Pressan - 13.09.1990, Síða 18

Pressan - 13.09.1990, Síða 18
18 Fimmtudagur 13. sept. 1990 Rætt vid Björn Leifsson, framkvæmdastjóra WJorid Class-líkamsræktarstöðvarinnar. „OPNUNAR- OG AFMÆUSVEISLA Á DÖFINNI" d Ihúsnæði World Class er allt á útopnu þegar Að vísu ekki á sama hát iðnaðarmenn á fullu vi húsnæði fyrirtækisins. metrar við þá 900 sem son, framkvæmdastjóri þar með sé hún sú st, landinu. Þótt allt sé á rúi og stúi, yfir- breiðslur yfir hluta tækjanna og líkast því að gerð hafi verið sprengjuárás á staðinn, er Björn harður á því að kennsla hefjist klukkan sjö morguninn eftir. „Tveir nýir veggtennissalir“ „Með þessari stækkun, sem við ætlum að ljúka í vikunni, stækk- um við tækjasalinn, efri þolfimi- salinn, inngang og búningsklefa karia. Auk þess höfum við sett hita í stétt fyrir framan hjá okkur og fjölgað bílastæðum. Síðast en ekki síst tökum við í notkun tvo full- komna, loftræsta veggtennissali. Þeir sem eru korthafar hjá okkur koma til með að fá 25% afslátt í salina en annars verður verðið á tímanum álíka og annars staðar. við Skeifuna í Reykjavík ilaðamann ber að garði. og venjulega, heldur eru að innrétta nýja sali í Par með bætast 300 fer- fyrir eru og Björn Leifs- ! stöðvarinnar, segir að ærsta sinnar tegundar á rass að undanförnu. Þeir þykja sérlega góðir til fitubrennslu og sem þrekþjálfunartæki. Það má geta þess að eftir því sem ég best veit erum við fyrsta stöðin sem tekur slík tæki í notkun hér á landi. Rúsínan í pylsuendanum má svo segja að sé ,,palla-þolfimi“. (Ekki nefnt eftir Páli, heldur pöllum, sbr. vinnupöllum. Innsk. blaðam.) Þetta er nýjasta æðið í þolfiminni í dag, kallað á ensku „Ree- bok-step". Þetta eru misháir pallar sem notaðir eru við kennsluna. (Sjá myndir.) World Class mun vera fyrsta stöðin hér sem tekur þessa palla í notkun." Björn Leifsson fylgist með iðnaðarmönnum við framkvæmdir. „Fjöldi nýjunga í vetur“ nefnt. Við erum með þrjá stóra skjái í æfingasal og einn við nudd- pott og teljum okkur þjóna fólki enn betur en áður með þessu móti. Við höfum bætt loftræstinguna í tækjasainum og í efri þolfimisal er einnig komin öflug loftræsting og það er hluti af endurbótunum hjá okkur. í vetur sem endranær verður Katý með sín alþekktu kvenna- námskeið, þar sem lögð er áhersla á maga, rass og læri, og dansinn hjá Dísu verður einnig á boðstól- um. Þar verða kenndir Funk-, Vogue-, Hip Hop-, Jazz- og Free- styledansar. Þetta eru 3ja mánaða námskeið þar sem kennt verður 2svar í viku. Þá munum við einnig kenna Madonnu- og Janet Jack- son-dansana.“ Hverjir kenna svo her- legheitin? „Eg legg mikið upp úr því að hafa góða leiðbeinendur og því til staðfestingar get ég nefnt að flest- ir kennaranna fóru í sumar á id- ea-námskeið í San Diego í Banda- ríkjunum. Þetta er eitt besta og vinsælasta námskeiðið af þessu tagi. Það er haldið árlega og þar eru kynntar aiiar helstu nýjung- arnar. Þess vegna get ég lofað fólki því allra besta í vetur. Þeir sem kenna þolfimina í vet- ur eru Fríða Halidórsdóttir, Magn- ús Scheving, Jóna Einarsdóttir, Ágústa Hallvarðsdóttir, Bjargey Aðalsteinsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Þorbjörn Guðjónsson og Inga Lut- hers. I salnum og við afgreiðslu hjá okkur verða Hreinn Viihjálmsson, Björn Leifsson, Dagbjört Leifsdótt- ir, Guðjón Reynisson og María B. Leifsdóttir. Það styttist í opnunarhátíðina hjá okkur og ekki úr vegi að nota tækifærið til að bjóða velunnurum okkar í „kokkteil-partí" á laugar- daginn frá klukkan 5—7. Auk þess verður stöðin til sýnis á laugardag og sunnudag." Tekið á í tækjasalnum. Á annað þúsund viðskiptavinir Björn segir að á milli 800 og 1.200 viðskiptavinir komi í World Class í hverjum mánuði yfir vetr- artímann en nokkru færri á sumr- in. „Aðalannatíminn hjá okkur er frá 5—8 á kvöldin, en það má samt segja að það sé nokkuð stöðugt rennerí hérna á daginn, sérstak- lega á veturna þó. Á sumrin hverf- ur megnið af skólakrökkunum og þá er heldur minna að gera.“ Fylgst með að fólk sprengi sig ekki En hvernig er fylgst með þeim sem eru að koma í fyrsta sinn? „Við erum með byrjendapró- grömm sem við ráðleggjum fólki eindregið að byrja á. Það er okkar hagur að fólk byrji hægt og haldi síðan áfram, bæti smátt og smátt við sig, í stað þess að keyra á fullu í of erfiðum æfingum strax, sprengja sig og koma aldrei aftur. Fyrir utan það að það er hreint og beint hættulegt að ofgera líkam- anum á þann hátt. Við reynum síðan að fylgjast með þeim sem eru hjá okkur og leiðbeina þeim við áframhaldandi æfingar og aðstoðum fólk við að bæta við sig, vilji það gera það.“ Dans, gufa, Ijós og gervihnattasjónvarp En það er fleira sem fólki gefst kostur á að gera í World Class en hoppa og skoppa í þolfimi, spreyta sig á æfingatækjurn og spila veggt- ennis. Dans, leikfimi, gufuböð, ljósabekkir og gervihnattasjón- varp; þetta er meðal þess sem hægt er að njóta á staðnum. „Já, við settum upp gervihnatta- disk hjá okkur svo nú getum við fylgst með íþróttaviðburðum í beinni útsendingu eða horft á tón- listarmyndbönd svo eitthvað sé „Auk veggtennissalanna bjóð- um við upp á fleiri nýjungar í vetur og má þar nefna sex ný tæki frá World Class, svokallaða „Fitness- line“. Þetta eru tæki sem eiga að henta almenningi sérstaklega vel og eru ætluð þeim sem eru fyrst og fremst með það í huga að halda sér í formi og ættu að reynast bæði byrjendum sem lengra komnum vel. Þetta eru sex aðskilin æfinga- tæki og í hverju þeirra er unnið með ákveðna líkamshluta. Önnur nýjung sem við erum stolt af að geta boðið viðskiptavin- um okkar upp á eru rafdrifnir og tölvustýrðir þrekstigar. Þreksti- garnir eru nýjustu tækin í Banda- ríkjunum í dag og hafa skotið flest- um öðrum æfingatækjum ref fyrir Reebok-pallarnir sem rætt er um i greininni. Nýjasta æðið í þolfim- inni. Hróp og köll, einhver bölvar i hljóði, jafnvel upphátt. Hvinur í lofti, högg — og boltinn er á hraðri leið yfir netið þar sem andstæðingurinn verður að gjöra svo vel ogleika sama leikinn. Að öðrum kosti liggur hann laglega í því! Lýsingin gæti átt við í öðru hvoru húsa Tennis- og badmintonfélags Reykjavikur þar sem nokkur þús- und manns spreyta sig í hverjum mánuði. Þessi iþrótt er langt í frá nýtt fyr- irbæri hér á landi, því saga hennar hér var hafin áður en til dæmis KR- og Vals-heimilin komu til sög- unnar. Með tilkomu þeirra skánaði aðstaðan hins vegar nokkuð og þegar Laugardalshöilin reis batn- aði hún til muna. Árið 1976 urðu svo kaflaskipti í sögunni því þá var fyrra hús TBR tekið í notkun. Ellefu árum síðar reis svo seinna húsið og síðan þá hefur félagið farið nærri því að anna eftirspurn þeirra sem í að- stöðuna sækja. Flestir sækja tíma hjá TBR eftir vinnu og má segja að á milli 4 og 7 sé álika um að litast og á útsölu — færri komast að en vilja. Þar að auki töldu aðilar sem rætt var við að badminton ætti einhverra hluta vegna erfitt uppdráttar hjá mörg- um íþróttahúsanna og því væri eft- irspurnin eftir tímum hjá TBR enn meiri en ella. Tennis er talið holl hreyfing þar sem sérstaklega reynir á liðleika, kraft og snerpu. Þó má segja að það sé hverjum og einum í sjálfs- vald sett hversu mikið hann tekur á, enda er íþróttin vinsæl meðal kyrrsetumanna sem fara vilja hægt af stað. Hitt er annað mál að margir taka á allan tímann og gefa aldrei eftir. Það er eins með þessa íþrótt og aðrar, að mikilvægt er að fara ekki of geyst af stað og rétt að brýna það sérstaklega fyrir fólki nú, þeg- ar margir fara af stað á ný eftir ró- legt sumar. Teygjuæfingar og önn- ur upphitun eru mjög mikilvægar svo komist verði hjá meiðslum sem oft geta reynst afdrifarík. Hjá TBR er hægt að fá bæklinga þar sem fólki er leiðbeint með þessar æfingar. Badminton er og hefur alltaf verið mikil keppnisíþrótt og er reyndar talið meö erfiðustu keppnisíþróttum sem stundaðar eru í heiminum í dag. Yfirleitt eru það líka einungis afburðaíþrótta- menn sem ná virkilega góðum árangri i badminton, það er að segja vinna sér sæti í landsliði og þess háttar. stuttlega fjallað um tennis og badminton Erfitt — auðvelt, þitt er valið

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.