Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 24. maí 1990 17 II, er Óperukjallarinn farinn að bjóöa gestum sínum píanótón- list í miöri viku, en litlir píanóbarir njóta mikilla vinsælda erlendis. Til stendur að ýmsir píanóleikarar leiki niðri í Operukjallaranum þrjú kvöld vikunnar, en uppi á Arnarhóli er leikiö á píanó fimm kvöld vikunnar. t>á mun jafnvel vera í bígerð aö halda sérstök djasskvöld öll fimmtudagskvöld í Óperukjallaran- um, enda mun djasshátíðin í byrjun maímánuðar hafa sýnt að gríöarleg- ur áhugi er hérlendis á slíkri tón- list . . . A ^ÉPins og komið hefur fram i auglýsingum Bifreiðaskoðunar íslands segir síðasti tölustafur bíl- númersins til um hvenær koma á með hann í skoðun. Margir hafa velt fyrir sér hvað starfsmenn bifreiða- skoðunarinnar ætli eiginlega að hafa fyrir stafni í nóvember og des- ember (11. og 12. mánuðinn). Svar- ið er, að allir þrír síðustu mánuðir ársins verða notaðir til að skoða bíla með númerum, sem enda á núlli. . . H^Éinnihlutaflokkarnir borginni hafa rætt mikið um lélega og niðurskorna félagslega þjónustu, án þess þó að ræða ítarlega einstök atriði annað en að benda á biðlista. Á vinnustaðafundi hjá Nýjum vett- vangi nýverið var þó bent á athygl- isvert dæmi um umdeilanlegan sparnað á þessu sviði. Nokkuð er til sem heitir Landssamband vistun- arforeldra í sveitum, en fólk inn- an þess tekur til vistunar börn 7—12 ára til lengri eða skemmri tíma, börn sem eiga við félagslega erfið- leika að stríða. Félagsmálastofn- un annast þetta og virðast menn þar á bæ líta á þetta sem verktöku fyrst og fremst frekar en félagslega aðstoð. Þannig knúði borgin fram 10% afslátt í ljósi mikilla „viðskipta" borgarinnar, en á síðasta ári voru 149 börn vistuð í gegnum stofnun- ina á þennan hátt. Fjárveiting til þessa liðar var skorin niður og á móti brugðið á jaað ráð að stytta vistunartima barnanna yfir sumar- tímann. Málið er nú í skoðun vegna ítrekaðra kvartana landssambands- ins . .. I síðasta blaði sögöum við frá málefnum Bjarnaborgar, þar sem framkvæmdir hafa legið niðri í eitt og hálft ár. Til að árétta hvers vegna framkvæmdir stöðvuðust er rétt að fram komi, að eftir aö Verðbréfa- sjóður Ávöxtunar hf. var afhentur skilanefnd gjaldfelldi skilanefndin tíu ára skuldabréfin og krafðist upp- boðs — eftir að byggingaraðilinn Dögun hf. hafði farið fram á skuld- breytingu. Þar með hafi forsendan fyrir frekari fyrirgreiðslu Alþýðu- bankans brugðist. Til að verja hagsmuni sína bauð Alþýðubank- inn í og fékk átta einingar af ellefu í húsinu, en af einhverjum ástæðum bauð Ávöxtun ekki raunvirði í eign- irnar, utan eina einingu, og varði þar með ekki hagsmuni umbjóð- enda sinna, þ.e. eigenda Ávöxtunar- bréfa. Hvað varöar þær þrjár ein- ingar sem eftir eru getur Alþýöu- bankinn, þ.e. íslandsbankinn nú, eignast þær án erfiðleika að sögn framkvæmdastjóra Dögunar. Hann segir og að aldrei hafi staðið til að Harpa fengi einingar í Bjarnaborg sem greiðslu vegna lóðarkaupa við Skúlagötu, en hins vegar veitti Al- þýðubankinn bankaábyrgð vegna kaupanna. Hvað varðar hugmyndir félagsins um byggingu íbúðahótels strandaði slíkt á að fyrirgreiðsla húsnæðisstofnunar og ferða- málasjóðs fékkst ekki. Verið er að kanna möguleika á að byggja á lóð- inni blandaða byggð almennra sölu- íbúða, eignaríbúða aldraðra og leiguíbúða aldraðra, sem fjármagn- aðar yrðu af sjóðum verkalýðsfé- laga, lífeyrissjóða og húsnæðisstofn- unar, enda yrðu íbúðirnar í eigu verkalýðsfélaga og félagsmenn gengju fyrir um leigu þeirra. Fram- kvæmdastjóri Dögunar tekur fram að samskipti við Islandsbanka hafi verið vinsamleg þrátt fyrir erfiða stöðu . . . FERÐAÞJÓNUSTA ER ÞÝÐINGARMIKIL ATVINNUGREIN Á ÍSLANDI Tökum á móti ferðamönnum eins og við viljum að tekið sé á móti okkur. FERÐAMÁLAÁR EVRÓPU1990

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.