Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
5
Formenn stjórnmálaflokkanna
fóru misvel út úr vali rásar 2 á
„manni ársins Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæð-
isflokksins átti svo
sannarlega ekki upp
á pallborðið hjá
fólki, hann hlaut að-
eins sjö tilnefningar
— jafnmargar og
Stefán Valgeirs-
son. Þorsteinn rétt marði Kristin T.
Haraldsson, sem er betur þekktur
sem Kiddi rótari og er bílstjóri Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Jón
Baldvin hlaut hins vegar 30 tilnefn-
ingar sem maður ársins, snöggtum
færri en Jóhanna Sigurðardóttir,
varaformaður flokksins, sem fékk
55 atkvæði. ..
m áramótin var nafni Reyk-
vískrar endurtryggingar breytt í
Reykvísk trygging en umsvif fyrir
---- — tækisins hafa aukist
. verulega síðustu
B misseri. Sömu menn
| eru við stjórnvölinn,
fl Gísli Örn Lárus-
ÆL son forstjóri og Öss-
í ur Skarphéðins-
son aðstoðarfor-
stjóri. Jafnframt var stofnað nýtt fyr-
irtæki, Reykvísk líftrygging hf. Hið
nýja fyrirtæki mun meðal annars
bjóða heilsutryggingar en það er ný-
mæli á tryggingamarkaðinum hér-
lendis. Forstjóri hefur enn ekki verið
ráðinn en fátt er talið koma í veg fyr-
ir að Össur veljist í starfið. Nema
auðvitað hann fari á þing...
C
■^ú kona sem hlaut flest atkvæði
sem maður ársins hjá hlustendum
rásar 2 var Jóhanna Siguröardótt-
ir félagsmálaráð-
herra. Næst henni
var Jakobína Þor-
módsdóttir sem er
fötluð og blind en lét
það ekki aftra sér frá
því að gefa út ljóða-
bók. Sigríður Bein-
teinsdóttir söngkona kom næst og
siðan þær Sigrún Edvaldsdóttir
fiðluleikari, Rósa Ingólfsdóttir
fjöllistamaður og Jóhanna Krist-
jónsdóttir blaðamaður og íraks-
fari...
MiR intendo-leikjatölvurnar
virðast nú hasla sér völl á íslenskum
heimilum. Hátt á þriðja þúsund slík-
ar voru í jólapökkum íslenskra
barna og unglinga um jólin. Leikir
þessir slá því ekki út sölumetið á
einu einstöku tæki, fótanuddtækinu
fræga, sem seldist til jólagjafa um
árið, í meira en tólf þúsund eintök-
um. Tækið er japanskt, flutt inn af
Hljómco, en það er fyrirtæki Þor-
steins Gardarssonar kaupmanns,
og selt í mörgum verslunum. Tækið
fór að seljast, þegar verðið lækkaði
skyndilega úr 24 þúsundum niður i
14 þúsund, og varð þar með jólagjöf
barnanna...
M
■ W Meira um Nintendo-tölvurn-
ar frá Japan. Búast má við málaferl-
um vegna slíkra tækja. Hljómco
mun ekki vilja una því að fyrirtækið
Alefli kaupi inn og selji á markaði
hér það sem þeir telja vera eftirlík-
ingar af leikjatölvunni. Málaferli
vegna þessa eru á döfinni víðar um
heiminn. Hljómco-menn segja að
eftirlíkingin svari engan veginn
þeim kröfum sem gera verði til tækj-
anna, kerfið sé ekki nógu öflugt fyr-
ir Nintendo-leikina. Það var Mikli-
garður sem sá um söluna á þessum
tækjum fyrir jólin, og bauð mun
lægra verð en Hljómco og aðrir sem
seldu „originalinn" ...
BARNADANSAKENNSLA
GÖMLUDANSAKENNSLA
SAMKVÆMISDANSKENNSLA
LATIN
STANDARD
AÐEINS LÆRÐIR
DANSKENNARAR SJÁ
UM DANSKENNSLU
AIÝIDMSKÓUNM
SKILAR BETRI ARANGRI
TAKMARKAÐUR
NEMENDAFJÖLDI í
HVERJUM TÍMA
YMSiR FRABÆRIR
GESTAKENNARAR í VETUR
ANNE LINGARD
RICHARD HUNT
SAMMY STOPPFORD
BARBARA McCALL
REYKJAVIK
ARMULA 17a
SIMI 38830
HAFNARFIRÐI
REYKJAVIKURVEGI 72-
SÍMI: 652285
Innritun hafin i simum
38830 - Reykjavík 652285 - Hafnarfirði
Gleóilegt nýtt ár
Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar
Visa - Euro raógreióslur
NYTT A ISLANDI
SPOD I PETTA ATT
DANSKENNSLA Á MYNDBANDI
(tarleg lýsing og kennsla
GOH FYRIR ALLA
FRAMLEIÐANDI: MYNDBÆR FYRIR NYJA DANSSKOLANN
Stómíi Isala
'o afslattur
af öllum vörum
verslunarinnar
Dæmi: 40x40 cm. flísar frá Msiga áður kr. 2.699,- nú kr. 2.159,-
" " 15x15 cm. físar, áður kr. 1.640,- nú kr. 1.148,-
" " 20x30 cm. veggflísar, áður kr. 2.622,- nú kr. 1.311,-
Afgangar kr. 1.000,- pr. fm.
Afsláttarverö miöast
viö staðgreiöslu.
iii r n iiiii n
a
"■TnilTlllÍJIJa
11 UXLUAisBIIi
TT I I I I I I I I I I
við Gullinbrú, Stórhöfða 17
Sími: 674844 — Fax 674818