Pressan - 13.09.1990, Page 14
14
Fimmtudagur 13. sept. 1990
Ekki spyrja 1 + Segjum frekar
„Hvað tókstu marga 1 „Það þurfa allir að
ökutíma?“ = 2 HEILBRIGD gefa sér góðan tíma
Ekki segja SKYNSEMI! í ökunámi!“
„Ég tókekki ...nema.. .
mÉUMFERÐAR Vráð
PRESSU
flokki Sjálfstæðisflokksins. Aðrir
sjálfstæðismenn benda á, að Ólafur
ísleifsson hafi verið efnahagsráð-
gjafi Þorsteins Pálssonar, þegar
hann var forsætisráðherra, en það
var einmitt efnahagsstjórn Þor-
steins og sambandsleysi við samráð-
herra sína sem varð honum að falli.
Telja margir sjálfstæðismenn að
efnahagsráðgjöf Ólafs kunni að
þyngja róðurinn í prófkjörinu. . .
L hefur heyrst af hugsanlegum
konum í prófkjörsslag Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Nú er þvi
hvíslað að Ragnhildur Helgadótt-
ir kunni að draga sig úr pólitíkinni
og talið víst að Sólveig Pétursdótt-
ir taki hennar sæti. Aðrir telja ólík-
legt að Ragnhildur hætti strax á
þingi.. .
FRABÆRT FERÐATILBOÐ
21 .-25.SEPT.
VERÐ FRÁ
P
■ rófkjörslisti sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fyrir næstu al-
þingiskosningar gerist æ litríkari.
Ljóst er að þrír fyrrum aðstoðar-
menn ráðherra Sjálfstæðisflokksins
úr ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
ætla að gefa kost á sér, þeir Hreinn
Loftsson, Guðmundur Magnús-
son og Ólafur ísleifsson. Allir telj-
ast þeir til frjálshyggjuarmsins í
Sjálfstæðisflokknum og mun Davíð
Oddsson borgarstjóri vera helsti
verndari þeirra í komandi prófkjöri.
Hins vegar munu sjálfstæðismenn
mishrifnir af frambjóðendunum.
Gamlir og grónir sjálfstæðismenn
gleyma ekki uppruna Guðmundar
Magnússonar, en hann var áður
harður marx-lenínisti og maóisti.
Telja þeir að maður með slikan póli-
tískan feril samræmist illa þing-
Itlikið er nú spáð í það, hver
fylli skarð Geirs heitins Hallgríms-
sonar í Seðlabankanum. Sjálfstæð-
ismenn „eiga stólinn" en margir
þeirra ku vera reiðubúnir að af-
henda Jóni Sigurðssyni, alþýðu-
flokksmanni og viðskiptaráðherra,
embættið, ekki síst vegna þess að
þeir vilja losna við erfiðan andstæð-
ing úr pólitíkinni. Jón mun hins veg-
ar ekki hafa áhuga á Seðlabankan-
um í stöðunni og því er talið víst að
sjálfstæðismaður setjist í stól Geirs.
Margir hafa verið nefndir til starf-
ans. Matthías Á. Mathiesen er tal-
inn sterkur umsækjandi úr hópi
þingflokks sjálfstæðismanna en
einnig hefur Olafur G. Einarsson,
formaður þingflokksins, verið
nefndur sem sennilegur í stöðu
seðlabankastjóra. Af mönnum í at-
vinnulífi hefur nafn Vals Valsson-
ar, bankastjóra íslandsbanka, verið
nefnt, en hann mun ekki hafa áhuga
á stöðunni, og einnig hafa menn
bent á Ólaf Davíðsson, fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra iðn-
rekenda. Málin ættu að fara að skýr-
ast bráðum.. .
r
■ eykvikingar eru teknir að
leggja undir sig landsbyggðina. Það
hefur víst ekki farið framhjá neinum
að landbúnaðurinn á í kreppu og
það verður æ algengara að jarðir
ieggist í eyði. Fjölmörg dæmi eru
um að fólk á höfuðborgarsvæðinu
kaupi slíkar jarðir fyrir slikk og noti
sem sumarbústaði. Á mörgum þess-
ara jarða eru vel nothæf eða jafnvel
nýleg íbúðarhús, sem eru þá að sjálf-
sögðu hinir ákjósanlegustu sumar-
bústaðir. Þegar heilar jarðir eru
keyptar fylgja að sjálfsögðu öll gögn
og gæði. Þannig er nýjum eigend-
um að sjálfsögðu heimilt að fara í
berjamó eða skjóta gæsir og rjúpur
í landi sínu. Sums staðar fylgir einn-
ig veiðiréttur í ám eða vötnum. Með
tilliti til þess hve verðið er lágt er
kannski ekki skrýtið þótt margir
kjósi heldur að kaupa sér heila jörð
í stað þess að láta sér nægja spildu
undir sumarbústað . . .
^DIlþýðubandalagið hefur, þrátt
fyrir erfiða útgáfu Þjóðviljans,
ákveðið að endurvekja sitt forna
málgagn á Akureyri, Norðurland.
Nýráðinn ritstjóri á Norðurland er
Heimir Már Pétursson, blaða-
maður á Þjóðviljanum. Áætlað er að
Norðurland komi út hálfsmánaðar-
lega. Það er greinilegt að Alþýðu-
bandalagið telur að kosningar séu í
nánd...
*f | p *
• 4 í bfl A.fl.
STÓRFÍN FERÐ TIL
23. - 30. OKT.
BEINT LEIGUFLUG
Sumarauki af bestu gerð, veisla í
veitingum og verslun. Heimsþekktar
vetrarvörur á góðu verði.
Frábærar ferðir fyrir hópa af
öllum gerðum
FERÐASKRIFSTOFAN
HALLVEICARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gero skil tímanlego!
RÍKISSKATTSTJÓRI