Pressan - 13.09.1990, Qupperneq 21
Fimmtudagur 13. sept. 1990
21
Svavar
„Þarf mermtamálaráðherra sér-
kennslu?" spurðu hinir þrír hug-
prúðu einstaklingar sem létu hafa
sig út í það að setjast á skólabekk á
fullorðinsárum og taka enskupróf
fyrir framan alþjóð!
Þau höfðn fyrirfram fengið upp-
lýsingar um hverjir ættu að mæta til
leiks og fannst vera skarð fyrir
skildi þar sem sjálfan höfuðpaurinn,
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra, vantaði.
Þó að Svavari byðist að mæta einn
í prófið tókst honum ekki að finna
sér neinn tíma til próftöku fyrr en í
lok september og þar kom að þolin-
mæði enskukennarans þraut og hún
neitaði að prófa Svavar.
„Ég sé enga ástæðu til þess að
vera að dekstra menntamálaráð-
herra fram eftir öllum vetri til þess
að koma í þetta próf,“ segir Ingveld-
ur Sveinbjörnsdóttir. „Sem félagi í
BHMR hef ég heldur enga löngun til
þess að taka þátt í því að auglýsa
vondan ráðherra í blöðunum. Hið
íslenska kennarafélag hefur sömu
stefnu." Og þar með féll Svavar á
mætingu.
„Auðvitað höfum við
prófskrekk“
„Mér finnst þetta nú eiginlega
ekki skemmtilegt og þið megið vel
muna eftir því að ég gerði þetta fyrir
ykkur," segir Svanhildur Kaaber.
Hún er nánast undrandi á sjálfri sér
fyrir að hafa látið hafa sig út í þetta.
Þau stallsystkinin þrjú eru öll sam-
mála um að þau hafi prófskrekk og
þegar prófið hefst er þögnin svo
þrúgandi að við heyrum andardrátt
feitu fiskiflugunnar á veggnum í
gömlu kennslustofunni í Kvenna-
skólanum.
Blaðamaður PRESSUNNAR hefur
líka hnút í maganum, gömlu tilfinn-
inguna frá menntaskólaárunum fyr-
ir rúmum áratug.
Það er 41 eitt ár síðan Davíð Sche-
ving Thorsteinsson lauk mennta-
skólaprófi og síðan hefur hann ekki
tekið enskupróf.
Þórunn Hjartardóttir er yngst
þátttakenda og því stystur tími síð-
an hún sat á skólabekk.
„Mín reynsla er sú að prófskrekk-
ur aukist með árunum frekar en
hitt. Þar að auki finnst mér heilmik-
ið afrek að fara í enskupróf fyrir
blöðin," segir Ingveldur Svein-
björnsdóttir, enskukennari og próf-
dómari PRESSUNNAR. „Reyndar
hef ég aldrei haldið svona próf áður,
en ég hafði mjög gaman af þessum
einbeittu og áhugasömu nemend-
um. Davíð benti meira segja á form-
galla í prófinu, þar sem málfræði
hans var alveg kórrétt."
Hlustun og málfræði
Stöðuprófið í ensku skiptist í tvo
hluta og tekur klukkutíma. Venju-
legir menntaskólanemendur þurfa
þar að auki að skrifa 2—3 síðna rit-
gerð, en við ákváðum að sleppa
nemendum PRESSUNNAR við það.
Fyrrihluti prófsins byggist á hlustun
en síðari hlutinn á málfræðikunn-
áttu.
Eldgamalt kassettutæki er notað í
fyrrihluta prófsins, sem tekur 10
mínútur. Við sitjum sem límd við
stólana og rýnum í texta fyrir fram-
an okkur þar sem á að strika undir
þau orð sem okkur heyrist sögð á
segulbandinu. Að hika er sama og
tapa, því segulbandið verður ekki
stöðvað þó okkur misheyrist. Það er
fljótlegt að rugla saman líkum ensk-
um orðum og strika undir rangt orð.
Það er heilmikil áreynsla að kom-
ast í gegnum þessar tíu mínútur en
ekki er öll sagan sögð með því.
Seinnihluti prófsins, sem líka er
einskonar krossapróf þar sem á að
strika undir málfræðilega réttar
setningar, er síst betri, jafnvel held-
ur verri. Þegar mínúturnar fimmtíu
eru liðnar eru forsetningar, sam-
tengingar, nútíð og þátíð komnar í
eina flækju í hausnum á örþreyttum
blaðamanni. Hinir þátttakendurnir
eru líka þeirrar skoðunar að prófið
hafi verið þungt, en niðurstöðurnar
sýndu þó að þeir létu ekki rugla sig.
Hótel Flúðir
FUNDA' OG RÁÐSTEFNUSALIR.
Sérbyggð gistiaðstaða í tengslum
við Skjólborg, opið allt árið.
Hverju herbergi fylgir sér bað og útisetlaug.
Verið velkomin
Hótel Flúðir
Hrunamannahreppi
(20 mín. keyrsla frá Selfossi)
sími: 98-66630
KYNNIST NÝRRI AÐSTÖÐU í
pye|#y| umi
FROSTASKJÓLI 6
í BOÐI ER
Fullkominn tækjasalur 250 fm
Þolfimisalur á dýnu 120 fm
Ljós
Gufubað
OPIÐ:
MÁN.-FIM.
FÖSTUD.
LAUGARD.
SUNNUD.
'■» w»
8.00-
8.00-
10.00
14.00
-22.00
-20.00
-17.00
-17.00
'A t K
/H'W A ^’ÉÍ áS &
KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR
Byrjenda- og framhaldsnámskeið hefjast 18. september. Kennari verður
Tor Egil Berndal, handhafi svartabeltis.
INNRITUN ER HAFIN
Upplýsingar í síma 12815 og 12355.
R Æ K T I
Frostaskjóli 6 - vestan við KR-heimiliö - sími 12815