Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 28
B 'H ýja verðbréfafyrirtækinu sem Edda Helgason, dóttir Sig- urðar Helgasonar, stjórnarfor- manns Flugleiða, hyggst stofna ásamt öðrum mun þegar hafa verið gefið nafnið „Handsal". Fram hefur komið að Fjárfestingarfé- lagið missir tvo af forstöðumönnum sínum yfir til hins nýja fyrirtækis, þá Stefán Jó- hannsson og Pálma Sigmarsson en þeir hafa þegar hætt störfum þar til að einbeita sér að stofnun nýja fyrirtækisins. . . C C^íðustu ár hefur tíðkast að við- skiptajöfrar á íslenskan mælikvarða borðuðu saman á Hoitinu á nýárs- dag. Jón Ólafsson í Skífunni mun hafa verið nokkuð snemma í því að bjóða mönnum með sér en hafa orðið lít- ið ágengt. Hann brá þá á það ráð að bjóða mönnum til veislu í Þingholti og þangað munu hafa komið 40 manns, þar á meðal félagar hans í stjórn Stöðvar 2, þeir Jóhann J. Ól- afsson og Haraldur í Andra, Þor- HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 6818611 , þessu ári verður kjörinn nýr fektor Háskóla íslands enda hefur Sigmundur Guðbjarnason lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Hinar ýmsu deildir skólans hafa undanfarið leit- að að eftirmanni úr sínum röðum. Þau nöfn sem oftast eru nefnd í þessu sambandi eru Tómas Helgason í læknadeild, Þórólfur Þórlindsson í félagsvísindadeild, Sveinbjörn Björnsson í raunvís- indadeild og Valdimar K. Jónsson í verkfræðideild. . . B varður Elíasson sjónvarpsstjóri, Jónas R. dagskrárstjóri og Helgi Björnsson poppari og leikari. . . ■ yrir nokkru kvað Arngrímur ísberg upp dóm yfir manni, þar sem sá var dæmdur í tveggja mán- aða óskilorðsbundið og þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Á nýliðnu ári dæmdi Árngrímur manninn aftur vegna annars af- brots og tók þá upp í þann dóm skilorðsbundna tiluta fyrra málsins. Var maðurinn þá 'æjarstjórnarmenn í Kópavogi munu hafa fengið óvæntan jóla- glaðning, það er glæsilegar jóla- skreytingar með koníaksflöskum frá Magnúsi Hregg- vidssyni, Frjálsu framtaki. Magnús hefur sem kunnugt er átt í umdeildum viðskiptum við B, 'aráttukonan Birna Þórðar- dóttir mun hugleiða þessa dagana að bjóða sig fram í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Birna mun stefna á efstu sæti listans. Heyrst hefur að Ragnar Stefánsson og Páll Halldórsson séu jafnvel á þeim bux- unum að gera slíkt hið sama. Fram- l>oði þeirra þriggja mun þá mark- visst stefnt gegn núverandi þing- mönnum ABR. .. kominn með fimm mánaða óskil- orðsbundinn dóm en skilorðshlut- inn óbreyttur. Þegar lögfræðingar fóru í saumana á málinu kom í ljós að þetta var óheimilt. Leitað var til Óla Þ. Guðbjartssonar dómsmála- ráðherra sem ákvað samkvæmt ráðleggingum að farsælla væri að náða fangann en að fá á sig við- kvæm málaferli vegna þessara mis- taka. . . largir íslenskir atvinnu- menn í handbolta eru á heimleið. Alfreð Gíslason hefur gert þriggja ára þjálfarasamning við sitt gamla félag KA. Sigurður Sveinsson verður að öllum líkindum með Val næsta vet- ur. Atli Hilmarsson er einnig að koma heim. Ekki er vitað hvar hann mun spila. Það er ekki enn vitað hvað Kristján Arason gerir í vor. Þær sögur ganga á Selfossi að Kristján muni taka að sér þjálfun Selfossliðs- ins og muni jafnframt spila með því. Kristján hefur ekki gert samning við Selfyssinga. FH-ingar gera sér vonir um að Kristján gangi til liðs við þá þegar hann kemur heim. . . að er eins og sum rifrildi eigi bara enga möguleika, hvorki á því að vera skemmtileg né vekja at- hygli. Rifrildi þeirra Hjörleifs Gutt- ormssonar alþing- ismanns og Sig- mundar Guð- bjarnasonar há- skólarektors er eitt af þeim. Þeir félagar hafa átt í harðskeyttri þrætu í Skírni, tímariti Hins íslenska bókmenntafé- lags, og hefur deilan teygt sig yfir tvö síðustu eintök. — Og deiluefnið? Jú, það eru hinar bráðskemmtilegu vangaveltur; áhrif aðildar íslands að Evrópubandalaginu. Skrítið að eng- inn skuli fylgjast með... A knnað sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi mun skipa Sigríður Jóhannes- dóttir kennari í Keflavik. Sigríður er ritari Kennarasam- bands íslands og hefur setið í verka- lýðsmálaráði Al- þýðubandalagsins. Fyrsta sætið skipar eins og alkunna er Ólafur Ragnar Grímsson. Það er von margra al- þýðubandalagsmanna að vera Sig- ríðar á listanum skapi mótvægi við óánægjuraddir háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna vegna framkomu fjármálaráðherra í kjaradeilu ríkis- ins og BHMR. .. s 'kagstrendingur á Skagaströnd er vel stætt fyrirtæki. Fram- kvæmdastjóri féíagsins, Sveinn Ingólfsson, fer ekki varhluta af góðu gengi félagsins. Á síðasta ári óx verðgildi hlutabréfa hans í fyrir- tækinu um 10.8 milljónir sam- kvæmt því sem Frjáls verslun seg- Kópavogsbæ vegna Smárahvamms- lands... mi'im 68 55 22

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.