Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 24. maí 1990 23 [ISSTOFNANA, í PRESSU-VIÐTALI Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM uxu skuldir hins vegar ekki med jafnógnvæglegum hraða og í dag, svo ég gat fest kaup á minni íbúð og haldið henni. Tím- arnir voru sem betur fer orðnir aðrir en þegar móðir mín var ein með sín börn. Ég fékk einungis sjúkraliðalaun og ekkju- Irætur, en þó það væru ekki miklir peningar gat ég samt komist hjá því að vinna óheyrilega yfirvinnu." Hélt að heimilið myndi drabbast niður Formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana er mikil baráttu- kona og segist sjálf hafa verið baldin og frökk. Hvenær ætli baráttuandinn hafi brotist út áður en hún tók við núverandi starfi? ,,Fg gekk t.d. í Rauðsokkahreyfinguna um 1970 og fyrri maðurinn minn studdi mig heilshugar í því. Hann var afskap- lega jafnréttissinnaður og skiptingin á heimilisstörfunum var þess vegna nokkuð jöfn." Hún hugsaði sig um eitt andartak og ég sá á svipnum að hún var ekki viss um hvort rétt væri að láta næstu setningu flakka. Svo ákvað hún sig og sagði: ,,Mér hefur reyndar alltaf hætt til að vera hálfgerður yfirverkstjóri á heim- ilinu. Ég held stundum aö hlutirnir gangi ekki öðruvísi. . . Hins vegar hef ég í hvorugu hjónabandinu þurft að standa ein fyrir öllu heimilishaldinu. Fyrri maðurinn minn var sósíal- isti og vildi upphaflega skipta þessu svo jafnt að við tækjum hvort sína vikuna. Það fannst mér alveg ómögulegt, því ég hélt aö hann myndi kannski láta allt drabbast niður í stað þess að gera hlutina eins og ég vildi! Ég er alin upp við mjög ákveðnar reglur um hvernig heimili eigi aö líta út, þó ég hafi ef til vill dregið svolítiö úr þeim kröfum meö árunum. Mér var t.d. kennt þetta í sveitinni, þar sem mikil áhersla var lögð á þrif. Og maöur skyldi ekki gera lítiö úr þessu hreinlæti, sem konur ásköpuðu sér fyrr á timum. Þær hafa ör- ugglega minnkað töluvert hættu á sjúkdómum, ekki síst þegar börn voru annars vegar." Maður á að berjast fyrir rétti sínum ,,Ég er eiginlega alin upp með verkalýðsbaráttunni. Móöir mín var t.d. i stjórn Félags afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauðbúðum og faðir minn tók líka þátt í kjarabaráttu. Ég veit, aö hann var í samninganefndum fyrir sjómenn á meðan hann lifði og eitt sinn missti hann skiprúm eftir eina samninga- lotuna. Eigandi skipsins sagðist ekkert hafa við slíka menn aö gera. Sú sannfæring er mér því nánast í blóö borin, að maður eigi að berjast fyrir rétti sínum, þó það kunni að valda manni einhverjum óþægindum." — Tekur fjölskyldan þátt í baráttunni með þér? „Eldri dóttir mín er nú 26 ára gömul og gift austur á landi, en sú yngri er 14 ára og hún lagði sitt af mörkum í kosninga- baráttunni vegna formennskunnar í Starfsmannafélagi ríkis- stofnana. Síðan á ég sjö ára dreng, sem leit reyndar á þetta eins og fótboltaleik. En auðvitað styður maðurinn minn, Jón Torfason, mig heilshugar, því annars gengi málið ekki upp. Ég var formaður í Sjúkraliðíifélagi ísiands, þegar við kynntumst, svo það er engin ný bóla að ég sé virk í félagsstörfum. Fram á síðustu ár hafa mun fleiri karlar en konur gegnt formennsku í félögum og ég er sannfærð um að þeir hafa haft töluveröan stuðning að heiman. Þaö veröur líka að vera, þar sem vinnutíminn er oft mjiig óreglulegur. En nú hefur þróunin orðið sú að konur veljast í auknum mæli til forystustarfa og þá taka eiginmenn- irnir að sér stuöningshlutverkið. Það er bara eðlilegt." Verkalýðsfélög verða að vera til Mig iangaði að vita hvað það væri nákvæmlega, sem ræki hana áfram í baráttunni, og ekki stóð á svarinu. „Það er mjög margt," sagði hún ákveðin, en bætti síðan við: ,,Þó er það kannski afar einfalt. Ég hef einfaldlega þá bjarg- föstu trú, að verkalýðsféiög verði að vera til. Og til þess að þau séu það verða auðvitað einhverjir að starfa í þeim! í löndum þar sem verkalýðsfélög eru ekki jafnvirkt afl og hér á íslandi eru félagslegar lausnir líka mun verri. Auðvitaö á verkalýðshreyfingin aö berjast fyrir kaupi og kjörum, en hún á líka að skipta sér af öörum málum — og það hefur hún vissu- lega gert. Kannski hefur hún einmitt staöið sig best á vettvangi félagslegra málefna. Þó hafa ýmis sviö veriö látin nær algjörlega afskiptalaus. T.d. dagvistarmál. Þar að auki þyrfti hreyfingin einnig aö vera meira vakandi i húsnæðismálum, sem svo margir eiga í erfið- leikum með." — Hefurðu orðið fyrir aðkasti vegna skoðana þinna? ,,Nei, ég hef aldrei orðið fyrir neinu aðkasti, en auðvitað er eðlilegt aö margir hafi aörar skoðanir en ég. Þá er sjálfsagt að ræða málin og ég ætlast alls ekki til að allir sætti sig endilega við það, sem mér finnst." Mikil félagsvera Eins og fyrr segir er Sigríður Kristinsdóttir afskaplega hress og kát. Er hún líka bjartsýn aö eðlisfari? „Oftast nær er ég bjartsýn og finnst heimurinn ekkert að hruni kominn, þó óréttlæti þrífist víða." — Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér? Sigríöi leist greinilega ekkert á spurninguna og reyndi að komast undan þvi að svara með því að segja að hún væri erfiö. En ég beiö og gaf mig ekki, enda kom svarið aö lokum. En þá talaði hún ekki hratt, heldur hægt og slitrótt: „Ég get átt það til aö vera afar viðkvæm, þó það komi yfir- leitt ekki fram þegar ég stend í einhverri baráttu." Hún þagnaði og tók annan pól í hæðina. „Nei, viðkvæm er kannski ekki rétta orðið.. . Æ, fyrst og fremst er ég gífurleg félagsvera. Ég er ekki sú manngerö, sem þarí að vera mikiö ein með sjálfri sér. Það á samt að vera mjög gott fyrir fólk, svo kannski er þetta einn af mínum ókostum. . . En mér finnst sem sagt best aö vera innan um annaö fólk og vil hafa líf í kringum mig — jafnvel þegar ég er að lesa góða bók. Samt vil ég alls ekki láta trufla mig, þegar ég er niðursokk- in í lestur!" Eftir nokkurn hlátur hélt hún áfram: „Annars þyki ég frekar opin og létt í lund, en það er ekki nema að ákveðnu marki. Eg hef lært að hafa mína innri per- sónu fyrir mig sjálfa." Reynslan af Kleppi skilar sér Sigríöur hefur unnið mikið á krabbameinsdeild kvenna, á síðasta ári starfaöi hún um skeið í Kvennaathvarfinu og núna er hana að finna á skrifstofu Starfsmannafélags ríkis- stofnana. Hvað af þessu á best við hana? „Eg ætla mér nú ekki í að vinna hérna sem skrifstofumaður. Það gera aörir, sem kunna það betur en ég. Hins vegar verð ég hér í 60% starfi við að sinna ýmsum málefnum félagsins, t.d. að tala við félagsmenn sem hingað koma eða hringja. Að því leyti svipar þessu til þeirra starfa, sem ég hef áður gegnt og snúast fýrst og fremst um fólk. Sú reynsla, sem ég fékk við að vinna á Kleppi, hefur t.d. skilaö sér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu. Þar lærði maður að umgangast fólk. Það hefur oft veriö erfitt að vinna á krabbameinsdeildinni, en það gefur manni líka mikið. Maður fær ótrúlega umbun fyr- ir það starf. Mikla jákvæðni, þakklæti og hrós frá konum, seiu eru þó mjög veikar. Kynni við aöstandendur sjúklinganna eru einnig gefandi, því þaö er uppbyggjandi að sjá hvað fólk getur staðið þétt saman á svona erfiðum stundum. Maður sér svo margt fallegt, þrátt fyrir allt. í Kvennaathvarfinu eru líka konur, sem hafa lent í erfiðleik- um sem stundum virðast nær óyfirstíganlegir. Samt er alveg ótrúlegt hvaö þær og börnin eru fegin og þakklát fyrir það skjól, sem athvarfið veitir þeim." Les dönsku blöðin, ef mér dettur í bug! Hvað með frítímann? I hvaö fer hann? „Ég get veriö voðalega löt og er þess vegna ekkert sérlega markviss i frístundum. Mér finnst mjög notalegt að leggjast upp í sófa með bók, en þá vil ég fá að vera algjörlega í friði! Ég les allar bækur, sem ég kemst í. Um páskana las ég t.d. bókina Glæpur og refsing. En ég les sko líka dönsku blöðin, ef mér dettur i hug — og skammast mín ekkert fyrir þaö! Eg les hins vegar aldrei glæpasögur. Mér er óskaplega illa við að fólk sé drepiö í bíómyndum og bókum." — Ef þú fengir úthlutað nokkrum aukaklukkustundum í sóiarhring — í hvað myndirðu þá nota þær? Sigríður þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Hún stundi og sagöist ansi hrædd um aö hún yrði fljót að flækja sér inn í ein- hverja baráttu áður en hún vissi af. „Annars finnst mér mjög gaman að hitta kunningjana á góöri stundu og það er alveg nauðsynlegt af og til. Fjölskyldan er mér þar að auki mikilvæg, þó ég sé kannski ekki til fyrirmyndar í því aö rækta fjölskyldu- böndin. Ætli ég hafi ekki látið fjölskylduna sitja of mikið á hak- anum í gegnum tíöina." — Finnst þér gaman að vera til? „Já, vissulega. Það er langt síöan ég gerði mér grein fyrir því aö ég fékk engu ráðið um það að ég varð til — en hér er ég og þess vegna ákvað ég einfaldlega að fá það besta út úr þessu lífi!" Sigríður Kristinsdóttir með eiginmanni sínum, Jóni Torfasyni, 14 ára dóttur og 7 ára syni. Hún segir Jón hafa stutt sig með ráðum og dáð, þegar hún bauð sig framtii formanns í Starfsmannafélagi ríkisstofnana.Táningurinn á heimil- inu tók líka til hendinni á kosningaskrifstofunni og sonurinn fyigdist spenntur með, eins og um fótboltaleik væri að ræða.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.