Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
7
Pegar embætti ríkissaksóknara var stofnað vöruðu ýmsir við því mikla valdi sem sá fengi sem skipaður yrði í embættið. Þessi varnaðarorð virðast
ekki hafa verið tilefnislaus. Tvö þekktustu sakamál seinni ára, Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið, eru lýsandi dæmi um þetta. í báðum tilvikum voru
saklausir menn hnepptir í gæsluvarðhald að kröfu rannsóknaraðila sem vinna undir yfirstjórn ríkissaksóknara. í IHafskipsmálinu voru sautján menn
ákærðir að tilefnislausu, miðað við niðurstöður Sakadóms. íööru viðamiklu sakamáli, 'Okurmálinu svokallaða, birti ríkissaksóknari yfir eitt hundrað
manns ákærur en dró þær síðan til baka þegar í ljós kom að þær voru tilefnislausar. Þessi mál eru alls ekki þau einu þar sem embætti ríkissaksóknara
hefur gert alvarleg mistök. Þessi mistök hafa þeir sem hafa þurft að sitja undir tilefnislausum ákærum, oft árum saman, greitt dýru verði.
Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari.