Pressan - 28.02.1991, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991
19
Barþjónar tilnefna leiðinlegustu og skemmtilegustu stéttirnar
LEIGUBÍLSTJÓRAR OG
ATVINNULEYSINGJAR
LEIÐINLEGASTIR PRESTAR *
OG STÚDENTAR
SKEMMTILEGASTIR
Það vita allir að fólk
getur verið skemmtilegt
með víni. Við vitum líka
að fólk getur verið hrút-
leiðinlegt með víni.
Fáir eða engir hafa eins
mikil samskipti við
drukkið fólk og barþjónar.
Þess vegna leitaði
PRESSAN til valins hóps
barþjóna sem nefndi þær
þrjár stéttir manna sem
eru skemmtilegastar og
eins þær stéttir sem eru
leiðinlegastar á börunum.
STÉTTASKIPTING Á
ÖLDURHÚSUM
Meðal barþjóna sem
leitað var til voru nokkuð
skiptar skoðanir um hvaða
stétt manna er skemmti-
legust þegar komið er á
barina. Baráttan um efsta
sætið var mjög hörð. Þeg-
ar upp er staðiö standa
prestar uppi sem sigurveg-
arar. Greinilegt er að þjón-
ar nefna frekar þær stéttir
sem koma vel fyrir en þær
sem versla mest.
Greinilegt er að stétta-
skiptingar gætir á öldur-
húsunum. Ákveðnar stéttir
sækja sum húsanna meira
en aðrar.
Þjónarnir voru nokkuð
sammála um hvaða stéttir
manna séu leiðinlegustu
gestir baranna. Leigubíl-
stjórar fengu nánast ein-
ungis keppni frá atvinnu-
leysingjum um fyrsta sæt-
ið á leiðindalistanum.
Sambærileg könnun var
gerð í Bandaríkjunum fyrir
ekki löngu síðan. Niður-
stöður þeirrar könnunar
voru á þá leið að endur-
skoðendur þóttu manna
leiðinlegastir. Að mati
bandarísku þjónanna voru
hins vegar lögmenn og
læknar skemmtilegustu -
bargestirnir.
PRESTAR
SKEMMTILEGASTIR
Eftir að hafa fengið nið-
urstöður þjónanna varð út-
koman þessi:
Prestar fengu flestar til-
nefningar sem skemmti-
legustu gestirnir á börun-
um. Stúdentar voru í öðru
sæti, endurskoðendur
komu næstir, alþingis-
menn og ráðherrar urðu
fjórðu og læknar fimmtu.
Aðrar stéttir sem voru
nefndar meðal skemmti-
legustu og bestu gesta á
börunum voru: KR-ingar,
flugmenn, flugfreyjur, verk-
takar, sjómenn, hjúkrunar-
fræðingar og óvirkir alkó-
hólistar.
LEIGUBÍLSTJÓRAR
LEIÐINLEGASTIR
Leigubílstjórar voru ör-
uggir sigurvegarar í valinu
um leiðinlegustu bargest-
ina. Næstir komu atvinnu-
leysingjar. Leikarar og
skemmtikraftar hrepptu
þriðja sætið. Hárgreiðslu-
fólk og snyrtifræðingar
skipuðu sér í fjórða sætið
og dyraverðir í það
fimmta.
Aðrar stéttir sem voru
tilnefndar voru þessar:
Fólk í heilbrigðisgeiran-
um, BHMR-ingar, sjómenn
og blaðamenn.
HVERNIG VERÐUR FÓLK
EFTIR AÐ HAFA
LESIÐ ÞETTA?
„Það er greinilegt að þú
hefur ekki unnið á bar.
Hvernig heldur þú að það
verði fyrir okkur að fá til
okkar menn úr þeirri stétt
sem verður valin leiðinleg-
ust? Ef það fólk hefur ver-
ið leiðinlegt fyrir hvernig
verður það þá þegar birst
hefur í Pressunni að það
sé leiðinlegast allra? Þá
verður leiðinlegt að vinna
á barnum," sagði einn
þeirra þjóna sem tók þátt í
valinu.
„Það er talsvert um
unga stráka, um og yfir
tvítugt, sem eru mjög leið-
inlegir gestir. Strákar á
þessum aldri eiga til að
vera með allskyns leiðindi.
Þeir eru oft fullir af remb-
ingi, hávaðasamir og frekir.
Þeir vilja oft sýna sig, hvað
þeir eru sterkir og merki-
legir. Oftast fara þessir
menn í taugarnar á okkur
sem vinnum á börunum
og ekki síður á þeim sem
eru gestir hjá okkur," sagði
einn þjónninn.
„Atvinnuleysingjar og
auðnuleysingjar eru oftast
til vandræða. Þeir eiga það
til að setjast að öðrum
gestum, sníkjandi og betl-
andi. Þeir hrekja aðra gesti
frá."
MIKILL MUNUR Á
FÖSTUDÖGUM OG
LAUGARDÖGUM
„Það er mikill munur á
fólki á föstudögum og
laugardögum. Fólk virðist
vera þreyttara á föstudög-
um og um leið er það leið-
inlegra. Á föstudögum er
meira um fólk sem er mik-
ið úti á lífinu en á laugar-
dögum. Það eru betri og
þægilegri gestir sem koma
á laugardögum. Desember
er samt sérstakur. Þá er
fólk erfiðara en í öðrum
mánuðum. Ég held að það
sé tvennt sem orsakar
það. Annars vegar er
stressið sem fylgir jó-
laundirbúningnum og svo
blessað jólaglöggið. Það er
algengt að fólk sem er að
koma úr jólaglöggi sé mik-
ið drukkið þegar það kem-
ur á barina. Mikið drukkið
fólk er sjaldnast skemmti-
legt," sagði einn þjónanna.
„Endurskoðendur eru
skemmtilegir. Þeir hafa
mikinn húmor.
Byggingaverktakar og aðrir
sem vinna við byggingar
eru skemmtilegir gestir.
Leigubílstjórar geta verið
skemmtilegir gestir," sagði
einn barþjónanna.
„Leigubílstjórar geta ver-
ið leiðinlegir. Þeir eru mest
áberandi á mánudögum
og þriðjudögum. Þeir virð-
ast vera útkeyrðir og út-
taugaðir eftir helgarvinn-
una og margir þeirra þola
vín illa.
Atvinnuleysingjar geta ver-
ið ömurlega leiðinlegir.
Þeir eru blankir og abbast
upp á starfsmenn og
gesti."
I fyrstu virtust íslensku
barþjónarnir ekki fúsir til
að gera upp á milli gesta
sinna. Þegar ákveðið var
að birta ekki nöfn dóm-
nefndarmanna vildu þeir
vera með, að tveimur und-
anskildum. Annar gat ekki
gert upp á milli manna en
hélt langa ræðu um ágæti
áfengis. Hann sagði meðal
annars að sólskin væri í
hverjum áfengisdropa.
Eins sagði hann að menn
ættu að njóta Bakkusar en
ekki slást við hann. Hinn
sem neitaði sagðist ekki
vilja vera með vegna
skyldleika við blaðamann-
inn sem skrifar þessa
grein.
Sigurjón M. Egilsson
j