Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
Ertu ein(n) af þeim sem mceta í
ranghuerfripeysu í vinnuna?Seturbu
öskubakkann inn í ísskáp? Ferbu
meb skjalatöskuna í ruslib og rusla-
pokann í vinnuna? Reynirbu ab
opna bíldyrnar meb húslyklunum?
Seturbu haframjöl í þvottavélina?
Þá ertu utan vib þig og œttir ab lesa
áfram. Lítils háttar utanvelta vib
hvunndagsstrebib er oftast saklaus
en geturþó orbib pínleg. Undirmeb-
vitund okkar er þab sterk ab í flest-
um tilfellum komumst vib hjá stór-
áföllum þó ab hugur okkar sé ekki
eingöngu bundinn vibfangsefninu
hverju sinni. Þab ab fara í sokkun-
um í babkarib og missa stjórn á bif-
reib getur hvort tveggja stafab af
hugsunarleysi en er afólíkum rótum
runnib.
Orsakir þess að fólk missir minnið
tímabundið, segir eitt þegar það ætl-
aði að segja annað, missir stjórn á
atburðum sem virðast einfaldir og
hversdagslegir, eru einnig mjög mis-
munandi. Til er ákveðin tegund af
flogaveiki þar sem köstin lýsa sér á
þann hátt að fólk virkar mjög ann-
ars hugar en er í raun og veru alger-
lega í öðrum heimi og getur tekið
upp á hverju sem er. En sem betur
fer er slíkt mjög sjaldgæft og hin
venjulega utanvelta við lífið og til-
veruna stafar oftast nær af miklu
hversdagslegri hlutum.
FREUDÍSK MISMÆLI
Freud hélt því fram að öll mismæli
og villur í daglegum athöfnum
styddust við raunverulegar óskir
okkar eða dulinn tilgang. Það var
lengi vel skoðun allra þeirra sem að-
hylltust sálgreiningu Freuds. Við
reynum oft að bæla óþægilega
reynslu og jafnvel óvelkomnar ást-
artilfinningar með því að sökkva
okkur í önnur viðfangsefni. Þessar
tilfinningar ryðjast þá í gegn undir
ólíklegustu kringumstæðum. ís-
lenskukennarinn á Vellinum hefði
sennilega fallið undir skilgreiningu
freudista þegar hann fann ekki
kennaraprikið sitt og fórnaði hönd-
um fyrir framan skólabekk af hús-
mæðrum og hrópaði: „Have you
seen my prick?"
MISMUNANDI FORRIT
Áætlanir eru fyrir hugann eins og
forrit fyrir tölvu. Við getum auð-
veldlega ofboðið skilningarvitunum
með því að einbeita okkur að of
mörgum ólíkum viðfangsefnum.
Fyrir sum okkar er of flókið að fara
í yfirhöfnina. Athuga hvort bíllykl-
arnir eru í vasanum og opna dyrnar
um leið og við kveðjum. Það endar
þá gjarnan með því að við förum út
á sokkunum. Við föllum þá senni-
lega undir skilgreininguna innhverf-
ir einstaklingar meðan þeir út-
hverfu geta skipt úr einni hugsun í
aðra eins og á vel smurðum gírkassa
og virðast aldrei misstíga sig.
ÞETTA LIGGUR UÓST FYRIR
EN BARA EKKI í
AUGNABLIKINU
Rannsóknir sýna að það er fylgni
miili persónuleika fólks og þess að
vera viðutan. En fyrir suma er þetta
oft og tíðum tímabundið vandamál
sem stafar af einhvers konar álagi.
Þegar um slíkt er að ræða einbeitir
nútíma sálfræði sér að orsökum eins
og kvíða og stressi. Það hefur fund-
ist ótvíræð fylgni milli prófkvíða og
frammistöðu á prófum en þrátt fyrir
það eru þau enn í hávegum höfð.
Margir kannast við afsakanir úr
prófum eins og: „Ég vissi þetta en ég
mundi það ekki,“ eða: „Þetta var
mjög létt próf en ég kom bara ekki
fyrir mig svörunum". í flestum tilvik-
um þykir þetta ómerk afsökun og
nemendur eru barasta reknir heim
til að lesa betur.
ÞINGKVÍÐI
En hvað með stjórnmálamenn
sem gleyma? Skyldu þeir vera
haldnir þingkvíða?
Við íslendingar getum státað af
mörgum utangátta stjórnmála-
mönnum. Líklega kemst þó enginn
með tærnar þar sem Steingrímur
Hermannsson hefur hælana í þeim
efnum. Hann hefur þó ekki verið
rekinn heim af Alþingi íslendinga til
að lesa. Þvert á móti nýtur Stein-
grímur sérlegrar verndar þjóðarinn-
ar fyrir að vera mannlegur. Reyndar
HREGGVIÐUR JÓNSSON, alþingis-
maður og fyriyerandi formaður
Skíðasambands íslands. Lengi verð-
ur í minnum haft þegar hann gleymdi
að taka með skíði fyrir keppanda á
Ólympíuleikunum.
VIGGÓ VIÐUTAN ber nafn með
rentu, vel meinandi en uppsker ekki
alltaf í samræmi við það.
(
VILHJÁLMUR VANDRÁÐUR pró-
fessor, einkavinur Tinna. Stundum
mætti halda að hann heyrði illa en
auðvitað er hann bara prófessor.
STEINGRÍMUR HERMANNSSON forsætisráðherra, frægasta dæmið um við-
utan íslending. Grípur til minnisleysis við ótrúlegustu tækifæri.
JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNS-
SON alþingismaður, stundum annars
hugar í þinginu og hefur höfuðhögg
hlotist af, eins og sjónvarpsáhorfend-
ur fengu að sjá á dögunum.