Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. maí 1990 9 ÍBÚAR Á SELTJARNARNESI KVARTA UNDAN ÓNÆÐI: ' _. f - I Oi > ?s'< * % fm* ■ mmtern V. 1 'íf. * .• :p3)>X ifX\ /\ /\ / \ / \ / \ / \ / \ / \ / \ /.. \ / \ / IHSl p • í { »! : : • • « - lllilfli I þessu húsi, á Sæbraut 2, búa einhverfu unglingarnir. Garðurinn er afgirtur með háu grindverki. UNDIRSKRIFTALISTI6E6N EINHVERFUM BÖRNUM / gær átti að taka til meðferðar í bæjarstjórn Sel- tjarnarness beiðni um að meðferðarheimili fyrir einhverf börn yrði flutt burt. Það eru íbúar úr hverfinu sem hafa safnað undirskriftum og beðið um að heimili einhverfu barnanna verði fjarlægt vegna þess að börnin valdi ónæði í nágrenninu. „Þetta eru harkaleg viðbrögð, sem ég á erfitt með að ski!ja,“ segir forstöðukona heimilisins. Um- ræðunum á fundinum í gær var frestað í von um að hægt væri að finna aðra lausn á málinu. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR ÁSAMT ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON Meðferöarheimilið á Sæ- braut 2 á Seltjarnarnesi tók til starfa í september í fyrra. Fyrst voru þar aöeins tveir íbúar en þeim var smám saman fjölgaö og voru í febrúar orönir sex. Starfs- menn við heimiliö eru, talið í stöðugildum, 13,8 á íbúana sex, og miðað er við að ein- hverfu börnin geti haft mann- inn með sér þegar þörf kref- ur. Sum barnanna eru ekki talin þurfa stöðugt eftirlit, en vitaö er aö einstök atvik, þar sem gæslumaður hefur ekki veriö nálægur, hafa valdið nágrönnunum ónæði. Einnig viðurkenna forráðamenn heimilisins að erfitt sé að koma í veg fyrir eitthvert ónæði sökum þess hve stutt er yfir í næstu hús. Allmargir íbúar i nærliggj- andi götum á Skerjabraut, Sólbraut, Sæbraut og Sel- braut hafa kvartað yfir ná- býlinu. Meðal annars hefur Guðrún Sverrisdóttir hjúkrunarkona sent bréf til félagsmálaráöherra og til bæjarstjórnarinnar á Sel- tjarnarnesi, þar sem hún fer þess á leit að meöferöarheim- ilið verði flutt. PRESSAN hafði samband við Guðrúnu Sverrisdóttur, en hún óskaði ekki eftir því að gera grein fyrir þeirri hlið málsins sem að henni snýr. Þeir nágrannar heimilisins sem PRESSAN hafði sam- band við og höfðu skrifaö sig á undirskriftalistann sem var afhentur bæjarstjórninni vildu heldur ekki tjá sig um málið undir nafni. Skiptar skoðanir nágranna Jónína Bergmann, íbúi á Selbraut 5, segist aldrei hafa orðið fyrir ónæöi frá ungling- unum á Sæbraut 2: ,,Ég hitti þetta unga fólk oft á göngu hér um hverfið og það er æv- inlega í fylgd með eftirlits- manni," segir Jónína, en hún tók fram að þau hjón hefðu ekki veriö beöin aö skrifa nöfn sín á listann, ,,enda hefð- um við aldrei skrifað á hann", segir Jónína Bergmann. Bolli Thoroddsen er íbúi á Sæbraut 6. Hann segist ekki hafa sett nafn sitt á list- ann, en hins vegar viti hann til þess að íbúar í næstu hús- um við heimili einhverfra barna hafi orðið fyrir ónæði af völdum þeirra. Bolli segist ekki vilja tjá sig um það hvort eina leiðin til úrbóta sé að börnin flytji úr hverfinu. Hins vegar sagðist hann telja að samkvæmt lögum hefði átt að kynna fyrir íbúum hverfis- ins hvers konar starfsemi ætti að fara fram í húsinu, þar sem þarna væri ekki um heimili að ræða heldur stofnun. Að húseignir lækki í verði Forráðamenn meðferðar- heimilisins hafa tvívegis hald- iö fund til þess að kynna starf- semi sína og kynnast ná- grönnunum, en engin kynn- ing fór fram áður en sambýliö tók til starfa. Forstöðumaður heimilisins, Sigríður Lóa Jónsdóttir, segist hafa snúið sér til bæjaryfirvalda og kynnt sér sérstaklega hvort kynna þyrfti starfsemina fyr- irfram en svo hafi ekki verið. Þetta snýst um jafnan rétt fatj- aöra til íbúðarhúsnæðis, að sögn forstöðumannsins. Lítil aðsókn var aö fyrri fundi meðferðarheimilins, en á fund 8. maí sl. mættu fleiri og þá var andstaöa nágrann- anna við heimilið orðin áber- andi. Þar voru m.a. kynnt fyrrnefnd bréf Guðrúnar Sverrisdóttur. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var meðal annars nefnt á fundinum að húseignir í ná- grenninu gætu lækkað í verði vegna heimilisins. Fulltrúar foreldra barnanna voru meö- al þeirra sem sátu þennan fund. Gengur vel í Trönuhólum ,,Ég skil ekki hvers vegna við höfum fengiö þessi viö- brögð. Aukin þekking hefði ef til vill getað hjálpað til og aukinn vilji til samstarfs. En við viljum ekki gera lítiö úr ábyrgð okkar. Börnin þurfa tíma til þess aö laga sig að nýju umhverfi og í því sam- bandi hefur sumt komið okk- ur á óvart. En þetta eru ein- stök atvik og ég vil fullyröa að í þau fáu skipti sem kvart- að hefur verið við okkur, þá hafa þau mál samstundis ver- ið tekin alvarlega til athugun- ar. Heimilið er ágætlega mannað en þaö hafa komið í ljós gallar við húsið, til dæmis þyrfti að hljóöeinangra þaö betur," segir Sigríður Lóa Jónsdóttir, forstöðumaöur heimilisins, en hún er einnig forstöðukona annars sámbýl- is fyrir einhverf börn i Trönu- hólum í Reykjavík. Trönuhólaheimilið hefur verið starfrækt í átta ár og að sögn Sigríðar Lóu hefur sam- býlið viö nágrannana þar gengið vel. Hún segir þessi tvö heimili sambærileg. PRESSAN hafði samband við nágranna Trönuhólaheimilis- ins, sem sagði að þar hefðu komiö upp vandamál í byrjun vegna þess að starfsemin var ekki kynnt fyrirfram. Vanda- málin hafi þó verið smávægi- leg og auöleyst með samstarfi nágranna og heimilisins. ,,Ég hef ekki oröiö fyrir svona viðbrögðum í þau þrettán ár sem ég hef starfað," segir Anna Elísabet Ólafs- Einhverf börn eða tala alls ekki. dóttir, deildarstjóri Sæbraut- arheimilisins. ,,Við erum und- ir smásjá. Ég skil ekki af hverju hlutirnir þróast á þennan hátt. Þetta er ákveð- ið álag á starfsfólk. Hvert minnsta frávik er stórt, stærra en ef um heilbrigöan einstakling væri að ræöa, og skilningur á hegðun barn- anna virðist ekki vera nægur. Ákveðin atvik hafa verið rangtúlkuð, einhverf börn hafa ekki áhuga á að áreita aðra eða skemma eitthvaö viljandi." hafa takmarkað mál Einhverf börn leika sér ekki eins og önnur börn, en endurtaka sífellt einhæfar athafnir. Einhverf börn eru oft ofvirk og sofa ekki um nætur. Einhverf börn skynja ekki hættur og þurfa því stöðuga umsjón. Einhverf börn bregðast oft ein- kennilega við umhverfi sínu. Þau hlæja, gráta eða hljóða og fá hræðslu- eða reiði- köst án skiljanlegrar ástæðu. Einhverf börn þola afar illa breyt- ingar á umhverfi og daglegu lífi. ilr bæklini>i lImsjónarfúlai’s cinhrurírd. Einhverf börn horfa sjaldnast í augu fólks og þola flest illa snertingu og atlot. Bak við byrgða giugga ,,Það hefur verið reynt að koma til móts viö íbúa í ná- grenninu. Við gerum eins vel og við getum. Það stendur líka til að halda áfram með frekari úrbætur. Húsið veröur hljóðeinangrað betur og við erum búin að kaupa rimla- gardínur fyrir alla glugga, til þess að nágrannarnir verði ekki fyrir sjónáreiti. Ef það nægir ekki getur komið til greina að sett verði skyggt gler í gluggana," segir Sigríö- ur Löa. ,,Mér þykir verst hve mikil áhersla hefur veriö lögö á hið neikvæða i fari þessara ein- staklinga. Þetta er svo sann- arlega fólk sem hefur mikla kosti og margt gott til að bera," segir Sigríður Lóa enn- fremur. Deildarstjórinn og for- stöðumaðurinn segja að tím- inn verði aö leiða í Ijós hvað gerist frekar í málinu. „Við kvíðum því ekki á meðan við vitum að við erum að gera okkar besta." Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur fundað með málsaðilum en málið er á viðkvæmu stigi og óvíst hvert framhaldiö verð- ur. „Það hefur ekkert form- legt erindi borist til mín frá bæjarstjórninni vegna þessa máls," segir Jóhanna. „Hins- vegar barst mér bréf frá ein- um íbúa úr nágrenni meö- ferðarheimilisins. Ég hef haldið fund með aðilum málsins og það er veriö að reyna aö finna lausn á þessu. Þetta skýrist vonandi næstu daga, en ég vil ekki tjá mig frekar á þessu stigi málsins." Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur félags- málaráðherra mælt með að reynt verði að koma á sáttum meö því að geröar verði ákveönar ráðstafanir í sam- ráði við málsaöila. Ekki náðist í Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóra út af máli þessu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.