Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 24. maí 1990 SAGA ÁSGEIRS EBENEZERSSO SÍÐARI HLUTI BRÓÐIR FORSTJÓR/ SNYRTIVÖRUUMBOI Að sögn Ásgeirs Ebenezerssonar hefur Gísli Gíslason, lögfræðingur hans, ritað Bankaeftirliti Seðlabankans bréf, þar sem hann kærir viðskipti Fjárfestingarfélags íslands við Ásgeir og Guðlaugu Jónsdótt- ur konu hans. Gísli undirbýr um leið máls- höfðun gegn fjárfestingarfélaginu. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON OG FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Síðasta verömæta eignin sem þau hjónin áttu enn und- ir höndum, umboð fyrir Ger- netic-snyrtivörur, var af þeim tekin í október sl. Það gerðist eftir sérstaka heimsókn Sig- urðar Hálfdánarsonar, for- stjóra H. Helgasonar hf., til Belgíu. H. Helgason fékk um- boðið, en Sigurður er bróðir Gunnars Helga Hálfdánar- sonar, fv. forstjóra fjárfesting- arfélagsins. í frásögn Ásgeirs Ebenez- erssonar í PRESSUNNI í sið- ustu viku kom fram að þau hjónin höfðu afsalað sér öllu til Fjárfestingarfélags íslands, sem ætlaði að leysa úr fjár- hagsörðugleikum þeirra. Undirritaður var lánssamn- ingur 2(i. apríl 1988, þar sem fjárfestingarfélagið skuldbatt sig til aö lána Ásgeiri og Guð- laugu konu hans 12,5 milljón- ir króna til 12 ára. Við þennan samning stóð fjárfestingarfé- lagið ekki og bar að sögn Ás- geirs því við að hann hefði aldrei verið undirritaður, enda hefði tryggingabréfi og átta veðleyfum honum að lút- andi ekki verið þinglýst. Þessu var að sögn Ásgeirs meðal annars borið við þegar lögfræðingar hringdu til að kanna hvort ekki stæði til að greiða skuldir Ásgeirs í sam- ræmi við samninginn. „Fann ekki samninginn — þá var hann ekki til“ Að sögn Ásgeirs var trygg- ingabréfinu og veðleyfunum vissulega þinglýst og í trygg- ingabréfinu vísaö beint til lánssamningsins. Hann hafi hins vegar ekki fundið samn- inginn um tíma og farið niður í fjárfestingarfélag til að fá Ijósrit af honum. Það hafi hann ekki fengið. ,,Svo viröist sem Fjárfest- ingarfélag Islands hafi þá ákveðið aö úr því ég fyndi ekki samninginn þá væri hann ekki til! I kjölfarið leit- aði ég betur, hreinlega sneri öllu við — og samningurinn fannst." Um leiö liggur fyrir að fjár- festingarfélagiö keypti skuldabréf af Ásgeiri upp á 2,7 milljónir króna. Ásgeir fékk af þessu 950 þúsund krónur í hendurnar, en mis- munurinn átti að fara í greiðslu vegna kaupanna á verslunareiningunni í Kringl- unni. Hins vegar bárust eng- ar greiðslur og hjónin misstu verslunareininguna á upp- boði. Og þar sem fjárfesting- arfélagið stóð ekki við láns- samninginn misstu þau hús- eign sína við Laufásveg. Lögfræðingur Ásgeirs, Gísli Gíslason, komst að þeirri nið- urstöðu í sérstakri greinar- gerð sinni að þarna hefði fjár- festingarfélagið brugðist. „Ég tel að Fjárfestingarfélag Islands hf. hefði átt að greiða kr. 12.500.000 út hinn 26. apríl 1988, en þann dag var lánssamningurinn undirrit- aður, enda bar hann vexti frá þeim degi. Þá tel ég einnig að fjárfestingarfélagið hefði strax í mars 1988 átt aö greiða vegna skuldabréfs að fjárhæð kr. 2.735.000 og leysa vanskil vegna kaupa á Kringlunni og fjárnám vegna Jóns Ingólfssonar hdl." Ásgeir og Gísli segja um leið að lánssamningnum hafi aldrei verið rift. Friðrik Jó- hannsson, núverandi for- stjóri fjárfestingarfélagsins, sagði aftur á móti í samtali við PRESSUNA að samningn- um hefði veriö rift og Ásgeiri og Guðlaugu væri fullkunn- ugt um það. „Honum var að vísu ekki rift skriflega, en munnlega í votta viðurvist — og það er fullgild riftun. Á þessum fundi var þeim sagt að þar sem þau gátu ekki staðið við sinn hlut samnings- ins væri ekki hægt að greiða lánið út." Spurt um lánsheimild, vaxtakjör og eignarhald Gísli hefur nú sent Banka- eftirliti Seðlabankans bréf, þar sem viðskipti Ásgeirs og fjárfestingarfélagsins eru kærð. Um leiö undirbýr Gísli málsókn á hendur fjárfesting- arfélaginu, en slíkur undir- búningur tekur nokkrar vik- ur. Máli sínu til stuðnings hafa Gísli og Ásgeir álit frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögfræðingi, Viðari Má Matthíassyni lögfræöingi og Þorvarði Gunnarssyni, löggiltum endurskoðanda. Álit þeirra allra verður að telj- ast fjárfestingarfélaginu verulega í óhag. Meðal annars hefur Þor- varður reiknað út að árlegir vextir af 12,5 milljóna króna láninu, sem þó var aldrei greitt út, hafi verið um 14,7%, en á sama tíma voru bankavextir 9,5%. Ef banka- vextir hefðu átt að gilda hefði Ásgeir átt að greiða til baka 21.3 milljónir en ekki 26,6 milljónir — mismunurinn er 5.3 milljónir króna. Þetta verði að teljast há ávöxtunar- krafa, en þó innan eðlilegra marka miðað viö það sem gilti á þessum fjármagns- markaöi. í bréfi sínu til bankaeftirlits- ins óskar Gísli eftir því að þaö kanni sérstaklega hvort Fjár- festingarfélagi íslands hafi verið heimilt að lána peninga eins og getið er um í láns- samningnum, hvort vaxta- kjör og ávöxtunarkrafa geti talist eðlileg miðað við stöðu aðila og hvort fjárfestingarfé- lagið eða sjóðir á vegum þess eigi í raun húseignina við Laufásveg, þótt hún hafi á sínum tima verið slegin Karnabæ. Bróðir forstjórans fékk Gernetic- umboðið í PRESSUgreininni í síðustu viku kom fram að eftir að all- ar eignir fóru á nauðungar- uppboð þar sem fjárfesting- arfélagið stóð engan veginn við lánssamninginn höfðu hjónin vöruumboð fyrir Ger- netic-snyrtivörur til að lifa á. í október krækti H. Helga- son hf. í hins vegar umboöið. Það er rekið af Sigurði Hálf- dánarsyni, bróður Gunnars Helga Hálfdánarsonar, fyrrv. forstjóra fjárfestingarfélags- ins, en Gunnar hefur sjálfur átt hlut í fyrirtækinu og setið þar í stjórn. í síðustu viku, mánudaginn 15. maí, barst hins vegar tilkynning til hlutafélagaskrár um úr- sögn Gunnars úr stjórninni. Segir þar að hann hafi sagt sig úr stjórn H. Helgason 16. maí í fyrra. Ásgeir og Guð- laug misstu hins vegar um- boðið í hendur H. Helgason í október 1989. Samkvæmt frásögn Ásgeirs var þá hringt frá Gernetic-fyr- irtækinu i Belgíu og honum tjáð að þangað hefði komið Sigurður Hálfdánarson og hefði borið Ásgeiri hina verstu sögu, sem væri svo hryllileg að hún væri vart eft- ir hafandi. Eigandi Gernetic hefði ekki þorað annað en láta manninn fá umboðið. Hefur Ásgeir þetta eftir aö- stoðarforstjóra fyrirtækisins í Belgíu, sem aftur á móti neit- aði að tjá sig um málið í sam- tali við PRESSUNA. „Gunnar Helgi aldrei komið nálægt stjórnarstörfum ‘ ‘ „Með þessu umboði ætluð- um við hjónin að klóra í bakkann eftir að allt annað virtist komið í óefni hjá fjár- festingarfélaginu. En með því að umboðið var á þennan hátt tekið, var í raun búiö aö kippa öllu úndan okkur. Ég hlýt að álykta að með þessu hafi verið ætlunin að koma hlutunum svo fyrir að viö gætum enga björg okkur veitt," segir Ásgeir. Siguröur Hálfdánars.n neitar staðfastlega að nokíc- uð hafi verið óeðlilegt viö að H. Helgason fékk Gernet- ic-umboöið. „Við erum fram- sækið fyrirtæki í sífelldri leit aö nýjum tækifærum. Ég var á ferð um meginland Evrópu á þessum tíma og kom við í Belgíu í leiðinni til að ganga frá þessum málum — þeir buöu okkur þetta úti, en við höfðum haft samband við fyrirtækið löngu áður. Það voru margir aðilar hér heima búnir að óska eftir því aö fá þetta en þeim fannst við greinilega vera fýsilegir sam- starfsaðilar." Sigurður sagði af og frá aö Gunnar Helgi hefði komiö nálægt þessum málum. „Hann var skráður stjórnar- maður hér, en aðeins vegna mistaka af minni hálfu. Hann hefur í raun ekki komið ná- lægt neinu sem telst til stjórn- arstarfa frá upphafi, eins og allir vita sem til þekkja. Meira hef ég ekki um þetta mál að segja." Þessu harðneitar einnig Gunnar Helgi, en um mál Ás- geirs að öðru leyti vildi hann ekkert tjá sig, enda væri hann hættur hjá Fjárfesting- arfélagi íslands, yrði að gæta trúnaðar og hefði ekki haft með málið aö gera á sínum tíma. Stjórnar- formaðurinn vísaði alfarið á starfsmenn Þau hjónin leituðu ítrekað til ýmissa ráðamanna til að freista þess að fá mál sín á réttan rekspöl. „Þegar ég sá fram á að þetta myndi drag- ast á langinn fórum við að reyna að nota áhrif okkar. Við leituðum til Guðmundar H. Garðarssonar, stjórnarfor- manns fjárfestingarfélagsins. Ég hringdi ítrekað og lét liggja fyrir skilaboð en aldrei kom neitt svar. Ég reyndi að fá menn til að fá hann til að tala við mig svo ég gæti út- skýrt þetta mál, því hann er jú maðurinn sem ég myndi stefna, þar sem hann er stjórnarformaður. Þá var Tryggvi Pálsson nýkominn í Verslunarbank- ann, og hann bar þetta upp á stjórnarfundi fjárfestingarfé- lagsins, en þar var þessu al- gerlega vísað frá. Það eina sem Tryggvi segir er að ég verði bara að höfða mál á hendur félaginu. Þarna var stjórnarmaður að hvetja mig til að höfða mál. Hann skilur Fjúrfestingarfélagið kært til bankaeftirlitsins. Málshöfðun í * undirbúningi. Að sögn Asgeirs neitaði fjárfestingarfélagið gildi og tilvist undirritaðs og þinglýsts lánssamnings.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.