Pressan - 13.09.1990, Side 28
28
Fimmtudagur 13. sept. 1990
Lframhiáhlaupi
Þráinn Hallgrímsson
skrifstofustjóri ASÍ
„Að blessðður starrinn sé
syngjandi.. 1'
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Mamma, ekki spurning. Sér-
staklega á mótunarskeiði ævinn-
ar, fyrstu mánuðina!"
— Án hvers gætir þú síst ver-
ið?
„Unglinganna minna! Ég
kvelst af þeirri tilhugsun að ein-
hvern tímann í fjarlægri framtíð
komi að því að börnin mín verði
fulltíða og flytji að heiman! En án
gamans. Góðir vinir og félagar
eru kryddið í tilveruna."
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast?
„Leiðinlegast er að sofna á
kvöldin með hugann sprengfull-
an af verkefnum sem maður átti
að koma í verk þann daginn."
— En hvað er skemmtilegast
að gera?
„Eg þori varla að nefna það. Ég
vissi ekki að þetta væri þannig
dálkur. En jú annars. Skemmti-
legast finnst mér að vakna á
morgnana og finna að ég er enn
á lífi, að morgunútvarpsmenn
eru á vaktinni yfir rjúkandi kaffi-
bollanum, að blessaður starrinn
sé syngjandi fyrir utan gluggann
minn og að lesa Reykjavíkurbréf
Styrmis og Matthíasar eld-
snemma á sunnudagsmorgn-
um.
— Manstu eftir ákvörðun
sem hefur skipt þig miklu?
„Hvílík spurning! Eg man eftir
mörgum. T.d. þegar ég ákvað að
verða ekki sálfræðingur. Þegar
ég hafnaði frábæru starfstilboði
í upphafi NT-ævintýrisins, þegar
ég ákvað að hætta viðskiptum
við draumabankann minn —
Iðnaðarbankann, þegar ég
ákvað að gerast menntaskóla-
kennari á ísafirði í sjö heilög ár
o.s.frv...."
— Hvenær varðstu hrædd-
astur í lífinu?
„Ég minnist þess að hafa orðið
hræddur nokkrum sinnum, en
ég bókstaflega get ekki komið
því fyrir fyrir mig hvort ég hafi
einhvern tímann orðið „hrædd-
astur"..."
— Hvaða eiginleikar finnst
þér mikilvægastir í fari ann-
arra?
„Trygglyndi, glaðværð og
drengskapur."
— Getur þú nefnt einn kost
þinn og galla?
„Ég get nefnt marga kosti en
aðeins einn galla. Alvarlegasti
veikleiki minn er að ég hef ætíð
trúaö á hið góða í manninum.
Helsti galli minn er að geta ekki
sagt nei, þegar ég er beðinn um
greiða, eins og þegar ég var beð-
inn að svara þessum spurning-
uml"
— Hver ereftirlætismaturinn
þinn?
„Það er djúpsteiktur þorskur í
bjórdýfu með góðu hvítvíni og
hvítlaukssmjöri."
— Hvert er uppáhaldssjón-
varpsefnið þitt?
„Ég hef yndi af öllu því sem er
vel gert og lögð er vinna og alúð
í. Ég kann vel að meta dúndrandi
spennumyndir þegar mér líður
þannig, eða Ijúfa klassík á síð-
kvöldum, ég er fréttasjúklingur
af verstu gerð og mikill aðdáandi
Derricks svo ekki sé talað um
Matlock og vinur hans ..."
— Hvaða stað þykir þér
vænst um á íslandi?
„Eftir því sem líður á ævina
þykir mér vænna um landið. Ölf-
usið á sinn sess í hjartanu. Til
Vestfjarða sótti ég kraftinn í líf
mitt. En vænst þykir mér um
fæðingarsveit foreldra minna,
Fljót í Skagafirði, og síldarbæinn
Siglufjörð þar sem ég er fæddur
og uppalinn ..."
— Trúir þú á Irf eftir dauðann?
„Hver hefur efni á að hafna
því?"
— Hvað vildir þú helst gera
ef þú þyrftir að skipta um starf?
„Ég á mér þann draum að geta
einhvern tímann á ævinni lagst í
ærlegt dekur við sjálfan mig og
gerst kennari eða jafnvel skóla-
stjóri í litlum skóla úti á landi.
Skólinn á að vera yfirfullur af
brosmildum og fallegum börn-
um. Þar gæti ég unað glaður við
skriftir í miklum frítíma mínum
sem kennari eða skólastjóri og
verið samvistum við brosmildu
börnin þegar ég kysi. Ef einhver
sem veit um svona stöðu les
þetta þá má hann hafa sam-
band..."
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
spáin
(21 murs—20. upril)
Hugur þinn beinist aö sambandi þinu viö
fjölskylduna. Pegar líöur á helgina lendiröu í
þeirri aöstöðu að þú þarft að gera greinar-
mun á ástum og draumórum. Einhver sem
þú metur mikils lætur í Ijós sömu skoðun á
þér, þetta getur leitt til náinna samskipta.
(21 upril—20. mui)
Nákominn ættingi leitar upplýsinga um ferö,
heimsókn eöa skiptingu á eignum. Lagaleg-
ar spurningar geta vaknað við úrlausn á
þessu. Ástin blómstrar og þú færð stuðning
þinna nánustu við að bæta samband þitt við
þér yngri aðila.
(21. mui—21. júni)
Líkur eru á að þú finnir eitthvað sem þú
hafðir týnt. Jafnframt muntu losna við byrði
sem í raun réttri á ekki að tilheyra þér. Laug-
ardagurinn er rétti dagurinn til félagslegra
samskipta, þar á meðal stefnumóta. Per-
sónutöfrar þínir njóta sín á þessum degi.
(22. júni—22. júlí)
Þú þarft að taka frumkvæðið, það mun
reyna á dómgreind þína og áræði. Kona
mun reynast góður bandamaður þinn. Horf-
ur í fjármálum og ástamálum eru góðar að
þessu sinni.
(23. júli—22. útfúsl)
Pú gerir uppgötvanir í ástamálum. Ættingi
kynnir þér áætlun sem virðist mjög voguð,
þú skalt láta i Ijós áhuga en ekki aðhafast
neitt að fyrra bragði. Skyndileg uppsveifla í
persónulegum vinsældum getur hjálpað
þér að vinna einhvers konar samkeppni.
(23. úffúsl — 23. sept.)
Nú er kominn tími til að breyta út af vanan-
um, þú baðst um einstakt tækifæri og nú
hefurðu fengið það! Andleg málefni draga
að sér athygli þina og þú getur komist að því
að mörg mál verða leyst með innhverfri
ihugun.
(2.1 sept —24 uht.)
Einlægni í tjáskiptum — Betra kynlíf
Mig langar í þessum pistli að ræða
um hvað einlægni í umræðum getur
kennt okkur um mannleg samskipti
og okkur sjálf sem kynverur. Ekki
ails fyrir löngu skrifaði ég pistil og
fjallaði um „umhverfishollar" leiðir
til að taka við tíðablóði. Þá minntist
ég á náttúrulega svampa sem vaxa
í ómenguðum sjó. Sumir héldu að ég
væri að spauga en svo var ekki. Nú-
tíma túrtappar eru ekkert annað en
síðari tima afbrigði þess að setja
svampa inn í leggöngin til að taka
við tíðablóði. Munurinn á töppun-
um og svömpum er síðan sá að tapp-
ar eru einnota og eyðast ekki í nátt-
úrunni heldur eru mengunarvaldar,
en náttúrulega svampa er hægt að
nota í-mörg skipti og þeir menga
ekki umhverfið. Mér er ekki hlátur í
hug þegar ég liugsa til milljarða af
notuðum dömubindum sem úldna í
sjó og fjörum á okkar litlu jarðar-
kúlu. Mikið hlakka ég til þess dags
þegar íslendingar komast af
flissstiginu og geta líka farið að
ræða af alvöru og einlægni um mál
sem snerta okkur öll mjög náið.
Kœru stelpur og strákar
Síðastliðið vor kenndi ég stutt
námskeið í menntaskólum sem ég
nefndi: „í gamni og alvöru — er
kjaftæði að tala um kynlíf?" Þar
tóku nemendur þátt í verkefni þar
sem þeim gafst kostur á að vera ein-
lægir i umræðu um kynlíf. Hver og
einn fékk blaðsnifsi í hendurnar og
skrifaði niður eitthvað sem hann
eða hún vildi segja við hitt kynið
eða spyrja um. Eg lagði áherslu á
einlægni og alvöru í orðsending-
unni því annars myndum við
skemma námskeiðið með tómu
flissi og fíflalátum. Orðsendingin
hófst á þessa leið: „Kæru stelp-
ur,“. . . Kæru strákar" . . Siðan lásu
strákarnir upphátt bréfin frá stelp-
unum og öfugt. í kjölfarið fylgdu
fjörugar umræður og hægt var að
draga ýmsar athyglisverðar álykt-
anir af þessari reynslu.
Meira aö grœda
á hreinskilni
Það kom afar skýrt fram hversu
mikið samskipti kynjanna mótast af
alhæfingum um hvort kyn fyrir sig,
tjáskiptaerfiðleikum og hreinni og
beinni fáfræði. í hópi stelpnanna
var engin sem sneri út úr í sínu bréfi
en í hópi strákanna komu þó nokkr-
ir með klúrar athugasemdir og
brandara. Okkur fannst það vissu-
lega fyndið og það var mikið hlegið,
en flestir virtust sammála um að
það væri miklu meira að græða á
því sem sagt var af hreinskilni og al-
vöru.
Lítum á nokkur bréf sem krökk-
unum fannst eitthvert vit í.
Heyrum fyrst hvað strákarnir hafa
að segja: „Kæru stelpur, þið ættuð
ekki að vera svona hræddar við að
viðurkenna hvað ykkur finnst gott
— tölum meira saman.“ „Kæru
stelpur, það er makalaust hvað fólk
er bundið af kjaftasögum, auðvitað
eru allir graðir en þora misjafnlega
að láta það í Ijós. Það er afskaplega
leiðinlegt að fá þetta gredduorð á
sig, því það er svo neikvætt. Þær fáu
stelpur sem ég hef verið með þykir
mér vænt um og fer vel með þær.“
„Kæru stelpur, hvers vegna haldið
þið að strákar hugsi ekki um annað
en að fá sér að ríða þegar þeir eru
með stelpu?"
Mannalœtin óþörf
Þetta höfðu stelpurnar meðal
annars að segja: „Kæru strákar,
hvers vegna haldið þið að þið eigið
að sleppa við allt þegar stelpur
verða ófrískar?" „Kæru strákar,
kynnumst áður en við ríðum — ekki
við fyrstu kynni." „Kæru strákar,
verum betri hvert við annað — sýn-
um hlýju og tölum saman." „Kæru
strákar, mér finnst þið dásamlegir,
en talið meira við okkur — hvað
okkur finnst gott og hvað við viljum.
Við verðum oft hræddar við ykkur."
„Kæru strákar, finnst ykkur óþægi-
legt ef stelpan fær það ekki?“
„Kæru strákar, þið þurfið ekki að
vera með þessi mannalæti. Við vit-
um að þið hafið tilfinningar eins og
við stelpurnar. Þið eruð mjög oft að
reyna að fela þær með einhverjum
stælum." „Kæru strákar, þið hugsið
of mikið um það að komast í bólið.
Mér finnst alveg sjálfsagt að strákar
noti smokka við samfarir frekar en
að stelpur noti pilluna. Það er ör-
ugglega mjög algengt að stelpur fái
ekki fullnægingu."
Margt, margt fleira kom í ljós og
það er öruggt að þarna var brotinn
einhver tjáskiptamúr. Hefst ekki
löng ferð á einu skrefi?
Einhver sem þú taldir hlutlausan ætlar aö
hrósa starfshæfileikum þínum. Einhver sem
virðist letjandi mun reynast bandamaöur
þegartil lengri tíma er litiö. Fjölskyldan kem-
ur saman um helgina og samhugur hennar
mun eflast.
(24. okt.—22. nóu.)
Fólk þér nákomið trúir þér fyrir vandamálum
sínum, vertu örlátur á tíma þinn en ekki svo
vitlaus aö lána neinum peninga. Fjármál
maka þíns komast í brennidepil um helgina.
(23. nóu.—2l. des j
Fyrrverandi elskhugi eöa mjög nákominn
vinur gerir vart viö sig á ný. Getur reynst
sársaukafullt fyrir báöa aö horfast í augu viö
þær breytingar sem orðnar eru á högum
ykkar. Samband þitt viö maka þinn er ein-
staklega gott þessa dagana.
(22. des.—2U. jun.J
Aðili af gagnstæöu kyni veitir þér áhuga.
Faröu varlega og áttaðu þig á stööu þinni.
Helgin er kjörin til aö rækta sambandið viö
fjölskylduna því aðrir eru opnir fyrir félags-
skap þínum.
(21 junúur—19. febrúurj
Eftirlátssemi viö sjálfan þig í mat og drykk er
bönnuö núna og þú verður að standast
freistingar. Einhver sem gagnrýnir þig kann
aö vilja fá nánari útskýringar frá þér. Börn og
gæludýr þarfnast athygli þinnar og umönn-
unar.
(20. febrúur—20. mars)
Einbeittu þér aö öllum hliðum starfs þíns og
haföu auga meö öllum möguleikum á fjölg-
un verkefna og hærri tekjum. Þú þarft aö
endurmeta mataræðið og auka líkamsrækt.
Varkárni í ástamálum og vináttu er nauðsyn-
leg þessa dagana.