Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
Þorgrímur Þráinsson
KannsKi eru
dulin öfl aö
hvísla að mér
,,Ég er oftast hrœddur uid mikla
athygli. Stundum finnst mér ad
minn persónuleiki passi ekki inn í
þaö sem ég er aö gera og eitthvad
hid innra nái ekki að fylgja því eftir
ad ég nái árangri. Aö þaö sé mér
eölislœgara að elta rollurnar og gefa
kúnum," segir Þorgrímur Þráinsson.
Hann er metsölurithöfundur, rit-
stjóri, blaöamaöur, íþróttamaöur
og fyrirsœta. Hann er nýhœttur í
fótboltanum eftir óteljandi leiki
rneð Valog landsliðinu. Vareittsinn
valinn myndarlegasti íþróttamaður
landsins. Hann er meira að segja
varaþingmaður og mögulegt að
hann sjáist á þingi í vetur. Ef Ingi
Björn Albertsson forfallast og skip-
stjóri nokkur frá Akranesi nœr ekki
að leysa af á þjóöarskútunni við
Austurvöll.
Þorgrímur trónaði efstur í jóla-
bókasölunni með aðra unglingabók
sína „Tár, bros og takkaskó“. Hún
hefur selst í um 8.500 eintökum en
hin fyrri í 4.800. Fáir rithöfundar
geta státað af slíkum tölum.
Fyrstu ár ævi sinnar bjó Þorgrím-
ur í Reykjavík en var alltaf í sveit á
sumrin. „Tíu ára fluttist ég til Ólafs-
víkur. Sem barn var ég leiðinlega
þægur. Mér finnst reyndar að ég hafi
aldrei slett almennilega úr klaufun-
um, hvorki sem barn né fullorðinn."
Þorgrímur segist hafa hlotið gott
uppeldi hjá foreldrum sínum og
ömmu og afa sem hann dvaldi lang-
tímum hjá. „Þorgrímur afi var prest-
ur á Staðarstað á Snæfellsnesi.
Hann var mikill kennimaður og rak
heimavistarskóla marga vetur og
tók að sér unglinga sem voru erfiðir
eða gekk illa að læra. Meðal ann-
arra Flosa Ólafsson og fleiri nafn-
togaða menn. Margir þeirra eiga
honum mikið að þakka og hafa
minnst þess síðar í viðtölum hversu
gott þeir hafi haft af vistinni á Stað-
arstað."
„HUNSKIST HÉÐAN ÚT OG GER-
IÐ EITTHVAÐ AF vm“
Hann fór í Menntaskólann í
Reykjavík. „Ég var hálfgerð veggja-
lús til að byrja með. Fór í hönk þegar
yrt var á mig. Sé dálítið eftir því
núna að hafa ekki tekið virkari þátt
í félagslífi MR. Ég flaut bara með.“
Þorgrímur minnist Guðna rektors
með óttablandinni virðingu. „Ég
féll eitt sinn í jólaprófum og var tek-
inn á beinið. Hann spurði hvern
andskotann ég væri að gera og ég
stamaði því upp að ég væri að æfa
karate. Hann leit á mig og þagði í
mínútu með hrikalegan svip en rak
síðan upp skaðræðis karateöskur.
Ég hrökk til baka en hann sagði:
„Haldið þér að það sé eitthvert vit í
svona íþrótt? Hunskist héðan út og
farið að gera eitthvað af viti.“ Mér
hefur alltaf þótt mjög vænt um hann
og tel hann einn besta kennara sem
ég hef haft.“
Þorgrímur hafði verið góður
námsmaðurí gagnfræðaskóla. „Svo
dró úr árangrinum í MR, þá hafði ég
meiri áhuga á íþróttum. Ég var svo
mjög tvístígandi eftir stúdentspróf.
Var lengi að hugsa um framhaldið
en sagði loks: Nú hætti ég þessu
kjaftæði, skrái mig í viðskiptafræði
og gerist ríkur. Ég keypti mér skjala-
tösku og ætlaði að gerast áskrifandi
að Time og Newsweek og breyta al-
gjörlega um. Vantaði bara gleraug-
un og Boss jakkafötin. En um leið og
ég fór á þessi bókfærslunámskeið
hvarf viðskiptafræðingurinn með
það sama. Ég entist þar í hálfan
mánuð. Fór úr þeirri falsveröld í
ensku en hætti þar líka.“
Hann hélt til Parísar og hóf
frönskunám í Sorbonne. „París
bjargaði á vissan hátt lífi mínu; ég
fór að heiman og stóð einn uppi,
nánast í fyrsta skipti. Mér fannst
borgin hræðileg í upphafi, hús, bílar
og hávaði, en eftir viku var ég kom-
inn á aðra skoðun. Þar gerðist líka
margt skondið. Til dæmis gekk að
mér virðulegur karlmaður og bað
mig um að sofa hjá sér. Ég hefði ef-
laust lamið hann ef þetta hefði gerst
á íslandi. Ég eyddi tíu mínútum í að
útskýra að ég hefði meiri áhuga á
kvenfólki en karlmönnum og hafði
að mörgu leyti gaman af þessari
undarlegu uppákomu.“
SKEMMTI SÉR KONUNGLEGA
YFIR KJAFTASÖGUNUM
Bakvörðurinn geislar af fjöri og
framsækni en segist hafa verið á eft-
ir jafnöldrum sínum á mörgum svið-
um. „Til dæmis lærði ég ekki að
synda fyrr en tölf ára, tók seint
framförum í fótbolta, fram eftir aldri
vissi ég vart muninn á kynjunum,
flutti 25 ára að heiman fyrir alvöru,
gifti mig á gamals aidri, Ragnhildi
Eiríksdóttur, í rauninni einu stúlk-
unni sem ég hafði verið með á föstu.
Eignaðist seint bíl og svo mætti
lengi telja."
Þorgrímur er bindindismaður, þó
ekki ofstækisfullur. „Á árunum sem
Hollywood var og hét var ég mikið
að skemmta mér en var þó ragur.
Mér fannst þeir sem voru undir
áhrifum áfengis mun ákveðnari og
hugrakkari. Eitt sinn hugsaði ég
með mér: Nú kaupi ég glas til að sjá
hvað gerist. Ég leit mjög flóttalega í
kringum mig. Laumaði glasinu inn á
mig. Gekk flautandi inn á klósettið,
settist þar og drakk úr glasinu með
miklum harmkvælum. Man ekki
einu sinni hvað var í því. Ég fann
enga breytingu á mér og varð fyrir
miklum vonbrigðum. Þetta var upp-
hafið og endirinn á áfengisneyslu
rninni."
Hann segist telja áfengisneyslu
oftast vera blekkingu eða flótta. „Ég
skil þó vel að fólk fái sér í glas á góð-
um stundum en það hentar mér
ekki. Á ákveðnum aldri hefði ég þó
þurft þess með, til að opna mig og
vera félagslyndari. En þetta er mitt
hlutskipti og ég er sáttur við það."
Það hefur löngum loðað við Þor-
grím að hann hljótj að hafa verið
mjög kvensamur. „Ég átti mikið af
vinkonum og var því kannski álitinn
kvennabósi, mátti ekki labba út af
skemmtistað með vinkonu án þess
að bókað væri að ég svæfi hjá
Eitt sinn heyröi ég því fleygt að ég hlyti að vera eitthvað
skrítinn eða hinsegin. Það hefur væntanlega komið frá
einhverri sem varð lítt ágengt við mig.
henni. Stundum skemmti ég mér
konunglega við að hlusta á kjafta-
sögur um mig. Eitt sinn heyrði ég
því fleygt að ég hlyti að vera eitt-
hvað sicrítinn eða hinsegin. Það hef-
ur væntanlega komið frá einhverri
sem varð lítt ágengt við mig.“
Þorgrímur segist vera á tímamót-
um. Kominn í frí frá fótbolta og far-
inn að Iíta annað. „Mér finnst ein-
hvern veginn að sú staða sem ég er
í núna hljóti að hafa verið fyrirfram
ákveðin, að örlögin hafi tekið í
taumana. Ég dett þannig inn í blaða-
mennsku. Eg var í París þegar Stein-
ar J. Lúðvíksson bað mig að skrifa
grein um borgina. Það hafði aldrei
hvarflað að mér að ég gæti skrifað.
Hafði fram að þessu verið gjörsam-
lega hugmyndasnauður en nú
sækja hugmyndirnar fast að mér.“
EINS OG NÝBORINN KÁLFUR Á
HÁLU SVELLI
Tvær vel heppnaðar unglinga-
bækur eru nú að baki. „Eftir að ég
ákvað að skrifa unglingabók kann-
aði ég markaðinn: Er til eitthvað af
bókum þar sem skrifað er um íþrótt-
ir í bland? Svarið var nei. Ég uppiifi
bækurnar sjálfur sterkt. Ég læt ungl-
ingana reyna margt sem ég hefði
viljað gera. Sem ég sakna úr æsku
minni. Viðbrögð lesenda við fyrri
bókinni hvöttu mig mjög til að
skrifa þá síðari. Ég fór talsvert í
skóla og las upp úr bókinni og ræddi
við krakkana. Fékk að mörgu leyti
„formúluna" frá þeim. Margir þakk-
látir unglingar haf a sent mér bréf og
það er bæði ánægjulegt og hvetj-
andi. Ég tel mig hafa þroskast milíi
bóka, sú síðari finnst mér mun
betri."
Þorgrímur er þegar farinn að
leggja drög að næstu unglingabók.
„Auk þess er ég kominn með hug-
mynd að skáldsögu fyrir fullorðna
og hún lætur mig alls ekki í friði. Ég
punkta niður í þá bók nánast dag-
lega en ætla að vera lengi að skrifa
hana. Það er svo undarlegt að þegar
maður er búinn að skrifa einu sinni
fæst enginn friður. En mér finnst ég
vera eins og nýborinn kálfur á hálu
svelli. Á upphafsreit ákveðins
þroskastigs. Ég er í raun að þroskast
jafnmikið og unglingarnir sem lesa
bækur mínar."
Þorgrímur hóf háskolanám í alls
fjórum fögum, síðast íslensku, en
lauk engum prófum. „Ég veit að ég
á eftir að fara í íslensku í Háskólan-
um og ég hef líka mikinn áhuga á að
læra betur frönsku og önnur tungu-
mál. Ég ætla að láta verða af þessu
en hef líka á tilfinningunni að ég eigi
eftir að búa í útlöndum um skeið.
Það er svo margt sem freistar þótt
tíminn leyfi ekki allt. Kannski eru
dulin öfl að hvísla að mér. Einn af
mínum stærstu draumum er að upp-
lifa hið óþekkta. Ég veit að líf eftir
dauðann er staðreynd. Einn besti
vinur minn er miðill og ég um leið
í tengslum við annað tilverustig. En
ég lifi með þessu, ekki eftir því.
Hver er sinnar gæfu smiður."
Fridrik Þór Guðmundsson