Pressan - 13.09.1990, Qupperneq 29
Fimmtudagur 13. sept. 1990
29
sjúkdómar og fólk
Miklar tiðablæðingar
Konur hafa reglulegar blæðingar
eða tíðir einu sinni í mánuði frá um
tólf ára aldri til tæplega fimmtugs.
Þær koma með kynþroskanum og
búa legið undir að taka við frjóvg-
uðu eggi og ganga með það. Bábilj-
ur og hindurvitni hafa ávallt verið
tengd blæðingunum; konur álitnar
óhreinar meðan á þeim stóð. Þær
áttu ekki að handfjatla mat eða ann-
að til heimilisins og ýmiss konar trú-
arathafnir voru tengdar þeim. í
sumum erlendum tungumálum eru
tíðir kallaðar „bölvun konunnar",
svo engan skýldi undra þó neikvæð
afstaða tengist þeim. Tíðahringur-
inn er talinn hefjast á fyrsta degi
blæðinganna og endar daginn fyr-
ir þær næstu. Lengd þessa tímabils
er frá 21—40 daga, en 28 daga tíða-
hringur er algengastur. Minnkuð
framleiðsla kvenhormóna dagana
fyrir blæðingar veldur samdrætti í
æðabeð slímhimnu legsins og blæð-
ingarnar standa í 3—6 daga, en
stundum lengur. í tíðablóðinu eru
smávefjabitar úr slímhimnum legs-
ins og heildarmagnið er næsta lítið
eða 40 ml, en lítur út fyrir að vera
meira, þegar það dreifist í nokkur
bindi eða tíðatappa. Þannig gengur
þetta mánuð eftir mánuð, ár eftir ár
þann tíma sem konan er frjósöm.
Nútímakona hefur tíðir 400—500
sinnum, en formæður okkar mun
sjaldnar. Þær byrjuðu síðar, hættu
fyrr og urðu oftar þungaðar en nú.
Trú og tíöir
Víða er bannað af trúarlegum
ástæðum að hafa samfarir meðan
konan hef.ur tíðir. Hjá gyðingum er
hún talin óhrein í sjö daga og allir
sem snertu hana voru óhreinir til
kvölds. Tíðablóð var talið óhreinka
lim karlmannsins, og var karlmað-
urinn óhreinn, ef hann samrekkti
konu sem hafði á klæðum, í sjö daga
á eftir og jafnvel hver hvíla sem
hann lá í. Þegar konan var hrein af
rennslinu skyldi hún telja sjö daga
og var eftir það alveg hrein (3ja
Mósebók 15:19—30). í mörgum
frumstæðum þjóðfélögum voru
svipaðar hugmyndir uppi, og meðal.
sumra ættbálka indíána í Suður-
Ameríku var unga stúlkan einangr-
uð í afhýsi í nokkra daga þegar tíð-
irnar hófust. Andlit hennar var
makað kolaryki og hún mátti ekki
láta sólina skína á sig. Frumbyggjar
Ástralíu grófu stúlkur sem höfðu á
klæðum í sand upp að mitti og girtu
í kringum þær. í Persíu átti að
brenna öll föt konunnar eftir blæð-
ingarnar og hún skyldi baða sig í
nautsþvagi. I gömlum íslenskum
heimildum kemur fram, að samfar-
ir voru stranglega bannaðar meðan
á tíðum stóð. í skriftamálum Olafar
ríku Loftsdóttur, frá 15du öld,
biðst hún fyrirgefningar á að hafa
haft kynmök við mann sinn meðan
hún hafði á klæðum. Hún virtist
hafa trúað, að kæmi barn undir
fengi það sjúkdóma eins og holds-
veiki, flogaveiki eða einhver önnur
kynjamein. Allt fram á þessa öld var
sú trú útbreidd, að kona á blæðing-
um skyldi ekki fást við matargerð,
sinna blómum eða öðrum húsverk-
um, þar sem blóð hennar og sviti
innihéldu eitrað efni, sem kallað var
menótoxín. Nútímarannsóknir
hafa ekki rennt stoðum undir þessar
kenningar, svo læknisfræðin virðist
hafa verið á villigötum í þessu efni
eins og víðar. Kynlíf er algjörlega
hættulaust meðan á tíðum stendur
og margar konur njóta þess mjög á
þeim tíma og dagana rétt fyrir þær
og eftir. Samfarir, fullnæging og
innileg kynferðisleg samvera eru
ágæt ráð við þeirri miklu spennu og
erfiðleikum sem sumar konur finna
fyrir. Það er heldur ekkert óhreint
við klæðaföllin, þau eru hluti af eðli-
legu lífi og þróun þess.
Miklar blœdingar
Stundum verða blæðingar of
miklar og telja sumir, að svo sé hátt-
að með 10% kvenna. Þá blæðir kon-
unni 80 ml eða meira í hverjum tíð-
um, sem oft standa í marga daga, en
eru reglulegar að öðru leyti. í helm-
ingi tilfella stafa miklar tíðablæð-
ingar af svokölluðum myomum.
Myom eru góðkynja vöðvahnútar
sem setjast í legið, svo það stækkar
og samdráttarhæfni þess minnkar.
Fjórðungur fullorðinnna kvenna
fær slíka vöðvahnúta i legið en þeir
valda yfirleitt engum óþægindum. í
flestum öðrum tilvikum vita menn
ekki hver ástæðan er, en konur með
lykkjuna fá þó oft miklar blæðingar.
Einkennin eru margvísleg; konurn-
ar líða blóðskort, verða fölar og
þróttlitlar. Miklar blæðingar hafa
áhrif á vinnugetu konunnar, skap-
lyndi og samskipti við nána að-
standendur. Oft bíður kynlífið
hnekki og margs konar samskipta-
örðugleikar geta komið upp.
Meöferö
Kona með miklar blæðingar á að
leita til kvensjúkdómalæknis, sem
skoðar hana rækilega og reynir að
finna einhverja skýringu á ástand-
inu. Hann metur síðan hvaða með-
ferð henti best. Yfirleitt er lyfjum
beitt fyrst og veitt hormónameðferð
með samsettri getnaðarvarna-
pillu (inniheldur bæði kvenkyns-
hormónin; östrogen og progester-
on), sem minnkar oftast blæðing-
arnar mjög verulega. Stundum er
gefið kvenkynshormónið prógest-
eron eitt sér og gefur það oft góða
raun. Cyklocapron (tranexamín-
sýra) er efni sem minnkar blæðing-
arnar. Þegar vefur skaddast og
blæðir úr honum storknar blóðið í
æðunum svo blæðingin stöðvist
sem fyrst. Þegar vefurinn jafnar sig
leysist þessi blóðstorka upp og æð-
arnar fara aftur að flytja blóð.
Cykiocapron kemur í veg fyrir að
blóðstorkan leysist of fljótt upp, og
reynist oft vel. Stundum er gripið til
þess örþrifaráðs að taka legið úr
konu með miklar blæðingar en slíkt
er stór ákvörðun, sem enginn lækn-
ir tekur nema að vel athuguðu máli.
Blæðingarnar eru sjaldnast svo mik-
ið vandamál að það réttlæti slíka að-
gerð. Konur eru oft skrapaðar
vegna of mikilla blæðinga, en fæstir
telja rétt að gera það á yngri konum
(undir 45 ára). Útskröpun á ekki að
vera meðferð vegna mikilla reglu-
legra tíðablæðinga. Hún getur á
hinn bóginn verið nauðsynleg til
greiningar, þegar blæðingarnar eru
mjög óreglulegar og standa lengi,
og menn hafa grun um eitthvert
sjúkdómsástand í slímhimnum legs-
ins.
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON j?
á heimavelli
Bláber — aðalbláber
fófalestur
í þessari viku:
Fiskurinn
(kona fædd 9.3. 73)
Þetta er svolítið lokuð persóna,
sem lifir mikið í eigin hugarheimi.
Hún tekur hlutina mjög nærri sér,
því hún er afar viðkvæm. Hún er
annaðhvort fædd í öðru umhverfi
en hún býr núna í eða mun fljót-
lega flytja í nýtt umhverfi.
Hún giftist fremur seint, þ.e. um
eða eftir þrítugt, og eignast ekki
mörg börn. Næstu tvö ár þyrfti
hún að nýta sér mjög vel, t.d. með
því að fara menntaveginn. Hún
hefurtilhneigingu til að dragast að
dulrænum málum og er dálítið
heimspekilega sinnuð.
Nú er talin mikil berjaspretta hér
víða um land. Margir hafa rnikla
ánægju af því að fara í berjamó og
tína þá af krafti þessa einstöku
ávexti sem vaxa hér villtir í góðu
árferði. Berin eru bragðgóð, holl til
matar, gefa okkur umtalsvert C-víta-
mín, dálítið af A-vítamíni og svolítið
af steinefnum. Við getum notið
þeirra sem ávaxta og aldinmauks til
að bragðbæta ýmsar matartegundir
í staðinn fyrir erlenda ávexti, og því
eru þau okkur afar kærkomin og
góð búbót þegar heim er komið. Og
þeir sem hafa þau vaxandi við tún-
garðinn hjá sér ættu að gera eins
mikið af því og mögulegt er að tína
þau til matar daglega á meðan
sprettan stendur og veðráttan spillir
þeim ekki.
En berin eru viðkvæm eins og
aðrir ávextir og grænmeti og því
þarf að sjóða þau niður eða frysta til
að varðveita þau til vetrarins. Lengi
hefur það tíðkast að sjóða úr þeim
mauk eða saft og var það áreiðan-
lega eitt það kærkomnasta sem hús-
mæður áttu í búri sínu á haustin.
Sumar konur hrærðu berin hrá með
sykri og töldu þau varðveita bragð
og gæði best þannig. Geyma má
bæði bláber og aðalbláber á þennan
hátt, og sumir tína þau í bland og
nota þau þannig saman ef svo vill
verkast. Þegar sjóða á berjamauk
eða útbúa hrærð ber þarf auðvitað
að hreinsa þau vandlega áður. Hent-
ugt er að gera það þannig að hafa
hreinan léreftsklút, vinda hann úr
volgu vatni og breiða hann yfir flat-
an potthlemm. Haldið svo á hlemm-
inum í annarri hendi, setjið lúku og
lúku af berjum á klútinn á hlemmin-
um og strjúkið þau yfir rakan klút-
inn. Þá sitja lauf og önnur óhrein-
indi eftir í klútnum, en þið veltið
hreinum berjunum út af hlemmnum
og niður í hreint ílát. Þetta er ekki
svo seinleg aðferð og vinnst með
þolinmæði eins og annað. Auðvitað
þarf að vinda klútinn við og við upp
úr vatni eftir því sem hann óhreink-
ast.
Hrærð ber: í hvert kg af berjum
þarf 700—1000 g af sykri (þetta get-
ur farið eftir geymsluskilyrðum,
meira sykurmagn ef skilyrði eru
slæm), síðan er hrært í berjunum
með góðri sleif í um 1 klst. og svo
sett í góðar krukkur og lokað. Sumir
setja 1 tsk. af bensosúru-natron-
upplausn út í, og einnig er ágætt að
þvo barma krukkunnar úr henni.
Sjálfsagt er að þvo allar krukkur
vandlega sem nota á undir hrærð
ber og sultu og jafnvel sjóða upp á
VILTU LÁTA LESA ÚT ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af haegri lófa
(örvhentir Ijósriti þann vinstri) og skrifaðu
eitthvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upp-
lýsingum um kyn og faeðingardag. Utan-
áskrift PRESSAN — lófalestur, Armúla
36, 108 Reykjavík.
AMY
ENGILBERTS
þeim í hreinu vatni áður en berin
eru sett í þær.
Berjasulta: Hreinsið berin eins
og lýst er að framan. Notið um
800—1000 g af sykri í hvert kg af
berjum. Ef berin eru ekki vel þrosk-
uð má saxa þau í söxunarvél eða
merja í matkvörn eða berjapressu.
Setjið þau í góðan pott með sykrin-
um og sjóðið í 2—4 mín. Setjið þau
í hreinar krukkur, látið kólna og
þvoið barmana með soðnu vatni
eða bensósúrri natronupplausn,
lokið krukkunum, merkið þær og
geymið á köldum stað.