Pressan - 26.07.1990, Page 11

Pressan - 26.07.1990, Page 11
Fimmtudagur 26. júlí 1990 11 TVÍBREITT KONIINGLEGT BAD Það er með ólíkindum hvað frétt- ist af innviðum hinnar 500 milljón króna hallar, sem verið er að byggja fyrir þau hjónin Fergie og Andrew Bretaprins. Þeir, sem koma nálægt hönnun og byggingu hallarinnar, eru auðvitað bundnir trúnaði við prinsinn og konu hans, en alltaf tekst bresku blöðunum fá einhvern til að „leka“ upplýsingum. Fyrir rúmu ári fréttist af viðbrögð- um Filippusar prins, þegar hann komst að því hvernig Fergie ætlaði að hafa svefnherbergið. Höfðu blöð- in það fyrir satt að drottningarmað- urinn hefði líkt hjónaherberginu við hóruhús, en það er nú önnur saga. Núna er það baðherbergi prinsess- unnar, sem veldur umtali. Fergie er sögð hafa ákveðið að láta innrétta einkabaðherbergi sitt í skipsstíl — kannski vegna þess að eiginmaður hennar er í breska sjó- hernum. Baðkerið verður eins og skip í laginu og verður staðsett í miöju herberginu. En það sem meira er: Það mun rúma tvo! Þetta þótti breskum fjölmiðlum auðvitað krassandi og eitt af sunnu- dagsblöðunum fékk m.a.s. sálfræð- inga til að sálgreina prinsessuna út frá þessari vitneskju. Ekki varð sú sálgreining til að varpa nýju Ijósi á Fergie, en þeir sögðu eitthvað á þessa leið: „Það er hægt að taka upp á ýmsu í svona stóru baðherbergi! Þetta bendir til þess að Fergie sé frjálsleg og kunni illa við öll form- legheit. Einnig segir það heilmikið um persónuleikann að hún skuli ætla að hafa baðkerið úti á miðju gólfi. Það sýnir að hún vill vera mið- depill og vendipunktur — jafnvel í baðherberginu — og hvítu marm- araflísarnar eru eins og flóðlýsing. Hvíti liturinn er líka róandi fyrir prinsessuna." Þá vitum við það! KLÁMMYNDIR í KASTALA Lávarður nokkur í Bretlandi er al- veg fjúkandi reiður þessa dagana, vegna nektarmynda sembirtust ný- verið í karlablaðinu Mayfair. Konan, sem þar striplast, er þó ekkert á veg- um lávarðsins, enda snýst reiði hans ekki um stúlkukindina heldur um- hverfið, sem hún er í. Myndirnar voru teknar fyrir tveimur árum í kastala lávarðsins, sem er afar glæsilegur. Þekktur ljós- myndari fékk salarkynnin leigð vegna tískumyndatöku og fannst eigendum hallarinnar það hið besta mál. Til vonar og vara létu þeir þó þjóna sína standa vörð um ljós- myndarann og lið hans — kannski ekki síst vegna þess að mikið var þarna um óbætanlega muni í eigu fjölskyldunnar. Vaktmennirnir virð- ast hins vegar hafa brugðið sér frá af og til og þá notaði fyrirsætan tæki- færið, tíndi af sér spjarirnar í hvelli og lét mynda sig létt- eða allsendis óklædda í og á dýrindis antíkhús- gögnum lávarðsins. Nektarmyndirnar birtust svo í karlablaðinu, en „tískumyndirnar" hafa hvergi verið prentaðar. Þess vegna þykist lávarðurinn hafa verið plataður allhressilega varðandi myndatökuna í kastalanum og íhug- ar að fara í mál. BÍÓMYNDA- LANDAKORT Það er ýmislegt gert til freista ferðamanna. Við fréttum nýlega af sérkennilegu landakorti af Bret- landi, sem ferðamálaráðið þar í landi hefur látið gera. Þeir kalla það „The Movie Map“ eða Kvikmynda- kortið. Kvikmyndakortið er venjulegt landakort, en inn á það eru merktir 75 staðir þar sem frægar bíómyndir eða sjónvarpsþættir hafa verið kvik- myndaðir. Þannig er ferðamönnum auðveldað að komast á slóðir, sem vakið hafa athygli þeirra í kvik- myndahúsum eða í sjónvarpinu. Einnig ætlar breska ferðamála- ráðið að gangast fyrir óvenjulegu „rallýi" 50 bifreiða, sem „leikið" hafa í kvikmyndum eða sjónvarps- þáttum. Kallast þetta „The Great British Film Rally“. Hefst rallið í Wa- les en því lýkur í Edinborg og m.a. taka þátt í því bílar úr myndum um James Bond, úr Batman-myndinni frægu og úr myndinni Chitty Chitty Bang Bang. ÁFENGISVEIDAR Nú stendur yfir leit að tvö þúsund. kössum af áfengi í hafinu nálægt eyjunni Suður-Uist við strendur Skotlands. Skip nokkurt, sem hét Stjórnmálamaðurinn, strandaði þarnaárið 1941,enþað varáleið frá Liverpool til Jamaíka. Skipið flutti ýmsar vörur, t.d. bað- ker, silki, mótorhjólavarahluti og peninga — og 250 þúsund flöskur af skosku viskýi. íbúar við ströndina kræktu sér í heilmikið góss, þegar atburðurinn gerðist, en talið er að allt að tvö þúsund áfengiskassar séu enn á hafsbotni. Kafarar fundu raun- ar átta flöskur árið 1987 og seldust þær á uppboði fyrir um 400 þúsund íslenskar krónur. Það er því eftir miklu að slægjast. FERÐAMENN í FYRIRTÆKI Víða erlendis gefst ferðamönnum tækifæri á að skoða ýmis fyrirtæki í fullri starfsemi. í Bretlandi er t.d. gefinn út sérstakur listi yfir fyrir- tæki, sem taka á móti gestum, og eru þau um 150 talsins — allt frá gömlum hefðbundnum fyrirtækjum til framleiðenda hátæknibúnaðar. Ferðamenn geta keypt þennan lista í flestum bókaverslunum fyrir lítinn pening og valið hvaða fyrir- tæki þeir vilja heimsækja. Mikið er um verksmiðjur á listanum og fram- leiða þær allt milli himins og jarðar: bjór, glervörur, viský, tin, hveiti, silki, súkkulaði og fleira. Einnig er hægt að líta inn hjá framleiðanda Bristol Cream sjerrísins, ef maður er þannig þenkjandi, eða þá fara í mjólkurbú eða í ostagerð. Þetta geta orðið hinar mestu ævintýraferðir, því í tinverksmiðju einni er t.d. farið með gestina niður í afar djúpa námu, sem er í helli undir sjónum. TE, TE, TE Breska þjóðin er kunn fyrir mikla tedrykkju og nú hefur verið gerð vísindaleg könnun á málinu, eins og svo mörgu öðru. í ljós kom, að hver einasti Breti yfir tíu ára aldri drekk- ur að meðaltali 3,62 tebolla á dag. Mikil tilþrif hafa lengi tíðkast í kring- um eftirmiðdagste landsmanna og þetta virðist lítið breytast. í nýút- kominni bók er t.d. sagt frá 168stöð- um í London, sem enn bjóða upp á hefðbundið síðdegiste að gömlum og góðum sið. STJÖRNU-BOD: ÞÚ TEKUR EINA SPÓLU OG FÆRÐ AÐRA FRÍA! NÝ MYNDBANDALEIGA MEÐ MAGNAÐ ÚRVAL! BACK TO THE FUTURE BLACK RAIN EIGHT MEN OUT CAMERONS CLOSET TAKTU STJÖRNURNAR MEÐ ÞÉR HEIM Á MYNDBÖNDUM ÞÚ TEKUR EINA SPÓLU OG FÆRÐ AÐRA OPIÐ ALLA DAGA KL. 13.00 - 23.30

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.