Pressan


Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 16

Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 16
Fimmtudagur 26. júlí 1990 LIFIBRAUÐ LEIKARA, frh. mig núna, þó ég ætli alls ekki að tala illa um auglýsingarnar, sem hafa veitt mér atvinnu. Nú er ég á ferð um landið með Spaugstof- unni og við auglýsum lambakjöt um leið." Margir af yngri kynslóð leikara kenna leik- list, stjórna leikritum úti á landi eða vinna við þáttagerð eða upplestur í útvarpi. Eldri kynslóðin neyddist til að vinna á daginn og leika á kvöldin því möguleikarnir voru ekki eins miklir að fá vinnu sem tengdist leiklist. Steindór Hjörleifsson vann í banka eins og margir leikarar af hans kynslóð gerðu, en dóttir hans Ragnheiður hefur haldið fyrir- lestra hjá JC og Míálfreyjum, sett upp Skáld-Rósu á Blönduósi og lesið inn á aug- lýsingar. Bannað að leika í auglýsingum fólki að beita líkamanum á réttan hátt. Hún losar um gamla ávana sem fólk hefur tamið sér á lífsleiðinni. Hún kennir þessa tækni í Kramhúsinu og í Leiklistarskólanum auk þess sem hún kennir hljómlistarmönnum sem vilja notfæra sér þessa tækni. Jónína hefur þó líka leikið á sviði síðan hún kom heim, m.a. í Macbeth í Gamla Bíó, og ætlar sér að halda áfram að leika hjá Alþýðuleik- húsinu. Leikkonan í fjósinu Halla Guðmundsdóttir gerði aukastarfið að aðalstarfi og sér ekki eftir því. Hún er bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi og hóf þar búskap fyrir fjórtán árum með manni sínum Viðari Guðgeirssyni sem er guð- fræðingur að mennt. Þau búa félagsbúi með foreldrum Höllu og hafa 30—40 kýr. Halla hefur þó ekki lagt leiklistina algjörlega á hill- una því hún setur upp a.m.k. eitt leikrit á ári og kennir á leiklistarnámskeiðum. Hún hef- ur lika lagt stund á þáttagerð fyrir útvarpið og sameinar þá bæði áhugamálin, því hún hefur gert þætti sem fjalla um sveitina og líf sveitafólks. ,,Ég get ekki sagt hvort starfið er betra, þau eru svo ólík,“ segir Halla, ,,það er varla hægt að bera þau saman. En bóndi og leikari þarf að vera búinn sömu hæfileikum á vissan hátt. Hann þarf að vera bjartsýnn og hafa mikla trú .á því sem hann er að gera og vera viss um áð Ifann hafi eitthvað að gera í faginu — og hafa yndi af því. Það er aðalatriðið í báðum greinum! Ef svo er ekki, er betra að Tinna Gunnlaugsdóttir: Tinna selur barnaföt í Bankastræti. Auglýsingar voru eitur í beinum margra leikstjóra áður fyrr en nú ríkir hjá þeim allt annað sjónarmið. Þegar Jónína Olafsdóttir lék í leikhúsum og í sjónvarpskvikmyndum í Bretlandi þar sem hún dvaldi í 20 ár, var henni bannað að leika í auglýsingum. „Nú er allt breytt," segir hún, ,,og það er jafnvel talið æskilegt að ungir leikarar spreyti sig á aug- lýsingum og veki athygli á sér um leið. Ég lék meðal annars í auglýsingum undir stjórn Ridley Scott sem nú er kominn til Holly- wood og er orðinn heimsfrægur." Jónína lærði svokallaða Alexanders- tækni í Bretlandi en hún felst í því að kenna Arnór Benónýsson: Arnór á leiö í vinn- una. Sigurveig Jónsdóttir: Þessi heföarfrú rak Ijósastofu i'iReykjavík Lilja Guörún Þorvaldsdóttir: Lætur ekki deigan síga þótt á móti blási! '• gera eitthvað annað því hvortveggja er mjög erfitt og slítandi. Það var erfitt á sínum tíma að taka þessa ákvörðun um að leggja leiklistina á hilluna, þ.e.a.s. að hætta að leika, og ég geri ráð fyrir að á vissan hátt hafi óvissan um framtíðina átt þátt í því hvernig fór að lokum. Nú eru meiri atvinnumöguleikar fyrir leikara en þá var. Nú eru til þessi litlu leikhús en þá var að- eins um Litla sviðið að ræða. Það verður enginn góður leikari nema hann hafi nóg að gera. Ég held að það gegni sama máli um hvað sem er, hvort sem um er að ræða köku- bakstur eða skósmíði eða annað. Maður verður að stunda það sem maður ætlar að verða flínkur í.“ Okkar eigin herrar Það eru þó til leikarar sem aldrei hafa ver- ið fastráðnir hjá leikhúsi en hefur samt tekist að lifa á leiklistinni, en þeir eru ekki margir. Edda Björgvinsdóttir er ein þeirra leik- ara sem aldrei hafa leikið í auglýsingum enda þótt hún hafi samið handrit að ótal mörgum þeirra. Edda hefur aldrei verið fast- ráðin hjá leikhúsunum, en hún hefur starfað eingöngu að leiklist og því sem henni tengist síðan hún útskrifaðist. „Mér og manninum mínum, Gísla Rúnari, hefur tekist að helga okkur algjörlega leiklistinni," segir Edda. „Við höf um alltaf rekið okkar eigið fyrirtæki, eigið leikhús. Svo höfum við samið handrit og stjórnað fyrir útvarp og sjónvarp. Hingað til höfum við verið eigin herrar." Mæðgurnar Margrét Ólafsdóttir og Ragnheiöur Steindórsdóttir: Kvíða ekki atvinnuleysinu! Sigurður Sigurjónsson: Siguröur í eld húsinu. Jónína Ólafsdóttir: Kennir Alexanders- tækni í Kramhúsinu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.