Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
PRESSAN
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson
Hrafn Jðkulsson
Siguröur Már Jónsson
Sigurjón Magnús Egilsson
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson
Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson
Prólarkalesari: Helgi Grímsson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressán og Alþýðublaöiö:
1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakiö.
Hörmungarsaga
ríkissaksóknara
í PRESSUNNI í dag er fjallað um embætti ríkissaksóknara. Þar
kemur fram að þeir sem stýra því embætti hafa gert sig seka um
fjöldamörg mistök á undanförnum árum.
Sum þessara mistaka hafa leitt til þess að sakamenn hafa fengið
styttri refsingu en þeir hefðu annars fengið. Það er í sjálfu sér
kannski ekki mikið tiltökumál. Við íslendingar erum vanir sífeild-
um breytingum á leikreglum þjóðfélagsins. ísiand er eins konar
happdrættisland. Ríkissaksóknari hefur veitt viðkomandi saka-
mönnum slíka vinninga með mistökum sínum.
Það er hins vegar alvarlegra þegar ríkissaksóknaraembættið
ákærir menn að tilefnislausu. Stundum liða nokkur ár áður en hið
sanna kemur í ljós. Á meðan verða mennirnir og aðstandendur
þeirra að sætta sig við ruglið í ríkissaksóknara eins og hvert ann-
að hundsbit.
Mörg stærstu sakamál seinni ára hafa ýmist klúðrast í höndum
rannsóknaraðila og ríkissaksóknara eða reynst tilhæfulaus della.
Geirfinnsmálið, okurmálið og Hafskips- og Útvegsbankamálið
eru stærstu dæmin. í þessum þremur málum var hátt á annað
hundrað manns ranglega ákært og aðrir hnepptir í gæsluvarð-
hald að tilefnislausu. Allir þurftu að líða fyrir mistök ákæruvalds-
ins.
Ferill embættis ríkissaksóknara hlýtur að benda til þess að
starfsmenn þess og stjórnendur finni lítið fyrir þeirri ábyrgð sem
hvílir á þeim. Sú staðreynd að þeir geta skaðað saklausa virðist
ekki halda aftur af þeim.
Sjálfsagt má afsaka þessa menn fyrir því að íslendingar virðast
hafa afskaplega litla tilfinningu fyrir borgaralegum réttindum.
Kannski er það sökum þess að þeir þurftu aldrei að berjast að ráði
til að fá þau. Þau fylgdu einfaldlega með þegar íslendingar öðluð-
ust sjálfstæði.
En þótt þjóðin hafi ekki ríka tilfinningu fyrir borgaralegum rétt-
indum eiga þeir sem fara með ákæruvaldið ekki að slá af kröfum
sínum. Þeir eiga að standa og falla með verkum sínum.
Það er umhugsunarefni að hörmungarsögur nokkurra um-
fangsmestu sakamála síðari ári skuli ekki hafa leitt til afsagnar
neins af starfsmönnum ákæruvaldsins að Jónatan Þórmundssyni
slepptum. Þegar hann tók þá ákvörðun urðu meira að segja marg-
ir til þess að gagnrýna hann og sögðu hann hætta í miðjum leik.
Hann hefur ef til vill ekki litið á hlutverk sitt sem einhvern leik.
Það hefði verið nær fyrir Hallvarð Einvarðsson, sem stuttu áður
hafði einnig birt saklausum mönnum ákærur í sama máli, að
segja líka af sér eftir niðurstöður Sakadóms.
Tímasprengjan
Það er ekki að furða að
sumir ráðherrar vilji rjúfa
þing og efna til kosninga hið
bráðasta. Þeir sitja á tifandi
tímasprengju því að þeir not-
uðu ekki það svigrúm sem
hinir hóflegu kjarasamningar
(„þjóðarsáttin") í ársbyrjun
1990 veittu þeim til þess að
kippa ríkisfjármálum og pen-
ingamálum í lag. Peninga-
magn í umferð hefur stórauk-
ist árið 1990 en það er ekkert
annað en ávísun á verðbólgu
einu eða tveimur árum síðar.
Peningar eru eins og önnur
vara: ef framleitt er of mikið
af þeim þá falla þeir í verði.
Og Ólafi Grímssyni fjármála-
ráðherra hefur þrátt fyrir
óskapleg mannalæti á opin-
berum vettvangi mistekist að
stjórna ríkisfjármálum: þar
hefur allt farið úr böndum.
Næsta haust hlýtur að
verða sprenging á vinnu-
markaðnum vegna undanfar-
andi peningaþenslu. Það er
ekki hið eina sem á áreiðan-
lega eftir að gerast. Þá verður
enn ljósara en nú hversu
mörg hundrúð milljónum og
jafnvel milljörðum króna hef-
ur verið sóað í að halda óhag-
kvæmum fyrirtækjum á floti
með Stefánssjóðum þeim
sem ríkisstjórnin stofnaði
strax fyrsta ár sitt. í þriðja lagi
bíður auðvitað stjórnin dóms
í málinu sem höfðað hefur
verið vegna bráðabirgða-
laganna gegn Bandalagi há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna, en verið getur að
setning þeirra verði úrskurð-
uð stjórnarskrárbrot þar sem
formlegum skilyrðum fyrir
bráðabirgðalögum hafi ekki
verið fullnægt og um sé að
ræða eignaupptöku hjá af-
mörkuðum hópi manna.
Þetta er ríkisstjórn skamm-
tímalausna og sjónhverfinga.
Þeir Fattur og Brattur, Jón
Baldvin og Ólafur Grímsson,
láta sér hvergi bregða hvað
sem á dynur. Jón Baldvin
kaupir inn áfengi á kostnað-
arverði fyrir ritstjóra Alþýðu-
blaðsins, notar sendiherra-
embætti sem skiptimynt í
pólitískum hrossakaupum og
raðar frændum sínum í feit-
ustu forstjóraembætti lands-
ins (hjá íslenskum aðaiverk-
tökum). Ólafur Grímsson
reynir að bjarga gjaldþrota
fyrirtæki (Svörtu á hvítu) eins
stuðningsmanns síns með því
að leyfa veðtöku í verðlaus-
um hugbúnaði og sigar lög-
reglusveitum á fyrirtæki
landsins.
Þeir félagar Fattur og
Brattur eru ekki einir um
hneykslin, smá og stór. Stein-
grímur Hermannsson setti
mann frá Stefáni Valgeirssyni
á launaskrá forsætisráðu-
neytisins, á meðan kaupa
þurfti atkvæði Stefáns á
þingi. Hann hafði opinber-
lega eftir rakalausar kjafta-
sögur um erlent fjármagn
sem stæði að baki fyrirtæki
dugnaðarkonu úr Hafnar-
firði, Guðrúnar Lárusdóttur
útgerðarmanns. Annar hand-
hafi forsetavalds, Guðrún
Helgadóttir, leyfði sér að taka
lán úr sjóðum Alþingis þvert
á allar reglur, um leið og hún
og aðrir forystumenn stjórn-
arflokkanna skoruðu á lands-
menn að herða sultarólina.
Sterkur grunur leikur lika á
því að hún hafi brugðist trún-
aði og veitt fréttamanni Ríkis-
útvarpsins upplýsingar sem
leiddu til brottrekstrar Magn-
úsar Thoroddsens úr emb-
ætti hæstaréttardómara.
Verður ekki að aftengja
hina tifandi tímasprengju? Er
ekki nóg komið af hneyksl-
um?
Höfundur er stjórnmálafræð-
ingur og lektor við Háskóla ís-
lands.
VIÐ ÆTLUM AÐ KAUPA SKATTAFRÁDRÁTT teikning: ómar stefánsson
Heimsstyrjöldin kvödd??
■ MÖRDUR
ÁRNASON
Stundum hittir maður fólk
sem hefur ekki átt mikið sam-
an við mann að sælda, fólk úr
ólíku umhverfi, með ólíkan
feril og ólíka skapgerð. Við
slík tækifæri hættir samræð-
um til að verða formlegar og
almennar, jafnvel stirðbusa-
legar og óþægilegar — þang-
að til það finnst snertiflötur,
sameiginlegur kunningi,
kennari úr skóla, svipuð
ferðareynsla, eða álíka um-
ræðuefni umræðuefnisins
vegna.
Stundum dettum við í slík-
um samræðum báðum að
óvörum niðrá sameiginlegt
áhugamál sem hvorugur
grunaði hinn um. Og förum
að skeggræða heimsstyrjöld-
ina síðari. Ég verð alltaf jafn
hissa, hélt næstum að þetta
væri einkamá! síðan ég marg-
las mig í gegnum heimsstyrj-
aldarsögu Olafs Hanssonar í
kringum tíu ára aldurinn.
Svo áttar maður sig. Þær
kynslóðirsem nú eru komnar
á svokallaðan miðjan aldur
eiga sér eiginlega sögulegt
upphaf í þessu stríði, —■ við
sem erum fædd náiægt mið-
biki aldarinnar hljótum að
líta á heimsstyrjöldina síðari
sem einskonar genesis, sköp-
un eða fæðingarhríðir þeirra
tíma sem teljast okkar tímar,
eða vorir tímar þegar menn
vilja lyfta andanum og sjálf-
um sér.
Heimsstyrjöldin síðari
dregur auðvitað að sér um-
fram önnur söguskeið vegna
dramatískra átaka á vígvöll-
unum, vegna þess að í flest-
um aðalhlutverkum voru sér-
kennileair leiðtocar oc eftir-
minnilegir: Mussolini, Hitler,
Stalin, Churchill, Roosevelt'
(hver man áreynslulaust eftir
leiðtogum úr heimsstyrjöld-
inni fyrri?). Mannfall var ægi-
legt í þessari styrjöld, eyði-
legging líka. Og hún vekur
líka athygli um alla framtíð
vegna þess að þar voru
drýgðir stórkostlegri glæpir
en dæmi eru um af þjóðum
sem héldu að þær væru sið-
aðar, — eða kannski er rétt-
ara að orða það svo að áfall
Evrópumanna hafi fyrst og
fremst verið sú uppgötvun að
þeir skyldu geta reynst slíkir
glæpamenn hverjir við aðra.
Þótt allt sé þetta bæði ógn-
arlegt og litskrúðugt sýnist
manni að þessi höfðun
heimsstyrjaldarinnar síðari
sé enn sérstakari fyrir okkur
sem komum í heiminn með-
an hún stóð eða áratuginn
eftir að henni lauk. Hún hefur
umfram annað gildi sem eins-
konar goðsaga, mýta, ein-
hverskonar nútímaleg ragna-
rök, að vísu með amerískum
happi-end.
Mönnum kann að hafa
fundist tíðindalítill síðari hluti
ársins sem við vorum að
kveðja, meðal annars vegna
þess að úrslitaleiknum yfir
stórborgum Bretlands lauk
með nokkurskonar jafntefli.
En okkar ár verður sögulegt.
Eftir mikil átök við Miðjarð-
arhaf og í Austurlöndum nær
framan af ári tekur Hitler af
skarið um framtíðarstefnuna
í átökunum. í býtið 21. júní
ræðst þýski herinn inní Sovét-
ríkin og sækir hratt fram allt
til ársloka. Umsátrið grimma
um Leníngrad hefst í ágúst,
og Rauði herinn virðist jafn
ráðþrota og sá franski gagn-
vart hernaðaryfirburðum
Þjóðverja. í árslok verður
hinsvegar ljóst að Moskva
fellur ekki. Og rétt áður verða
önnur mikil tíðindi. Tójó
hershöfðingi í Japan ákveður
að stefna flugflota sínum til
árásar þar sem er mikil hafn-
arborg á Kyrrahafseyjum:
Perluhöfn á Hawaii. Banda-
ríkjamenn fyllast hneykslun
og reiði, og Roosevelt fær
kærkomið casus belli, bæði á
Kyrrahafi og í Evrópu, Kan-
arnir af stað. En eru áður
komnir hingað að taka við af
Bretunum, — og reyndar ekki
farnir enn.
Þetta gerist semsé í árslok á
þessu ári, væntanlega með
miklum skrautsýningum og
flugeldaskotum bæði vestan-
hafs og austan, — og sam-
tímaafleiðingum. í Banda-
ríkjunum gætu minningar-
athafnir aukið Japansandúð
sem nú er aftur orðin póli-
tískt og efnahagslegt mál þar
vestra, — í Sovét verður
minningin um upphaf Föður-
landsstyrjaldarinnar miklu
væntanlega velþegið hráefni
fyrir áróðursmeistara Gorb-
atsjovs. Ef Föðurlandið verð-
ur þá til enn í sæmilega heilu
lagi.
Það vill til að þessi fimmtíu
ára minningarár heimsstyrj-
aldarinnar síðari marka jafn-
framt lok styrjaldarinnar.
Þetta gerist reyndar bæði í
eiginlegum skilningi og óeig-
inlegum. Annarsvegar var í
fyrra gerður Moskvusamn-
ingurinn sem batt enda á
sameiginlega herstjórn
Bandamanna í Þýskalandi.
Hinsvegar finnst okkur sem
höfum alla okkar ævi lifað
„eftirstríðsárin" að núna loks-
ins hafi tekið við önnur
hreyfiöfl.
Kommúnisminn er dauður.
Kaida stríðið slæm minning.
Alveldi Bandaríkja Norður-
Ameríku í okkar heimshluta
líka horfið. Meira að segja ís-
lensk pólitík er gjörbreytt,
jafnvel þótt við höfum ekki
ennþá haft vit á að viður-
kenna það með því að breyta
formlegri umgjörð flokka-
kerfis og stjórnskipunar.
Og þá er að vona að sam-
tímanum gefist andrúm áður
en næsta stríð dynur yfir.
Höfundur er blaðamaður