Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
Formadur Tryggingaráds, Bolli Héðinsson, hefur lagt
fram bókun í ráöinu þar sem fariö er fram á athugun á
uinnu lœkna Tryggingastofnunar fyrir tryggingafélögin.
Bókunin uar lögd fram í framhaldi af bréfi sem Bolli rit-
adi til Björns Önundarsonar tryggingayfirlœknis. í bréf-
inu er Björn beðinn að gera grein fyrir magni og umfangi
þeirra greiðslna sem hann og aðrir tryggingalœknar hjá
Tryggingastofnun fá frá tryggingafélögunum. Pessar
greiðslur koma huergi fram í reikningum Tryggingastofn-
unar ríkisins en þœr eru aukatekjur til loekna. Er til dœm-
is talið að Björn, sem fyrst og fremst nýtur þessara auka-
tekna, hafi þegar best lœtur hátt í hundrað þúsund krón-
ur í aukatekjur á dag. Má œtla að tekjur hans uegna þess-
arar aukauinnu séu ekki undir tueimur og hálfri milljón
til þriggja milljóna króna á ári eða rúmlega 200 þúsund
á mánuði.
„Það fara miklar trölíasögur af
þessum tekjum og ég vil bara fá að
vita hvað er satt og rétt í því,“ sagði
Bolli Héðinsson, formaður Trygg-
ingaráðs, þegar hann var spurður
um ástæðu þess að hann leitaði eftir
þessum upplýsingum.
Það hlýtur hins vegar að vera ein-
kennilegt að formaður Trygginga-
ráðs, sem er æðsta vald Trygginga-
stofnunar ríkisins, skuli þurfa að
leita eftir slíkum upplýsingum. Bolli
sagði að upplýsingar um þessar tekj-
ur yfirlæknis kæmu hvergi fram í
reikningum Tryggingastofnunar
ríkisins. „Þetta er alveg sér „busi-
ness" hjá læknunum. Þetta er bara
einkastarfsemi sem hefur verið
stunduð í einhvern tíma og við vilj-
um fá að vita umfang hennar," sagði
Bolli.
Hann sagði að í bréfinu til Björns
hefði verið farið fram á að svar bær-
ist fyrir miðjan janúar. Þá tók Bolli
fram að fyrri tryggingayfiriæknar
hefðu einnig haft þessar aukatekjur.
— En finnst þér ad þetta sé edli-
legt?
„Það er spurning hvort þetta er
hluti af hans starfskjörum eða ekki.
Ég vonast meðal annars til að fá
svar við því hvort hann er til dæmis
ráðinn upp á þetta. Ég get í raun
ekkert sagt til um hvort þetta er eðli-
legt eða óeðlilegt fyrr en ég fæ að
vita umfangið og hvernig þetta er til
komið," sagði Bolli.
FÆR 20.000 KRÓNUR FYRIR
HVERT MAT
Eins og áður segir er það fyrst og
fremst Björn Önundarson trygg-
ingayfirlæknir sem selur örorkumat
til tryggingafélaganna. Mun láta
nærri að um 90 % þess örorkumats,
sem selt er með þessum hætti frá
Tryggingastofnun, komi frá Birni.
Erfitt hefur reynst að finna heildar-
umfang þessarar sölu á örorkumati
en eftir því sem PRESSAN kemst
næst eru tilvikin um 150 á ári. Sumir
telja þau reyndar mun fleiri.
Tryggingafélögin greiða um
20.000 krónur fyrir hvert mat þann-
ig að hér er um að ræða þrjár millj-
ónir króna, ef miðað er við 150 á ári,
sem greiddar eru til tryggingalækn-
anna. Þar af fær Björn að minnsta
kosti tvær og hálfa miiljón króna í
sinn hlut. Það eru hreinar aukatekj-
ur því Björn þiggur að sjálfsögðu
laun sem yfirlæknir. Það skal tekið
fram að ýmsir viðmælenda PRESS-
UNNAR meðal tryggingafélaganna
töldu að um fleiri tilvik væri að
ræða — allt að 500 en engin stað-
festing fékkst á slíku.
Þá hefur PREISSAN heimildir fyrir
því að einstaka daga komist tekjur
Björns af þessari aukavinnu upp í
100.000 krónur, sem hlýtur að telj-
ast vísbending um að ekki þurfi að
eyða miklum tíma í hvert mat.
REGLA AÐ YFIRLÆKNIR HAFI
ÞESSAR AUKATEKJUR
Björn Önundarson sagðist ekki
vilja ræða þetta við blaðamann
PRESSUNNAR þegar leitað var til
hans í gær. Eftir því sem PRESSAN
kemst næst er Björn sá eini sem hef-
ur nákvæmar upplýsingar um um-
fang þessarar sölu á örorkumati.
Hann mun hafa gefið þau svör, þeg-
ar hann hefur verið spurður um
þessa aukavinnu, að hún hafi verið
hluti af ráðningarsamningi hans á
sínum tíma.
Að sögn Stefáns Bogasonar, að-
stoðartryggingayfirlæknis, er það
nánast eingöngu Björn sem vinnur
þetta mat fyrir tryggingafélögin.
„Eftir því sem Björn hefur sagt mér
mun hafa verið regla frá upphafi að
yfirlæknir hefði þessi — ja, við get-
um kallað það hlunnindi. Það er al-
gengt á sjúkrahúsum að yfirlæknir
hafi viss hlunnindi varðandi sjúkl-
inga sem þangað leita. Ég veit til
dæmis að þannig háttar til á Land-
spítalanum og ég leit þannig á að
þetta væri eins hér," sagði Stefán.
Hann sagði að einstaka sinnum
kæmi það fyrir að Björn bæði hann
um að afgreiða mat. Stefán sagðist
þó ekki treysta sér til þess að segja
til um hve oft á ári það ætti sér stað.
Hjá Tryggingastofnun vinna átta
læknar en sumir þeirra eru í hluta-
starfi, og þá er einnig meðtalinn
tannlæknir sem kemur að sjálf-
sögðu ekki nálægt örorkumati.
SELUR SÖMU VINNUNA
TVISVAR
Þegar slys ber að höndum á ein-
staklingur möguleika á tvenns kon-
ar mati ef um örorku er að ræða,
annars vegar frá Tryggingastofnun
og hins vegar frá því tryggingafélagi
sem hann er tryggður hjá, það er ef
viðkomandi er yfirleitt tryggður.
Sama á reyndar við ef sá sem valdur
er að slysinu er tryggður. Læknar
Tryggingastofnunar vinna síðan ör-
orkumat fyrir stof nunina til að meta
örorku hins slasaða en það er regla
hjá Tryggingastofnun að enginn fær
bætur nema læknar hennar hafi
metið viðkomandi. Tryggingafélög-
in eiga það hins vegar til að leita út
fyrir stofnunina um örorkumat.
Algengast er þo að yfirlæknir
Tryggingastofnunar fái tryggingafé-
lögunum mat í hendur, það er á
sjúklingum sem áður hafa verið ör-
orkumetnir af stofnuninni, þannig
að yfirlæknir er í raun að selja vinnu
sem áður hefur verið framkvæmd.
— Annaðhvort af honum eða ein-
hverjum lækni á vegum stofnunar-
innar.
TRYGGINGAFÉLÖGIN HAFA
SENT FYRIRSPURN
Samband slysatryggjenda á ís-
landi hefur einnig sent fyrirspurn
um þetta fyrirkomulag á sölu ör-
orkumats til formanns Trygginga-
ráðs. Að sögn Björns Þórdarsonar
hjá íslenskri endurtryggingu er með
fyrirspurninni verið að fara fram á
að þetta mat verði gert skilvirkara.
Með öðrum orðum að í stað þess að
eitt mat sé gert fyrir Tryggingastofn-
un og annað fyrir tryggingafélögin
verði þeim steypt saman. Sagði
Björn Þórðarson að það ætti í raun
að vera einfalt því að það væri sama
örorkumatið sem lægi til grundvall-
ar.
Sigurður Már Jónsson