Pressan - 13.09.1990, Page 7
Fimmtudagur 13. sept. 1990
7
PRESSU
s
%^koðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar um fylgi stjórn-
málaflokka hefur vakið athygli. Nið-
urstöðurnar benda til þess að kjós-
endur séu ekkert að hegna flokkum
eða verðlauna eftir því hvort þeir
eru í stjórn eða stjórnarandstöðu —
virðist samanlagt fylgi stjórnar-
flokka annars vegar og stjórnarand-
stöðu hins vegar vera um það bil
óbreytt frá því fyrir ári. Nýjustu
hræringarnar virðast benda til þess
að stjórnarflokkurinn Alþýðu-
flokkur og stjórnarandstöðuflokk-
urinn Sjálfstæðisflokkur séu í
sókn, en að stjómarflokkurinn Al-
þýðubandalag og stjórnarand-
stöðuflokkurinn Kvennalisti séu í
vörn. Loks er einsog kjósendur hafi
ákveðin skilaboð um að e.t.v. hafi
fjórflokkakerfið ekki verið sem
verst — fyrst hrundi Borgaraflokk-
urinn og nú hefur Kvennalistinn
fallið í kosningafylgi sínu eftir að
hafa náð 30% fylgi í könnunun á
timabili. . .
lÍleirihlutinn borgar-
stjórn Reykjavíkur er að velta fyr-
ir sér að hækka laun Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra um litlar 45
þúsund krónur. Hugmyndin er að
greiða honum laun sem borgarfull-
trúa auk embættislaunanna. IDV sl.
miðvikudag var Davíð spurður um
málið og vísaði hann til þess að
þetta tíðkaðist í öðrum bæjarfélög-
um þar sem starfa pólitískir bæjar-
stjórar. Var á honum að skilja að það
væri viðameira starf að vera póli-
tískur bæjarstjóri en ópólitískur.
Nefndi hann forvera sinn í starfi, Eg-
il Skúla Ingibergsson, þessu til
sönnunar og sagði: „Hann sat ekki
í borgarstjórn og kom ekki fram fyr-
ir hönd borgarinnar út á við.“ Að
vísu var-Egill ekki kosinn í borgar-
stjórn og hafði þar ekki atkvæðis-
rétt, en auðvitað sat hann alla borg-
arstjórnarfundi, enda er það hluti af
embættisskyldu borgarstjóra. Það
má því segja að málið snúist um það
hvort greiða eigi Davíð Oddssyni
sérstaklega fyrir það að greiða at-
kvæði...
I yfirstandandi umræðu um
hækkun á launum formanna
nefnda á vegum borgarinnar hefur
það alveg farið framhjá mönnum að
hækkun hefur þegar átt sér stað hjá
a.m.k. einni nefnd, ekki bara til for-
mannsins heldur til ailra hinna póli-
tískt kjörnu fulltrúa. 15. júní gerðist
það nefnilega að hafnarstjórn var
„hækkuð í tign“. Greiðslur til nefnd-
armanna eru þrenns konar eftir
mikilvægi nefndanna. Hafnarstjórn
var á þessum tímamótum hækkuð
úr miðlungsflokki í efsta flokk. Um
ieið hækkaði nefndarþóknun full-
trúanna úr 15 þúsundum á mánuði
í 21 þúsund krónur eða um 40%
(álag formanns er 20%). Af einhverj-
um ástæðum virðist hafa gleymst að
hækka nefndarlaun Onnu K. Jóns-
dóttur á tilsettum tíma, því hún
fékk leiðréttingu síðar og þá aðeins
frá og með 1. ágúst. Annar nefndar-
maður hefur „gleymst". Fram að
hækkuninni hafði fulltrúi^ starfs-
manna í stjórninni, Grétar Ársæls-
son, sömu laun eða 15 þúsund.
Hann fær enn sömu upphæð á með-
an pólitísku fulltrúarnir hafa hækk-
að um 6 þúsund krónur. ..
A
^^inn af kjallaramönnum DV,
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, skrifaði sl. mánudag um „Hag-
fræði lífs og dauða". Þar lýsir hann
enn sem oftar andstöðu sinni við
fóstureyðingar. Máli sínu til stuðn-
ings segir hann: „Líklegasta ástæð-
an til þess, að drepa má ófætt barn,
en ekki nýfætt, er sú, að ófædd börn
geta lítt látið í sér heyra... Þau
skrifa ekki greinar í blöð og geta
ekki minnt stjórnmálamenn á til-
veru sína í kjörklefanum." í fram:
haldi af þessu vaknar sú spurning: í
hvaða blöðum gefur að líta lang-
hunda hinna nýfæddu?...
Leidrétting
Þau mistök urðu við vinnslu
síðasta tölublaðs PRESSUNN-
AR að höfundariína féll niður í
viðtalinu við Kristin Sigtryggs-
son, framkvæmdastjóra Arnar-
flugs. Það var Jón Birgir Péturs-
son sem vann þetta viðtal. Bæði
hann og lesendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
EKKERT HÚS ÁN ELDVARNA
ENGIN FYRIRHÖFN - ÞÚ HRINGIR - VIÐ KOMUM
ELDVARNAÞJÓNaSTAN
ÞJÖNUSTA íÞJÓÐARÞÁGU
ÞJÓÐBRAUT1 - AKRANESI - SÍMI 93-1 32 44
gxjSx:?::;:::
LAUGARASBIO
Sími 32075
frumsýnir spennu-grínmyndina