættu. Ætlið þið
að skipta um stefnu og láta byggja á því
svæði?
„Það verður ekki snúið aftur í því máli. Graf-
arvogur var valinn þó svo að vitað væri um
áburðarverksmiðjuna og hættuna sem af
henni stafaði. Það væri óhagkvæmt að breyta
þessu núna."
— Stendur til að stöðva eða hægja á ein-
hverjum musterisbyggingum eða dekur-
verkefnum?
„Ur því sem komið er er ekki um annaö að
ræða en Ijúka við þessi verkefni. Hinsvegar
gæti vel farið svo að við vildum líta á notkun-
ina á ráðhúsinu, hvernig mætti tengja það bet-
ur lífinu í borginni. Eins og þetta er sett upp
núna verður þetta alveg dautt hús. Það er ekki
ætlað fólkinu í borginni eins og það þyrfti að
vera. Umhverfi hússins þarf að skipuleggja og
veita í það verulegum fjármunum. Ég hef sett
fram tillögu um ráðhústorg. Þetta er eitt af því
sem það kostar okkur að hafa sett ráðhúsið á
þennan stað."
— Þið viljið gera öldruðum kleift að búa
sem lengst í heimahúsum. Þetta hefur ver-
ið reynt nú þegar, án þess að starfsfólk
fáist til að sinna þjónustunni við þá sem
þurfa. Verður það leyst með hærra kaupi
fyrir þá sem starfa að þessum málum? Og
þurfa þá ekki fleiri að fá kauphækkun?
„Það þarf hærra kaup. Það þarf að gera
þetta starf aðlaðandi og mikilvægt ekki síður
en annað sem fólk fæst við. Við getum ekki
sem ríkasta sveitarfélag á landinu borgað fólki
lægsta kaupið. Kópavogur borgar til dæmis
miklu betur."
— Þið talið um að bæta kjör borgar-
starfsmanna. A þá að sprengja kjara-
samningana?
„Þetta er mál sem ég get ekki tjáð mig um
með hvaða hætti verður leyst. En við viljum
bæta launin til samræmis því sem gerist í öðr-
um sveitarfélögum. Þetta er bara sanngirnis-
mál. Ég get ekki séð að það þurfi að sprengja
neina kjarasamninga. Ef engin leið finnst inn-
an núverandi kjarasamninga verður aö taka
það upp við næstu samninga."
— Viljið þið opna fyrir bílaumferð í
Austurstræti?
„Eftir mjög gaumgæfilega umhugsun um
þau mál tel ég að rétt sé að gera þá tilraun,
með vissum takmörkunum þó."
— Hvort eru pólitískar skoðanir þínar
nær Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni eða Krist-
ínu Ólafsdóttur?
„Ég tek þátt í þessu framboði því hér eru
málefni sem eru mér hugleikin. Það eru mál-
efni aldraðra, málefni gamla bæjarins, at-
vinnumál og að hlú að grasrótinni í margvís-
legu tilliti. Eg hef ekki orðið vör við annað en
skoðanir okkar allra þriggja falli saman í þess-
um málum."
— Verður þú borgarfulltrúi?
„Ég held það og vona það, vegna þess að ef
Nýr vettvangur fær fjóra menn inn þá getum
við veitt Sjálfstæðisflokknum það aðhald sem
nauðsynlegt er. Samkeppnin væri Sjálfstæðis-
flokknum sjálfum til góðs. Hann er orðinn leið-
inlegur. Samkvæmt skoðanakönnun Félags-
stofnunar stendur baráttan um fjórða sætið. Þá
þarf samstillt átak til þess að koma Hrafni Jök-
ulssyni inn og hann er þá í hinu raunverulega
baráttusæti."