Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. maí 1990 15 sem ritaOi sagður vera eins og dýrið; þrjós! og ruddalegur. En á nítjándu öld var andlitslestur orðinn yfirvegaðri. Svissneskur prestur og skáld, Johann Kaspar Lavater, eyddi drjúgum tíma í að kanna andlit og gaf út um þau efni SkilaIffid þðglu ríiyndai komu með ájidJitunum Shakespeare var emqig einn þeirri leituðu eftir tengingu persónuleika og út- lits. Þar má benda á að hárkollur og mikil andlitsförðun hafa jafnan verið notuð í leikritum til að skapa ákveðnar persónu- imyndir. Stjörnur þöglu myndanna, eins og Charlié Chaplin, ýktu viljandi þetta sam- band. Þannig gátu áhorfendur lesið glögg- lega þau bpð sem bárust úr andliti hans. Og hvort sem það er með vilja eða ekki þá taka leikir sem lærðir mark á fyrstu tilfinn- ingunni sem þeir fá við að horfa í andlit ein- Við skulum fyrst líta á andlitslögun. Erfðir skípta að sjálfsögðu miklu máli varð- andi útlit okkar. Húðgerð hárlitur, hæð og önnur séreinkenni getum við erft frá for- eldrum okkar, en við getum líka alveg eins líkst langalangömmu og jafnvel fjarskyld- um ættingja sem allir hafa löngu gleymt. Þótt erfitt sé að alhæfa um hvernig per- sónuleiki býr á bak við vissa andlitsgerð eru nokkrir punktar sem hægt er að byggja á. Hins vegar bendum við á að til að læra aö lesa úr andliti þarf í upphafi að skoða það í heild sinni, síðan hvert atriði fyrir sig, augabrúnir, augu, nef, varir o.s.frv. Við skulum byrja á andlitsfalli: Andlit hafa mismunandi áhrif á okkur. Sum þeirra eiskum við, önn- ur óttumst við. Sum finnst okkur fráhrindandi, önnur gefandi, en öll andlit hafa einhver áhrif á okkur. ÞÝTT OG ENDURSAGT AF ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Aöferöin að lesa úr andliti og líkama er ævaforn. I Kína, jíar sem hún gengur undir nafninu Siang Mien, er hún einnig notuð til að kynnast fortíð fólks og spá í framtíð þess. I Vesturlöndum er hún stundum tengd „svipfræöi" sem sögð er byggjast á því að með því að kanna höfuðlag persónu sé hægt að fá innsýn í huga hennar. Andlit sem minna á dýraandlit Forn-Grikkir trúðu á áreiðanleika and- litslestrar með því að líkja mannsandlitun- um við ýmsar dýrategundir. Þannig sam- anburður var sagður gefa ótvirætt til kynna persónuleika viðkomandi. Þannig átti sá sem haföi andlitsfall sem svipaði til hests að vera einlægur, vingjarnlegur og örlátur. Sá sem aftur á móti líktist asna var KRINGLÓTT ANDLIT Þannig andlit eru með sterka beinabyggingu án þess þó að manneskjan sé feit. Manneskja með slíkt andlit hefur afarmikla andlega getu, veitir góða mótstöðu gegn sjúkdómum og er sjálfsör- ugg. Þó getur hún að vissu marki verið löt. Fólk með svona andlits- fall nær venjulega háum aldri. „RÉTTHYRNT" ANDLIT: „Rétthyrnt“ andlit má kalia það sem virðist vera lengra en það er breitt. Ennið er stórt og kinnbein sjást varla. Þetta andlit sýnir að manneskjan hefur ríka sköpunar- gleði, er vel gefin og býr yfir mik- illi sjálfsstjórn. Persóna með svona andlit getur átt það til að vera ótrygg. DEMANTSLAGAÐ ANDLIT Lítið enni, framstæð kinnbein og hvöss haka eru einkenni þessa andlitslags. Manneskja með þann- ig andlitslögun er venjulega hlý og býr yfir miklu viljaþreki og gengur vel í starfi. Stundum er þetta fólk eigingjarnt og samviskulaust. BREITT ENNI, FERKÖNTUÐ HAKA Breitt enni, þykkar varir og fer- köntuð haka gefa til kynna að manneskjan sé í góðu jafnvægi, hún er nokkuð slungin og hefur ríka sköpunargáfu. Þeir sem hafa svona andlitsfall mega nokkuð ör- ugglega reikna með löngu, árang- ursríku lífi og innri ró. FERKANTAÐ ANDLIT Stórt enni og kjálkabein og sterk- leg beinabygging gefa til kynna að þarna sé stöðugur persónuleiki sem er heiðarlegur og í góðu jafn- vægi. Þetta er andlit manneskju sem er vön að taka ákvarðanir og margir stjórnmálamenn og frammámenn í viðskiptalífi hafa þetta andlitsfall. Þetta fólk giftist oft oftar en einu sinni og er tilfinn- ingaríkir elskendur. BREIÐUR KJÁLKI OG MJÓn ENNI í svona andliti er enni mjórra en kjálki, munnur og nef venjulega smátt. Hjá karlmönnum táknar svona andlitsfall líkamlegan þrótt og mikinn samkeppnisanda en konur með svona lagað andlit hafa tilhneigingu til að stjórna öðrum og hafa hæfileika til að ná langt í starfi. ÞRÍHYRNT ANDLIT Blandan af breiðu enni, framstæð- um kinnbeinum, oddhvassri höku og þunnum vörum er merki um gott skapferli, gáfur og metorða- girnd. Þessi manneskja er senni- lega svolítill nautnaseggur. Með andlitsfall af þessu tagi voru marg- ar af mest aðiaðandi konum sög- unnar, sem og margar drottningar. FRAMSTÆÐ KINNBEIN Þeir sem hafa framstætt enni, kinnbein og höku eru sterkir per- sónuleikar, þeir eru fastheldnir, orkumiklir og eiga auðvelt með áð rísa upp eftir fall. En þessar per- sónur eiga iíka til eigingirni og hættir oft til að vera lítt gjafmildar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.