Pressan - 13.09.1990, Side 6
6
Fimmtudagur 13. sept. 1990
m
Norrœn skyrsla um heimsoknir herskipa:
Skipin yfirieiii með vopnin innanborðs
//
//
ekki það kjarnorkuvopnalausa svæði sem það er stundum
talið vera.“
Herskip úrfastaflota NATO
— Stanavforlant — bundið
við festar í Sundahöfn.
utanríkisráðuneytinu. í þeirri
heimild er ekkert minnst á að
koma herskipa með kjarn-
orkuvopn innanborðs sé
óheimil. Þess má geta að
bæði Svíþjóð og Finnland,
sem eru hlutlaus ríki, tiltaka
slíkt sérstaklega.
íslensk stjórnvöld fara held-
ur ekki fram á neinar yfirlýs-
ingar um að skipin beri ekki
slík vopn, þegar í hlut eiga
bandamenn íslands í NATO.
Gunnar Pálsson, sendi-
ráðunautur á alþjóðaskrif-
stofu utanríkisráðuneytis-
ins, sagði að „það væri í raun
og veru eins og við værum að
varpa rýrð á bandamenn
okkar með því að ganga úr
skugga um það í hvert og eitt
skipti og það væri óeðlilegt.
Við gerum ráð fyrir því að
okkar eigin bandamenn
gangi ekki á svig við lög okk-
ar og reglur".
Aðspurður um það hvort
utanríkisráðuneytinu hefði
verið Ijóst að freigátan
Champbletown gæti borið
kjarnorkuvopn — væri
„nuclear capable" eins og
það er kallað — sagði Gunn-
ar: „Það er nú dálítið teygjan-
legt hvað er „nuclear capa-
ble" og hvað ekki og við höf-
um ekki aðstöðu hér til að
leggja dóm á það, en við vit-
um a.m.k. að það eru ýmsir
sem telja að Champbletown
geti borið kjarnorkuvopn.
Það er ekkert óvenjulegt með
svona stór herskip að þau
hafi getu til að bera kjarn-
orkuvopn en það er allt ann-
að mál að ætla að þau séu
með þau innanborðs." Var
Gunnar ákveðið þeirrar skoð-
unar að um borð í skipum
Stanavforlant væru ekki
kjarnorkuvopn þegar þau
koma til íslands.
Hjá utanríkisráðuneytinu
fengust þær upplýsingar að
Stanavforlant hefði síðast
komið hingað til lands árið
1985, en ekki tókst að afla
vitneskju um þau skip sem þá
voru í flotanum.
A sl. þremur áratugum hafa tæplega
500 skip sem geta borið kjamorkuvopn
heimsótt hafnir á Norðurlöndun um. Fátt
bendir til þess að þau losi sig við þessi
vopn á hafi úti áður en þau sigla til við-
komandi hafna. Slíkt er dýrt, erfitt og
áhættusamt.
EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR ~
Engu að síður hefur því gjarnan verið haldið fram af
stjórnmálamönnum að Norðurlöndin séu í raun kjarnorku-
vopnalaus.
Yfirlýsingar íslenskra
stjórnmálamanna
Þetta viðhorf kom ma. fram hjá nokkrum þingmönnum
í umræðum á Alþingi 28. janúar 1987. Þáverandi utanrík-
isráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sagðist t.d. leggja
áherslu á að „svæði án kjarnavopna nái einnig til svæða þar
sem vitað er um kjarnavopn en ekki aðeins til Norðurlanda
sem allir vita að eru kjamorkuvopnalaus". Og Jón Baldvin
Hannibalsson, núverandi utanríkisráðherra, sagði:
„Norðurlöndin em eins og allir vita kjarnorkuvopnalaus.
Það hefur því enga hernaðarlega merkingu að þau lýsi yfir
svo augljósum hlut.“
Norrænn samstarfshópur um stefnu Norðurlanda varð-
andi herskipaheimsóknir (Nordic Study Group on Port Call
Policies) fuilyrðir aftur á móti að Norðurlöndin séu langt frá
því að vera kjarnorkuvopnalaus. í skýrslu frá hópnum, sem
þeir kalla „The Port Call Issue: Nordic Considerations", segir:
„Norrænt svæði er langt frá því að vera kjarnorkuvopna-
laust. Herskip með kjamorkuvopn innanborðs heimsækja
oft norrænar hafnir. Yfirlýst stefna er ekki í samræmi við
raunverulegt hernaðarmunstur. Norrænt svæði er í raun
Bandarísk herskip yfirgnæfandi
Þessa fullyrðingu byggja þeir á tíðum heimsóknum her-
skipa sem geta borið kjarnorkuvopn. Eftirfarandi tafla sýnir
slíkar skipakomur á árunum 1970—1990. Hún er þó ekki
tæmandi þar sem ekki er víst að allar skipakomur, t.d. ef þær
eru óopinberar, séu tilkynntar. Er þetta sérstaklega talið eiga
við um kjarnorkuknúna árásarkafbáta.
Bandaríkin Sovétríkin Bretland Frakkland AUs
Danmörk" 147 3 32 0 182
Finnland 14 4 1 0 19
ísland 2 0 0 0 2
Noregur 243 5 13 1 262
Svíþjóð 18 0 6 0 24
Samtals 424 12 52 1 489
"Grœnland og Fœreyjar medtalin.
En eins og bent er á í meðfylgjandi grein er eitt að geta
borið kjarnorkuvopn og annað að gera það. Skýrsluhöfund-
ar virðast hins vegar á þeirri skoðun að skip sem geta borið
kjarnorkuvopn séu yfirleitt með vopnin innanborðs þegar
þau heimsæki hafnir. Þeir segja: „Sú aðgerð að fjarlægja
vopnin á hafi úti er bæði þung í vöfum og áhættusöm og þess
vegna sjaldan notuð. Ef skipin skilja vopnin eftir á geymslu-
stöðum fyrir kjarnorkuvopn eru þau hugsanlega svipt meg-
inhlutverki sínu svo mánuðum skiptir."
í þessu sambandi er vert að hafa í huga að öll Norðurlönd-
in, hvort sem þau eru aðilar að NATO eða hlutlaus, hafa
markað sér þá stefnu að heimila ekki kjarnorkuvopn á sínu
landsvæði.
Réttlæting
hernaðarleg —
ástæða pólitísk
Fyrir því gefst hins vegar
engin vissa af þeirri einföldu
ástæðu að kjarnorkuveldin
hafa þá stefnu að játa hvorki
né neita staðsetningu kjarn-
orkuvopna á tilteknum stöð-
um. Þetta er viðurkennd
stefna innan NATO sem sam-
þykkt var á fundi forsætisráð-
herra aðildarríkjanna í Par-
ís árið 1957. ísland hefur því
lagt blessun sína yfir hana ef
að líkum lætur. Tilefnið var
að þá hófu Bandaríkjamenn
að staðsetja kjarnorkuvopn á
evrópsku íandsvæði. Stefnan
er réttlætt með þeim hernað-
arlegu rökum að hún styrki
fælingarmátt kjarnorku-
vopnanna. Ef til ófriðar komi
geti Sovétmenn t.d. ekki vit-
að í hvaða skipum séu kjarn-
orkuvopn og því sé þeim
vandi á höndum að velja sér
skotmark. Ef staðsetningin
væri kunn myndi það veikja
varnirnar.
Margir halda þvi hins vegar
fram að hin raunverulega
ástæða þessarar stefnu sé1
pólitísks en ekki hernaðar-
legs eðlis. Eugene J. Car-
roll, fyrrverandi flotafor-
ingi í bandaríska sjóhern-
um, sagði t.d. á fundi í Stokk-
hólmi fyrir skömmu að á
sjötta áratugnum hefðu
bandarísk stjórnvöld viljað
halda uppi sterkum hernað-
arlegum tengslum við íhalds-
stjórnir í Evrópu án þess að
ýta undir andstöðu róttækra
hreyfinga og flokka í viðkom-
andi löndum. Til að koma í
veg fyrir of mikla ögrun hefði
„nærveru kjarnorkuvopna'
verið haldið leyndri með
þeirri stefnu að játa henni
hvorki né neita. Nánustu vin-
ir okkar og sairtstarfsaðilar
féllust á þessa blekkingu sem
Akraborgin og herskip úr
NATO-flotanum mætast
úti á Sundunum.
skynsamlega leið til að af-
vopna alla róttæka and-
stöðu".
Kjarnorku-
vopnastefna Svía
virt að vettugi
íslendingar eru jafnofur-
seldir þessari stefnu og aðrar
þjóðir enda hafa þeir fallist á
hana innan NATO. Þeir vilja
aftur á móti ekki taka á móti
kjarnorkuvopnum og treysta
kjarnorkuveldunum innan
NATO til að virða þann vilja.
Gunnar Pálsson var að því
spurður hvernig á það yrði
litið innan NATO ef íslending-
ar færu fram á skýlaus svör
um hvort herskip sem hingað
koma beri ekki kjarnorku-
vopn. „Eg held að það mætti
túlka það sem ákveðið trún-
aðarbrot í samstarfi okkar ef
við færum að gefa til kynna
að þau lönd sem annast varn-
ir okkar virði ekki okkar regl-
ur. Við höfum enga ástæðu til
að gera ráð fyrir öðru."
Svíar hafa líka mjög skýra
stefnu í kjarnorkuvopnamál-
um og hafa borið sama traust'
til kjarnorkuveldanna og ís-
lendingar til sinna banda-
manna. Það traust gæti þó
farið þverrandi því í rann-
sókn, sem unnin var á vegum
Greenpeace-samtakanna
og kynnt í Stokkhólmi fyrir
rúmri viku, eru færð sterk
rök fyrir því að kjarnorku-
veldin hafi ekki verið trausts-
ins verð. Ef marka má gögn
bandarískra hermálayfir-
valda, sem rannsóknin byggir
á, hefur 31 bandarískt her-
skip komið til hafna í Svíþjóð
með kjarnorkuvopn innan-
borðs á undanförnum 30 ár-
um. Pierre Schori, aðstod-
arutanríkisráðherra Svía,
sagði af þessu tilefni að málið
yrði tekið til alvarlegrar
skoðunar og var sendiherra
Svía í Washington m.a. falið
að leita skýringa hjá banda-
ríska utanríkisráðuneyt-
inu.
Fyrst stefna Svíþjóðar, sem
er hlutlaust ríki, hefur verið
virt að vettugi af Bandaríkja-
mönnum vaknar óneitanlega|
sú spurning hvort ekki séj
ástæða til að ætla að það:
sama gildi um NATO-ríkið ís-
land? PRESSAN bar þetta
undir Gunnar Gunnarsson,
ráðgjafa í utanríkisráðu-
neytinu. Sagðist hann ekki
sjá neina ástæðu til þess. „Yf-
irlit yfir skipakomur hér áj
landi bendir til að okkari
stefna hafi verið mjög vel
virt.“ Aðspurður um freigát-
una Champbletown sagðist
hann ekki hafa neina ástæðu
til að ætla að hún bæri
kjarnavopn. En hefur ísland
beitt sér fyrir því innan NATÓ
að leggja af þá stefnu að játa
hvorki né neita staðsetningu
kjarnorkuvopna? „Nei, það
hefur ekki þótt ástæða til,
enda höfum engin vandamál
að þessu leyti," sagði Gunnar.