Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
Óven'uleg
nýárskveoja
Irá löggunni
Eigendur og starfsfólk
nýja skemmtistaðarins
Lidós fengu óvæntan
glaðning á nýársnótt, þeg-
ar lögreglumenn ruddust i
gegnum læstar dyr eftir
lokun skemmtistaðarins
og höfðu uppi hótanir. Lög-
reglumennirnir héldu því
fram að skemmtun væri
enn í gangi þó að klukkan
væri að ganga fimm.
Rúmlega 30 manns voru
enn á staðnum og var það
starfsfólk sem hafði verið
boðið í glas af vinnuveit-
endum eftir vinnu. Það hef-
ur verið hefð á mörgum
skemmtistöðum í miðborg-
inni að starfsfólk geti setið
saman yfir glasi á nýársnótt
eftir að staðirnir loka og ekki
þótt tíðindum sæta. Lög-
reglumennirnir voru þó ekki
á þeim buxunum að viður-
kenna þetta gönuhlaup sitt
þegar Björn Baldursson
veitingamaður í Lídó vísaði
þeim á dyr heldur sögðu
þeir að Björn mundi heyra
nánar frá Signýju Sen hjá
lögreglustjóraembættinu.
Björn Baldursson segir
staðinn hafa mætt mikilli
stífni af hálfu lögreglunnar
en eins og marga rekur ef-
laust minni til kostaði miklar
eÁ&í út
deilur að fá staðinn opnað-
an á sínum tíma:
„Það var vissulega
ástæða fyrir því í upphafi,"
segir Björn. „Þegar við tók-
um við var mikill sóðaskap-
urog hlutireins og eldvarnir
í algerum ólestri. Við tókum
hins vegar staðinn í gegn og
fengum eftir það grænt Ijós
hjá allri þeirri halarófu af
nefndum og ráðum sem þar
komu við sögu. Það er hins
vegar í höndum lögreglu-
stjóraembættisins að veita
endanlegt leyfi. Það emb-
ætti reyndist okkur mjög
þungt í skauti. Þeir báru því
aðallega við að ástandið í
miðbænum væri slæmt.
Það er samt alkunna að
ástandið er verst á ungum
krökkum sem ekki komast
inn á skemmtistaði. Við höf-
um núna reynsluleyfi og
bíðum eftir að fá leyfi til
frambúðar. Það breytir því
ekki að mér finnst óeðlilegt
að lögreglustjóraembættið
geti staðið í vegi fyrir veit-
ingarekstri þegar öllum skil-
yrðum er fullnægt."
„Sigríður hefur ríka kímnigáfu og er allt-
af skapgóð. Hún er mjög opin og hreinskil-
in og gengur beint til verks.
Hún á mjög gott með að
umgangast fólk, almanna-
tengsl eru hennar sterka
hlið,“ segir Sveinn Björns-
son, skrifstofustjóri ut-
anríkisráðuneytisins.
„Við hjónin störfuðum með
henni við leiðsögn á Ítalíu
og þar kom í ljós hversu
einstaklega elskuieg hún er
og þægileg í viðmóti. Glað-
lynd, rösk og milli okkar
hefur haldist gagnkvæm
tryggð," segir Svavar Lár-
usson yfirkennari. „Ég
kynntist henni fyrst þegar við vorum fjög-
urra ára. Alltaf afskaplega skemmtileg og
næm fyrir nýjungum. Ef hún tók einhverja
hugmynd upp á arma sína skorti hana
hvorki kjark né ásetning til að koma henni
í framkvæmd," segir Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir mannfræðingur. „Sig-
ríður er ákaflega vel búin til að takast á við
þetta ábyrgðarmikla starf, prýðilega
menntuð og áhugasöm um virðingu og
hag þjóðarinnar," segir Björn Bjarnason
aðstoðarritstjóri. „Hún er gædd mikium
persónutöfrum, ákaflega glaðvær og
skemmtileg. Hún hrífur með sér fólk og er
hrókur alls fagnaðar þá komið er saman.
Frásagnargleði er henni í blóð borin, hún
hefur mörgu að miðla og lætur mann
óspart njóta þess. Hulu hversdagsleikans er
svipt burtu á augabragði þá er fundum ber
saman. Vinmörg, frændrækin og holl sín-
um,“ segir Birna Stefánsdóttir.
„Hún er fljót að af greiða hlutina. Hún
sést stundum ekki fyrir,“ segir Sveinn
Björnsson. „Eg hefði
helst áhyggjur af því að
hún gæti verið of kapp-
söm,“ segir Björn Bjarna-
son. „Ég mundi ekki vilja
gera á hluta hennar og
hafa hana á móti mér,“
segir einn viðmælandi.
„Hún átti það til að vera
stundum dálítið fljótfær
og þá gerðust stundum
skondin atvik. Hún er ör
á skemmtilegan hátt,“
segir Svavar Lárusson. „Ef
ég á að segja til um lesti
Sigríðar þá kallast það
vart löstur að vera fastur fyrir og vilja-
sterkur," segir Birna Stefánsdóttir hjá
Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg-
ar, frænka Sigríðar.
Sigríður Snævarr hefur verið skipuð sendiherra, fyrst kvenna á íslandi.
DEBET
KREDIT
Sigrlður Snævarr
sendiherra
„Mér finnst þetta alveg
ómögulegt, hreinlega út í
hött. En það sýnir náttúrlega
hug hlustenda," segir Sigurð-
ur Pétur Harðarson útvarps-
maður sem lenti í fjórða sæti
þegar hlustendur rásar 2
völdu mann ársins 1990. Ein-
ungis Steingrímur, Olafur
Ragnar og Bubbi Morthens
náðu að skjótast upp fyrir
Silla en alls voru 260 tilnefnd-
ir. Davíð Oddsson, sem valinn
var maður ársins 1989, laut í
lægra haldi fyrir Silla eins og
raunar fleiri stórpólitíkusar,
poppstjörnur, dægurhetjur
og kvenskörungar.
Silli sló í gegn með þætti
sínum Landið og miðin þar
sem hann spjallar við hlust-
endur, kemur kveðjum á
framfæri og leikur tónlist. ís-
lenska tónlist eingöngu. „í
upphafi mætti ég talsverðri
andstöðu við að leika aðeins
íslenska tónlist," segir Silli
sem hefur annast Landið og
miðin síðan í sumar. „Sú and-
staða var bæði innan Ríkisút-
varpsins og utan. En ég hélt
ótrauður áfram. Og er búinn
að vinna menn á mitt band,
held ég.“ Silli hefur meira að
segja verið heiðraður sérstak-
lega fyrir vasklega fram-
göngu við að útvarpa ís-
lenskri tónlist; Steinar hf. og
Félag tónskálda og textahöf-
unda hafa veitt honum viður-
kenningar.
En hvað tekur við hjá
fjórða vinsælasta manni
landsins (og miðanna)? „Ég
held mínu striki á útvarpinu.
Ég held áfram að spjalla við
hlustendur, skila kveðjum og
spila tónlist. Að öðru leyti hef
ég mestan áhuga á þeim sem
minna mega sín, þeim sem
þurfa á aðstoð að halda, hafa
orðið undir."
Ætlar hann kannski að
demba sér út í pólitík eins og
kollegar hans á toppnum?
Silli: „Nei, nei, nei, nei, nei,
nei.“
KYNLÍF
Tvíkynhneigöir
— Alls staóar eda hvergi
Þegar ég var að grúska í
pappírum og kynlífs-
skruddum hjá mér í ára-
mótahreingerningunni
rakst ég á bréf sem mér
hafði láðst að svara. í von
um að betra sé seint en
aldrei bið ég sendanda
bréfsins velvirðingar á töf-
inni.
Það var mjög í tísku á ný-
liðnu ári að tala um að hinir
og þessir múrar væru að
falla. Það var gott og bless-
að en því miður virðast
margir múrar umlykja okk-
ur enn sem kynverur. Til
dæmis drögum við enn fólk
í dilka eftir því hver kyn-
hneigð þess er. Óskrifuð
lögmál ríkja eins og að það
skipti máli hvaða kyn þú
elskar — en ekki hvort við
höfum þann hæfileika að
geta elskað á annað borð!
Um það fjallaði bréfið sem
ég rakst á og hér birtist það
loksins en mikið stytt.
Heil og sæl, Jóna!
Það er oft talað um
samkynhneigða, líka
gagnkynhneigðaen nán-
ast aldrei um tvíkyn-
hneigða! Þar sem ég er
bísexúal tek ég mikið eft-
ir þessu. Ef ég gæti valið
um stimpla (sem er ekki
hægt því maður velur
sér ekki kynhneigð frek-
ar en lit augna) myndi ég
frekar vilja vera stimpl-
uð samkynhneigð en bí-
sexúal því að vera sam-
kynhneigður er viður-
kenndari kynhneigð.
Hvers vegna? Af því um-
ræðan um tvíkynhneigðs
er engin og fordómar
koma úr báðum áttum,
bæði frá samkynhneigð-
um og gagnkynhneigð-
um. Það er sárt að vera
„hvergi" í þjóðfélaginu.
Stundum get ég ekki
annað en velt því fyrir
mér af hverju allir séu
ekki bísexúal (sem ég
held þó að flestir séu að
einhverju leyti) því bí-
sexúal fólk verður ekki
ástfangið af fólki eftir
kyni, heldur eftir mann-
eskjunni sjálfri. Margir
geta ekki skilið hvað
þetta er eðlilegt og nátt-
úrlegt.
Tvíkynhneigð mær
utan af landi
Það að hrífast kynferðis-
lega af báðum kynjum er
vel þekkt í flestum þjóðfé-
lögum — bæði nú á tímum
og eins til forna. Hér áður
fyrr voru til mörg heiti yfir
þá sem hrifust af sama kyni
en það var ekki fyrr en árið
1869 að ungverskur læknir
að nafni Benkert bjó til
hugtökin kynhneigð og
hómósexúal. Með þá nú-
tíma þekkingu sem við höf-
um í kynfræðum vitum við
mætavel að kynhneigð er
ekki einfalt fyrirbæri —
einstaklingar eru ekki alltaf
öðru hvoru megin girðing-
arinnar. Lífið er aðeins
margbrotnara svo vægt sé
til orða tekið. Samt sem áð-
ur er það frekar vinsæl
kenning — sérstaklega
meðal homma og lesbía —
að bísexúal fólk sé í raun-
inni samkynhneigðir ein-
staklingar sem þora bara
ekki alveg úr felum. Að það
noti þetta hugtak — bísexú-
al — sem eins konar stuð-
púða vegna fordóma sam-
félagsins í garð samkyn-
hneigðra. Reyndar eru til
rannsóknarniðurstöður
þess efnis að kynsvörun
tvíkynhneigðra karlmanna
sé lítið frábrugðin kynsvör-
un samkynhneigðra karl-
manna. í rannsókninni var
ekki tekið mark á orðum
heldur farið eftir stinning-
armælitækjum sem mældu
„Stundum get ég
ekki annad en
velt því fyrir mér
af hverju allir séu
ekki bísexúai.“
stinningú við sjónræna
örvun. Þá kom í ljós að þeir
sem sögðust tvíkynhneigð-
ir og kváðust örvast jafnt af
konum og körlurn gerðu
það ekki. Þeir hrifust ekki
af konum samkvæmt mæli-
tækjunum. En þessi rann-
sókn gefur bara vísbend-
ingar vegna þess að úrtakið
var svo lítið — alls einungis
um þrjátíu karlmenn. Til að
niðurstöðurnar væru
marktækari þyrfti úrtakið
að vera miklu stærra og
einnig þyrfti að mæla kyn-
svörun hjá konum. En burt-
séð frá öllum rannsóknum
er því ekki að neita að tví-
kynhneigðir sofa hjá báð-
um kynjum.
En það mætti alténd snúa
kenningunni við líkt og þú
gerir og spyrja annarra
rannsóknarspurninga:
Hvers vegna eru ekki fleiri
tvíkynhneigðir (eða segjast
vera það)? Er fátæktarvit-
undin hér ráðandi — getur
fólk ekki leyft sér að fylgja
tilfinningum sínum eftir
vegna ýmissa forskrifta um
hegðun? Hvaða hagur er í
því að hafa fólk í ákveðnum
básum hvað kynhneigðina
snertir? Við síðustu at-
hugasemd þinni mundu ef-
laust margir fórna höndum
og segja að samlíf með ein-
staklingi af sama kyni sé
einmitt ekki eðlilegt eða
náttúrlegt. En hvað þýðir
„eðlilegt" eða „náttúrlegt"
í þessu tilviki? Allt um það
í næsta pistli.