Pressan - 28.02.1991, Síða 10

Pressan - 28.02.1991, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 SJO BILSKUUM UNHR HMMRINN Svanur Þór Vil- hjálmsson, for- svarsmaöur Stein- verks: „Þetta vesa- lings félag fór á hausinn, en viö teljum okkur þó hafa gengið frá þessu þannig að fólk á ekki að tapa peningum, nema þá óverulegum fjárhæðum." VEGNA KLUBURS BYGHIWAVERKIAKA Húseigendurnir óttast að hálfkláraðir bílskúrarnir verði slegnir öðrum, jafnvel þótt þeir standi á eignarlóðum. Eigendur sex til sjö bílskúra við Reykjavíkurveg gætu misst þá á naudungaruppboði vegna vafasamrar veð- setningar Steinverks, fyrirtækis bræðranna Svans Þórs Vilhjálmssonar lögfræðings og Hlödvers Vilhjálmssonar verslunarmanns. Steinverk er gjaldþrota með 33ja millj- óna króna kröfur á bakinu og veðum fyrir vel yfir and- virði bílskúranna var aldrei aflétt. Steinverk á engar raunverulegar eignir og bílskúrarnir, sem teljast eign þrotabúsins, vegna þess að afsöl hafa ekki verið gefin út, standa á eignarlóð húseigendanna. Ekki er talið á færi annarra en húseigendanna að kaupa þá, enda gætu hinir sömu ella gert kröfu um að bílskúr- arnir yrðu fjarlægðir. Hluti hinna hálfköruðu bílskúra sem tilheyra raðhúsunum viö Reykjavikurveg 24 til 46. Húseigendurnir keyptu þá og greiddu upp í topp, en þeir teljast samt eign þrotabús Steinverks. Þeir standa á eignarlóð húseigendanna og því vafa- samt að hægt sé að selja þá óskyldum aðilum. Steinverk byggði tólf íbúðir í rað- húsum við Reykjavíkurveg 24 til 46 og í kjölfar þess 10 bílskúra. Fljót- lega voru 8 þeirra veðsettir vegna tryggingabréfs sem Steinverk gaf út vegna annarra viðskipta fyrirtækis- ins. Tryggingabréf þetta hljóðaði upp á 2,5 milljónir króna og mun vera vegna kaupa á „plastpokavél" á kaupleigu. Ekki tókst að fá upplýst hver sé handhafi þessa trygginga- bréfs í dag. ÓVÆNT VEÐSETNING OG 33 MILLJÓNA GJALDÞROT Þá voru sjö bílskúranna veðsettir og 150 þúsund króna skuldabréf sett á hvern bílskúr eða samtals rúmlega ein milljón krónur. í kjölfar þess gekk Svanur frá sölu bílskúranna til húseigendanna. Kaupendurnir vissu af veðsetningunni vegna 150 þúsund króna bréfanna, tóku enda yfir þær skuldir upp í 700 þúsund króna kaupverðið Þeir vissu hins vegar ekki af 2,5 milljón króna tryggingabréfinu, var enda að eigin sögn aldrei sagt frá því. Vegna gjald- þrots og vanefnda Steinverks hafa bílskúrarnir staðið um langt skeið hálfkaraðir og undir skemmdum. Greiðslur vegna þeirra voru frystar, en hvert bréf stendur nú í um 360 þúsund krónum. Lögfræðingar sem komið hafa ná- lægt máli þessu geta ekki skýrt hvernig það gat gengið í gegn að bíl- skúrarnir voru veðsettir sérstak- lega. Nú eru sex af þessum átta bíl- skúrum í uppboðsmeðferð vegna skuldabréfanna, en kröfuhafi er Líf- eyrissjóður rafiðnaðarmanna. Þriðja og síðasta uppboð hefur verið auglýst um miðjan mars. Um leið er fyrirtækið Steinverk í gjaldþrotameðferð Fyrirtækið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í júlí 1989 og kröfufrestur rann út í des- ember. Alls 68 kröfur bárust sem í heild hljóðuðu upp á 33 milljónir króna. ÓFRAMKVÆMANLEGT UPPBOÐ OG MISTÖK BORGARFÓGETA Inn í skiptameðferðina blandast málaferli vegna byggingar Stein- verks á raðhúsaíbúðunum sjálfum. Steinverk mun hafa framselt kaup- samningana til Kaupþings, eftir að verðbréfafyrirtækið sjálft hafði gengið frá þeim. Kaupendur munu hafa gert skuldajöfnunarkröfu í skiptarétti, sem Kaupþing hefur mótmælt fyrir dómi. Málið í kringum bílskúrana er ein- stætt að því leyti, að þótt hinar um- deildu veðsetningar reynist lögleg- ar leikur vafi á því hvort hægt er að selja bílskúrana á uppboði. Þeir eru staðsettir á eignarióð húseigend- anna og ef einhverjir aðrir en hús- eigendurnir bjóða í og fá skúrana er hægt að gera kröfu til þess að þeir verði fjarlægðir af eignarlóðunum. Lögfræðingar eru þó ekki sammála um lagalega stöðu þessa máls og eru engin fordæmi fyrir þeirri stöðu sem upp er komin. Það flækir málið að í veðbókum er ekki ótvírætt hægt að sjá hvaða bílskúr ber ákveðið númer eða til- heyrir hvaða húsi. Enn flækir það málið að nokkrir húseigendanna telja sig hafa fengið vottorð hjá embætti borgarfógeta um að skúrar sínir séu ekki veðsettir vegna trygg- ingabréfsins. Sigurður Sveinsson lögfræðingur hjá embættinu sagði í samtali við PRESSUNA að þegar skúrarnir átta voru veðsettir hafi verið ritað „áttundi bílskúr", þ.e. „8.“. Því hafi vantað rétta athuga- semd á útgefin vottorð. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR lendir embættið jafnvel í bótaskyldu vegna þessara mistaka. ÓMÆLD VANDRÆÐI VEGNA VANEFNDA OG GJALDÞROTS STEINVERKS Samkvæmt upplýsingum Sól- veigar Bachmann hjá skiptarétti er eina leiðin til að klára þetta dæmi allt sú, að uppboðsréttur skeri úr um veðsetning'u og eignarhald bílskúr- anna og gengið verði frá þrotabú- inu. „Það er fyrirsjáanlegt að fólkið muni skaðast á þessu. Það getur hver sem er boðið í bílskúrana, en þá gætu komið fram kröfur um að þeir verði fjarlægðir og þá tekið við margra ára dómsmál." Einn húseigendanna við Reykja- víkurveg var ómyrkur í máli, að- spurður um veðsetningar Stein- verks. „Þetta hefur kostað ómæld vandræði. Þegar ég fékk fyrri hluta húsnæðisláns krafðist ég þess að veði yrði létt af eigninni og það var samþykkt. Þegar ég ætlaði hins veg- ar að sækja síðari hluta húsnæðis- láns kom í ljós að það hafði verið fryst. Það tafðist um marga mánuði að ég gæti flutt inn. Það eru nú sex skúrar á uppboði, veðsettir fyrir meir en sem nemur andvirði þeirra. Mér skilst að það ætli einhverjir kröfuhafar frá ísafirði að bjóða í skúrana, þótt það sé lögum sam- kvæmt ekki hægt, því eigendur bíl- skúra verða að búa í nágrenni þeirra. Svona er þetta með bílskúr- ana og hvað varðar húsin sjálf var allt svikið og ekkert framkvæmt vegna lokafrágangs. Fólk hefur lent í því að greiða þær framkvæmdir sjálft." TAP FÓLKSINS ÓVERULEGT SEGIR SVANUR ÞÓR Svanur Þór Vilhjálmsson sagðist lítið geta tjáð sig um þetta mál, það væri gamalt orðið og komið út úi höndum félagsins. „Þetta vesalings félag fór á hausinn, en við teljum okkur þó hafa gengið frá þessu þannig að fólk á ekki að tapa pen- ingum, nema þá óverulegum fjár- hæðum. Málið snýst alls ekki um sjö bílskúra, því við seldum bara fjóra og þar af tvo sem komu þessum veð- setningum ekki við. Fólkið vissi af þessum skuldabréfum og þessu tryggingabréfi og ég tel að það hafi ekki orðið fyrir tjóni af Steinverks hálfu. Það fékk fallegar íbúðir á sanngjörnu verði. Þegar í vandræði var komið var skuldajafnað og sam- ið og þótt framkvæmdir hafi ekki klárast hélt fólkið eftir það miklu af greiðslum að dæmið á að ganga upp." Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.