Pressan - 04.01.1991, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
13
HRINGORMANEFND
LÆTUR SAUMA A SIG
SELSKINNSPELSA
Fyrir kynfæri selsins, það er legið og eggjastokkana úr urtunni
og eistun úr brimlinum, greiðir hringormanefnd 500 krónur.
Hringormanefnd, sem hef-
ur það meginmarkmið að út-
rýma sel við íslandsstrendur,
hefur fengið Eggert Jóhanns-
son feldskera til að sauma og
hanna á sig selskinnspelsa.
Nefndarmenn œtla sér að
ganga í pelsunum við hin
ýmsu tœkifœri og leita þar
meö markaða fyrir selskinn.
Nokkrir nefndarmanna hafa
þegar fengið pelsa til afnota.
Erlingur Hauksson, sjávar-
líffræðingur, starfsmaður
hringormanefndar, segir sels-
pelsana vera eign nefndar-
innar þótt þeir séu sniðnir eft-
ir vaxtarlagi einstakra nefnd-
armanna. Þannig verði hæg-
lega hægt að breyta þeim vilji
einhverjir kaupa.
Nefndarmennirnir heppnu
eru: Björn Dagbjartsson, fyrr-
um forstjóri Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins og núver-
andi starfsmaður Þróunar-
samvinnustofnunar, formað-
ur nefndarinnar, Kristján
Ragnarsson formaður LÍÚ,
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri SÍF, Magnús G.
Friðgeirsson forstjóri Iceland
Seafood í Bandaríkjunum,
Magnús Gústafsson forstjóri
Coldwater, Árni Benedikts-
son hjá SIS og Hjalti Einars-
son hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna.
Hringormanefnd greiðir
skyttum fyrir að skjóta útsel.
Fyrir kílóið eru greiddar 30
krónur. Sem dæmi má taka
að nefndin mundi greiða
1350 krónur fyrir 45 kílóa
kóp. Fyrir 350 kílóa útsels-
brimil greiðir nefndin 10.500
krónur. Ofan á þetta verð
leggst sérstök þóknun fyrir
sýni, það er ef skytturnar
senda þau sérstaklega. Fyrir
vígtennur eru greiddar 1000
krónur, 500 krónur fyrir mag-
ann og 500 krónur fyrir kyn-
færin, það er legið og eggja-
stokkana úr urtunni og eistun
úr brimlinum. Vígtennurnar
eru sagaðar í sundur til að
greina aldurinn, orma er leit-
að í maganum og kynfærin
eru notuð til að „finna við-
komuna". Ofan á kílóverðið
koma því samtals 2000 krón-
ur.
Þess má geta að fyrir
skömmu seldi Eggert feld-
skeri selspels til Finnlands
fyrir um hundrað þúsund
krónur en hingað til hafa seÞ
skrokkarnir, oft með húð og
hári, farið í refáfóður.
„Þetta er kjörið efni í loð-
feldi. Selurinn er eitt af
grimmustu dýrum hafsins og
það er með ólíkindum hvað
þessum svokölluðu dýravin-
um hefur tekist vel í baráttu
sinni," sagði Eggert feldskeri í
samtali við PRESSUNA.
Hann sagðist bjartsýnn á að
eftirspurn ætti eftir að aukast
á nýjan leik en dýravinir hafa
með starfi sínu nánast þurrk-
að út markaðinn.
Siálfstœð útfararfvrirtœki vildu eigin kirkiuqaröa
KIRKJUGARBAR REYK JAVIKUR NIBUR-
GREIBA JARBARFARIR MEfl SKATTFE
Sjálfstœðir útfararþjón-
ustuaðilar og Verslunarráð
íslands halda því fram að
Kirkjugarðar Reykjavíkur
noti tekjur af kirkjugarðs-
gjaldi til að greiða að stórum
hluta niður kostnaö vegna út-
fararþjónustu. Tvö sjálfstœð
útfararfyrirtœki sóttu til borg-
arinnar um lóðir undir eigin
kirkjugarða í því skyni að fá
hluta kirkjugarðsgjaldanna
en umsóknunum var hafnað.
Verslunarráð íslands sendi
stjórn Kirkjugarða Reykjavík-
ur bréf nýverið, þar sem bent
var á þessa niðurgreiðslu á út-
fararkostnaði. „Einungis þeir
sem kaupa útfararþjónustu
hjá Kirkjugörðum Reykjavík-
urprófastsdæmis fá slíka
meðgjöf með þjónustunni í
Reykjavík meðan þeir sem
kaupa þjónustu af sjálfstæð-
um útfararþjónustum þurfa
að greiða fullt verð. Verslun-
arráð íslands telur heimildir
skorta til þess að greiða niður
útfararþjónustu með þessum
hætti " segir í bréfinu.
„Við teljum að þarna sé
verið að verja skattpeningum
á ólöglegan hátt. Verslunar-
ráðið telur að mismunun sé
ósanngjörn gagnvart þeim
sem þurfa að kaupa þessa
þjónustu og fá hana ekki nið-
urgreidda af skattfé sínu hjá
einum aðila meðan þeir fá
slíkt hjá öðrum. Það eiga allir
að sitja við sama borð,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri ráðsins, í sam-
tali við PRESSUNA.
í gildandi lögum um kirkju-
garða er skýrt tekið fram áð
aðrir aðilar en Þjóðkirkjan
eða utanþjóðkirkjusöfnuðir,
sem hafa löggiltan forstöðu-
mann, geti ekki tekið upp
kirkjugarð og á grundvelli
þess var umsóknunum hafn-
að. Hins vegar tekur Jón G.
Tómasson borgarritari sér-
staklega fram, í bréfi til borg-
arráðs, að kirkjugarðsgjöld-
um sé ætlað að mæta kostn-
aði við kirkjugarða, þ.e.
vegna framræslu, uppfylling-
ar, hleðsluefnis, ofaníburðar
og vegagerðar o.s.frv. „Heim-
ild til annarrar ráðstöfunar er
ekki í lögum."
INGIBJÖRN SPYR
IIM SJÁLFSVÍG
SEXHUWUR
SVKNABIR
Sex fangar á Litla-Hrauni
hafa verið sýknaðir af ákœr-
um um að hafa sammœlst
um að strjúka úr fangelsi síð-
astliðiö vor.
Fangarnir struku allir sam-
an í skjóli nætur. Á flóttanum
stálu þeir bíl og óku honum til
Reykjavíkur.
Þeir voru ákærðir fyrir að
hafa sammælst um strok úr
fangelsinu og fyrir að hafa
stolið bílnum. Þeir voru sýkn-
aðir af því en dæmdir fyrir
bílstuldinn.
VÖLUNDARVERK ER í VANDA
Ingi Björn Albertsson þing-
maður hefur lagt fram fyrir-
spurn til dómsmálaráðherra
um sjálfsvíg á Islandi síðast-
liðin tíu ár og biður um sund-
urliðun á fjölda sjálfsvíga eft-
ir aldri, kynjum og árstíðum.
Þá vill Ingi Björn vita hvort
rannsókn fari fram á ástœð-
um sjálfsvíga og áform séu
uppi um fyrirbyggjandi að-
gerðir.
„Tilefni þessarar fyrir-
spurnar eru áhyggjur vegna
gruns um að sjálfsvígum ungs
fólks hafi fjölgað verulega og
að aldurinn fari lækkandi. Eg
hef áhuga á því að nefnd eða
starfshópur geri tillögur um
fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég
ímynda mér að efnahags-
ástandið geti í þessu sam-
bandi haft töluverð áhrif og
það þarf að bregðast við slíku
með aðstoð, fræðslu og
öðru," sagði Ingi Björn í sam-
tali við PRESSUNA.
PRESSAN fjallaði um sjálfs-
víg á íslandi 18. október síð-
astliðinn. Þar kom fram að
tíðni sjálfsvíga meðal ungra
manna væri hvergi eins há og
hér á landi.
Völundarverk, sem var
stofnaö á rústum Steintaks
hf. til að taka yfir byggingar-
framkvœmdir á Völundar-
lóðinni, hefur ekki fengið þá
bankafyrirgreiöslu sem til
þarftil að halda framkvœmd-
um áfram.
Þeir sem keypt hafa íbúðir
í húsunum á lóðinni eru nú al-
varlega að hugsa um að
stofna nýtt hlutafélag og taka
yfir framkvæmdirnar. Ef af
stofnun félagsins verður er
sennilegt að veðsetja þurfi
hverja íbúð fyrir um 200 þús-
undum króna. Eins er ætlun-
in að ráða Völundarverk til
að halda framkvæmdunum
gangandi.
íbúðareigendur sjá með
þessu möguleika á að sleppa
frá því að tapa um einni millj-
ón á hverja íbúð. Ef tekst að
halda framkvæmdum áfram
mun væntanlegur söluhagn-
aður renna til að fullgera hálf-
kláraðar sameignir.
Innan fárra daga mun ráð-
ast hvert framhald þessa máls
verður.
lUNDIR
■OXINNi
I Ólafur
| Rat/nar
I Grímsson
B fjármála-
H ráðherra
9
8
— Eftir hlutabréfa-
kaupaveislu fyrir ára-
mót vilt þú nú draga í
land og þrengja skatt-
afsláttarheimildina.
Hvers vegna?
„Þetta kerfi sem nú
er við lýði er niður-
staða málamiðlunar
milli annars vegarFrið-
riks Sophussonar og
Jóns Sigurðssonar og
hins vegar fjármála-
ráðuneytisins. Þeir
vildu fara lengra í af-
slætti og hlunnindum
en við vildum fara var-
legar í sakirnar.
Fteynslan nú hefur
sýnt að okkar leið er
raunhæfari og því rétt
að þrengja þessar
heimildir."
— Hvað er svona
slæmt við þessi
kaup?
„Ég óttast að fólk
muni standa frammi
fyrirþví að þessi hluta-
3
bréf falli í verði. Fólkið
var fyrst og fremst að
kaupa hlutabréf skatt-
afsláttarins vegna en
framboðið á hlutabréf-
um var ekki í samræmi
við eftirspurn."
— Sérðu svona
mikið eftir skattpen-
ingunum?
„I sjálfu sér ekki. En
fólk hefur vart fjárfest í
hlutabréfum um ára-
tugaskeið. Þegar það
loksins gerir það má
markmiðið ekki vera
að kaupa bréfin vegna
afsláttar en selja þau
eftir skamman tíma
aftur. Ég vil sjá raun-
veruleg hlutafjárkaup
en ekki spilverk."
— Mátti ekki sjá
slíkt fyrir?
„Ég var einmitt að
benda á að reynslan
nú hefði sýnt að sú
stefna okkar að fara
varlegar i sakirnar
hefði reynst rétt.
— Verða ekki að
vera ákveðnar leik-
reglur í gangi? Er
2
1
0
ekki verið að mis-
muna fólki með því
að þrengja þessar
heimildir skyndilega?
„Þessu verður ekki
breytt gagnvart því
fólki sem nú hefur
keypt hlutabréf og
breytingar á þessu ári
munu fyrst taka gildi
vegna skattframtals
1992. í slíkum breyt-
ingum fælist skilyrði
um að fólk verði að
eiga hlutabréfin tiltek-
inn árafjölda."
Fólk flykktist i fésýslufyrirtæk-
in fyrir áramót til að kaupa
hlutabréf — og skattafslátt. ól-
afi Ragnari Grimssyni varð nóg
um, tapar enda talsverðum
skatttekjum og vill þrengja
heimildirnar.