Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 24
24’
i tframhjáhlaupi
Óli Kr. Sigurösson
forstjóri Olís
„leiíinlegast
að hlusta á pólitíkusa"
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
,,Faöir minn."
— Án hvers gætir þú síst ver-
ið?
„Fjölskyldu minnar. Ég er
mjög ánægöur meö hana. Hvort
hún er ánægö meö mig get ég
ekki sagt til um!"
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast?
„Aö hlusta á pólitíkusa. Mér
finnst þeir ekki gera þaö sem
þeir segja. Mér finnst ekkert
koma út úr því sem þeir tala um."
— Hvað er skemmtilegast aö
gera?
,,Aö vinna. Ég hef alltaf veriö
ánægöur i minni vinnu. Hvort
þaö gengur upp sem ég er nú aö
gera veit svo sem enginn, þaö
veröur bara aö koma í Ijós meö
hækkandi sól."
— Manstu eftir ákvöröun
sem hefur skipt þig miklu máli?
„Kaupin á Olís. Þetta er búiö
aö taka gifurlega á."
— Hvenær varstu hræddast-
ur i lifinu?
„Ég hef aldrei verið hræddur,
ekki undir neinum kringum-
stæöum. Þaö er ósköp einfald-
lega þannig aö mér hefur aldrei
fundist lífið vera á móti mér."
— Hvaða eiginleiki finnst þér
mikilvægastur i fari annarra?
„Heiöarleiki. Mér finnst þeir
menn sem sýna heiðarleika i
verki standa upp úr i þessu þjóö-
félagi. Heiðarleika og hrein-
skilni."
— Getur þú nefnt einn kost
þinn og galla?
„Ég get ekki nefnt kost, ég
man ekki eftir neinum! En gall-
arnir, þeir eru nú svo margir,
maöur, aö þaö er ekki hægt aö
rifja þá upp. Þú verður aö spyrja
aöra um þá."
— Hver er eftirlætismaturinn
þinn?
„Lambalæri. Á gamla mátann,
læri í ofni, sem er þaö besta sem
þú getur fengiö í þessu þjóöfé-
lagi,"
— Hvert er uppáhaldssjón-
varpsefni þitt?
„Fréttir og fréttatengt efni."
— Hyer er uppáhaldsstaður
þinn á íslandi?
„Ætli þaö sé ekki Laugardalur-
inn, hjá Laugarvatni. Þar á faðir
minn sumarbústaö — ég á eng-
an. Þaö er dásamlegt aö vera þar.
Byrjaði aö fara þangað sem eins
árs gutti meö foreldrum mínum
og þetta er einfaldlega himna-
ríki, þaö er ekkert annaö orö yfir
þaö."
— Talandi um himnaríki, trúir
þú á líf eftir dauðann?
„Nei, ekkert svoleiöis."
— Hvað vildir þú helst gera
ef þú þyrftir aö skipta um starf?
„Vera bóndi. Þaö er heillandi
aö umgangast dýrin og vinna
allt þaö sem gerist á sveitabýli.
Þetta er draumur sem ég á enn
eftir óuppfylltan, en ég er örugg-
ur um aö rætist. Einhvern tím-
ann verö ég tengdur búskap og
ekki sakar aö ég á son og
tengdadóttur sem bæöi eru bú-
fræöingar."
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
Kyitlifsrcmitsóknir
Nýlei>a fékk éi> upphrini;ini>u frá
einni af útvarpsstöðvunum í Reykja-
vík. Útvarpsmaöurinn vildi fá mii>
til að koma með athugasemdir
varðandi frétt þess efnis að fimm
prósent Itala va*ru með ..kynlíf á
heilanum" — i>eröu nánast ekkert
nema hui>sa um kynlíf daginn út oi>
daginn inn. Ki> sai>ðist ekki vita til
þess að slík rannsókn hefði veriö
i>erö hér á landi oi> að við værum af-
ar stutt á vei> komin í íslenskum
kynlífsrannsóknum.
Mér virðist aö námsbraut í hjúkr-
unarfræöi við Háskóla íslands hafi
brotiö ísinn að miklu leyti hvað
varðar rannsóknir í kynlífi. Þar hafa
meðal annars veriö unnar rann-
sóknir á viöhorfum og þekkingu
hjúkrunarfræðinema á kyníræöum.
viðhorfum almennings til alnæmis
og viöhorfum kvenna til tíöahvarfa.
Kngin rannsókn hefur farið fram á
kynhegðun íslensku þjóðarinnar. í
Ijósi alnæmis hafa islensk heilbrigð-
isyfirvöld fullan hug á að láta gera
slíka rannsókn á næstu misserum
en framkvæmdin strandar á
kostnaðarhliöinni.
Viökvœm einkalífsatriöi
FLn að fleiru þarf að huga en pen-
ingum þegar um kynlífsrannsóknir
er að ræða. Það þarf að leggja sér-
staka alúö við trúnaðarlegu hliðina.
annars fengist enginn til að taka þátt
i kynlífsrannsókn. Eðlilega er um að
ræða mjög sérstaka tegund rann-
sóknar þar sem reynt er aö fá upp-
lýsingar um kynhegðan fólks, en
það er mjög viðkvæmt einkalífs-
atriöi fyrir mörgum. Þegar ég vann
að kynlífsrannsókn árið 1985 ásamt
öðrum hjúkrunarfræöinemum
fengum viö leyfi frá tölvunefnd til
að tölvuvinna upplýsingar úr henni
að því tilskildu að svarlistar yrðu
síöan eyðilagöir. Knnfremur voru
skýr fyrirmæli gefin um að ekki
mætti vera unnt að rekja svör til ein-
stakra manna. Kinnig þyrftum við
að gæta fyllsta trúnaöar svo upplýs-
ingar bærust ekki til óviökomandi
manna.
Notkun líkamsmáls
í aölööun
Svo þarí aö ákveða hvað á að
rannsaka. I tímaritinu „Journal of
Sex Kducation and Therapy" gætir
margvíslegra grasa; þar er m.a. rætt
um áhrif opinskárra mynda á hversu
margir skrá sig í kynlifskúrsa og
áhrif myndanna á tjáskipti í fjöl-
skyldum, kynskiptavandamál, kyn-
ferðislega ánægju karlmanna sem
fá „penis-prótesur" og maka þeirra,
pólitík kynfræðslu, sjálfstraust og
viöurkenningu fólks á sjálfu sér sem
kynverum, kynlífsvandamál aldr-
aöra, viðhorf, þekkingu nemenda á
herpes-kynsjúkdóminum og kynja-
mismun á notkun líkamsmáls í að-
löðun. Svona mætti lengi telja en
það má telja víst að það veröur
langt þangað til íslendingar taka
upp svona sértæk rannsóknarefni!
Við erum einfaldlega of fámenn
þjóð til þess.
Hverja á að rannsaka og hvernig
ná rannsakendur til úrtaksins? Til
að úrtakiö endurspegli sem flesta
þurfa aöstæöur einstaklinga innan
úrtaksins að vera sem fjölbreyttast-
ar. Ef þú vilt rannsaka áhrif kvik-
myndakláms á viðhorf í kynlífi er
ekki nóg aö tala við þá sem fara á
myndbandaleigur. Þá fengir þú ekki
fram viöhorf þeirra sem ekki taka
myndbönd á leigu en horfa samt á
klámmyndir með öðrum hætti.
(íóðar heimtur eru einnig ntikilvæg-
ar og veltur gildi rannsóknarinnar
mikið á þvi hversu margir svara. Ef
aðeins 20% úrtaksins svara er þá sá
hópur eitthvað öðruvísi en þeir sem
ekki svara? Hvernig þú aflar upplýs-
inga í kynlífsrannsókn skiptir miklu
máli. Ég man eftir þvi að eitt sinn
hringdi maður í fólk og sagöist vera
að vinna að kynlfískönnun fyrir
Bleikt & Blátt en það var eintóm
þvæla i honum. Þeir sem vinna að
kynlífsrannsókntim myndu nota
aörar og faglegri leiöir en símann.
Þar má nefna viðtöl, spurningalista
með nafnleynd eða klinískar rann-
sóknir (á stofu). Síðan eru það ýmis
tölfræöileg atriði sem snerta áreiö-
anleika og réttmæti sem þarf að
athuga.
Ég gæti vel hugsaö mér að starfa
viö kynlifsrannsóknir því mér finnst
þaö afar lærdómsríkt og gefandi að
kafa djúpt ofan í eitthvað ákveðið —
ég hlýt að vera sannur sporödreki!
Frmmtudagúr'24. maí 1990
spáin
24. — 29. maí
(121. murs—20. uprilj
Samskipti vid aöra fjolskyldumeðlimi eru í
brennidepli, t.d. tengsl viö systkini þin, og
stutt ferðalag gæti veriö á döfinni. Eitthvert
vandamál er aö vefjast fyrir þér, en fyrr en
varir muntu sjá hvernig í öllu liggur.
(21. uf)ril—20. muí)
Þú hefur góöa moguleika á aö f inna eitthvað,
sem var týnt. Áveðið mál leysist lika þér i
hag og þú kemst aö þvi hvað vakir fyrir viss-
um aöilum. Líf þitt fer almennt i fastari
skoröur eftir óróleikatima og svarið viö
brennandi spurningu er: já!
(21. mui—21. júni)
Þú þarft aö breyta einhverju á heimavelli.
Reyndu aö vera raunsær og láttu ekki töfr-
andi persónu plata þig upp úr skónum. Þú
verður aö hafa allar upplýsingar til þess aö
geta áttaö þig á málunum, en þú munt hafa
þetta af.
(22. júni—22. júli)
Eitthvað. sem vafðist fyrir þér, veröur nú
deginum Ijósara. Þar meö losnarðu viö efa
og tortryggni, sem áöur geröi þér erfitt fyrir.
Einhver þarf aö vera opinskár viö þig, en
hræöist hugsanleg viöbrögö þin. Geföu
þessari persónu „séns'!
(23. júlí—22. ÚRÚst)
Þaö fer gott timabil i hönd hjá þér. Þú ert
heppinn og tímasetur hlutina nákvæmlega,
enda laðast fólk aö þér. En þaö vill koma
vandamálum sinum á þinar heröar og þaö
skaltu varast. Þú skalt ekki tefla i neina tvi-
sýnu þessa dagana.
(23. sept —24. okt.)
Þú verður beöinn aö taka aö þér eitthvert
verkefni og þú munt læra heilmikið á þvi
Þaö verður lika mikið um aö vera i félagslif-
inu og þú ættir aö láta Ijós þitt skina sem viö-
ast núna. Ekki láta efasemdir annarra veröa
þér fjötur um fót.
(24. okt.—22. nóv.)
Akveöiö (ástar-)samband gengur ekki sem
best þessa dagana. Þiö eruö ef til vill of ólik
og hafiö mismunandi skoöanir á peninga-
málum. Þaö leysist úr einhverri óvissu. þér
til mikils léttis, en einbeittu þér aö hagnýt-
um verkefnum.
(23. nóv.—21. des.)
Reyndu aö sinna svolitið eigin útliti, t.d. meö
því aö fara i megrun eöa kaupa sumarlegar
flikur. Þú veröur fegin eftir á. Og gættu þin
á persónu, sem ætlar sér aö fá eitthvað fyrir
litiö og vill aö þú þegir yfir leyndarmáli.
(22. des.—20. jun.)
Vertu ekki svona gamaldags! Auövitaö gæti
margt betur fariö í nútimanum, en útlitið er
ekki eins dökkt og þér sýnist. Reyndu aö
bæta samkomulagið á vinnustaö og heima
fyrir og láttu allar kjaftasögur sem vind um
eyru þjóta.
(21. junúur—19. febrúur)
Þaö geta ekki allir verið eins og þú vilt hafa
þá. Segöu meiningu þína afdráttarlaust, en
ekki búast viö aö aðrir fari endilega aö ráö-
um þinum. Þú skalt samt halda þinu striki og
ekki láta ákvarðanir annarra á þig fá.
(20. febrúar—20. mars)
Þaö gengur mikiö á og þin viöbrögö eru aö
vera svolitið góöur viö sjálfan þig. Þaö er
ekkert svo vitlaust, þvi þú þarft á sliku aö
halda. Þú skalt lika þiggja öll boö — ekki síst
ef þau tengjast einhverjum feröalögum.