Pressan - 13.09.1990, Side 8
8
Fimmtudagur 13. sept. 1990
PRCSSOM
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDOGUM
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Bladamenn:
Ljósmyndari:
Útlit:
Prófarkalestur:
Auglýsingastjóri:
Anna Kristine Magnúsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Friðrik Þór Guðmundsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Jón Daníelsson (ábm.)
Einar Ólason
Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Sigríður H. Gunnarsdóttir
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 1866. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið.
KJARNORKUVOPNALAUST
ÍSLAND
Það hefur verlð opinber stefna stjórnvalda um
langa hríð að játa því hvorki né neita að kjarnorku-
vopn séu um borð í herskipum eða flugvélum sem
geta borið slík vopn. í orði kveðnu er ástæðan fyrir
þessari stefnu sú að koma eigi í veg fyrir að önnur
kjarnorkuveldi viti hvenær og hvenær ekki slík
vopn séu um borð.
I PRESSUNNI í dag er fjallað um þetta mál og þar
kemur fram að meginreglan sé sú að kjarnorku-
vopnin séu aUtaf til staðar og hin raunverulega
ástæða fyrir því, að ekki er gefið upp hvort þessi
ógnarvopn séu um borð í skipum, sé sú að með því
móti sé auðveldara að senda skip búin kjarnavopn-
um í heimsóknir til annarra landa án þess að eiga
á hættu stórvægileg mótmæli. Sú stefna að játa
hvorki né neita tilvist kjarnavopnanna sé þannig
beinlínis tekin upp í þeim tilgangi að dylja nær-
veru þeirra.
Upplýsingar um þetta komu fram á ráðstefnu í
Stokkhólmi nýlega. Þar kom einnig fram að allar
líkur bendi tU að skip búin kjarnavopnum hafi
hvað eftir annað heimsótt hafnir á Norðurlöndum.
Svíar hafa áratugum saman leyft heimsóknir skipa
sem geta borið kjarnavopn í trausti þess að þau
væru ekki um borð. Þær upplýsingar, sem fram
komu á ráðstefnunni og PRESSAN gerir að umfjöll-
unarefni í þessu tölublaði, benda til að traust Sví-
anna í þessum efnum hafi ekki verið á rökum reist.
Islendingar hafa fylgt mjög svipaðri stefnu að
þessu leyti. Þess hefur ekki verið krafist að fá svör
við því hvort herskip sem hingað koma og geta bor-
ið kjarnavopn hafi þau innanborðs. Þær upplýsing-
ar sem fram komu á ráðstefnunni í Stokkhólmi
benda til að íslensk stjórnvöld þurfi að athuga sinn
gang og e.t.v. taka stefnu sína í þessum málum til
endurskoðunar.
hin pressan
rf
Gudjón var annar tveggja lög-
regluþjóna sem i starfi sinu kærðu
núverandi dómsmálaródherra
fyrir nokkrum árum vegna gruns
um ölvunarakstur á Selfossi/'
„Okkar trygg-
ing er fólgin í
friöarbandalagi
NATO og þeirri
lögregluvernd,
sem þœr þjóðir
bjóöa gegn ein-
ræöisskúrkum
nútímansT
— Hreggviður Jónsson þingmaður
í Morgunblaðinu.
— Frétt í DV.
„Eg flutti út
100% umfram
heimildir í síö-
ustu viku en
nauösyn brýtur
lög og ég tel
mig ekki vera
glæpamann
frekar en Hrói
höttur.“
— Snorri Jónsson, fiskútflytjandi í
Vestmannaeyjum, í Morgunblað-
„Brennivínið gefur anda og
snilli."
— Fyrirsögn í Þjóðviljanum.
„Menn ... vilja fremur fegra
hlutina og keyra áfram á bjart-
sýninni. Síðan ranka þeir við
sér með allt niður um sig."
— Jóhann Þorvarðarson við-
skiptafræðingur um gjaldþrota fyr-
irtæki í DV.
„Ég heyröi hruni Helgar-
póstsins líkt við þaö, að
rottuhola stíflaðist af skít
rottunnar, svo að allt kafn-
aði þar inni fyrir."
— Stefán Steinsson læknir i Morg-
unblaðinu.
„Svavar Gests-
son mennta-
málaráöherra
sagöi alla
AB-félaga, ráö-
herra sem aöra,
vera meö gall í
hálsi eftir þessa
erfiðu lotu.“
— Frétt í Þjóðviljanum.
„Lesendur sjá i anda, hvernig
konan ristir rúmið upp endi-
langt, en sjómaðurinn hverfur
ofan í rifuna og drukknar með
miklu glurpi."
— Stefán Steinsson læknir í Morg-
unblaðinu.