Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991 23 SfÖD 2 ... fær Jón Bjartmarz, yfirmaður víkingasveit- ar lögreglunnar, fyrir besta áramótaskaupið. Skot í myrkri (A Shot in the Dark) föstudaginn 4. janúar kl.21.30. Peter Sellers upp á sitt besta í hlutverki hins sein- heppna Clouseau lögreglufor- ingja sem ævinlega dettur niður á lausnir flókinna glæpamála fyrir tóman misskilning. Besta Clouseau-myndin. Aftökusveitin (Firing Squad) föstudaginn 4. janúar kl.23.10. Ein af þessum „stranglega-bönn- uð-börnum‘‘ dellumyndum sem því miður taka sjálfar sig alvar- lega. SJÓNVARPID Rainbow Warrior-samsærið föstudaginn 4. janúar kl.22.25. Nýsjálensk sjónvarpsmynd um sprengju frönsku leyniþjónust- unnar sem sökkti skipi Green- peace. Það er ekkert grín að vera „grínpísari”. Mannshvarf (Anmald Försv- unnen) laugardaginn 5. janúar kl.23.15. Hér er sænsk hasar- mynd fyrir þá sem vilja tilbreyt- ingu frá bandarískum hasar- myndum. Uppskriftin er að vísu sama: Löggan Hassel fer eigin leiðir í starfi og einkalífi, drekkur eins og svín og leysir málin. urreisnarinnar. Ekkert til sparað að framkalla andrúmsloft himn- eskrar gleði og geggjunar. BIOIN Ryð Regnboganum kl. 5, 7, 9 og 11. Þetta er spurning um þjóð- rækni — auðvitað fara allir á ís- lenskar myndir, jafnvel þótt þeim hundleiðist. Þar fyrir utan er þess virði að forvitnast um það hvort þeir Sigurjón og Lárus eru bara frægir í útlandinu. Vetrarfólkid Winter People Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11. Halla og heiðarbýlið upp á ensku. Stór- brotið, ekki satt? Er þetta ekki bara mynd fyrir Alpaklúbbinn og flugbjörgunarsveitirnar? Árið hófst eins og það endaði, með ávarpi Markúsar Arnar Antons- sonar, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, og hon- um sjálfum á skjánum. ^■■■■^^^■■■^■^■■■^■■■■1 ELLERT SCHRAM Trípólíbíói árið 1945 en Jónas og Halldór eru auðvitað óháðir tím- ans hvössu tönn. Ljóðalestur, list- dans og ljúfir tónar. TÓNLISTIN Tvöfalda beatið á Tveimur vin- um við Laugaveg föstudag og laugardag. Hljómsveit sem skip- uð er alkunnum gleðigjöfum: Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafs- syni, Stefáni Hjörleifssyni, Eiði Arnasyni og Ólafi Hólm. en allir lofa. Einnig hefur hún fengið verðlaun í útlandinu, sem fer vel í snobbaða íslendinga. Prakkarinn Problem Child Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11. Úr myndabók Jónasar Hall- grímssonar í leikgerð Halldórs Laxness á litla sviði Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, föstudag og sunnudag. Fyrst sett á svið í Sex-menn riða á vaðið á Gauki á Stöng föstudag og laugardag. Hljómsveitin er raunar skipuð fjórum piltum en ekki sex eins og nafnið gæti gefið til kynna. Þeir LJÓSMYND: SIGURÞÓR HALLBJÖRNSSON Skrautsýning í Flórens (Una Stravaganza dei Medici o.s.frv.) sunnudaginn 6. janúar kl.16.00. Glæsiframreiðsla á 400 ára gam- alli skrautsýningu frá Ítalíu end- Trylltást Wiid at Heart Háskóla- bíói kl. 5.10, 9 og 11.15. Þetta er önnur spurning um þjóðrækni. Þar fyrir utan er þetta ein af þeim myndum sem enginn skilur ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 þoka 6 bragðs 11 tólg 12 ótraust 13 rotta 15 bjargarlaus 17 þjálfa 18 drabb 20 þögull 21 umrót 23 kvabb 24 lögun 25 eðlið 27 einblíni 28 ruglukollur 29 háð 32 góðs 36 illgresi 37 brún 39 hár 40 ævi 41 fim 43 lög 44 klaufsk 46 kvarnaði 48 hleyp 49 kámað 50 borðandi 51 bleytan. LÓÐRÉTT: 1 fasmikla 2 dafna 3 hlýju 4 löðurs 5 duglegs 6 grasrót 7 mæt 8 tré 9 greinast 10 rifu 14 mjög 16 ásakar 19 ríkidæmi 22 skrína 24 gráðu 26 gagn 27 forsögn 29 kvenmannsnafn 30 klifur 31 ágengur 33 hélt 34 loddara 35 eftirtölusamur 37 stakri 38 menn 41 uppspretta 42 hrogn 45 erfðavísir 47 draup. Ekki fyrir barnafólk. Það ætti að vera leyfilegt að henda sumum börnum. Skjaldbökurnar Teenage Mut- ant Ninja Turtles Háskólabíói kl. 5, 7, 9 og 11. Góðu tíðindin eru þau að þú færð 10% afslátt á pits- um ef þú sérð þessa mynd. MYNDLISTIN Listasafn Islands. Verk úr eigu safnsins prýða alla sali Lista- safnsins um þessar mundir. Kjör- ið tækifæri til að kynnast göml- um og nýjum meisturum í glæsi- legu húsnæði. Og listaverkin á kaffistofunni eru raunar ekkert siðri. LEIKHÚSIN Á köldum klaka eftir Ólaf Hauk Símonarson og Gunnar Þórðar- son í Borgarleikhúsi föstudag og sunnudag. Islenskur ærsla- og söngleikur þar sem gamalt vín er sett á nýja belgi. Tæknilega margbrotin sýning en ekki eftir- minnileg. Ættarmótið eftir Böðvar Guð- mundsson hjá Leikfélagi Akur- eyrar föstudag og laugardag. LA er einna duglegast leikfélaga við að setja ný íslensk leikrit á svið: Ættarmótið er þjóðlegt og dálít- ið lævíslegt verk sem kemur á óvart. Norðanmönnum til sóma. Rígólettó eftir Giuseppe Verdi í íslensku óperunni föstudag og laugardag. Glæsileg sýning þar sem öllu er kostað til, og kannski aðeins rúmlega það. Tilvalin sýning fyrir þá sem hefur lengi langað en aldrei þorað. Þetta rauðvín kemur frá héraðinu Piemonte á (talíu. Það er gert úr nebbiolo-vínberjum og er náskylt Barolovíninu. Árgangurinn er '78 og er hann fullþroskaður. Bragðið er nokkuð tann- ískt, það er eftirbragðið er svolítið beiskt eða rammt. Þetta telst þokkalegt rauðvín og hentar ágætlega með bragðmiklum kjötrétt- um. Barbaresco kostar 1100 krónur í ríkinu. troða upp í fyrsta skipti og eng- inn veit hvort Sex-menn eru snillingar, meðaljónar — eða. .. Perez-brædur á Blúsbarnum Laugavegi 73. Fy.rir þá sem hafa gaman af tilefnislausum lífs- háska: Perez-bræður eru til alls líklegir þegar það fer að hitna í kolunum... BÓKIN Mýrarenglarnir falla eftii ,g- fús Bjartmarsson. Fyrsta p"ösa- bók Sigfúsar en það er fráleitt nokkur byrjendabragur á Mýrar- englunum. Sigfús hefur stáltök á stílnum og getur galdrað fram magnþrungna stemmningu. Sterkasta fyrsta bók íslensks höf- undar í háa herrans tíð. VEITINGAHÚSIN ■ Kaffistofan Splitt Laugavegi 20 b er líklega huggulegasta kaffi- húsið í bænum. Ekki dregur úr að kaffið er hið ágætasta, ex- presso, cappochino og svo venju- legt kaffi í pressukönnum sem bornar eru á borð. Hægt er að fá meðlæti margs konar, súpu, dí- sætar kökur og brauð með osti. Raunar allt nema vín. Kaffi-Splitt er kjörstaður fyrir fólk í róman- tískum stellingum hvaða tíma dags sem er og ágætis upphafs- punktur á næturrölti. Staðurinn er venjulega opinn til hálf tólf á kvöldin. NÆTURLÍFIÐ N 1 Bar eða öllu heldur „Enn einn bar“ byrjaði með látum og virtist ætla að verða athvarf bó- hema og mismisskilinna lista- Vinsœlustu myndböndin 1. Total Recall 2. Internal Affair 3. We are no Angels 4. Always 5. Hunt for Red Octo- ber 6. A Cut Above 7. Nuns on the Run 8. An Innocent Man 9. Foxtrot 10. Look Who's Talking manna. Innréttingin er kuldaleg: járn, speglar og plast og ekkert kjaftæði. Einar Örn Sykurmoli afgreiddi á barnum til skamms tíma og Gunnþór úr Q4U gætti dyranna af hæfilegri einurð. Nú eru þeir báðir hættir og N 1 Bar hefur daprast flugið. Flest kvöld eru fáir gestir og flestir með hauströkkrið yfir sér. Um helgar er enn þá margt um manninn. Þetta er staður fyrir þá sem vilja drekka, tala gáfulega og skiptast á þýðingarmiklum augnatillit- um. En því miður er N 1 Bar bara enn einn bar. . . FJÖLMIÐLAR Stundum átta ég mig á að það er ekki til einn heimur heldur margir heimar, ekki ein Reykjavík heldur margar Reykjavíkur. Það gerðist til dæmis þeg- ar kona nokkur hringdi í út- varpið fyrir nokkrum árum og kvartaði yfir öllum plast- pokunum sem fykju um göt- urnar, þrýstust á framrúður á bílum svo bílstjórarnir sæju ekki út og legðust fyrir öll vit á smábörnum svo þeim lægi við köfnun. Þetta var ekki sú Reykjavík sem ég bjó í. Sama gerðist þegar ég las lesendabréf frá manni sem krafðist þess að ruslaralýð- urinn niðri í miðbæ yrði fjar- lægður. Hann sagði þetta fólk sitja á öllum bekkjum svo heiðvirt fólk gæti hvergi tyllt sér niður, æti sorp og hrifsaði mat af fólki á veit- ingastöðum. Þetta var enn ný Reykjavík og einhver allt önnur en ég hafði búið í. Sama tilfinning kemur oft upp þegar ég les DV og síð- ast núna á miðvikudaginn. Eins og flestum var kunn- ugt höfðu nágrannaerjur á Laugaveginum komist í æðra veldi á nýársdag. Þar hafði maður hreytt morðhót- un i annan og sá klagað í lögguna. Þetta hefðu sjálf- sagt ekki þótt tíðindi frekar en annað drykkjuröfl ef vik- ingasveit lögreglunnar hefði ekki heyrt af þessu, lokað Laugaveginum og staðið með lambhúshettur úti í kuldanum í heila fimm klukkutima. Þegar hún braust loks til inngöngu fann hún ekki neitt sem svipaði til skotvopna. Það var helst tal- ið líklegt að maðurinn hefði hótað að skjóta nágranna sinn með sturtuhenginu. En þrátt fyrir að þjóðin væri fyrir löngu farin að hlæja að þessu öllu, og þá sérstaklega vikingasveitinni og nágrannanum, þá sló DV upp frétt af þessu eins og um einhvern voðalegan hildar- leik hefði verið að ræða. Þótt fréttin hafi ekki verið í takt við raunveruleikann var hún í takt við fjölmargar fréttir DV af einhverri ein- kennilegri Reykjavík þar sem ríkir hernaðarástand á götum borgarinnar og alls kyns undirheimalýður veð- ur uppi og hrellir góðborg- ara. Áf þessum fréttum má ráða að Reykjavík fari versn- andi og sé á lóðréttri leið til andskotans. Þetta er ekki sú Reykjavík sem ég lifi i. ^ Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.