Pressan - 26.07.1990, Síða 6
6
Fimmtudagur 26. júlí 1990
-til íslands í staðinn og ílentist
þar.
Hann skrifaði mér þrjú bréf
frá Islandi. I síðasta bréfinu
sagðist hann ætla að reyna að
komast á skip. Eftir það
lieyrðist ekkert frá honum
framar. Þá var hann í Vest-
mannaeyjum og vann þar í
frystihúsi. Ég sendi honum
pakka um jólin 1968, en hann
lét mig ekki vita hvort hann
hefði fengið hann. Dótið hans
fannst í herberginu hans svo
það er ólíklegt að hann hafi
ráöið sig á skip og það síðan
farist með manni og mús og
hann ekki skráður af ein-
hverjum ástæðum. Ég geri
ráð fyrir að hann hefði tekið
eigur sínar með sér. Þær voru
ekki heldur svo fyrirferðar-
miklar. Lögreglan kom til
pabba með þetta dót, úrið
hans og fleiri smáhluti. Bern-
ard á víst enn bankabók í
Reykjavík, en við höfum aldr-
ei óskað eftir að fá féð greitt.
Ég held að hann hafi átt ís-
lenska kærustu, en hún hefur
aldrei reynt að hafa samband
við okkur.
Pabbi náði sér aldrei eftir
þetta. Hann lést þremur ár-
um síðar.“
Trúi ekki á sjálfs-
morð
„Lögreglan rannsakaði
hvarfið og komst að þeirri
niðurstöðu að Bernard hefði
verið þunglyndur og taldi að
hann hefði framið sjálfsmorð,
en við höfum aldrei trúað
því,“ segir Madeleine, systir
Bernard, ennfremur. ,,Ég er
sjálf alveg viss um að bróðir
minn hefur ekki framið sjálfs-
morð. Hann var alls ekki
þunglyndur. Þvert á móti var
hann bjartsýnn og dugmikill
ungur maður og mikill nátt-
úruunnandi. Hann hafði mik-
ið yndi af náttúruskoðun og
mér skilst að hann hafi sökkt
sér niður í hana á íslandi.
Hann var fremur hlédrægur
og talaði lítið um sjálfan sig,
en hann var ekki þar fyrir
óhamingjusamur. I einu bréf-
anna sagði hann mér að sig
langaði til þess að fara á sjó-
inn og að hann þekkti ein-
hvern sem gæti útvegað hon-
um skipsrúm. Ef einhver er
enn á lífi á Islandi sem man
eftir Bernard bið ég hann að
láta mig vita. Mig langar til að
frétta hvað varð um litla
bróður minn, þótt langt sé nú
liðið frá hvarfi hans."
Hippinn varð úti
Annar Erakkinn sem kom
hingað og dó hér á þessu
tímabili var líka dularfullur
maður, en á annan hátt en
Bernard Journet. Sá maður
var fullkomið afsprengi
hippatímans og af allt öðru
sauðahúsi en Bernard, sem
alls ekki var hippi — bara full-
ur ferða- og ævintýralöngun-
ar eins og títt er um unga
menn.
Hippinn steig út úr flugvél-
inni klæddur næfurþunnum
indverskum tuskum í vetrar-
kuldanum og með bænatepp-
ið sitt undir handleggnum.
Hann héh strax til fjalla og
varð úti. Ýmsir muna enn eft-
ir þessum atburði vegna þess
hve sérstæður hann var.
Man einhver eftir
Bernard?
Venjulegur ungur maður
sem kemur til íslands og fer
að vinna í frystihúsi virðist
hins vegar fáum minnisstæð-
ur. Þó hlýtur hið einkenni-
lega hvarf hans að hafa vakið
athygli einhvers. Man ekki
einhver Vestmannaeyingur
enn eftir þessum manni? T.d.
maðurinn sem bauðst til að
útvega honum skipsrúm.
Ættingjar Bernard í Frakk-
'-V
'S ■ ' n
. . .. V . ^
i V'- Jk' \ „tyeÁ
^ V. ^ i\\ jr v<
v' ^ ^ -ðx v \v
ti '
Bréf frá Bernard Journet til systkina
sinna í Frakklandi
„ÉG LÆRI ENSKU
A MEÐAN ÉG BÍÐ
EFTIR SÍLDINNI77
Bernard sást síðast í Vestmannaeyjum. „Ég er að kynna mér sjófuglalífið hér," skrifaði
hann í bréfi heim.
landi komu aldrei til Islands.
Enginn þeirra var enskumæl-
andi og því síður kunnu þeir
íslensku. Þeir gerðu ekki ráð
fyrir að hafa mikið upp úr
krafsinu.þótt þeir legðu á sig
ferð til Islands. „Auraráðin
voru heldur ekki of mikil í þá
daga, þótt öðruvísi horfi við
núna,“ segir Madeleine. „Þó
er það enginn stórauður, sem
varð til þess að nú er lýst eftir
bróður mínum. Það varð
bara einhverntíma að ganga
frá þessu máli.“
Heimilisfang syslur Bern-
ard Journet:
Mme. Madeleine Knoepfli
Route d’Ars
St. Didier de Formans
01600 Trevoux
Frakkinn sem
synti til hafs
Þriðji Frakkinn var maður,
sem margir muna enn eftir.
Ekki síst eftir að Vilborg Dag-
bjartsdóttir skáld gerði hann
ódauðlegan í ljóði sínu um
Frakkann sem synti til hafs.
Hann hét Dominique en var
af mörgum kallaður Gaston.
Hann hafði alla eiginleika
rómantískrar hetju til að bera
og kannski er það þess vegna
sem minning hans er svo líf-
seig í hugum fólks. Hann var
einmana, þunglyndur, skáld
og lék á gítar. Hann átti
marga kunningja og unnustu
í Reykjavík þar sem hann bjó.
En einhverstaðar hlýtur að
hafa verið brotalöm í tilveru
Gastons því einn morguninn
fundust fötin hans í fjörunni í
Laugarnesi. Hann hafði synt
til hafs.
„Ég held ekki að þetta hafi
verið sjálfsmorð í venjuleg-
um skilningi þess orðs,“ segir
Vilborg Dagbjartsdóttir. „Ga-
ston hafði orðið að þola
margt, bæði í heimalandi
sínu og ekki síður hér á ís-
landi þar sem fólk er svo tor-
tryggið gagnvart útlending-
um. Undir lokin var eins og
hann væri farinn að trúa því
að ekkert gæti lengur gert
honum mein. Ég held að það
hafi verið eins konar helhvöt
sem stýrði því að hann lagð-
ist til sunds þetta kvöld í fjör-
unni í Laugarnesinu."
Vestmannaeyjum 10.7.1968
Komið þið sæl, öllsömul!
Ég ætla að segja ykkur lauslega frá ferðalagi mínu hing-
að til. Ég fórfyrst til Bordeaux og ætlaði að reyna að kom-
ast sem háseti á skip. Það tókst ekki vegna verkfalls hafnar-
verkamanna. Ég fór þá á puttanum til le Havre og var fastur
þar í tvær vikur vegna verkfallsins. Ég reyndi að finna skip
svo ég gæti komist yfir Atlantshafið og unnið fyrir mér um
leið, en það gekk ekki. Á farfuglaheimilinu í le Havre kynnt-
ist ég íra sem bjó í Kanada og hann sagði mér heilmikið um
ísland og sagðist hafa unnið þar í 6 mánuði fyrir góðan
pening. Eg sagði þá við sjálfan mig að ef ég færi til ísjands
gæti ég bæði nálgast Kanada og rýmkað auraráðin. Ég fór
þess vegna yfir Ermarsund og svo England og alltaf á
puttanum. Það reyndist erfitt að fara í gegnum London,
borgin er stór og ég hafði ekkert kort. Mér tókst það samt
og ég gisti í Holland Park á farfuglaheimili í miðri London.
Svo fór ég til Glasgow í Skotlandi. Ég ætlaði að fara á skip
í Edinborg því það er eina hafnarborgin sem skip sigla frá
til íslands fyrir utan Kaupmannahöfn í Danmörku. En það
var ekkert pláss að fá.
Ég tók þess vegna flugvélina frá Glasgow til Reykjavíkur
og var þar í eina viku. ísland er fallegt land, en þar eru engin
tré. Hér er mikið af villtum fuglum sem eru ekkert villtir.
Reykjavík er alveg hituð upp með vatni úr heitum upp-
sprettum. í þessu landi standa líka yfir verkföll en hér er
það þveröfugt við Frakkland. Það eru atvinnurekendur sem
hér eru í verkfalli, en það er ekki alvarlegt. Það sem er alvar-
legra er að síldin kemur ekki og þegar engin síld er, er enga
vinnu að fá fyrir útlendinga eins og mig sem tala hvorki ís-
lensku né ensku, því það er mjög erfitt að gera sig skiljan-
legan á öðru máli. Ég reyndi sumsé að fá vinnu í Reykjavík
en þegar það gekk ekki fór ég til Vestmannaeyja sem er lítil
eyja og bær fyrir sunnan ísland í nokkurra kílómetra fjar-
lægð frá Surtsey sem er síðasta eyjan sem fæddist í Átl-
antshafinu. Ég tók skip í Reykjavík sem hossaði mér í 9
klukkustundir í þungum sjó og þarna kynntist ég sjóveiki
í fyrsta sinn. Sólin sest aldrei á íslandi á sumrin og and-
stætt því sem mætti ætla samkvæmt hnattstöðu landsins,
er veðurfarið nokkuð temprað, á milli 12 og 16 gráður og
þetta er Golfstraumnum að þakka. Vestmannaeyjar eru
stór síldveiðamiðstöð, en á meðan ég bíð eftir síldinni læri
ég ensku, því ég hef komist að því að hana er mjög heppi-
legt að kunna utan Frakklands. Ég er líka að kynna mér al-
veg niður í kjölinn sjófuglalífið hér, því þeir eru hér þúsund-
um saman, sem er mjög hentugt, vegna þess að maður
þarf ekki byssu til þess að veiða þá.
Bréf Bernards er lengra, en hér lýkur þeim hluta þess
sem Madeleine systir hans sendi PRESSUNNl.