Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991
13
Fiárdráttur framkvæmdastióra Blindrafélagsins 1985
Akæran fimm ár í
SKÚFFIIHÉRADSDÓMARA
„Hörmulegur dráttur" segir vararíkissaksóknari
Þótt fimm ár séu liöin frá
þuí aö ríkissaksóknari gaf út
ákœru á hendur Oskari
Guönasyni, fyrrverandi fram-
kvcemdastjóra Blindrafélags-
ins, fyrir fjárdrátt og skjala-
fals og sendi sýslumannsemb-
œttinu í Hafnarfiröi hefur
dómur enn ekki veriö kveö-
inn upp.
Um mitt ár 1985 komst upp
að Óskar hefði dregið sér fé
af vinningum happdrættis
Blindrafélagsins. Stjórn fé-
lagsins kærði Óskar til RLR,
sem sendi ríkissaksóknara
niðurstöðu rannsóknar sinn-
ar og ákæra var gefin út 16.
apríl 1986.
Óskar er sakaður um fjár-
drátt og skjalafals í starfi sínu,
um að hafa á tímabilinu frá
október 1981 til júní 1985
dregið sér samtals 3,3 millj-
ónir króna. Hér er um höfuð-
stól að ræða og lætur nærri
að um 10 til 20 milljónir
króna að núvirði sé að ræða.
Þess skal getið að Óskar náði
fljótlega samkomulagi við
Blindrafélagið um greiðslu
peninganna og stóð við það
samkomulag.
Forsvarsmenn Blindrafé-
lagsins hafa ítrekað haft uppi
fyrirspurnir um afdrif málsins
hjá embætti sýslumannsins í
Hafnarfirði, en dómari í mál-
inu er Finnbogi Alexanders-
son. Leitað hefur verið til
tveggja dómsmálaráðherra,
Halldórs Asgrímssonar og
Óla Þ. Guöbjartssonar, en allt
hefur komið fyrir ekki.
Að mati Braga Steinarsson-
ar er hér um hörmulegan
drátt að ræða. „Svo háttar til
að kærur vegna fjárdráttar,
sem ekki gerist í opinberu
starfi, sæta ekki flutningi.
Embættið sendi málið frá sér
og eftir það er það í höndum
dómarans. Vegna þess að
ekki er um flutningsskyldu
að ræða reynir síður á eftir-
Fjárdrátturinn nam 3,3 millj-
ónum króna á þáviröi en það fé
hefur nú veriö endurgreitt.
litshlutverkið," segir Bragi.
Talsmenn Blindrafélagsins,
Ragnar Magnússon formað-
ur og Halldór Rafnar fram-
kvæmdastjóri, vildu lítið um
málið segja, en sögðust vera
undrandi á því hversu málið
hefði dregist. „Við höfum
reynt að ýta á eftir málinu, en
getum lítið gert, því málið er
alfarið í Jiöndum dómstól-
anna,“ segir Ragnar. „Allur
dráttur á sakamálum er öll-
um aðilum til tjóns. Það getur
valdið ómetanlegri sorg og
skaða þegar málið er með
dómi rifjað upp eftir svo lang-
an tíma," segir Halldór.
Svínabú meh rúmlega 40 milljóna gjaldjirot
Svínabúiö aö Þúfum í Hofs-
hreppi í Skagafiröi var tekiö
til gjaldþrotameöferöar fyrir
skömmu. Engar eignir fund-
ust í búinu. Kröfurnar voru
42.702.422 krónur.
Eigandi búsins, þegar það
fór í gjaldþrot, var Ágúst
Waltersson. Hann hefur selt
búið og það er nú rekið af nýj-
um eiganda.
Hluti ástæðna þess hvernig
fór fyrir rekstri Ágústs er að
mikið af útistandandi kröfum
töpuðust við gjaldþrot versl-
ana víða um land. Háar fjár-
hæðir töpuðust þegar Versl-
un Sigurðar Pálmasonar á
Hvammstanga varð gjald-
þrota.
„Þorsteinn á vont med ad fást við erfið
mál í návígi við aðra. Beitir um of útúrsnún-
ingi i varnarstöðu. Hann er þrjóskur,“ segir
Jón Steinar Gunnlaugsson. „Þegar ég hugsa
til þess hvernig hann stóð sig í erfiðu starfi
sem framkvæmdastjóri VSÍ finnst mér að
hann hafi ekki fengið að njóta sín til fulls.
En hann á eftir að gera þaö,“ segir Albert
Guðmundsson. „Þorsteini hefur ekki tekist
að skapa sér þá stöðu sem formanni Sjálf-
stæðisflokksins er nauðsynleg,“ segir Björn
Bjarnason aðstoðarritstjóri. „Varfærni Þor-
steins, sem ég kalla stundum feimni, getur
stundum virkað sem hik,“ segir Víglundur
Þorsteinsson. „Hann er kannski of geðþekk-
ur maður til að stjórna Sjálfstæðisflokkn-
um, þar sem harðir hagsmunir ráða ferð-
inni," segir Guðrún Helgadóttir.
Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson hat
framboði til formanns Sjálfstæöisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst í næstu viku.
„Þorsteinn vill gera vel. Hann er vel gefinn og
trúr frjálslyndri stjórnmálastefnu," segir Jón
Steinar Gunnlaugsson. „Þeir eru báðir dipló-
matar, sem ég flokka sem kost, en Þorsteinn er
meiri diplómat en Davíð," segir Albert Guð-
mundsson. „Þorsteinn er vel að sér um úr-
lausnarefni íslenskra stjórnmála og hefur tök á
flóknustu þáttum þeirra," segir Björn Bjarna-
son. „Þorsteinn er eins og Davíð heiðarlegur
stjórnmálamaður með pólitíska framsýni og
ákaflega vinnusamur. Hann er varfærnari en
Davíð, sem er vart löstur," segir Víglundur
Þorsteinsson, iðnrekandi. „Þorsteinn er vel-
viljaður og vandaður maður. Væri ég í Sjálfstæð-
isflokknum kysi ég fremur ímynd Þorsteins en
einræðisímynd borgarstjórnarvaldsins,"
Guðrún Helgadóttir alþingismaður.
Þorsteinn Pálsson
>jálfstæðisflokksins
„Davíð er heiðarlegur og hreinskiptinn,
stendur við það sem hann segir. Býr yfir sterkri
stjórnmálahugsjón. Er skemmtilegur og hefur
gott pólitískt nef," segir Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður. „Davíð er
skemmtilegur og duglegur samstarfsmaður.
Mér þykir vænt um hann og þá báða," segir Al-
bert Guðmundsson sendiherra. „Davíð er
einstakur og skemmtilegur baráttumaður og fé-
lagi, sem á auðvelt með að kalla hið besta fram
í fólki," segir Björn Bjarnason. „Hann er heið-
arlegur, hefur pólitíska framsýni og er ákaflega
vinnusamur. í borgarstjórn hefur hann mikla
persónutöfra og hefur sýnt dirfsku," segir Víg-
lundur Þorsteinsson. „Það hefur ekkert reynt
á pólitískan styrkleika Davíðs. Að vera einráður
í Reykjavíkurborg er stjórnmálum óviðkom-
andi," segir Guðrún Helgadóttir.
„Davíð er svolítið eigingjarn. hann hefur
stundum vont tímaskyn, hættir t.d. til að
vera óstundvís,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs-
son. „Davíð hefur hingað til verið á réttum
stað. Það átti að vera óbreytt ástand, þeir
eiga ekki að bítast um bitann,“ segir Albert
Guðmundsson. „Hann hefur vakið öfund í
sinn garð vegna pólitísks styrks síns og vel-
gengni," segir Björn Bjarnason. „Dirfska Dav-
íðs hefur sínar neikvæðu hliðar, t.d. við
ákvarðanatöku án nægilegs samráðs. Hann
er svolítið einráður,“ segir Víglundur Þor-
steinsson. „Styrkur stjórnmálamanns felst í
því að taka tillit til skoðana annarra, hvort
sem viðkomandi líkar betur eða verr. Ég á
eftir að sjá Davíð í þessu hlutverki. Ég
hugsa að fjölskyldurnar fjórtán ráði áfram,
þótt Davíð verði kosinn, segir Guðrún Helga-
dóttir.
Davíð Oddsson
borgarstjóri og vara-
formaður Sjálfstæoisflokksins
UNDIR
OXINNI
Páll
Pétursson
alþingismaður
— íslendingar eiga
engan formann /'
nefndnum Noröur-
landaráðs á næsta ári
og kröfu ykkar um for-
mennsku til handa
Sighvati Björgvins-
syni var hafnað. Er
verið að niðurlægja
ykkur?
„Ég veit ekki hvort
hægt er að líta á þetta
sem niðurlægingu fyr-
ir okkur íslendinga. En
þetta gerðist og er af-
leiðing af auknu
flokksræði i Norður-
landaráði. Það er brot-
in regla sem verið hef-
ur frá því Norðurlanda-
ráð var stofnað 1952,
að nefndunum verði
skipt á þjóðimar en
flokkarnir velji ekki
hverjir veiti nefndun-
um forstöðu."
— Ef ekki er hægt
að koma fram af fullri
virðingu gagnvart ís-
lendingum er þá
nokkuð annað en
hætta í þessu sam-
starfi?
„Ég vil ekki segja að
i þessu felist nein
óvirðing við okkur.
Þetta erauðvitað mjög
slæmt og eðlilegt að
það hafi einhveráhrífá
stemmninguna. En við
erum ennþá í reiptogi
og höldum því áfram."
— Eru þetta
kannski eðlileg við-
brögð Norðurland-
anna í Ijósi þess, að ís-
lendingar láta
minnstu fjármuni af
hendi en bera hlut-
fallslega mest úr být-
um?
„Ég veit ekki hvort
við eigum að vera að
leggja í þetta mikið
dýpri merkingu. Vegna
fámennisins erum við
auðvitað í dálitlum
vanda, sjö á móti tutt-
ugu frá hinum þjóðun-
um. Þessir sjö hafa
notið jafns réttar á við
tuttugu manna sendi-
nefndir. Þeim hefur
kannski blætt það í
augum. Við höfum
auðvitað á margan
hátt notið góðs af
þessu norræna sam-
starfi, bæði á menn-
ingarlegu sviði og
efnahagslegu. Við höf-
um setið við sama
borð og stóru þjóðirn-
ar, en borgað 1% af
sameiginlegum kostn-
aði."
Páll Pétursson er fráfarandi forseti
Norðurlandaráðs, en þing ráðsins
var sett i Kaupmannahöfn í vik-
unni. Islendingar telja framhjá sér
gengið við embættisveitingar á
þinginu og gagnrýna aukið vald
stjórnmálaflokka.