Pressan - 31.05.1990, Síða 4

Pressan - 31.05.1990, Síða 4
4 Fimmtudagur 31. maí 1990 Ufllræði af skólpi Því hefur stundum veriö haldiö fram í mín eyru aö þaö veröi ekki atómsprengjan sem endanlega gerir út um lífið á jöröinni, heldur muni mannkynið Ijúka sínu skeiði meö því aö drekkja sér í eigin skít og óþverra. Mörgun finnst þessi tilhugsun svolítið ógeö- felld, þó þeir séu eftilvill fleiri sem láta sér fátt um finnast, því þaö er nú einusinni staöreynd að eitt sinn skal hver deyja og úr því að enn er tæplega fræöilegur möguleiki á því aö lifa dauðann af má sjálfsagt einu gilda úr hverju maður drepst. Þessvegna er eftilvill, aö sumra dómi, ekkert forgangsmál aö koma kúknum frá sér nema svona eftir hendinni og þá bara til aö geta and- að þartil maöur geispar golunni. Ég er persónulega einn af þeim sem vilja sem minnst af kræsingunum vita eftir aö búiö er aö melta þær. Og þannig er greinilega fleirum fariö því ég fékk ekki betur séö en hin málefnalega kosn- ingabarátta fyrir nýafstaðnar kosningar snerist að verulegu leyti um það hvar ákjósanlegast væri að búa sorpi og saur úr háttvirtum kjós- endum endanlegan áfangastaö. Þegar ég var aö alast upp í Reykjavík á ofan- veröu rómantíska tímabilinu voru sundin milli lands og eyja, á víkinni sem höfuðstaöurinn er kenndur viö, stundum kölluö „sundin blá", og má geta sér þess til aö nafngiftin hafi verið í tengslum viö litbrigðin á Viöeyjarsundinu og Elliðavoginum. Mér svona einsog dettur þetta í hug vegna þess að þegar kosningahríðin stóö sem hæst birtist í Mogganum litskrúðugt kort af „sund- unum blám" gefiö út af gatnamálastjóra. Á þessu korti er blái liturinn sannariega víkj- andi fyrir gulu, rauðu og svörtu, en mér skilst aö þessir litir gefi til kynna hvað sé á floti á víkinni framanviö höfuövígi „okkar sjálfstæðis- manna". Og einsog krakkarnir segja: — Ekkert smá gúmmúlaði. Nú er talið að kosningasigur „okkar" í Reykjavík sé ekki síst aö þakka því að skólpið gjálfrar ekki lengur við stein í fjöruboröinu viö Skúlagötu, heldur er því nú dælt útá „sundin blá" eða einsog segir í kvæðinu: — Vaggar sér blíðlega á Viðeyjarsundinu. — Skólpið er í höfn, einsog frambjóöandinn sagöi, og þaö kunnum viö reykvíkingar vel aö meta, einsog dæmin sanna. Og þá ekki síður nágrannar vorir seltirningar sem standa vörð um annað höfuðvígi „okkar sjálfstæöismanna". Á Seltjarnarnesi kom fram veikburða fram- boö undir nafninu „Nýtt afl" og geröi skólp- ræsamál að helsta baráttumálinu, en það var einsog við manninn mælt; vopnin snerust t' höndunum á þeim, eöa einsog einn sigurveg- aranna sagöi: — Við flutum inn á skólpinu. Á Seltjarnarnesi og í Reykjavík er nefnilega sami grautur í sömu skál. Samtökin „Nýtt afl" gáfu það í skyn aö heilsufari seltirninga væri fórnað fyrir skólp- vanda reykvíkinga, en talið er að kúkurinn úr 70.000 reykvíkingum hafni nú í flæðarmálinu á noröanveröu Seltjarnarnesi og rjúki síðan yfir byggðina á nesinu í særoki noröanáttarinnar. Aöstandendur „Nýs afls" kváöust una því illa aö standa dægrin löng í úrsvölu særoki, saurmettuðu af Reykjavíkurskólpi. Þetta virðast þeir nokkuð lengi hafa mátt búa viö enda var kjörorö „Nýs afls" í kosninga- baráttunni: — Við þekkjum særokið á Seltjarnarnes- inu. En sjálfstæðismenn á „nesinu" svöruðu meö þinum fleygu oröum skáldsins: — í særoki kljúfum við kólguna þungu. Enda unnu þeir eftirminnilegan sigur í kosn- ingunum. Hreinan meirihluta. Menn verða nefnilega að muna þaö að sel- tirningar kalla ekki allt ömmu sína í klóakmál- um. Þær voru ekki gripnar úr lausu lofti Ijóölín- urnar hans Þórbergs: — Kerlingar skvetta úr koppum á tún. Á Seltjarnarnesi þótti aldrei ástæöa til aö fara bæjarleið meö þaö sem eins mátti geyma heima. Og þeir hjá orðabókinni telja nú fullvíst aö orðtakið aö „ganga í hægöum sínum" sé upp- runniö á Seltjarnarnesi. Þessvegna kippa seltirningar sér ekki upp við það þó yfir 100.000 (eitthundraðþúsund) saurgerlar séu í hverjum lítra af skólpi sem dælt erfrá Reykjavík uppað noröurströnd Sel- tjarnarnessins og rjúki yfir byggöina í særoki norðanáttarinnar. Eftilvill eru þeir á Seltjarnarnesinu hreyknir af því aö 60% af saurnum í sjávardrífunni eru úr sönnum sjálfstæðismönnum í Reykjavík og vissulega sama prósenta á Seltjarnarnesinu til aö taka við kræsingunum. Eitt sýna nýafstaðnar kosningar aö minnsta kosti óvefengjanlega og þaö er að kjósendur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi kunna vel aö meta þá „hollustuvernd" sem þeir búa viö. FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 FLUG OG BÍLL ÓDÝRT OG FRJÁLST Danmörk, verð frá kr......20.690,-* Bretland, verð frá kr.....18.920,-* Luxembourg, verð frá kr...23.230,-* Þýskaland, verð frá kr..... Austurríki, verð frá kr.... Sumarhús og hótel. Ódýr gisting víða um Evrópu. 22.510,-* 24.660,-* FERÐASKRIFSTOFA Simi 652266 * Verð á mann viöað við 4 í bíl, VW Golf, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára í vikuferð, án flugvallarskatts. á sértilboði í maí: Fiug og gisting i 4 nætur rails Verð frá kr. 37.260,- á mann i 2ja m. herb. á 3 ★ hóteli, án flugvallarskatts. Flogið með Umboð: Akureyri: Bókabúðin Edda, Hafnarstræti 100.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.