Pressan - 13.09.1990, Page 13

Pressan - 13.09.1990, Page 13
Fimíritudagúr T3. sept. 1990 13 ALMENNA BÓKAFÉLAGK) í NAUMRSAMNINGUM Almenna bókafélagið á í raun ekki fyrir skuldum og vinnur nú að því að ná eins konar nauðarsamn- ingum við lánardrottna sína. Líkur benda til að flestir muni þiggja þau 65% sem í boði eru, en hjá ýmsum bókaforlögum þykir mönnum hins vegar súrt í brotið að neyðast til að styðja við bakið á stór- um keppinaut. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR þykir þó nokkurn veginn víst að björgunarleið- angurinn takist og Almenna bókafélagið muni starfa áfram. EFTIR JÓN DANlELSSON Rætt hefur verið um að ýmis stór- fyrirtæki leggi aukið hlutafé í Al- menna bókafélagið og í því sam- bandi hafa einkum Eimskipafélagið og Sjóvá-Almennar verið nefnd. Þessi fyrirtæki munu hins vegar krefjast þess að skuldir verði lækk- aðar áður en þau komi til hjálpar. Óli Björn Kárason, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, vildi í gær alls ekkert segja um þetta mál. Heimildir PRESSUNNAR herma hins vegar að hann hafi byrjað að leita samninga við lánardrottna ekki síðar en í byrjun síðasta mán- aðar. PRESSAN hefur líka fengið staðfest hjá þó nokkrum þeirra sem eiga peninga hjá Almenna bókafé- laginu að þeim sé boðið að fá greidd 65% skuldanna, gegn því að afgang- urinn verði felldur niður. Það virðist hins vegar vera nokkuð misjafnt hvort AB hyggst greiða þessi 65% út eða dreifa greiðslum á lengri tíma. Fær Oddi húsið? Til viðbótar þessum samningum um lækkun skulda hyggjast menn losa um fé með sölu eigna og er þá einkum rætt um að selja húseignina við Austurstræti. Hún er þó ekki auðseld. Þessi eign er metin á hátt í 100 milljónir og það eru ekki allir sem snara þeirri fjárhæð út. Þegar PRESSAN fjallaði um þetta mál fyrir rúmum mánuði var borið undir Davíð Oddsson borgarstjóra, hvort til greina kæmi að borgin hlypi und- ir bagga með því að kaupa húseign- ina. Davíð tók því hins vegar ekki líklega. Nú mun aftur á móti hafa komið til tals að prentsmiðjan Oddi, sem á tugi milljóna hjá Almenna bókafélaginu, yfirtaki einhverjar eignir og kaupi jafnvel húseignina. PRESSUNNI tókst ekki að fá þetta staðfest í gær en telur heimildir trú- verðugar. Almenna bókafélagið skuldar mörgum aðilum. Meðal þeirra eru allmargar bókaútgáfur. Skuldir við bókaútgáfur eru vegna verslunar- rekstrar eftir samruna Almenna bókafélagsins og Bókaverslunar Sig- fúsar Eymundssonar. Þessar skuldir hafa valdið AB verulegum erfiðleik- um síðustu mánuði og orðið til þess að velflest bókaforlög hafa alveg lokað á viðskipti við bókaverslan- irnar öðruvísi en gegn staðgreiðslu. Þannig átti Almenna bókafélagið t.d. í miklum erfiðleikum með að ná út skólabókum til að selja nú í haust. Bókaforlögin treg Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR eru það bókaforlögin sem einna tregust eru til að samþykkja niðurfellingu skulda. Ráðamönnum forlaganna þykir hart aðgöngu að styðja við bakið á stórum keppinaut með því að fella niður skuldir hans. Á hinn bóginn mun það vega þyngra að menn munar um pening- ana. Þar við bætist svo persónuleg- ur kunningsskapur milli manna í Býöur lánar- drottnum aö greiöa skuldir aö 65 hundraös- hlutum gegn því aö afgangurinn falli niöur. Flestir viröast œtla aö ganga aö þessu tilboöi. Gerist þaö fœst vœntan- lega nýtt hlutafé. þessum geira. „Auðvitað kennir maður í brjósti um þetta fólk, sem er að berjast í þessu,” sagði einn við- mælandi PRESSUNNAR. „Það er nóg komið af gjaldþrotum,” sagði annar. Viðmælendur voru misjafn- lega fúsir til að gefa upplýsingar, enda „málið á viðkvæmu stigi”, og vildu ekki láta nafns getið. A ekki fyrir skuldum Eins og skýrt var frá í fyrri umfjöll- un PRESSUNNAR var bókfært tap Almenna bókafélagsins á síðasta ári nálægt 40 milljónum. Um síðustu áramót munu eignir umfram skuldir hafa verið taldar nema svipaðri upphæð. Hafi tap fyrirtækisins á þessu ári verið svipað og í fyrra gæti látið nærri að þessar eignir væru nú að verða uppétnar. Frá því var líka skýrt í síðustu umfjöllun PRESS- UNNAR að bókalager fyrirtækisins væri í bókhaldi metinn á óraunhæf- ar upphæðir. Samkvæmt þessu virð- ist ljóst að Almenna bókafélagið geti varla í raun átt fyrir skuldum. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR hefur þetta líka verið viður- kennt í viðræðum við lánardrottna. Forráðamenn Almenna bókafé- lagsins munu þó vera fremur bjart- sýnir þessa dagana. Þeir hafa víða fengið jákvæðar undirtektir við um- leitunum sínum um niðurfellingu á ríflegum þriðjungi skulda. En ein- mitt sú niðurfelling mun vera aðal- skilyrðið fyrir þvi að nýtt hlutafé komi inn í fyrirtækið. Húseign Almenna bókafélagsins viö Austurstræti 18. Nú mun hafa komið til tals að prentsmiðjan Oddi eignist þetta hús. STYRKIR TIL KVIKMYNDAGERÐAR Kvikmyndasjóöur Islands auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmynda- geröar. Umsóknum skal skilad á skrifstofu Kvik- myndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykja- vík, fyrir 15. nóvember 1990. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Kvik- myndasjóðs og eru umsóknir því aðeins gildar að eyðublöð Kvikmyndasjóðs séu útfyllt samkvœmt skilyrðum sjóðsins. * Stjórn Kvikmyndasjóðs Islands Til sölu Mazda 323 LX 1,5 Upplýsingar á daginn í síma 82383 og kvöld og helgar í síma 678191 HREINT LOFT Blikksmiðjan Vík annast smíöi einfaldra jafnt sem flókinna loftræsti- og lofthitakerfa. Blikksmiðjan Vík annast eftirlit og viðhald á loftræsti- og lofthitakerfum. Blikksmiðjan Vík annast alla almenna blikksmíöi. Hjá okkur sjá fagmenn um verkiö. I JWÆZ.//F/F&VÆZJF7A/ V/ÁfAS, SMIÐJUVEGI 18C KÓPAVOGI - SiMI 71580

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.