Pressan - 26.07.1990, Page 25

Pressan - 26.07.1990, Page 25
Fimmtudagur 26. júlí 1990 25 sjúkdómar og fólk Kviðverkir hjá barni Ég var eitt sinn kallaður í vitjun í fjölbýlishús á laugardagskvöldi. Kona með mæðulega rödd hafði hringt og beðið um lækni, því litli drengurinn hennar væri með svo mikla magapínu. Er hann með hita? spurði ég. Það veit ég ekki, sagði konan hálfergilega, við eigum eng- an mæli. Ég verð að hafa auga með þér, bætti hún við, dyrasíminn er nefnilega bilaður. Ég keyrði til þeirra skömmu eftir miðnætti. Per- an yfir útidyrunum var brotin og rafmagnsþræðirnir stóðu útúr dyra- símanum, eins og einhverjir pöru- piltar hefðu eyðilagt hann viljandi. Ég tvísté óþolinmóður fyrir utan nokkra stund en síðan kom konan og opnaði fyrir mér. Hún var á óræðum miðjum aldri einhvers staðar á milli tuttuguogfimm ára og fertugs, þreytuleg í bláum gallabux- um og bol sem stóð á Welcome to Torremolinos og rauðum háhæl- uðum lakkskóm, sem séð höfðu betri tíma. Vinstri hællinn var hálf- skakkur og hún haltraði lítillega. Hárið var litað óeðlilega Ijóst, slegið niður á herðarnar með gömlu per- manenti. Hún var með stóra gula eyrnalokka og hálsfesti í stíl. Fyrir- gefðu, sagði hún, varstu eitthvað farinn að bíða? Nei.nei, svaraði ég, þetta er allt í lagi. Fjör á laugardagskvöldi Við gengum upp stigann og hún bað mig að afsaka, að hún gæti ekki kveikt ljós, það var víst eitthvað að örygginu. Við fórum inní íbúðina, sem var á annarri hæð. Ég leit í kringum mig, þegar inn var komið. Þetta var lítil íbúð, ein stofa og sam- liggjandi eldhús og 2 svefnherbergi sem lágu innar á gangi. Nokkrar myndir voru á veggjunum, eftir- prentun af grátandi drengnum og önnur af grátandi stúlkunni og gömlu skónum eftir Vincent van Gogh. í stofunni hékk stór vínrauð- ur Mexikanahattur sem á stóð, Torremolinos og tvö rifin plaggöt með myndum af glæsilegum rauð- klæddum nautabönum og einhver áletrun a spönsku. Tveir menn sátu að drykkju í eiturgrænu leðursóffa- setti í stofunni, annar berfættur á rauðum hlýrabol og gallabuxum, hinn í jakkafötum með Ijóst slipsi. Þeir eru að fá sér í glas, strákarnir, sagði konan afsakandi, hánn Kalli er að fara á ball, bætti hún við og benti á þann á jakkafötunum, sem virtist vera að sofna i stólnum. Góða kvöldið, sagði ég. Komdu í sjómann, sagði sá á hlýrabolnum. Seinna, sagði ég, hvar er sjúklingurinn? Pasturslítill drengur Við fórum inní pínulítið barnaher- bergi, þar sem lítill drengur, 8—9 ára gamall, lá undir bleikri sæng. Á veggjunum héngu myndir af knatt- spyrnuliðinu Aston Villa, Ásgeiri Sigurvinssyni og nokkrir oddafánar frá Torremolinos. Hann var past- urslítill, grannur og fölur á vangann. Ertu lasinn? spurði ég. Já, sagði hann, mér er svo illt í maganum. Má ég skoða á þér magann? spurði ég og settist hjá honum. Ég heyrði úr stofunni að mennirnir tveir voru farnir í sjómann, þeir bölvuðu og rögnuðu, stundu og fretuðu hátt, enda virtust átökin gífurleg. Strákar í guðanna bænum, haldiði kjafti rétt á meðan læknirinn er hérna, æpti konan í áttina að stofunni. Þeir skeyttu því engu og héldu áfram að reyna með sér. Hvar er þér illt? spurði ég drenginn. Hann benti feimnislega á naflann á sér. Ég þreif- aði á kviðnum með hendinni og hann var mjög aumur viðkomu, bæði í kringum naflann og hægra megin við hann, uppaf náranum. Ég lét hann standa á fætur en hann átti bágt með að vera beinn og vildi helst leggjast strax aftur. Það er svo sárt, þegar ég geng eða hreyfi mig, sagði hann. Ekkert athugavert var að heyra á lungunum við hlustun og ég skoðaði hálsinn, sem var í lagi. Móðirin sagði að drengurinn hefði verið lasinn í 2—3 daga, lystarlítill, ekkert viljað borða og kvartað und- an óljósum óþægindum í maganum. Hann hafði kastað upp tvisvar þenn- an sama dag. Innlögn á spítala Frá stofunni heyrðist nú mikið öskur, ég vann helvítið þitt, sagði annar maðurinn. Fáum okkur sjúss uppá það. Ég lét þig vinna, sagði hinn, þú er bölvaður aumingi. Þeir eru alltaf eitthvað að leika sér, strák- arnir, sagði konan afsakandi. Menn- irnir fóru að syngja um Kela í kjall- aranum með útvarpinu. Það verður að fara með strákinn þinn á spítala, sagði ég. Þetta getur verið botn- langabólga, sem að honum er. Mig grunaði það, sagði hún, Siggi bróðir fékk einu sinni botnlangabólgu og það lýsti sér einmitt svona. Ég hringdi á sjúkrabíl, sem kom skömmu síðar og flutti drenginn uppá spítala. Á leiðinni út ganginn kastaði ég kveðju á mennina tvo,‘sá með slipsið var kominn úr jakkan- um og virtist mun hressari en fyrr. Ég skora á þig í sjómann, æj>ti hinn þegar ég hraðaði mér hjá. Á sjúkra- húsinu var drengurinn skoðaður ná- kvæmlega og blóð og þvagprufur teknar. I ljós kom, að hann hafði talsverða fjölgun á hvítu blóðkorn- unum, sem benti til sýkingar og sökkið hafði hækkað eitthvað. Þvagskoðun leiddi ekkert í ljós en þvagfærasýkingar geta stundum gefið mikil einkenni frá kvið hjá börnum. Drengnum versnaði eftir að inn var komið, hann kvartaði undan meiri verkjum og kastaði upp. Læknarnir tóku þá ákvörðun að skera hann upp og kom þá í Ijós, að botnlanginn var verulega bólg- inn og því fjarlægður. Botnlangabólga Botnlanginn er nokkurra sm löng lófalestur í þessari viku: K-16 (kona, fædd 24.7. 1954) Þetta er afar ákveðin persóna — viljasterk, stjórnsöm og metnað- argjörn. Hún hefur líka glöggt auga fyrir fólki og málefnum. Þeg- ar líður á seinni hluta ævinnar gæti hún orðið þekkt og umtöluð í þjóðfélaginu. Undanfarin þrjú til fjögur ár hef- ur hún lagt töluvert á sig til þess að komast áfram og árin 1988—1990 hafa eflaust verið henni dálítið erfið. Viðburðarík- asta tímabilið í lífi hennar verður þegar hún er 37 til 45 ára gömul. Á þeim árum má hún búast við tölu- verðum breytingum og ætti að sýna aðgát í fjármálum og ekki fara út í meira en hún ræður við. Þessi kona á gott með að ein- beita sér og hún er afar stefnuföst. Þrír karlmenn munu hafa mikið að segja í lífi hennar, en það þýðir ekki endilega að hún gangi þrisvar í hjónaband. Árin 1992—1998 verða áhrifarík — annaðhvort í tengslum við maka, hjúskap eða sambúð — og geta reynst henni góð ár í tilfinningalífinu. Annað- hvort er hún eða verður mjög trú- uð eða aðhyllist einhverjar öfgar í stjórnmálum. VILTU LÁTA LESA ÚT ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa (örvhentir Ijósriti þann vinstri) og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upp- lýsingum um kyn og fæðingardag. Utan- áskrift PRESSAN — lófalestur, Armúla 36, 108 Reykjavík. AMY ENGILBERTS á heimavelli Fiskréttur sœlkerans Nú þegar sólin er hátt á lofti hér hjá okkur munu margar húsmæður hugsa til þess að vinna sér heimilis- störfin svo létt sem mögulegt er, og þá ekki hvað síst matreiðsluna, sem sífellt vofir yfir hverju heimili, eink- um þar sem mannmargt er að jafn- aði. Og þau eru mörg sveitaheimilin sem eru æði mannmörg, einkum á sumrin þegar vinir og vandamenn sækja að, en einnig getur verið svo í þéttbýlinu, þegar fólk safnast sam- an vegna einhverra merkra at- burða, eða bara af því að veðrið er gott og sólin skín jafnt á réttláta og rangláta. Við birtum hér uppskrift, sem þægilegt og fljótlegt er að matreiða handa mörgum (eða fáum) og einn- ig hægt að útbúa réttinn fyrirfram og geyma í kulda eða í frosti þar til á að neyta hans, eða taka hann með sér í sumarbústaðinn um helgina eða af einhverju sérstöku tilefni. Nú eru fiskréttir bæði vinsælir og í tísku, og þessi er í senn þægilegur og bragðgóður (ætlaður 6—8 manns). Fiskréttur sælkerans: (Allt í einum potti) 50 g smjörlíki, 300—400 g laukur (3—4 vænir laukar), 300 g gulrætur (3—4 meðalstórar), 100—200 g sveppir (eða lítil dós niðurs.), 2—3 teningar súpukraftur (fiskiten.), 1 dós ananas (/2 dós eða lítil dós), an- anassafinn og 1—2 dl mysa og vatn, 1 lítill rjómaostur eða um 100 g rjómaostur, V/2 kg ný fiskflök, ýsu- flök, steinbítsrlök eða annar nýr og stinnur fiskur. Smjörlíkið brætt í potti og hreins- aður og skorinn laukurinn látinn krauma augnablik við lágan hita. Gulræturnar hreinsaðar og skornar í sneiðar settar út í. Síðan teningarn- ir, ananas, og safinn og mysan eða örlítið vatn. Þá kryddið: 2 tsk. salt, 1 tsk. pipar, 2 tsk. karrý, 1 tsk. paprika, 1 tsk. kúrkúma (turmeric) og rósmarín eða annað krydd að vild. Fiskurinn er hreinsaður og skor- inn úr roðinu og einfaldast er að skera liann þá um leið í um fingur- tota sem skagar út úr neðsta hluta ristilsins. Hjá mönnum er hann lítill miðað við mörg önnur dýr og óvíst hvaða hlutverki hann gegnir. Botn- langabólga stafar af stíflu eða fyrir- stöðu sem getur orðið í totunni og þá ná bakteríur sem eru í görninni að fjölga sér og sýkja slímhimnuna og þá bólgnar botnlangatotan handan við stífluna. Einkennin geta verið margvísleg, óljós verkur í kviðnum, sem versnar á nokkrum klukkutímum og verður þá stað- bundnari á smáu svæði neðarlega og hægra megin í kvið, þar sem botnlanginn er. Hjá börnum er greiningin mun erfiðari, þar sem þau eiga örðugt með að staðsetja v.erkinn eins nákvæmlega og full- orðnir og kvarta oft undan verkjum kringum naflann. Oftast fylgir væg- ur hiti, ógleði, uppköst og lystar- leysi. Ef töf verður á meðferð getur botnlanginn sprungið og þá kemst garnainnihald útí kviðinn og veldur lífhimnubólgu, sem er lífshættulegt ástand. Á hverju ári er talið að 1 af hverjum 500 einstaklingum fái botnlangabólgu svo þetta er nokk- uð algengur sjúkdómur. Meðferðin er botnlangaaðgerð en þá er botn- langinn fjarlægður og gengur það yfirleitt vel og hefur aðgerðin fáa fylgikvilla í för með sér. Nokkru seinna hringdi hún til mín, móðir drengsins, útaf einhverju öðru. Hvernig gengur? spurði ég. Vel, svaraði hún, strákurinn jafnaði sig alveg, við erum öll að fara í sumarfrí til Torremolinos. Manninum mínum finnst svo gott að slappa þar af, það er svo ódýrt að fá sér í glas þar, bætti hún við með þessari ótrú- lega mæðulegu rödd, sem virtist komin að því að bresta. En við hlökkum öll til að fara. ÓTTAR GUÐMUNDSSON jf þykkar ræmur. Þegar sósan er tilbú- in og kryddið komið í eru fiskræm- urnar settar út í pottinn og soðnar 6—8 mínútur. Sé rétturinn ætlaður sem veisluréttur er gott að bæta út í 100—200gafrækjumogsvolitluaf kræklingi, ásamt rjómaslettu með rjómaostinum að lokum. Bragðið síðan á réttinum og bætið við kryddi ef þurfa þykir. Berið með soðin hrísgrjón eðasoðnar kartöflur að vild — og brauð, t.d. smábrauð úr heilhveiti.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.