Pressan - 31.05.1990, Page 10

Pressan - 31.05.1990, Page 10
10 Fimmtudagur 31. maí 1990 íslandsmótiðlíjcnattspyrnu Möguleikar liöanna: Athyglisveröir leikmenn: ÞÓR FRAM AKUREYRl luufiurdaginn 2. júní kl. 14 Það þarf mikla sérvisku til að spá Þórsurum sigri í þessum leik. Frammarar hafa byrjað stórkost- lega í ár en Þór er það lið sem lak- asta leiki hefur átt nú i byrjun mótsins. En eins og fyrri daginn getur allt gerst i knattspyrnu. Þórsarar hafa haft það orð á sér i gegnum tíðina að vera erfiðir heim aö sækja. Með toppleik og baráttuanda eiga þeir fræðilega möguleika á jafntefli. Allt Fram-liðið getur blómstr- að i þessum leik svo erfitt er að nefna einstaka leikmenn. Pétur Ormslev, GuðmundurSteinsson, Baldur Bjarnason og Ríkharður Daðason virðast allir frábærir um þessar mundir. Hjá Þórsurum mun mikið mæða á varnarmann- inum júgóslavneska, Luca Kostic, en hann hefur verið besti maður liðsins undanfarið. KR ÍBV KR-VELLI luui’arduf’inn 2. júní kl. 14 Hér eru möguleikarnir áþekkir og i leiknum að ofan. KR-ingar hafa byrjað vel og hvort sem þeir endast út mótið eða detta niður síðari hlutann eins og oft áður eru þeir ekki líklegir til að gefa eftir i þriðju umferð. Flestir hljóta að spá KR sigri á heimavelli gegn nýliðunum ungu úr Eyjum. Ann- að telst a.m.k. til óvæntra úrslita. Ragnar Margeirsson byrjaði feril sinn á íslandsmóti með KR með því að skora tvö mörk. Spurning hvort hann heldur upp- teknum hætti gegn Eyjamönn- um. Þá verður gaman að sjá hvort Pétur Pétursson opnar markareikning sinn í ár. Vest- mannaeyjaliðið er ungt og jafnt og ekki ástæða til að nefna ein- staka leikmenn fyrr en eftir fleiri leiki. FH STJARNAN KAPLAKRIKAVELLI luuj’urdaí’inn 2. júní kl. 14 Hér getur allt gerst. FH-liðið varð að vísu í öðru sæti í fyrra og Stjarnan er nýtt lið í deildinni en í upphafi móts hafa FH-ingar fjar- lægst toppklassann og enginn fallbaráttubragur er á Stjörnulið- inu. Við spáum jöfnum leik en heimavöllurinn er auðvitað FH- ingum í hag. Enginn hefur skorið sig úr í FH- liðinu til að byrja með, en spenn- andi verður að sjá hvort marka- kóngurinn frá þvi í fyrra, Hörður Magnússon, fer i gang i þessum leik. Stjörnuleiðið hefur verið jafnt, en athygli vakti að Árni Sveinsson skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum gegn Þór. VALUR VÍKINGUR VALSVELLI lauf’ardai’inn 2. júní kl. 14 Valsmenn hafa byrjað mjög vel og Vikingar virðast ekki auðsigr- aðir þó enginn spái þeim topp- sætinu. Enginn vafi er á því að Valsliðið hefur meiri möguleika á að spila góða knattspyrnu en spurning er hvað baráttugleðin skilar Víkingum. Við höllumst heldur að Valssigri enda heima- völlurinn sterkur. Anthony Karl Gregory skoraði tvö mörk með Val á dögunum. Hann var markhæstur i liði ís- landsmeistara KA i fyrra. Spurn- ing hvort hann stefnir á marka- kóngstitilinn í ár. Margir valin- kunnir leikmenn i Valsliðinu en ekki ástæða til að tína út fleiri að sinni. Hjá Víkingum hafa Atli Ein- arsson, Aðalsteinn Aðalsteins- son og Goran Micic verið jafn- bestir. Spennandi að sjá hvernig Atla gengur í framlinunni gegn Valsvörninni. ÍA KA AKRANESI laugarduginn 2. júní kl. 14 Bæði liðin eru án stiga eftir tvær umferðir. Enginn vafi leikuT á því að íslandsmeistarar KA eiga meiri möguleika, liðið er baeði sterkt og reynslumikið en ÍA- menn tefla fram óvenjuungum mannskap í ár þó vænlegur sé. KA-menn hafa hins vegar ekki spilað eins og íslandsmeistarar það sem af er mótinu svo það er aldrei að vita með úrslit hér. Bjarki Pétursson og Arnar Gunnlaugsson eru meðal spenn- andi framtíðarleikmanna í ÍA, sumir segja verðandi atvinnu- menn. Hjá KA hafa Bjarni Jóns- son, Ormar Örlygsson og Kjartan Einarsson byrjað mótið best. Staðan í fyrstu deild eftir tvær umferðir leikir u j t mörk stig Fram 2 2 0 0 8:0 6 KR 2 2 0 0 5:2 6 Valur 2 2 0 0 3:0 6 Víkingur 2 10 1 3:2 3 Stjarnan 2 10 1 3:3 3 FH 2 10 1 1:2 3 ÍBV 2 10 1 2:4 3 KA 2 0 0 2 0:3 0 Þór 2 0 0 2 0:4 0 ÍA 2 0 0 2 0:5 0 Markahæstir: Guömundur Steinsson Fram........................................ 3 Anthony Karl Gregory Vaí........................................ 2 Árni Sveinsson Stjörnunni (1. v.)............................... 2 Baldur Bjarnason Fram............................................ 2 Ragnar Margeirsson KR............................................ 2 Ríkharður Daöason Fram........................................... 2 VERÐSAMANBURÐUR Glæsivagninn BMW kostar drjúgan skilding á íslandi. Aörir bílar eru líka mun dýrari á íslandi en til dæmis i Belgíu eöa Þýskalandi. DÝRIR BÍLAR Á ÍSLANDI Islenska þjóðin er ein mesta bílaþjóð heims, en það er ekki vegna þess að bílar séu sérstaklega ódýrir hér á landi. Eins og allir vita eru bílar dýrir á Islandi. PRESSAN birtir hér verðsamanburð á þremur bíltegundum í sex löndum. Afbílunum sem eru seldir á Islandi kom Citroén AX einna best út. Hann var þó rúmum 170 þúsundum dýrari hér en í Hollandi þar sem hann var ódýrastur. BMW var langdýrastur á Islandi en þar munaði nærri 500.000 krónum á hæsta og lægsta verði. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR OG EINAR ÓLASON Löndin þar sem verö var boriö saman eru Belgía, Þýskaland Frakkland, Hol- land, Bretland og Island. Bílarnir voru ódýrastir í Belg- íu, dýrastir á Islandi, en á Bretlandi voru þeir næstdýr- astir. Veröiö sem gefiö er upp er án virðisaukaskatts, þann- ig að 19,3% bætast ofan á ef maöur vill vita raunverulegt verö bilsins. Mismunurinn á veröi bílanna er því mismun- ur á veröi frá framleiðanda. Þetta er staögreiösluverö af verölista og ekki gert ráö fyr- ir mismunandi aukahlutum sem geta fylgt bílunum og gert þá dýrari. Þannig kostar til dæmis BMW um 1.196.000 krónur án virðisaukaskatts eftir verölista. Meö virðisauka- skattinum kostar hann um 1.490.000 krónur, staðgreidd- ur. Kf bíllinn er keyptur á af- borgunum þarf kaupandinn að borga einhver hundruö þúsunda til viöbótar. Ofan á allt þetta bætist ryðvörn og skráning fyrir um það bil 25.000 krónur. íslendingar eru gefnir fyrir aukahluti og aö kaupa glæsilegustu gerð sem völ er á af hverri bílteg- und. Stundum eru einföld- ustu gerðirnar ekki fluttar inn til Islands því aö þær selj- ast ekki. Sjálfskipting og raf- magnsdrifnar rúðulæsingar eru dæmi um aukabúnað sem er vinsæll á lslandi. Fíat Tipo 1400 fæst til dæmis í tveimur mismunandi gerðum hér á landi og dýrari gerðin kostar um 40.000 krónum meira en er samt vin- sælli. (Ódýrari geröin er í töfl- unni.) Mismunandi tollar geta einnig haft áhrif á verðið og það skal tekiö sérstaklega fram að ekki er endilega öll sagan sögð um gróöa bílaum- boðanna með þessum sam- anburöartöflum okkar. Samanburðurinn er geröur á þremur bíltegundum sem fást í öllum sex löndunum. Einnig var tekin meö fjórða tegundin, Nissan Bluebird 1600, sá bíll var seldur hér fyrir nokkrum árum, en er ekki lengur fluttur inn. Bílarnir eru: BMW 316 i, sem Bílaumboðið flytur inn; Citroén AX 11, fluttur inn af Globus; Fíat Tipo 1400 frá Sveini Egilssyni og Nissan Bluebird 1600, sem Ingvar Helgason flutti inn fyrir nokkrum árum en fæst ekki lengur á Islandi. Niðurstaðan er að Belgía og Holland eru ódýrustu löndin. ísland er dýrast og Bretland næstdýrast. Mestu munaði á hæsta og lægsta verði á BMW-bílnum, hann var 72,7% dýrari á Islandi en í Belgíu og 35,8% dýrari á ís- landi en á Bretlandi sem var næstdýrasta landið. Helgi Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni reiknaði út hvað Nissan Bluebird 1600 myndi kosta væri hann seld- ur á Islandi í dag. Sá bíll virð- ist koma betur út en hinir. Helgi segir að umboöið hafi ekki álitið þetta góðan sölu- bíl, verðið hafi ekki verið tal- ið sérlega hagstætt miðað við aksturseiginleika bílsins. Sumstaðar í Evrópu, ekki síst í Belgíu og Hollandi, væri selt mun meira af bílum á borð við Nissan Bluebird 1600, sem er stór bill með litla vél og hentar ekki nógu vel við íslenskar aðstæöur. VERÐSAMANBURÐUR í NOKKRUM LÖNDUM Belgía Holland Frakkland V-Þýskaland Bretland ísland 693.000 703.500 738.000 727.000 881.100 1.196.800 381.000 375.500 455.200 430.400 526.300 546.100 460.700 502.600 479.100 490.600 609.400 678.700 602.000 542.800 651.300 — 783.700 795.000 MISMUNUR HÆSTA OG LÆGSTA VERÐS BMW 316 i..........................................................72,7% Citroén AX 11..................................................... 45,7% Fiat Tipo 1400.....................................................49,1% Nissan Bluebird 1600 ............................................. 46,5%

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.