Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 24. maí 1990
PRESSAN
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi: Blað hf.
Kranikva»mdasljóri: Hákon Hákonarson
Ritstjórar: lónína Leósdóttir Omar Kriórlksson
Blaóamenn: Anna Kristine Maj>núsdóttir Björi> Kva Krlendsdóttir Kriórik Þór (iuómundsson
Ljósmyndari: Kinar Olason
Utlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Próíarkalestur: Sii>ríöur H. (iunnarsdóttir
Aiii>lýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuói. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðiö:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakiö.
DÝRMÆT RÉTTINDI -
EKKI NÁTTÚRULÖGMÁL
Kosningaréttur er ekki sjátfsagður hlutur. Enn búa fjölmarg-
ar þjóðir við þær aðstæður að fá ekki að kjósa og hafa þannig
áhrif á gang mála i samfélaginu. Annars staðar boða stjórnvöld
eða einræðisherrar til kosninga, en hafa rangt við svo almenn-
ingur er í raun hafður að fíflum. Einnig eru dæmi um þjóðfé-
lög, þar sem einungis karlar hafa kosningarétt. Eða þá bara
fólk af ákveðnum litarhætti. Og sums staðar er kosningaréttur
tengdur veraldlegum eignum. Þeir, sem búa við slíkt óréttlæti,
líta öfundaraugum til landa eins og íslands. Landa, sem kenna
sig við lýðræði í stjórnarháttum.
Það er reyndar ekki svo ýkja langt langt síðan kosningarétt-
ur var ekki heldur sjálfsagður hér á Islandi. Lengi vel höfðu
einungis eignamenn rétt til að hafa áhrif á gang mála og það
leið drjúgur tími frá því allir karlmenn fengu kosningarétt þar
til konum var veittur hann líka. Og það gekk sannarlega ekki
átakalaust fyrir sig. Það þurfti að berjast af hörku fyrir þessum
réttindum.
Núna er hins vegar svo komið að mörgum finnst lítið til kosn-
ingaréttarins koma. Hann er álitinn sjálfsagður hlutur. Nánast
eins og náttúrulögmál.
Mörgum finnst þeir ekkert hafa við þennan rétt að gera. í
kosningum er ávallt ákveðinn fjöldi, sem ekki nennir aö nýta
sér hann, heldur situr bara heima og lætur aðra um að kjósa.
Sumum finnst þeirra litla atkvæði engu máli skipta. Aðrir eru
sannfærðir um að það sé „sami rassinn undir þeim öllum", eins
og sagt er, og það breyti engu hver sé við stjórnvölinn. Þetta
fólk leikur hins vegar hættulegan leik. Það afsalar sér réttind-
um, sem forfeður þess börðust hatrammlega fyrir og aðrar
þjóðir þrá.
Þeir, sem ekki kjósa, leggja líf sitt í hendur annarra, án þess
að reyna að hafa minnstu áhrif á hverjum verður treyst fyrir
þvi fjöreggi. Það er átakanlegt til þess að hugsa að áhugaleysi
fólks um eigin velferð geti verið slíkt. Því hvert einasta atkvæði
skiptir máli. Það er jafnvel skárra að mæta á kjörstað og skila
auðu en að sitja heima. Auður seðill er a.m.k. ákveðin yfirlýs-
ing.
bankabro*
Þunkabrot skrifa: Bolli Héðinsson, efna-
liagsrádgjafi forsœlisráöherra, Einar Karl
Haraldsson, rilstjóri Nordisk Kontakl, Jón
Ormur Halldórsson sljórnmálafrœdingur
og Lára V. Júlíusdóttir, framkuœmdastjóri
Alþýdusambands íslands.
Vaxandi ójöfnuöur í Evrópu
„Eftir hrun kommúnismans í Austur-Evr-
ópu mó gera róð fyrir að nýjar hagstjórn-
araðferðir breiði þar út atvinnuleysi og
ójöfnuðr"
Sjónvarpið sýnir BBC-
myndina GÖNGUNA, sem
fjallar um ímyndaða hungur-
göngu frá Súdan til Spánar-
stranda. í stað þess að bíða
hungurdauðans á þurrka-
svæðum í Súdan fer fólk þús-
undum saman áieiðis til Evr-
ópu. „Horfið á okkur deyja,
eða leyfið okkur að deila alls-
nægtunum með ykkur," segir
leiðtogi göngunnar. Þessi
myndræna álösun veldur
hugaræsingi um heim allan.
Og þegar 250 þúsund blökku-
menn stíga á evrópska grund
bíða öryggissveitir EB eftir
þeim með brugðna byssu-
stingi.
Eftir hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu má gera ráð
fyrir að nýjar hagstjórnarað-
ferðir breiði þar út atvinnu-
leysi og ójöfnuð. Frelsið und-
an flokkseinræði og harð-
sfjórn mun reynast mörgum
dýrkeypt. Og með auknu
frjálsræði er ekki ólíklegt að
straumur fólks, sem flýr
slæman efnahag og banvænt
umhverfi til velsældarríkja
Vestur-Evrópu, verði stríður.
Enginn veit hvernig tekið
verður á móti þessu flótta-
fólki. Kannski með öryggis-
sveitum?
Eins og við eigum ekki við
nóg vandamál að stríða i
Vestur-Evrópu. Innan Evr-
ópubandalagsríkjanna eru
15% íbúa, þ.e.a.s. um 50 millj-
ónir, talin til fátækra. (Sam-
kvæmt EB-stöðlum er sá tal-
inn fátækur sem ber úr být-
um minna en helming meðal-
tekna i heimalandi sínu.) I
Brussel eru 22% íbúa undir
fátækarmörkunum, í Madrid
lifir ein milljón manna á
minna en 12.000 krónum ís-
lenskum á mánuði og í París
lifa 2,5 milljónir manna á
minna en 20.000 krónum á
mánuði. Atvinnuleysi er hlut-
skipti 15 milljóna manna,
þ.e.a.s. 10% allra vinnufærra
innan EB. í bandalagsríkjun-
um eru 15 milljónir manna
ólæsar.
-o-o-o-
Borgir Vestur-Evrópu eru
talandi dæmi um vaxandi
ójöfnuð og öngþveiti. Loft-
mengunin er hræðileg, um-
ferðin öll í hnút, og innan um
lúxusliðið í miðborgunum
liggur útjgöngufólkið. Venju-
legt launafólk er hrakið úr
borgarkjörnunum með upp-
sprengdu verði á húseignum
og þjónustu. Og aumingja
borgarstjórnirnar fá ekki við
neitt ráðið og eru sífellt á eftir
með að fullnægja breyttum
þörfum.
Frjálshyggjan hefur unnið
lokasigur á félagshyggjunni,
þar með er sagan öll, sagði
Fukuyamas í umtalaðri rit-
gerð. Vinstrimenn hafa ekk-
ert pólitískt markmið lengur,
og hægrimenn eiga ekki
lengur við neinn andstæðing
að stríða, segir franskt tímarit
í grein um þjóðfélagsbreyt-
ingar í Evrópu. Allar ríkis-
stjórnir innan EB hafa gefist
upp við að reka jöfnunar-
stefnu. Franskir kratar
reyndu en sneru við blaðinu
1985. Jöfnuður er ekki leng-
ur á pólitiskri dagskrá, og
varla er hægt að segja að ríki
með vinstri stjórn reki meiri
jöfnunarstefnu en þar sem
hægri stjórnir ráða. Vandinn
felst heldur ekki í því að vís-
vitandi sé verið að minnka út-
gjöld til félagsmála. Þau auk-
ast frekar en hitt, en fara að
mestum hluta til sjúkra- og
öldrunarþjónustu, en ekki til
beinnar kjarajöfnunar. At-
vinnuleysið er mesti bölvald-
urinn, og það bitnar fyrst og
fremst á þeim sem standa
höllum fæti, konum, ungu
fólki og menntunarsnauðum
sem búa á kreppusvæðum.
-o-o-o-
Aburðirnir í Austur-Evrópu
hafa sett miðstýrðan áætlun-
arbúskap í skammarkrókinn.
Þjóðfélagsverkfræði af því
tagi sem stunduð var við upp-
byggingu velferðarríkja Vest-
urlanda hefur líka sett niður.
Meðan þarfirnar voru tiltölu-
lega einfaldar og sameigin-
legar þorra manna dugðu
stóru og almennu trygginga-,
húsbyggingar- og heilbrigðis-
kerfin vel. Nú þykja þau dýr,
svifasein og skrifræðisleg.
Skynsemis- og framfaratrú
velferðarsamfélaganna er á
undanhaldi vegna þess að
ókostir og orkusóun neyslu-
þjóðfélagsins verða æ ljósari.
Stjórnmálamenn treysta sér
ekki lengur til þess að skipu-
leggja hagvöxt með opinber-
um aðgerðum. Framboðið á
markaðinum er látið um að
grisja í efnahagslífinu svo að
vaxtarbroddar atvinnulífsins
fái áburð og Ijós og aðra virkt
til þess að skapa fjölskrúð og
auð. Það er veðjað á að með
auknum efnahagssamruna
komi vaxandi hagvöxtur sem
geri þorra manna ánægðan
með hlutskipti sitt, og afgang-
inn a.m.k. viðráðanlegan.
Þjóðfélag fyrir tvo þriðju
hluta þjóðarinnar, eins og
Peter Glotz talaði um. er ekki
langt undan. Tunnuþjóðfélag-
ið hefur það líka verið kallaö.
Nema náttúrlega — nema
að hin sigrandi hugmynda-
stefna lidins áratugar, frjáls-
hyggjan, hafi unniö Pyrrhus-
arsigur. Að sigur hennar snú-
ist upp í ósigur þegar augu
hinna síngjörnu og ráöandi
millistétta opnast fyrir því að
þjóðfélag frjálshyggjunnar
stenst ekki mannúöarkröfur*
fremur en kommúnískt ein-
ræöi. Þá gæti jafnaðarstefnan
átt leikinn á nýbyrjuðum ára-
tug.
h|n pressan
„Það er kannski réttast að láta
Arafat sjálfan svara þessari
spurningu."
— Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við DV um
það hvort íslendingar geti öðrum
þjóðum fremur haft jákvæð áhrif á
gang mála í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
„Við erum engir sérsinnar í
flokknum."
— Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi
í yfirheyrslu hjá DV (um sig og Guð-
rúnu Ágústsdóttur).
„Námsdvöl við Tjarnarskóla
kostar nú um 12.000 krónur á
mánuði. Margir spyrja hvort í
skólanum séu einvörðungu
börn velstæðra foreldra. Að-
spurðar sögðu þær að svo
væri alls ekki."
— Úr viðtali í Morgunblaöinu við
Margréti Theódórsdóttur og Maríu
Solveigu Héðinsdóttur, skólastýrur
Tjarnaskóla.
„Sovétríkin eru dauð."
Fyrirsögn á leiðara Jónasar Krist-
jánssonar í DV.
,,Stadreyndin er
nefnilega sú aö þótt
menn hafi fϚi,
klœöi og húsnœöi,
þ.e. þótt öllum frum-
þörfum þeirra sé
sinnt, þá beita menn
ofbeldi, fremja sjálfs-
morö og klikkast, án
þess aö þaö sé hœgt
aö rekja þaö til
neinnar líkamlegrar
orsakar:“
— Úr grein eftir Kjartan Jónsson,
þátttakanda i Grænu framboði. DV.
„Ólafur Ragnar er ekkert barn
i pólitík."
— Úr leiðara Ellerts Schram í DV.
„Eg skora á þig aö sleppa
sviðakjömmum einn dag og
fara á austurlenskan matsölu-
staö, fá þér pekingönd og tala
viö fólkið."
— Úr lesendabréfi í DV. Vitnað í les-
endabréf Heimis Helgasonar.
„Heimir ætti aö fara i greindar-
próf."
— Úr oðru lesendabréfi í DV. Vitnaö
i sama Heimi.
„Mér þykir ekki óliklegt að ef
þetta kæmi upp núna eftir þess-
ar kesningar, að þá verði næsti
borgarstjóri Reykjavikur kona.
— Ólina Þorvarðardóttir frambjóðandi i yfirheyrslu hjá DV.
ÍM
„Ef viö viljum hafa líf, annaö
en drukkiö fólk um helgar, þá
verðum viö aö gera eitthvað til
að fólk búi i miðbænum."
— Áshildur Jónsdóttir i yfirheyrslu
hjá DV.
I \J ' /1°^
náj
^ í *
«*V
á\ jtfí ^„Fréttamanninum sem var aö
. f) i*c--^~^\"semja fréttina var svo mikiö i
5 ví\mun aö fá alit Ólafs Ragnars
\ ,i 11) Grímssonar fjármálaráðherra,
aö hún hreinlega hljóp á eftir
honum hálfa leiö niöur í bæ frá
tröppum Stjórnarráösins, til
að pína nú einhver ummæli
eöa dóma um framboðið út úr
ráöherranum."
— Úr lesendabréfi i DV.
* Ö"-
|Ni:ífhö'
„Ég geri ekki kröfu til þess að
frú Ragnheiður sé alltaf sam-
mála mér um umferöarmál."
— Haraldur Blöndal lögfræðingur i
grein i Morgunblaðinu.
„Mér er gjörsamlega hulið
hvaðan frú Ragnheiöur hefur
fengiö þessa vitleysu í kollinn
sinn."
— Úr grein Haralds Blöndal i Morg-
unblaðinu.